Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 JHrtgunfyjbifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Vinnum okkur út úr vandanum Skráð atvinnuleysi var meira í janúarmánuði en verið hefur síðan í öldudal sjöunda áratugarins. Atvinnuleysið og samdráttur þjóðartekna stafa meðal annars af aflatakmörk- unum, versnandi viðskiptakjör- um við umheiminn, litlum sem engum hagvexti og erfiðleikum í atvinnurekstri. Hluti vandans felst og í glöt- uðum tækifærum í orkubúskap okkar. Tækifærin til að breyta óbeizlaðri vatnsorku í störf, verðmæti og lífskjör, sem ytri aðstæður fólu í sér á árum Al- þýðubandalagsins í iðnaðar- ráðuneytinu, voru virt að vett- ugi. Efnahagsvandinn, sem jafn- framt er kjaravandi, er verri viðureignar vegna þess að ríkis- búskapurinn hefur verið rekinn með hrikalegum halla og skuldasöfnun um langt árabil. Vaxtakostnaður A-hluta ríkis- sjóðs, eins og sér, verður um tíu þúsund milljónir króna á líð- andi ári. Þar af renna sex þús- und milljónir til erlendra spar- enda. Þær milljónaþúsundir koma ekki til skiptanna í vænt- anlegum kjarasamningum. Og við göngum, því miður, í skulda- fjötrum inn í framtíðina. Verst er þó að fá batamerki eru sjáanleg næstu missérin. Einar Oddpr Kristjánsson, for- maður VSÍ, segir í blaðaviðtali: „Ég er sannfærður um að þetta mikla atvinnuleysi og sú niður- sveifla, sem við erum í, er ekk- ert sem lýkur á morgun.“ Það er þó sitt hvað sem eyk- ur kjark þjóðarinnar í þeirri við- leitni að vinna sig út úr vandan- um. Þar vegur þyngst að hún hefur aldrei í sögu sinni verið betur í stakk búin til að takast á við efnahagsleg vandamál en nú. Þar að auki eru ýmis ljós sjáanleg í efnahagsmyrkrinu, þótt brekka sé enn í batann. Sem dæmi má nefna vöxt íslenzkrar ferðaþjónustu. Árið 1991 var stærsta ferðaár í sögu okkar. Hingað til lands komu rúmlega 156.000 erlendir ferða- menn, ef farþegar á skemmti- ferðaskipum eru meðtaldir. Litlu færri íslendingar fóru ut- an, eða um 148.500. Birgir Þorgilssson, ferðamálastjóri, segir í grein hér í blaðinu að tuttugasti hver íslendingur hafi atvinnu af því að selja ferða- mönnum þjónustu og að u.þ.b. 40 ferðamenn þurfi til þess að skapa eitt nýtt starf í ferðaþjón- ustu. Hann segir og að gjaldeyr- istekjur landsmanna af þjónustu við erlenda ferðamenn á árinu 1991 hafi numið um tólf millj- örðum íslenzkra króna. Ljóst er að ferðaþjónusta býður upp á margvísleg fram- tíðartækifæri. Ekkert síður ferðaþjónusta í strjálbýli. Ferða- þjónusta, tengd náttúruskoðun, veiði í ám og vötnum og hesta- ferðum, á vaxandi vinsældum að fagna. Þessa atvinnugrein þarf hins vegar að byggja upp af fyrirhyggju og framsýni, þann veg, að hún skili þeim, sem sækja til hennar lifibrauð, sem og þjóðfélaginu í heild, arði. Starfsemi af þessu tagi þarf og að taka fullt tillit til nauðsyn- legrar náttúru- og umhverfis- verndar. Það segir sitt að ferðaþjón- ustan hefur vaxið á næstliðnum erfiðleikaárum. Því miður nær sá vöxtur ekki til annarra at- vinnugreina eða þjóðartekn- anna í heild. Spáð er 6% sam- drætti þjóðartekna 1992. Það hefur engu að síður unnist mjög mikilvægur varnarsigur í þjóð- arbúskapnum. Verðbólgan, sem um langt árabil var skæðasti meinvættur í atvinnu- og efna- hagslífi okkar, hefur náðst niður á svipað stig og í helztu við- skipta- og samkeppnisríkjum