Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1992 Á fjórða hundrað konur stofnuðu Hvöt fyrir 55 árum - viðtal við formanninn Önnu Kristjánsdóttur Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt er 55 ára. 15. febrúar 1937 boð- uðu forgöngukonur til undirbúningsfundar í Oddfellowhúsinu og 19. febrúar voru lög samþykkt og stjórn kjörin. Það er því talinn stofndagur. Hvöt er elsta stjórnmálafélag kvenna í landinu og eru félagar nú um 1200. í tilefni afmælisins hyggjast Hvatarkonur hafa opið hús frá kl. 5 til 7 síðdegis miðvikudaginn 19. febrúar og gefa út myndarlegt afmælisrit. Formaður félagsins er Anna Kristjánsdóttir. Sagði hún að félagstarf væri blómlegt, mest á kosningaárum en þess á milli jafnt og stöðugt. Hefði svo verið frá upphafi. „Stofnfundinn sóttu á fjórða hundrað konur og hefur ein þeirra sagt frá því að þegar þær stormuðu út úr Oddfellowhúsinu voru einhveijir alþingismenn að koma úr þinghúsinu og ofbauð þessi mikli fjöldi kvenna. Þeim leist ekkert á blikuna, héldu að konumar mundu taka frá þeim áhrif í flokknum og völd í samfé- laginu," segir Anna. „Ekki varð það nú og hefur gengið hægar fyrir konur að komast til áhrifa í stjómmálum en vonir stóðu til,“ bætir hún við þegar skotið er inn spumingu um það hvort konurnar séu ánægðar með sinn hlut nú. En ein grein í lögum félagsins frá upphafi segir: „Markmið félagsins er enn- fremur að stuðla að aukinni þát- töku kvenna í stjómmálum, sér- staklega sem fulltrúar á Alþingi og í bæjarstjóm. Félagið vill enn- fremur vinna að því að styrkja hag heimilanna sem best, einkum á sviði uppeldis- og heilbrigðis- mála.“ „Við emm ekki sáttar við ástandið. Okkur finnst þáttur kvenna ekki nógu mikill þegar litið er til þess að konur em 50% kjósenda en hlutur alþingis- kvenna ekki nema rúm 20% Kon- ur hafa ekki þingstyrk á við það sem atkvæðamagn segir til um. Þetta hefur þó gengið fram á við, hjá okkar flokki líka, en afar hægt. Hins vegar hefur Sjálf- stæðisflokkurinn víða átt kven- fulltrúa í áhrifastöðum fyrstur flokka. Átti fyrsta kvenráðherr- ann og fyrsta kvenborgarstjór- ann, forseta borgarstjómar og nú er Salóme Þorkelsdóttir for- seti Sameinaðs þings. Og í fleiri áhrifastöðum sitja Sjálfstæðis- konur, svo sem formaður Þjóð- leikhúsráðs sem er Þuríður Páls- dóttir og formaður útvarpsráðs, sem nú er Halldóra Rafn'ar sem tók við af Ingu Jónu Þórðardótt- ur,_ svo eitthvað sé nefnt.“ í lögunum sem sett voru fyrir 55 ámm og enn standa segir að markmið Hvatar sé að berjast fyrir þjóðlegri og víðsýnni framfarastefnu í þjóðmálum með hagsmuni allra stétta og öfluga sameiningu þjóðarinnar fyrir augum. Gmndvöllur stefnu félagsins sé frelsi og sjálfstæði þjóðar og einstaklinga, séreigna- skipulag og jafnrétti allra þjóð- félagsþegna. „Báðar þessar greinar sem hér hafa verið nefnd- ar em í fullu gildi enn í dag,“ segir Anna. „Við störfum eftir markmiðum Hvatar en eftir skip- ulagsreglum Sjálfstæðisflokks- ins. Þótt konur starfí í kvenfélag- inu Hvöt eru margar þeirra jafn- framt félagar í hverfafélögum flokksins .og þar af leiðandi í landsmálafélaginu Verði. Og við eram í samstarfí við hin félögin. Höldum saman þorrablót, jóla- fagnað og opna stærri fundi með ráðherram og frammámönnum flokksins. Aðalstarf okkar er á kosningaári. Og þótt við leggjum sérstaklega áherslu á starf og kynningu á kvenframbjóðendum, þá leggjum við líka karlframbjóð- endunum lið. Höfðum til dæmis opið hús með hinum félögunum, Verði, Óðni og Heimdalli, í Val- höll í 2-3 vikur fyrir kosningar síðast. Þar kom mikill fyöldi fólks, þáði kaffí og bar saman bækur sínar.