Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 14
1*4 MORGUNBLAÐÍÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 Ný sóknarfæri á landsbygg'ðinni eftirEinarK. Guðfinnsson Eðlilega hefur íbúaþróunin á undangengnum árum orðið mörg- um mikið áhyggjuefni. Á sama tíma og íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað ár frá ári hefur íbúum landsbyggðarinnar hreinlega fækk- að og nýjustu tölur um íbúafjölda, til að mynda á Vestfjörðum, eru hreint og beint skelfilegar. Langt mál má hafa um orsakir þessa ástands. Flestum mun þó ljóst að röng efnahagsstefna, sem hefur haldið sjávarútvegi í helgreipum, hefur verið drýgst í því að grafa undan tiltrú fólks á því, að setjast að úti á landi. Fólk hefur því sótt suður, í skjólið, í fullvissu þess að óbreytt efnahagsstefna muni sjá til þess að þar verði ætíð og ævinlega meira framboð af fjölbreyttari at- vinnukostum og meiri þjónusta. Einkennileg byggðastefna Hingað til hefur þetta líka verið svo. Viðskiptahallinn hefur verið árviss; tákn þeirra fjármagnstil- flutninga sem hafa orðið frá út- flutningi til innflutnings, frá lands- byggð og suður á höfuðborgar- svæðið. Og til þess að herða á þessu hafa stjórnvöld markvisst staðið fyrir byggðastefnu, sem beinlínis hefur hvatt fólk til þess að búa á höfuðborgarsvæðinu, í stað þess að setjast að á landsbyggðinni. Þetta hljómar kannski eins og bábilja í ljósi þeirrar síbylju sem dunið hefur upp á síðkastið um hina svokölluðu byggðastefnu sem hefur haft það að markmiði að gera það eftirsóknarverðara að búa úti á landi. En sannleikurinn er bara sá að í samanburði við þá gríðarlegu fjármuni sem með beinum og óbein- um hætti hafa farið í að laða fólk úr dreifbýlinu eru það hreinir vasa- peningar sem ríkið hefur varið til þess að efla búsetu á hinum dreifð- ari svæðum. Hér verður ekki rætt um það sem mestu varðar, þ.e. þá efnahags- stefnu sem árum og áratugum saman hefur leitt af sér viðskipta- halla og þar með íjármagnstil- flutning af landsbyggðinni. Þess í stað verður sjónunum einvörðungu beint að þeirri beinu atvinnuupp- byggingu sem ríkið hefur staðið fyrir á höfuðborgarsvæðinu undanf- arinn áratug. Hlutur ríkisins Hið opinbera er stór vinnuveit- andi. Ríkið rekur skólakerfi, allt frá grunnskóla og upp úr, heilbrigðis- þjónustu af margvíslegum toga, kirkjur og rannsóknarstofnanir, svo fátt eitt sé nefnt af handahófi. Þá stendur hið opinbera fyrir margs konar framkvæmdum, við vega- og brúargerð, uppbyggingu raforku- kerfis og símamála, svo enn séu tekin dæmi. Þá starfa margir við opinbera stjórnsýslu, í stjórnarráð- inu og við dómstólana, svo eitthvað sé nefnt. Nærri lætur að um 20 þúsund manns hafi fengið launa- greiðslur frá ríkinu á síðasta ári, sumir þó í hlutastarfi. í því sam- bandi má nefna, að bara við stóru spítalana þijá í Reykjavík, Land- spítala, Borgarspítala og Landakot, vinna um 5 þúsund manns, sam- kvæmt því sem fram kom á dögun- um í fréttum. Þegar ríkið ákveður hvar það setur niður tiltekna starfsemi þá hefur það mikil áhrif á búsetu fólks. Bæði vegna þess að með þeirri ákvörðun eru lagðar línumar um hvar fólk skuli búa til þess að geta notið viðkomandi þjónustu, en einnig af því að þar með er kortlagt hvar atvinnutækifærin verða sem leiða af þessari þjónustu. Eitt lítið dæmi Tökum dæmi. Þegar sú ákvörðun var tekin að setja tækniskóla niður í Reykjavík, var ákveðið að ungt fólk, hvaðanæva að af landsbyggð- inni, ætti að koma suður til þess að stunda tækninám. Þar með voru líkurnar á því að þetta fólk kysi sér búsetu í Reykjavík auknar. En ekki nóg með það. Það var líka ákveðið að tæknimenntaðir kennarar gætu því aðeins fengið starf við sitt hæfi að þeir settust að í Reykjavík. Þannig hefur þetta verið um ára- tugi. Ríkið hefur vísað fólki, ekki síst unga fólkinu, suður til Reykjavíkur og þar með hvatt það óbeint til þess að setjast þar að. Með því móti hefur það átt dijúgan þátt í þeirri íbúaþró- un sem orðið hefur í landinu. Þróun ársverka hjá opinberum aOilum 1981 tii 1990 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Athugið aö skipting órsverka 1987 er óviss. ■ Landsbyggö . G Höfuöborgarsvœöi Einar K. Gúðfinnsson „Það er því sem sagl Ijóst að vaxtarbroddur- inn í atvinnulífi höfuð- borgarsvæðisins hefur ekki síst verið vöxtur- inn hjá hinu opinbera. Þar hafa skilyrðin verið sköpuð fyrir fjölgun ársverka og þar með íbúafjölguninni suður þar.