okkar. Þökk sé þjóðarsáttinni í febrúar 1990. Það er mjög mik- ilvægt að varðveita stöðugleik- ann, sem vannst með þjóðar- sáttinni, næstu árin, vegna þess hann er vegvísir út úr efnahags- vandanum, forsendan fyrir bat- anum. Af þeim sökum er niður- staðan í þeim kjarasamningum, sem framundan eru, mikilvæg- ari en oftast áður. Því fyrr sem þessi stöðugleiki verður tryggð- ur til framtíðar í nýjum samn- ingum því betra, þeim mun auð- veldari verður lífróðurinn til betri tíðar. Við eigum færa leið upp úr efnahagslægðinni. Fyrsta skref- ið á þeirri vegferð er að tryggja áframhaldandi stöðugleika með nýrri þjóðarsátt. Síðan verður að búa atvinnuvegunum sam- bærileg rekstrar- og samkeppn- isskilyrði og í helztu samkeppn- is- og viðskiptaríkjum okkar, svo þeir megni að stækka skiptahlutinn; skila verðmætum til að standa kostnaðarlega und- ir viðunandi lifskjörum og vel- ferð. Síðast en ekki sízt þurfum við treysta viðskiptakjör okkar við umheiminn. Ef þjóðin nær saman um þessi mikilvægu hagsmunamál verður hún eigin gæfu smiður. Samningum um Evrópskt efnahagssvæði lokið í g-ær: Ekkí hægt að slá því föstu að samningmr- inn sé í öruggri höfn - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra JÓN BALDVIN Hannibalsson utanríkisráðherra sagði á blaða- mannafundi í gær að samningaviðræðum EFTA og EB um hið Evrópska efnahagssvæði væri lokið. Hann tók það jafnframt fram að hann gæti ekki slegið því föstu að samningurinn væri í ör- uggri höfn vegna óvissu um það hvernig ýmsar stofnanir Evrópu- bandalagsins tækju á málinu. Utanríkisráðherra sagði í gær að niðurstöður samninganna nú væru mjög ásættanlegar. Þær væru í stórum dráttum byggðar á þeim tillögum sem ísland, sem forystuþjóð EFTA um þessar mundir, hefði lagt fram til lausn- ar málinu þegar ljóst var að Evrópubandalagið myndi ekki leggja fram tillögur um breyt- ingar á dómsmálakaflanum vegna athugasemda Evrópu- dómstólsins. Jón Baldvin sagði að óvissan um framvindu málsins væri enn háð samningsaðilanum. „Evrópuþingið gerði ályktun í morgun þar sem þeim tilmælum er beint til fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins að niðurstaða þessarar samningalotu, það er samnings- textinn svo breyttur, verði á ný vísað til Evrópudómstólsins og beð- ið um álitsgerð hans. Fram- kvæmdastjórnin mun ekki taka ákvörðun um þetta fyrr en á mið- vikudag. Að vísu er það svo að ráðherraráð Evrópubandalagsins hafði lýst því yfir strax 16. desem- ber að það myndi ekki vísa breytt- um samningstexta aftur til dóm- stólsins. Utanríkisráðherra fram- kvæmdastjórnar, Frans Andriess- en, lýsti því yfir fyrir tveimur dög- um að það væri afstaða fram- kvæmdastjómarinnar. Engu að síður er þetta verulegur fyrirvari. Ef framkvæmdastjórn skiptir um skoðun og vísar þessu aftur til dómstólsins þýðir það að sjálfsögðu að niðurstaðan er óvissu undirorpin og Ijóst að það mun þýða verulega tímatöf ef við getum stuðst við reynsluna. Ef hins vegar fram- kvæmdastjómin stendur við áður gefnar yfirlýsingar, textanum verði ekki vísað til dómstóls, hefur hún áréttað að hún vilji standa við tímaáætlun þannig að ráðherrar ríkjanna nítján geti undirritað samninginn 2. mars og þá væri þetta orðinn þjóðréttarsamningur með þjóðréttarlegum skuldbinding- um með fyrirvara um samþykki þjóðþinga," sagði