Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1992 5 Bruninn í Klúbbnum: Maðurinn laus úr varðhaldi Gæsluvarðhald yfir manni, sem handtekinn var vegna gruns um íkveikju í Klúbbnum við Borgartún, rann út í gær. Ekki var farið fram á framlengingu þess, og manninum var sleppt úr haldi. Bruninn í Klúbbnum varð aðfara- nótt mánudagsins 3. febrúar. Dag- inn eftir, þriðjudaginn 4. febníar, var maðurinn úrskurðaður í gæslu- varðhald til 7. febrúar. Varðhaldið var svo framlengt til gærdagsins, en þá var manninum sleppt úr haldi. Hann hafði húsnæðið á leigu frá nóvember sl. og rak þar knatt- borðsstofu og skemmtistað. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins verður mál- ið sent ríkissaksóknara til umfjöll- unar á næstunni, að lokinni rann- sókn. Kaupmannahöfn: Verðlækkun á loðskinnum VERÐ á minkaskinnum lækkaði um 8% frá því í desember á loð- skinnauppboði danska uppboðs- hússins sem lauk í gær. Verð á refaskinnum lækkaði um 7% frá því í desember. Alls voru boðnar upp 3,5 milljón- ir minkaskinna, þar af nokkuð magn af gömlum birgðum, og seld- ust 85% þeirra. Meðalverðið var 1.210 kr. Sjö þúsund íslensk minnkaskinn voru boðin upp og var meðalverð þeirra 1.015 kr. Um 35 þúsund refaskinn voru boðin upp og seldust 84% þeirra. Meðalverð blárefaskinna var 3.730 kr, en meðalverð tæplega eitt þúsund ís- lenskra blárefaskinna sem seld voru var 3.580 kr. Að sögn Arvid Kro hjá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda var að- eins um 5% íslensku skinnafram- leiðslunnar boðin upp á þessu upp- boði, en afgangurinn fer á uppboð- in í apríl og júní. Sagði hann ýmis- legt benda til þess að hærra verð ætti að fást fyrir skinnin á þeim uppboðum. Njarðvíkur: Sr. Baldur R. Sigurðsson kjörinn sóknarprestur Sr. Baldur Rafn Sigurðsson hefur verið kjörinn sóknarprest- ur í Njarðvíkum. Sóknarnefndir Ytri- og Innri Njarðvíkur kusu milli fjögurra um- sækjenda um brauðið. Hlaut sr. Baldur lögmæta kosningu og tekur við embætti 1. mars nk. Hann var áður prestur í Hólmavík. Þrír á sjúkra- hús eftir slys HARÐUR árekstur tveggja bif- reiða varð á mótum Vesturlands- vegar og Höfðabakka um kl. 7.30 í gærmorgun og voru þrír fluttir á slysadeild. Bifreiðarnar skemmdust mikið við áreksturinn. Ökumaður annarr- ar var fluttur á slysadeild og öku- maður og farþegi hinnar einnig. Meiðsli þeirra munu þó ekki alvar- leg. Báðar bifreiðarnar voru fjar- lægðar með aðstoð kranabíls. eistarakokkar með nýjan og spennandi matseðil Einn besti veitingastaðurinn í Reykjavík er SETRIÐ, musteri franskrar matargerðarlistar og eðalvína. Meistarakokkarnir okkar unnu til verðlauna í alþjóðlegri keppni í Bandaríkjunum sl. vor, og undirbúa sig nú fyrir Olympíuleika matreiðslumanna sem verða í Frankfurt í október n.k. Þeir hafa nú sett saman nýjan og spennandi inatseðil. Opið alla daga og öll kvöld Sýnishorn af matseðli: Reyktur nautavöðvi með sesamosti. Laxapýramídi á vorlauks- og sjávarsósu Grísameyrur með kryddj urtaosti og portvínsgrunni Fylltar kalkúnabringur al pesto á kampavínssósu Sigtúni 38, sími: 689000. NÝR DAGUR AUGL ÝSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.