Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 20
 20 .f.i SiroAflHAftiífcl fflQAMM’IðHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 Nokkrar staðreyndir um uppsagnir Þjóðleikhúss Athugasemd frá þjóðleikhússtjóra Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá Þjóð- leikhússtjóra: Vegna ummæla, sem höfð eru eftir Brynju Benediktsdóttur, leik- stjóra, í frétt Morgunblaðsins í gær um uppsagnir í Þjóðleikhúsinu, þar sem farið er með rangt mál, er óhjákvæmilegt að benda enn einu sinni á eftirfarandi staðreyndir: Ágreiningur sá er upp kom í fyrra um uppsagnir undirritaðs á 9 starfs- mönnum Þjóðleikhússins snerist um þá grein Þjóðleikhúslaga sem snýr að verka- og valdaskiptingu fráfar- andi og viðtakandi Þjóðleikhús- stjóra. Samkvæmt lögum starfar nýr Þjóðleikhússtjóri samhliða frá- farandi leikhússtjóra í 8 mánuði og ber honum að undirbúa starfsáætl- un fyrir næsta leikár, þ.e. sitt fyrsta leikár, sem hefst 1. september. Starfsáætlun felur í sér, hvernig starfsemi leikhússins skuli háttað, hvað skuli sýnt og hvetjir starfi að þeim verkefnum. Engin uppsögn undirritaðs átti að taka gildi fyrr en 1. sept. 1991, þ.e. samhliða því að undirritaður tók að fullu við störfum. Brynja Benediktsdóttir talar um ólöglegar uppsagnir. Enginn hefur úrskurðað uppsagnimar ólöglegar. Pjögur formleg lögfræðiálit voru lögð fram um túlkun fyrmefndrar lagagreinar. Þijú þeirra töldu undir- ritaðan hafa haft fullt umboð til uppsagnanna og að réttilega hefði verið að þeim staðið. Þetta voru niðurstöður lögfræðings þess, sem menntamálaráðuneytið leitaði til, Gunnars Sæmundssonar hrl.; lög- fræðings Þjóðleikhússins, Þórunnar Guðmundsdóttur hrl. og Sigurðar Líndal lagaprófessors. Fjórði aðilinn sem leitað var til, Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður, taldi hins vegar að margnefnd lagagrein um umboð viðtakandi Þjóðleikhússtjóra væri ekki ótvíræð og bæri því að túlka greinina þröngt og líta svo á að fráfarandi Þjóðleikhússtjóri færi með húsbóndavald til 1. sept. Það var á grundvelli þessa síðasta álits að Gísli Alfreðsson, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri, ákvað að draga uppsagnimar til baka, þó svo að hann hefði ekki gert við þær neinar Athugasemd Helgi Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Samvinnu- ferða/Landsýnar og formað- ur Félags íslenskra ferða- skrifstofa hefur beðið blaðið að birta eftirfarandi athuga- semd: Á bls. 4 í Morgunblaðinu 14. febrúar er m.a haft eftir mér, að samkeppni Flugleiða sé óheiðarleg. Þama valdi ég rangt orð. Það er ekkert óheið- arlegt við samkeppni Flugleiða, fyrirtækið hefur markað sér ákveðna stefnu eins og sjálf- sagt er af slíku stórfyrirtæki. Sem talsmanni ferðaskrifstofa er það skoðun mín að þessi staða ferðaskrifstofanna gagn- vart Flugleiðum verði frekar að teljast ósanngjörn. Biðst ég velvirðingar á því að hafa notað orðið óheiðarleg- ur því að ég hef aldrei reynt Flugleiðir að óheiðarleika, þótt á ýmsu hafa gengið í sam- keppninni í gegnum árin. 0 athugasemdir á fundum Þjóðleik- húsráðs í upphafi. Brynja talar um að starfsmönn- um hafi ekki verið færðar þakkir í fyrri uppsagnarbréfum. Eins og Brynju er vel kunnugt um, ræddi undirritaður við þessa níu starfs- menn hvern og einn, skýrði ástæð- urnar fyrir uppsögn og lýsti þeim vilja sínum fyrir hönd leikhússins að þeir ættu þess kost að starfa áfram við leikhúsið, þegar svo bæri undir, þótt föstum samningi væri rift. Stór hluti listamanna leikhúss- ins hefur starfað og starfar á þeim forsendum. Það var því ástæðulaust að orða umrædd bréf eins og um endanlegan skilnað leikhússins og listamannanna væri að ræða, þótt sumir þeirra hafa kosið að bregðast þannig við. Að lokum fullyrðir Brynja Bene- diktsdóttir að hún hafi ekki geta tekið að sér ábyrgðarmikil leik- stjórnarverkefni utan Þjóðleikhúss- ins végna stöðu sinnar við leikhús- ið. Hið sanna í þessu máli er, að hún hefur aldrei leitað eftir leyfi til slíkra verkefna, hvorki þeirra sem hún segist hafa neitað né þess sem hún vann utan Reykjavíkur í haust. Hefði slíkt að sjálfsögðu verið auð- sótt eins og málum er háttað, enda hefur leikhúsið greitt götur annarra úr umræddum hópi, sem þess hafa óskað. Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjóri. Forstjóri Urvals-Utsýnar: A Asökunum um óheið- arlega samkeppni alfarið vísað á bug „í FRAMHALDI af frétt Morgunblaðsins 14. febrúar þar sem for- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar lætur hafa eftir sér að ferðaskrif- stofan Úrval-Útsýn standi óheiðarlega að verki í þeirri samkeppni sem nú ríkir á ferðamannamarkaðinum er rétt að skoða eftirfar- andi atriði," segir í athugasemd frá Herði Gunnarssyni, forsljóra Úrvals-Útsýnar hf. INNLENT „Fyrir árið 1991 var mörkuð sú stefna að lækka verð á sólarlanda- ferðum um 20% frá því sem verið hafði árið ’ áður með markvissu starfi við innlenda og erlenda við- skiptaaðila. Árangurinn lét ekki á sér standa, farþegafjöldi í leigu- flugi Útvals-Útsýnar jókst um 35% og náðist fyrir bragðið jöfnuður í rekstri fyrirtækisins á sl. ári. Með því að byggja á góðum ár- angri ársins 1991 hefur Úrvali- Útsýn tekist að viðhalda stefnu sinni í þá átt að bjóða landsmönnum sífellt hagstæðari ferðamöguleika eins og berlega mun koma í ljós við útgáfu ferðabæklings fyrirtæk- isins fyrir 1992 sem kynntur verður nk. sunnudag. Sem gott dæmi má nefna að gistikostnaður á hinni vel metnu Royal-hótelkeðju á Mallorca mun nú lækka um 15% á milli ára. Önnur samkeppnisfær fargjöld sem við munum bjóða eru eingöngu árangur þrotlausrar vinnu við endurskipulagningu ferðaskrifstof- unnar við erlenda þjónustaðila. Eg vísa því alfarið á bug órökstuddum yfirlýsingum forstjóra Samvinnu- ferða-Landsýnar um að Úrval- Útsýn „bjóði vildarkjör á öllum hluturn". Fyrirtækið býður við- skiptavinum sínum eingöngu hag- stæðustu kjör sem völ er á hveiju sinni. Dylgjur ofangreinds forstjóra um meinta yfirtöku Flugleiða á skuldum Úrvals-Útsýnar tel ég koma úr hörðustu átt því eins og hann væntanlega veit sjálfur, en kannast samt ekki við í Morgun- blaðinu 14. febrúar, hafa hluthafar Samvinnuferða-Landsýnar oft þurft að auka hlutafé ferðaskrif- stofunnar vegna taprekstrar á liðn- um árum, síðast á aðalfundi félags- ins 1990. Það er því ekkert nýtt að til slíkra aðgerða verði að grípa þegar illa árar í þessum atvinnu- vegi, og skiptir þá ekkí máli hvort stærsti hluthafi er Samvinnuhreyf- ingin, Flugleiðir eða einhver annar. Það er því markleysa ein að Sam- vinnuferðir-Landsýn hafi aldrei lent í rekstrarörðugleikum sem kallað hafi á björgunaraðgerðir hluthafa. Með minnihlutaeign ASI og ýmissa verkalýðshreyfinga að Samvinnuferðum-Landsýn hefur ferðaskrifstofan fengið einkarétt á sölu svokallaðra „verkalýðssæta". í þessum viðskiptum hafa engin fijáls útboð verið og öðrum ferða- skrifstofum ekki verið gefinn kost- ur á þeim. Það gefur því augaleið að slíkur einkaréttur rýrir vaxtar- möguleika annarra ferðaskrifstofa. Það er skoðun mín að illt umtal forstjóra Samvinnuferða-Landsýn- ar um keppinauta sína komi ekki til með að auka álit viðskiptavina okkar á íslenskum ferðaskrifstof- um heldur hið gagnstæða. Við skul- um því láta væntanlegum við- skiptavinum eftir að meta okkur. Höfrungur III Færeyjum. Höfrungur III til Akraness í kvöld Akranesi. HINN nýji togari Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi kemur væntanlega til heimahafnar í kvöld. Togarinn sem fengið hefur nafnið Höfrungur III AK 250 er keyptur frá Færeyjum og hét þar Pólarborg H. Skipið er 55 metra langt, 12,8 metra breitt og mælist 784 brút- tólestir og er smíðað í Noregi. Kaupverð skipsins er um 500 milljónir króna og var togarinn Krossvík