utanríkisráð- herra. Á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag samþykkti ríkisstjórnin þær niðurstöður sem þá lágu fyrir með fyrirvörum um óútkljáð ágreiningsmál og veitti forsætis- ráðherra, utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra heimild til að taka endanlega afstöðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar til samnings- textans þegar hann lægi fyrir. Jón Baldvin sagði að ráðherrarnir þrír hafi hist í gær og samþykkt fyrir- liggjandi tillögur. „Við fórum yfir samninginn eins og hann liggur fyrir, kaflann um dómstólsmálin, sjávarútvegssamþykktina, efni í nótuskipti milli aðila um tvíhliða samning íslands og Evrópubanda- lagsins um samstarf á sviði sjávar- útvegsmála, og samþykktum text- JOIHT OECIABATIOH OH THI COHCLUSIOH Of THS IU RBOOTIATIOHS Tha undercigned chlsf n«goti«tor», on behalf of th« European Couunitlee »nd the EfTA Stetee, declare that tha naqotiationa on the EEA Aqreeeent have now bean concluded. The te«t of the Aqreeaent wiH nov be technically verified. ■rusaele, 14 february 1»»J Kannee Hafatein Iceland Henfred Schelch Auatria \/vAM Vali Sundback finland ■ikolaua of Liechteneteln Liechtenatain tMMUmJlib Eivinn Ðerq Horvay rrank Belfraqe Sveden rrans Blankart svltaerland Jíím —.t. Plaggið sem samningamehn Evr- ópubandalagsins og EFTA-ríkj- anna undirrituðu í gær. ann fyrir hönd ríkisstjómarinnar,“ sagði Jón Baldvin. Sömu mál voru síðan kynnt í utanríkismálanefnd síðdegis í gær. Utanríkisráðherra sagði að ef allt gengi eftir á besta veg, það er að samningamenn geti áritað fullbúinn texta í næstu viku, fram- kvæmdastjórnin vísi málinu ekki aftur til Evrópudómstólsins og ráð- herrarnir undirriti hann 2. mars, sé áætlað að leggja samninginn fyrir Alþingi íslendinga í lok mars. Hann bætti því við að á undanförn- um mánuðum hafi verið undirbúin fjöldamörg fmmvörp um nauðsyn- legar lagabreytingar vegna EES- samningsins og taldi ljóst að þessi mál yrðu meginverkefni Alþingis fram að næstu áramótum. EB heimilaðar veiðar á 3.000 tonnum af karfa fyrsta árið Brussel, frá Kristófer M. Kristínssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT samkomulagi sem staðfest var í Brussel í gær verður Evróphbandalaginu með samningi heimilað að veiða 3.000 tonn af karfa á Islandsmiðum á næsta ári. í staðinn fá íslendingar veiði- heimildir fyrir 30 þúsund tonnum af loðnu úr kvóta Evrópubanda- lagsins (EB) við Grænland. Samkvæmt samkomulagi á milli íslands og EB um innihald fyrirhugaðs tvíhliða samnings um þetta efni verða veiðiheimildir EB skilyrtar á þann hátt að veiðist ekki loðna við Grænland skerðast karfaveiðar EB við ísland að sama skapi. í bréfínu sem samningamenn EB og íslands staðfestu kemur fram að árið 1993 verði EB heim- ilt að veiða 3.000 tonn af karfa á íslandsmiðum, í því eru jafnframt tiltekin veiðisvæði suðvestur og suðaustur af íslandi. Annars gerir yfirlýsingin ráð fyrir karfaígildum. Þá er tiltekið að hvor aðili um sig geti farið fram á breytingar á samningnum ef tilefni gefst til. í því sambandi er sérstaklega tiltek- ið að ef rannsóknir sýni fram á að langhali fínnist til í veiðanlegu magni komi til greina að skipta á honum og karfa í samkomulaginu. Þá eru allar veiðar á þorski bann- aðar og gert ráð fyrir að aukaafli verði metinn til karfaígilda og dreginn frá heildarkvótanum. Jafnframt gefa