“ Anna er þá ekki á þeirri skoð- un að sérfélög kvenna í stjóm- málaflokkunum séu úrelt og gamaldags? „Nei, þetta kemur upp á hveiju ári og er alltaf í umræðu. Enn þann dag í dag erum við þeirrar skoðunar að slíkt kvenfélag eigi fullan rétt á sér. Konur vinna vel saman og þetta er skemmtilegur félagsskapur. Ég er viss um að margar félagskvenna mundu ekki ganga í blandað félag. Hvöt er enn stærsta einstaka félagið, sem segir sitt. í flokknum eru sérfélag ungs fólks og félag verk- alýðs og aldrei heyrast raddir um að leggja þau niður af því að þau em fyrir afmarkaða hópa. Flokk- urinn er svo stór og kannski verð- ur meiri valddreifíng að starfa þannig í minni einingum en í einu heljar bákni.“ Afmælisrit og ráðstefna „Strax í upphafí einbeitti Hvöt sér að því að senda konur út á land til að hvetja til stofnunar Sjálfstæðiskvenfélaga og fljót- lega vora stofnuð félög á Akur- eyri, ísafirði og í Vestmannaeyj- um. Vorboðinn í Hafnarfírði var stofnaður í apríl á sama ári og Hvöt. Kvenfélögin innan Sjálf- stæðisflokksins vinna mikið sam- an í Sambandi sjálfstæðiskvenna. Nú emm við Hvatarkonur að efna til heilsdags ráðstefnu á laugardag með Landssamband- inu, þar sem fjallað verður um heilbrigðismálin og menntamálin sem nú eru efst á baugi. Þar mætir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra og frá heil- brigðisráðuneytinu Dögg Páls- dóttir. Við beitum okkur oft fyrir slíkum upplýsinga- og umræðu- fundum þegar ástæða þykir til.“ Þetta beinir talinu að afmælis- ritinu sem Hvöt er að undirbúa. Anna segir að í það skrifi allir núlifandi formenn Hvatar, eða 10 af 13, auk þess sem formaður flokksins, Davíð Oddsson, fram- kvæmdastjórinn, Kjartan Gunn- Morgunblaðið/KGA Anna Krisljánsdóttir, formaður Hvatar. arsson, og fleiri skrifi greinar. En formenn Hvatar frá upphafí voru Guðrún Jónasson, María Maack, Auður Auðunst Geirþrúð- ur Hildur Bernhöft, Ólöf Bene- diktsdóttir, Jónína Þorfinnsdótt- ir, Björg Einarsdóttir, Bessí Jó- hannsdóttir, Erna Hauksdóttir, María E. Ingvadóttir, Guðrún Zoéga, Kristín Guðmundsdóttir og nú Anna Kristjánsdóttir. í ljósi þess að á undirbúnings- fundinum að stofnun Hvatar fyr- ir 55 ámm hafði framsögu föður- systir Önnu, Guðrún Guðlaugs- dóttir síðar bæjarfulltrúi, og mælti eindregið með því að kon- urnar stofnuðu til samtaka með sér, spyijum við hana hvort hún hafí tekið þennan áhuga í arf. „Þrjár föðursystur mínar vora reyndar stofnfélagar Hvatar, þær Guðrún, Jóhanna og Theodóra, sem enn er á lífi á 98. aldursári og Hvatarkona, og faðir minn, Kristján Guðlaugsson, var á sín- um tíma formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, svo ekki er undarlegt þótt spurt sé. En ég gekk nú seint í Hvöt og fyrir hreina tilviljun, að beiðni Berg- þóru bróðurdóttur minnar sem var þar í stjóm. Þótt