“ Síðan hefur hitt komið af sjálfu sér. Atvinnulífið hefur byggst upp í kring um þessa góðu opinberu þjónustu. Fólkið hefur leitað í aukn- um mæli þar sem hvort tveggja fékkst í senn; góð og örugg opinber þjónusta (til að mynda heilbrigðis- þjónusta og menntun) og fjölbreytt atvinnulíf. Þar með var hringekjan komin af stað. 7 af hverjum 10 ársverkum verða til á höfuðborgarsvæði Tölur um þetta tala sínu máli. Ársverk í opinberri þjónustu voru 10.902 ánð 1981 á höfuðborgar- svæðinu. Árið 1990 voru þau orðin 16.141. Þeim fjölgaði sem sagt um tæp 50%. Á landsbyggðinni voru ársverk á sviði opinberrar þjónustu 5.623 árið 1981, en voru orðin 7.828 árið 1990 og hafði semsé ijölgað um 39%. Þessar tölur^ leiða mann í allan sannleikann. Ársverk í opinberri þjónustu voru miklu fleiri í upphafi viðmiðunartímabilsins á höfuð- borgarsvæðinu en á landsbyggð- inni. Á síðasta áratug dró enn í sundur. Það sést kannski hvað best á því að ef við lítum aðeins betur á þá kemur í ljós að ársverkum í opinberri þjónustu fjölgaði alls um 7.444 á þessum tíma. Þar af á landsbyggðinni einungis um 2.205.Jlíed öðrum orðum, sjö af hverjum tíu ársverkum sem urðu til á síðasta áratug í opinberri þjón- ustu voru á höfuðborgarsvæðinu. Það er því sem sagt ljóst að vaxtarbroddurinn í atvnmulífi höfuðborgarsvæðisins hefur ekki síst verið vöxturinn hjá hinu opin- bera. Þar hafa skilyrðin verið sköp- uð fyrir fjölgun ársverka og þar með íbúafjölguninni suður þar. Nú er verið að reyna að hemja hinn mikla sjálfvirka vöxt á opin- bera sviðinu. Og vitaskuld snertir það einhvern. En um leið myndast ný sóknarfæri fyrir landsbyggðina. Fölsk efnahagsleg þensla er landsbyggðinni hættuleg Eitt meginmarkmið efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar er að draga úr opinberri lánsfjárþörf og skapa skilyrði til efnahagslegs jafn- vægis í landinu. Með lækkandi verð- bólgu og minni þörf hins opinberra fyrir lánsfjármagn, munu vextir lækka, til hagsbóta fyrir allt launa- fólk og hið almenna atvinnulíf. Þar með verða til nýir möguleikar fyrir landsbyggðina. Það er engum blöðum um það að fletta að ekkert hefur orðið landsbyggðinni jafn dýrkeypt og falskt efnahagslegt þensluástand. Yið þær aðstæður hefur fólkið flutt suður, enda-hefur atvinnulíf lands- byggðarinnar ævinlega orðið undir þegar þannig hefur árað. Með lægri vöxtum og stöðugleika í efnahags- lífinu, samfara því að aukning opin- berra útgjalda er stöðvuð, gjör- breytist myndin. Þessar aðstæður ættu að geta laðað fólk til starfa sem skortur er á úti á landi, svo sem í heilbrigðiskerfinu og við kennslu, svo dæmi séu nefnd. Og með því að hin falska þensla verður að baki hlýtur samkeppnisstaða útflutnings og samkeppnisgreina að batna. Allt er þetta þó undir því komið að vel takist til. Forsenda þess að vextir lækki er að við stöðvum sókn hins opinbera inn á lánamarkaðinn. Það er því aðeins hægt að við drög- um úr útgjöldum. Um það stendur stríðið þessa dagana. Höfundur er annar alþingismanna Sjálfstæffisflokksins á Vestfjörðum. Góða ferð Davíð! eftir Gunnar Þorsteinsson Sú ánægjulega fregn hefur bor- ist að forsætisráðherra íslenska lýðveldsins hafi ákveðið að þekkj- ast boð forsætisráðherra Israels um opinbera heimsókn. ísland hef- ur haft vinsamleg og jakvæð gagn- kvæm samskipti við ísraelsríki og reyndar að sumu leyti haft for- göngu á alþjóðavettvangi um viðurkenningu þess. Því getum við verið stolt af. ísraelsríki hefur verið mikið í fréttum, ekki aðeins að undan- förnu, heldur allar