AK sem er 20 ára gam- alt skip látið ganga upp í kaupin. Skipið er vel búið tækjum og öflugt togskip, aðalvél skipsins er 4076 hestöfl. Frystigeta skips- ins er um 55 tonn af afurðum á sólarhring og í því 864 rúmmetr: ar fiystilest. Fyrst í stað verður skipið gert út jafnhliða á ferskfískveiðar og frystingu um borð en innan tveggja mánaða verður sett ný vinnslulína fyrir bolfísk í skipið. Samið hefur verið við Þorgeir og Ellert hf. um hönnun og smíði á vinnslulínunni og verða ýmsar nýjungar í þessari vinnslulínu. Með þessum kaupum sem eru fyrirtækinu hagstæð er Haraldur Böðvarsson hf. að færa frekari stoðir undir vinnslu fyrirtækisins en það rekur jafnframt eitt ■ stærsta frystihús landsins ásamt fiskmjölsverksmiðju. Auk hins nýja skips gerir fyrirtækið út tvo togara og tvö síldar- og loðnu- skip en loðnukvóti fyrirtækisins er 9,5% af heildar loðnukvóta landsmanna. Skipstjóri Höfrungs III verður Kristján Pétursson og yfíivél- stjóri Reynir Magnússon. Nafn skipsins er gamalkunnugt í skip- aflota Akurnesinga. Höfrungur III var til hjá útgerðinni á sjö- unda áratugnum og var þá mik- ið aflaskip, m.a. undir skipstjóm Kristjáns Péturssonar. Það skip hefur undanfarin ár verið gert út frá Þorlákshöfn undir sama nafni. Áætlað er að áhöfn skipsins verði 27 manns þegar vinnslu- búnaðurinn er kominn um borð, en til að byija með verður 17 manna áhöfn. Skipið verður til sýnis í Akra- neshöfn eftir hádegi á sunnudag. - J.G. Ólafur Ragnar Grímsson: Ekkí óeðlilegt að sama auglýsingastofa starfi fyrir ráðuneyti og flokk Um óskyld mál að ræða í þessu tilfelli, segir Gunnar S. Pálsson ÖLAFUR Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins segist ekki telja það óeðlilegt að sama auglýsingastofa starfi fyrir ráðu- neyti og sjái um kosningabaráttu fyrir stjórnmálaflokk líkt og aug- lýsingastofan Hvíta húsið gerði sl. vor er hún sá um kynningar fyr- ir fjármálaráðuneytið og kosningabaráttu Alþýðubandalagsins á sama tíma. Ólafur Ragnar segir að alþýðu- bandalagsmenn hafi einfaldlega metið hvaða auglýsingastofa væri best til þess fallin að sjá um kosn- ingabaráttu flokksins og Hvíta hús- ið hafí orðið fyrir valinu. „Sú vinna sem Hvíta húsið hafði unnið fyrir ijármálaráðuneytið löngu áður en ég kom í ráðuneytið og hélt áfram formlega meðan ég var fjármálaráðherra hafði ekkert með það að gera að Alþýðubanda- lagið Ieitaði síðan til hennar. Það var einfaldlega metið hver væri besta auglýsingastofan," sagði 01- afur Ragnar í samtali við Morgun- blaðið. „Mér fannst ekki hægt að ég sem fjármálaráðherra neitaði mínum flokki um að eiga viðskipti við bestu auglýsingastofuna þó að fjármála- ráðuneytið hefði um áraraðir átt viðskipti við Hvíta húsið. Satt að segja hafði ég meiri efasemdir um að ég gæti falið auglýsingastofu þar sem margir sjálfstæðismenn ynnu í trúnaðarstöðum, kosninga- baráttu Alþýðubandalagsins," sagði Ólafur Ragnar. Gunnar Steinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Hvíta hússins, segist ekki telja óeðlilegt að auglýsinga- stofa vinni fyrir ráðuneyti annars vegar og stjórnmálaflokk hins veg- ar á sama tíma þegar um óskyld mál sé að ræða eins og verið hafi í þessu tilfelli. „Þegar verkefni tveggja aðila skarast eins og verkefni ríkisskatt- stjóra og fjármálaráðuneytisins í tengslum við átak um aukna notkun sjóðvéla þá tel ég feng að því að sami aðili annist vinnuna fyrir á báða,“ sagði Gunnar Steinn í sam- tali við Morgunblaðið. „Hitt að við vinnum á sama tíma fyrir Alþýðubandalagið er allt ann- að dæmi en þegar auglýsingastofur geta unnið fyrir tvo eða fleiri aðila í sama fagi sé ég ekkert óeðlilegt að auglýsingastofa vinni fyrir ráðu- neyti annars vegar og stjórnmála- flokk hins vegar með óskyld mál eins og um var að ræða í þessu til- felli,“ sagði Gunnar Steinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.