ég hefði alltaf verið sjálfstæðismaður þá vildi ég ekki vera flokksbundin. En þegar maður fer að kynnast þessu starfí, hlusta á umræður um hin margvíslegu mál sem ekki eru raunar endilega þau sem venjulega em kölluð pólitísk - sem þau eru raunar flest - þá fer maður að horfa á málin frá öðra sjónarhorni en meðan setið er áhugalítill heima í stofu. Og maður fer að setja sig betur inn í málin. Þar fyrir utan kynnist maður ógrynni af fólki í gegn um slíkt starf og heyrir mörg sjónarmið og hliðar á málunum. Áuðvitað em ekki allir sammála í svona stórum flokki." Hvað stendur sérstaklega fyrir dyram á næstunni í starfi Hvat- ar? „í augnablikinu erum við önn- um kafnar við afmælið, ráðstefn- una og afmælisblaðið, sem er mikil vinna. En þegar um hægist efnum við til námskeiðs í fundar- sköpum og ræðumennsku, eins og við gerum öðra hveiju fyrir félagskonur. Það hefur komið sér vel. Margar konur hafa byijað sinn pólitíska feril þannig eða öfugt, fundist þær þurfa á slíkum leiðbeiningum að halda eftir að áhuginn er vaknaður. Síðan er yfirleitt opinn fundur einu sinni í mánuði um efni sem ofarlega er á baugi. Fréttabréf gefum við út og sendum til þessara 1200 félaga, svo þeir geti fylgst með þótt ekki sæki allir fundi og raun- ar fer fréttabréfið víðar. Þetta er hefðbundið, en við fylgjumst auðvitað með því sem er að ge- rast á stjómmálasviðinu og bregðumst við eftir því sem til- efni gefst til.“ Við ræðum að Jokum svolitla stund um stjórnmál almennt og Önnu verður að orði: „Skelfíng vildi ég að við gætum veitt stjórn- málamönnum almennt og úr öll- um flokkum meira aðhald. Gert þá ábyrgari. Að þeir geti ekki spreðað fjármunum þjóðarinnar án þess að bera á því nokkra ábyrgð, eins og t.d. gerðist hjá síðustu stjórn, svo við sitjum nú í þessari miklu skuldasúpu. Víða erlendis þyrftu menn að segja af sér fyrir ýmislegt sem hér við- gengst og enginn virðist bera ábyrgð á. Aðhald almennings þyrfti að vera miklu meira í hvaða flokki sem er og í allri stjórnsýsl- unni.“ E.Pá. Mannamunur Morgnnblaðsins eftír Sigurð Þór Guðjónsson Laugardaginn 8. febrúar las ég Morgunblaðinu pistilinn þar í blað- inu. Sakaði ég það um mannamun í birtingu aðsendra greina. Rakti ég dæmi af sjálfum mér. Grein eftir mig hafi verið látin bíða prentunar langa lengi, en 15 lengri greinar, sem þó bárast síðar til blaðsins, hafí komið á undan. Víkveiji gerir greinarbirtingu Morgunblaðsins að umtalsefni þann 11. febrúar. Hann vísar með- al annars beinlínis til ádrepu minnar, þó ég sé ekki nefndur á nafn. En Víkveiji endursegir þann- ig efni hennar: „... Morgunblaðið gagnrýnt fyrir drátt á .birtingu aðsendra greina og að greinahöfundar sitji ekki allir við sama borð. Sumir þurfi að bíða lengur eftir birtingu greina sinna en aðrir og mannam- unur leyni sér ekki. Hvatt er til þess að greinarnar verði birtar í röð, eftir því hvenær þær berast blaðinu. Jafnrétti sé bezta þjónust- an.