götur frá stofn- un þess og það mun verða áfram. ísraelsríki er umdeilt og fellur ekki að þeim menningarheimi sem þrengir að því á alla vegi. íslamski arabaheimurinn allt umhverfis samanstendur af einræðisríkjum sem hafa svarið þess dýran eyð að tortíma þessu smáa lýðveldi. í ljósi þess er undarlegt að hér á landi séu talsmenn þess að okkur beri að gera einræðisríkjum jafn hátt undir höfði og lýðræðisríkjum og gera því jafnvel skóna að ef Israelsríki sé sótt heim beri að sýna PLO sama heiður. Það er öllum ljóst að undanfarið hafa staðið yfir friðarviðræður þar sem ísraelar hafa sest við samn- ingaborðið með svörnustu fjendum sínum. Þeir hafa gert sér að góðu að ræða við aðila sem bera enga virðingu fyrir rétti þeirra meðal þjóðanna og hafa jafnvel teygt sig svo langt að vera reiðubúnir að ræða að „skipta á landi fyrir frið“. Samningsmáti sem aldrei hefur skilað árangri og býður upp á að ísrael búi bæði við landleysi og friðleysi. Palestínska þjóðarráðið hafnar einnig pólitískri lausn á átökum ísraels og araba og hafnar rétti gyðinga til sjálfsvarna. Ég er ekki að reyna að bera í bætifláka fyrir ísraelsríki, en mönnum má vera ljóst að það er ekki illskan ein sem hefur valdið því að óhappaverk hafa verið unn- in í Israel í því stríðsástandi sem þar ríkir. Ísraelsríki hefur verið beytt öllum tiltækum ráðum til að koma því á kné og til meðalanna hefur ekki verið vandað. Menn mega ekki gleyma því að ísrael hefur staðið í sex styijöldum og ótal skærum á rúmlega þjögurra áratuga lífsskeiði sínu. Átök eru nánast daglegur viðburður. Al- menningur í ísrael býr við stöðuga ógn. Ég vil minna á æðruleysi ísra- els er dauðaskeytum íraka var skotið að þeim í Persaflóastríðinu. í umræðunni hérlendis að und- anförnu hefur komið fram að Isra- elsríki sé nokkurs kona ómagi á Bandaríkjum Norður-Ameríku. Menn hafa þá í huga hina margum- töluðu tíu milljarða dollara ábyrgð sem ísrael hefur falast eftir í Bandaríkjunum. Menn verða að hafa ríkt í huga að hér er einung- is um ábyrgð að ræða til að ísrael hafi möguleika á lántöku á betri kjörum en ella. Georg Keegan hershöfðingi, fyrrum yfirmaður leyniþjónustu flughers Bandaríkj- anna, segir að stuðningur Israels- ríkis við Bandaríkin, takið eftir að við erum að tala um stuðning ísra- els við Bandaríkin en ekki öfugt, nemi að verðmætum á bilinu fimm- tíu til áttatíu milljörðum dollara. Þriðjungur þeirra fjörutíu milljarða dollara sem Ísraelsríki hefur fengið úr hendi Bandaríkjamanna hefur verið hávaxta lán. Því miður verður það að segjast eins og er að sú mynd sem birtist á Vesturlöndum af þeirri smáþjóð Gunnar Þorsteinsson „Almenningur í ísrael býr við stöðuga ógn. Eg vil minna á æðru- leysi Israels er dauða- skeytum Iraka var skot- ið að þeim í Persaflóa- stríðinu.“ fyrir botni Miðjarðarhafs sem berst fyrir tilvist sinni er mjög skekkt. Pjölmiðlar hafa blásið upp nei- kvæða atburði er tengjast átökum gyðinga og Palestínumanna, átök- um sem á stundum eru nánast sett á svið fýrir myndavélarnar. í slíku ástandi er afar mikilvægt að forystumenn lýðræðisríkja geri sér ljóst frá fyrstu hendi hvað raunverulega er að gerast. Meðal annars í ljósi þess er ferð Davíðs mjög ánægjuleg og mikilvæg. í mínum huga erum við í skuld við þessa þjóð sem hefur lagt okk- ur til grunn menningar okkar og laga. Til ísraels eigum við mikið að sækja enn þann dag í dag. Það má draga lærdóm af hvernig smá- þjóð heldur reisn sinni og stefnu við afar erfið skilyrði. Að horfa til Israels stappar í okkur stálinu og bölmóður verður að víkja því að við höfum þar dæmi um þjóð sem dafnar * þrátt fyrir erfiðustu hugsanleg ^tri skilyrði. Náð Guðs vakir yfir Israel. Að lokum vil ég minna á þá blessun sem ísrael er ætlað að vera þjóðunum og það fyrirheit Guðs, sem segir að þeir sem blessi Israel muni blessum hljóta, er enn í fullu gildi. Davíð, Guð veri með þér. Höfundur er forstöðumaður Krossins í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.