íslendingar vilyrði fyrir því að endurskoða veiðisvæð- in komi í ljós að veiðar á þeim séu óarðbærar. Samkvæmt niðurstöð- um samninganna mun EB hverfa frá öllum fyrirvörum sem banda- lagið setti fram í bókun sex við fríverslunarsamning íslands og bandalagsins 1972 sem gerir ráð fyrir því að EB geti sett fram kröf- ur um veiðiheimildir við ísland sem greiðslu fyrir þær tollavívilnanir sem náðust með bókuninni. Sam- kvæmt sérstakri bókun við EES- samninginn er EFTA-ríkjunum tryggður umtalsverðar tollaíviln- anir á útfluttum sjávarafurðum til aðildarríkja EB. Ljóst er að öll söltuð síldarflök eru inni í því sam- komulagi og að auki söltuð síldar- flök með aukaefnum. Hins vegar er óljóst hvort hægt er að teygja samkomulagið yfír edik-verkaða síld. Islenskur hörpufískur fellur og undir samkomulagið svo fram- arlega sem hann er fluttur út sem slíkur, en undir því franska teg- undarheiti sem hann hefur verið seldur á Frakklandsmarkaði til þessa verður hann tollaður. í tvíhliða samningi íslands og EB um skipti á veiðiheimildum sem gerður verður samkvæmt fyrirheiti í ofangreindu bréfi er og kveðið á um eftirlit með veiðum EB af hálfu íslenskra stjórnvalda. Stefnt er að því að ljúka þessum samningi svo fljótt sem auðið er og í síðasta lagi fyrir lok þessa árs. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1992 25 Morgunblaðið/Sverrir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra kynnir niðurstöðu EES-samninganna á blaðamannafundi í gær ásamt Gunnari Snorra Gunnarssyni, forstöðumanni viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Þresti Ólafssyni, aðstoðarmanni ráðherra. Aðalsamningamenn staðfestu samkomulag í Brussel í gær: Fallið frá hugmyndum um sameiginlegan dómstól Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttai*itara Morgunblaðsins. I GÆR undirrituðu aðalsamningamenn Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) yfirlýsingu þess efnis að samkomulag hefði náðst um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Samkomulagið tryggir fyrirtækjum og fólki innan aðildarríkja EFTA fullan aðgang að innri markaði Evrópubandalagsins og að sama skapi fólki innan EB að mörkuðum EFTA-ríkjanna eftir 1. janúar 1993. Gert er ráð fyrir því að samningurinn verði undirrit- aður í næstu viku. Á lokasprettinum var það fyrst og fremst fyrirkomulag dómstóla og eftirlitsstofnana með fram- kvæmd samningsins sem niður- staða strandaði á. Samkvæmt því samkomulagi sem gengið var frá í Brussel í gær er fallið frá hug- myndum um sameiginlegan dóm- stól en í stað þess mun EFTA setja upp eigin dómstól og eftirlitsstofn- anir. Innan EFTA er litið svo á að með þessu fyrirkomulagi verði sjálfræði EFTÁ-ríkjanna tryggt mun betur en fyrri tillögur fólu í sér. Hvað varðar samkeppnismál staðfestir samningurinn að mestu það fyrirkomulag sem verið hefur í framkvæmd fríverslunarsamn- inga EFTA-ríkjanna við EB. Hvergi verður sjálfvirkt fallist á lögsögu dómstóls EB í málefnum fólks eða fyrirtækja innan EFTA. og megináhersla verður lögð á að leysa ágreiningsmál innan pólit- ískrar stjómarnefndar EES. Innan EFTA verður komið upp sérstakri eftirlitsstofnun með samkeppnis- málum og jafnframt EFTA-dóm- stól sem sker úr deilumálum á milli EFTA-ríkja vegna samnings- ins. Dómstóllinn verður jafnframt áfrýjunardómstóll vegna úrskurða