“ Þá segir að þessi umræða sé kærkomið tilefni til að fjalla um vanda Morgunblaðsins hvað þetta varðar. Skýringar Víkveija ganga síðán að miklu leyti út á það að pláss blaðsins hafí minnkað þó aðsend- um greinum hafí ekki fækkað. En sú staðreynd er ekki mergurinn málsins heldur það að plássleysið bitnar ekki jafnt á öllum. Víkveiji segir: „Ritstjóm Morg- unblaðsins hefur ekki viljað taka upp þann hátt að birta greinar í réttri tímaröð miðað við afhend- ingu þeirra á ritstjóm. Ástæðan er einfaldlega sú, að sumar greinar fjalla um þau málefni, sem á döf- inni eru hveiju sinni, en aðrar eru langt frá því að vera tímabundnar. Það væri léleg þjónusta við lesend- ur blaðsins að birta t.d. greinar sem fjalla um málefni sjúkrahús- anna í Reykjavík eftir nokkrar vik- ur en birta í þeirra stað þessa dag- ana greinar um málefni, sem eru alls ekki tengd umræðum líðandi stundar." En í „kvörtunargreininni" 8. febrúar sagði ég reyndar um títt nefnda „biðgrein" mína, og ég gæti auðveldlega rakið fleiri slík dæmi: „Þó var greinin sprottin beint upp úr umræðu sem var „heit“ þegar hún var skrifuð, en var lokið, þegar hún birtist." Svona stendur það svart á hvítu „Ég hitti nefnilega naglann beint á höfuð- ið. Morgunblaðið held- ur sumum höfundum frá umræðunni hverju sinni með því að birta ekki greinar þeirra fyrr en umræðan er gleymd og grafin.“ þó Víkveiji komi ekki auga á það. Og hann sleppir því líka í endur- sögn sinni að ég gerði einmitt ráð fyrir ýmsum óhjákvæmilegum fyr- irvörum eftir aðstæðum hveiju sinni varðandi birtingu greina „í sem næst“ réttri tímaröð. En ég var að benda á það að ekki megi stinga sumum greinum undan í hita umræðunnar og birta þær svo löngu síðar. Og er furðulegt að menn skuli ekki vilja skilja þetta. Víkveiji minnist sem sagt ekki á aðalatriðið og gefur þannig þeim lesendum sínum, sem ekki lásu grein mína, mjög villandi mynd af rökstuðningi mínum og gerir hann einfeldnislegri, en hann er. Maður Sígurður Þór Guðjónsson trúir varla sínum eigin augum að virðulegur fjölmiðill eins og Morgunblaðið skuli rangtúlka á slíkan hátt hófsama og málefna- lega gagnrýni á starfshætti blaðs- ins. Ekki má nú mikið. Ég held þó að rangtúlkun Víkveija sé ekki vísvitandi. Þvílíkum ósköpum trúi ég ekki upp á nokkum mann. En blaðið veit upp á sig skömmina. Og hér ræður sá mannlegi van- máttur er nefnist afneitun. Þegar okkur verður um megn að viður- kenna mistök okkar og ávirðingar af því að þær eru okkur til van- sæmdar. Áð verða fær um það, óskjöp eðlilega og átakalaust, og án þess að það skerði sjálfsvirðingu okkar, er þó framskilyrði andlegs þroska og vaxtar. Menn hafa sjaldan því vant hringt til mín og stöðvað mig á götu úti til að þakka mér fyrir ábendinguna um greinabirtingarn- ar. Ég hitti nefnilega naglann beint á höfuðið. Morgunblaðið heldur sumum höfundum frá umræðunni sem er í gangi hveiju sinni með því að birta ekki greinar þeirra fyrr en umræðan er gleymd og grafin. Mín tilvik sanna það. I fjórða skiptið lét ég loks verða af því að kvarta. Þetta er kjarni málsins Ef Morgunblaðið vill ekki glata virðin'gu og trausti lesenda verður það að taka sig á í þessum efnum. Fólk gerir nú miklu strangari kröf- ur um óhlutdrægni dagblaða en áður fyrr. Ef þau bregðast þeim væntingum afskrifa lesendur ein- faldlega viðkomandi blað. Og þá fer fljótlega að halla undan fæti fyrir því blaði, hvort sem það heit- ir nú Morgunblaðið eða Ijóðviljinn. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.