Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÍTAR 1992 7 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 1992: Tekjurum 1.880 milljónir króna Sérstakt framlag vegna Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar o g fleiri sveitarfélaga JÖFNUNARSJÓÐUR sveitarfé- laga fær 100 m.kr. sérstakt fram- lag í ár til þess að mæta útgjalda- auka vegna Hafnarfjarðar, Mos- fellsbæjar og fleiri sveitarfélaga, sem fá nú tekjujöfnunarframlög úr sjóðnum í fyrsta sinn, að því er segir í nýjasta hefti Sveitar- stjórnarmála. Læknum ber að núm- era eyðu- blöðin - segir Krislján Guðjónsson hjá Trygginga- stofnun ríkisins KRISTJÁN Guðjónsson, deildarstjóri sjúkratrygg- ingadeildar Tryggingastofn- unar rikisins, segist ekki taka ummæli Eggerts Jóns- sonar læknis í Morgunblað- inu á fimmtudag alvarlega. Þar segir Eggert m.a. að þau eyðublöð, sem læknar láti sjúklinga skrifa upp á, séu í raun aðeins til að tryggja læknum greiðslur. Kristján segir að læknum sé greitt fyrir að veita sjúklingum læknisþjónustu. Hann segir að þetta kerfi, sem Eggert ræði um, hafi gefist allsæmilega og í raun sé ekki margt út á það að setja. „Þetta kerfi er fyrst og fremst til að tryggja sjúkling- um þjónustu og er í raun síðast til að tryggja læknum greiðslu. Ég tek hins vegar undir þau ummæli Eggerts að læknum beri samkvæmt lögum um bók- hald að númera eyðublöðin," segir Kristján. Samkvæmt fjárlögum 1992 verða tekjur Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga 1.362 milljónir króna, sem er 1,4% af skatttekjum ríkissjóðs. Auk þess fær sjóðurinn 35 m.kr. vegna endurmats á áætluðum skatttekjum og 100 m.kr. sérstakt framlag sem fyrr segir. Tekjur sjóðsins samtals verða því um 1.880 m.kr. Útsvarstekjur sveitarfélaga rýrna að raungildi um ríflega 200 m.kr. frá fyrra ári, þrátt fyrir hækk- un meðalútsvarsprósentu úr 6,99% í 7,05%, samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar. Þjóðhagsstofnun gerir hins vegar ráð fyrir því að tekjur sveitarfélaga af aðstöðugjöldum hækki vegna hækkunar aðstöðu- gjaldsstofns milli áranna um 3%, umfram áætlaðar verðbreytingar. Þá er gert ráð fyrir að fasteigna- mat íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um rúmlega 6% milli áranna 1990-91 með tilheyrandi tekjuauka í fasteignatengdum tekjum. Nemendur og kennarar virða fyrir sér fiskana í Granda. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skólanemar kynnast fiskvinnslu GRUNNSKOLA- og framhalds- skólanemendum á höfuðborg- arsvæðinu var í gær boðið í heimsókn í Granda hf. á svo- kölluðum Grandadegi. Um 2300 nemendur þáðu boðið og not- uðu morguninn til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Um 80 bekkir mættu í Granda þar sem tekið var á móti þeim og leiðsögumaður fylgdi hveijum bekk í gegnum fyrirtækið. Tækja- búnaður gamla og nýja tímans var kynntur auk þess sem sýndur var 15 manna uppblásinn björg- unarbátur og fengu allir nemend- urinir að fara í hann. Nemendunum var einnig sýnd nútíma matvælaframleiðsla, þar sem þorskur er unnin í neytenda- pakkningar en hann er seldur til Italíu. Þá var fólki boðið að smakka framleiðsluna. Jafnframt fengu nemendurnir að sjá marg- víslegar tegundir fiska. Tilgangurinn með heimsókinni var að gefa nemendum og kennur- um tækifæri til að kynnast nútíma vinnslu á sjávarafurðum íslend- inga. íslandsbanki hefur lækkað vexti bankabréfa um 0,2% Kaupþing lækkar ávöxtunarkröfu húsbréfa í 8,14% ÍSLANDSBANKI Iækkaði í vikunni vexti á bankabréfum sínum um 0,2% úr 8,4% í 8,2% og Landsbankinn lækkaði um mánaðamót vexti á bankabréfum um 0,1-0,3% í 7,6% til 8,3% eftir tímalengd bréf- anna. Þá hefur Kaupþing lækkað ávöxtunarkröfu húsbréfa úr 8,3% í 8,14%, en fyrr í vikunni höfðu Landsbréf lækkað ávöxtunarkröfu húsbréfa í 8,2%. „Það er ekki rétt að bankarnir haldi uppi raunvöxtum. Bankarnir munu fylgja markaðsvöxtum spari- skírteina niður jafnskjótt og þær breytingar verða. Markaðurinn er lækkandi og við munum fylgja hon- um. Við reiknum með því að raun- vextir lækki á næstunni," sagði Ragnar Önundarson, framkvæmda- stjóri hjá íslandsbanka, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að Jóhanna Sigurðardóttur, félags- málaráðherra, blandaði saman bankavíxlum sem væru óverð- tryggðir til skamms tíma, 45-60 daga, og bankabréfum sem væru verðtryggð til lengri tíma, en hún sagði í Morgunblaðinu í gær að út- gáfa bankabréfa í janúar hafi verið 2,8 milljörðum meiri en í desember. Milljarðavelta væri í víxlunum en bankabréfin seldust fyrir brot af þeirri fjárhæð í mánuði hveijum. Því væri það ekki rétt hjá Jóhönnu að vextir bankabréfa haldi uppi raunvöxtum. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri hjá Landsbanka ís- lands, segir að Landsbankinn hafí lækkað vexti á bankabréfum úr 7,9-8,4% eftir lánstíma 29. janúar í 7,6-8,3%. Þetta séu lækkanir sem hafi orðið vegna hreyfinga á mark- aðnum. Bankinn hafi breytt vöxtum í takt við það sem hafi verið að gerast og lykilatriði varðandi frek- ari raunvaxtalækkanir sé að vextir á ríkisskuldabréfum lækki. Það sé því ekki rétt að vextir á bankabréf- um haldi uppi vöxtunum, enda hafi þau verið seld fyrir 270 milljónir það sem af sé þessu ári. Talan 2,8 milljarðar sem kemur fram hjá fé- lagsmálaráðherra geti hins vegar átt við bankavíxla sem séu óverð- tryggðir og til skamms tíma. I f f’>; 1 f ^ ' /Æ UNGLINGAKLÚBBUR ÍSLANDSBANKA DAGBOK OG PENNI í UK - 17 færftu penna og skemmtilega dagbók í skólann. Komdu í klúbbinn! ISLANDSBANKI - í takt vib nýja tíma!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.