eftirlitsstofnunar EFTA. Undir EFTA-stofnanir falla þau mál sem varða eingöngu fyrirtæki innan EFTA og einnig þau mál sem snerta EB-fyrirtæki og fela í sér yfirgnæfandi EFTA-hagsmuni. Þá gerir samkomulagið ráð fyrir gerð- ardómi sem fjalli um samningsatr- iði sem ekki snerta reglur EB í samningnum. Hvor samningsaðili fyrir sig getur vísað málum til gerðardómsins og niðurstöður hans eru bindandi. í gerðardómnum eiga að sitja tveir fulltrúar skipaðir af hvoru bandalagi fyrir sig og odda- maður sem þeir eiga að velja sam- eiginlega. Ef ekki næst samkomu- lag um oddamann innan tveggja mánaða er gert ráð fyrir að gerðar- dómsmenn bandalaganna velji hann úr hópi sjö manna sem bæði bandalögin treysta. Hlutverk gerð- Aðalsamninganefndarmenn í samningunum um EES lýstu því yfir í sameiginlegri yfirlýsingu síð- degis í gær að samkomulag hefði náðst og að samningum væri þar með lokið. Áfram verður unnið að lokafrágangi texta. Dómstóll Evrópubandalagsins (EB) komst að þeirri niðurstöðu í desember sl. að stofnun sameigin- legs dómstóls fyrir Evrópska efna- hagssvæðið bryti í bága við stofn- samning Efnahagsbandalagsins (EFTA). Með samkomulaginu sem náðist í gær var m.a. ákveðið að stofna sérstakan EFTA-dómstól sem dæma mun í samkeppnisréttarmál- um og öðrum deilumálum EFTA- ríkjanna sem rísa vegna EES- samningsins. Úrlausn deilumála á milli EB og EFTA-ríkjanna verða í höndum sameiginlegu EES-nefndarinnar. Deiluaðilar geta einnig leitað eftir úrskurði EB-dómstólsins um túlk- ardómsins verður fyrst og fremst að skera úr um vafamál sem kunna að rísa annars vegar vegna var- nagla sem gripið er til og hins vegar gagnaðgerða. Þeim mögu- leika að EFTA-ríkin geti beðið um álit dómstóls EB á einhveijum at- riðum samningsins er haldið opn- um. Komi hins vegar upp ágrein- ingur í stjórnarnefnd EES má vísa honum til Evrópudómstólsins en það verður að gerast samhljóða, í þeim tilfellum er úrskurður hans bindandi fyrir EFTA. un þeirra reglna EES-samningsins sem eru eins og EB-reglur. Beita má öryggisaðgerðum ef ekki tekst að leysa mál með samkomulagi. Umfang og tímalengd öryggisað- gerða og gagnaðgerða verður hægt að fara með fyrir gerðardóm. Gerð- ardómur verður skipaður einum aðila frá hvorum samningsaðila sem saman velja formann gerð- ardómsins. Ýrnis ákvæði verða bæði í EES-samningnum og EFTA-samningnum sem stuðla éiga að samræmdri túlkun regln- anna á Evrópska efnahagssvæð- inu. Á sviði samkeppnismála er eins og um hafði verið samið stuðst við að hrein EFTA-mál ásamt þeim málum þar sem velta fyrirtækisins sem um ræðir er að 'A að minnsta kosti innan EFTA-dómstól en tryggt er að það valdsvið sem EB hefur í dag á sviði samkeppnis- reglna verði ekki skert. Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins: EES-samning- unum er lokið UTANRÍKISRÁÐHERRA, Jón Baldvin Hannibalsson, dreifði eftir- farandi fréttatilkynningu á blaðamannafundi um lok samninganna um EES I gær. Yfirskrift tilkynningarinnar er: EES-samningum lokið. FIM-salurinn: Sýning á fyrstu myndum Braga BRAGI Ásgeirsson listmálari, opnar sýningu á 38 myndverkum í FÍM-salnum við Garðastræti, í dag klukkan 14. Uppistaða sýningar- innar eru modelteikningar unnar í Osló, Róm og Munchen og verk unnin í Handíðaskólanum í upphafi ferils hans. Bragi sagðist hafa verið með þessi verk í höndunum þegar hon- um bauðst að sýna í FÍM-salnum en myndirnar komu fram þegar háaloft í húsi foreldra hans var tæmt. „Ég hafði ekki séð þær í meira en fjóra áratugi og voru sum- ar þeirra svo illa farnar að þær þörfnuðust viðgerðar,“ sagði hann. „Auk þess læt ég fljóta með teikn- ingar sem ég gerði á sama tíma og hafði varðveitt betur.“ Bragi sagði, að eftir að hann fann gömlu verkin hafi vaknað með honum lögnun til að rækta teikninguna betur í framtíðinni og vinna meira í grafík samhliða málverkinu. Hann sagðist ekki hafa verið til- búinn með sýningu þegar honum bauðst að sýna í FÍM-salnum, þó svo að hann sé með ýmislegt í tak- •- inu en hann mun taka þátt í listahá- tíð í Osaka í Japan í næsta mán- uði. „Ég vil því gera sýninguna dálítið sérstæða og óformlega, það er líka nóg af formlegum sýningum í bænum með ræðuhöldum, söng og sítarspili,“ sagði Bragi. „Auðvit- að hef ég opnun og tek á móti gestum en ég sendi ekki út nein boðskort og treysti á að sú áhuga- verða mannlífsins flóra, ráðherrar og rónar og allt þar á milli, sem vanið hefur komur sínar á sýningar mínar láti sá sig, ástamt fleira verð- mætu fólki. Annars eru allir jafn- réttháir að þessu sinni.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Bragi Ásgeirsson listmálari, sýnir endurheimtar myndir í FÍM-salnum. Ekki sniðugt að kasta eggjum á ráðherra - segja formenn nemendafélaga grunnskóla FORMENN nemendafélaga grunnskóla, sem stóðu fyrir mótmæla- fundi grunnskólanemenda á Lækjartorgi s.l. fimmtudag, segja að aðeins örfáir einstaklingar hafi staðið fyrir eggjakasti í Ólaf G. Einarsson, menntamálaráðherra, er hann tók við undirskriftarlistum nemenda efri bekkja grunnskóla á fimmtudag. Þykir þeim slík fram- koma alls ekki við liæfi. Hrönn Þráinsdóttir, formaður nemendafélags Réttarholtsskóla, segir að einungis nokkrir úr öllum hópnum hafi staðið fyrir þessu. „Ég held að þetta hafi bara verið nokkr- ir einstaklingar sem hafi viljað vera með einhver fíflalæti og hafí ekki endilega verið að mótmæla niður- skurðinum sem slíkum. Svona lagað er alveg ömurlegt og alls ekki snið- ugt. Þetta verður líka til þess að eyðileggja fyrir öllum hinum,“ seg- ir Hrönn. Hún segir jafnframt að ekki sé hægt að segja að kennarar hafi haft áhrif á nemendur í þessu máli. „Kennararnir studdu okkur að visu þegar við vorum að safna undir- skriftunum. Þeir voru hjálplegir en æstu okkur alls ekki upp í neitt,“ segir Hrönn. Kári Sigurðsson, formaður nem- endafélags Olduselsskóla, segir þetta atvik hafa verið algerlega óþarft. „Þetta er mjög sorglegt því að í upphafi var þetta mjög vel skipulagt hjá okkur. Málstaðurinn rann einnig út í sandinn og það verða örugglega ekki önnur svona mótmæli hjá okkur,“ segir Kári. Hann segist ekki telja að kenn- arar hafi haft áhrif á krakkana í þessum efnum. „Þeir voru mjög hjálplegir þegar við vorum að safna undirskriftum en ég held að þeir hafí ekki verið að reyna að hafa áhrif á okkur því þeir reyna að vera hlutlausir í svona tilfellum. Ég held hins vegar að foreldrar hafí haft meiri áhrif á krakkana og það hefur kannski eitthvað að segja,“ segir Kári. Hann segir að ekki hafí verið gefið frí í Ölduselsskóla vegna mótmælanna. „Okkur var sagt að ef við mættum ekki í tíma þá yrði hins vegar ekki tekið hart á því,“ segir Kári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.