Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1992 31 Kveðjuorð: Jóhann Jónasson Mannauður er misjafn og því mikil mildi að fá tækifæri til þess að kynnast þeim sem ríkulega hefur skipast í þeim efnum. Þannig var tengdafaðir minn, Jóhann Jónasson útgerðarmaður á Þórshöfn á Langa- nesi. Nú er-hann sigldur í sinn síð- asta róður, blessaður, og verður til moldar borinn í dag á heimaslóð. Jóhann Jónasson fæddist á Skál- um á Langanesi 24. september 1925. Hann lést 2. febrúar sl. eftir 13 ára baráttu við óviðráðanlegan sjúkdóm. Jói Jónasar eins og hann var kallaður í daglegu tali var af fátæku fólki kominn og uppvaxtar- árin voru hörð og meitluðu manninn á sinn hátt þótt hann ætti því innra láni að fagna alla tíð að eiga sýn yfir hæðirnar í lífinu og tilverunni. Foreldrar hans voru Sælaug Sigur- geirsdóttir og Jónas Albertsson. Þau eignuðust sex börn, komust fjögur til manns, en Jói var í bemsku þegar foreldrar hans flutt- ust til Þórshafnar þar sem brauð- stritið hélt áfram. 19 ára gamall eignaðist Jói sinn fyrsta bát, trillu- hom, og þar með hófst útgerðar- saga hans á trillunni Magna. Tvo aðra báta átti hann með Magna- nafninu og síðan átti hann þrjá báta með Geirs-nafninu og sá síð- asti 70 tonna bátur sem hann átti með syni sínum sem gerir út frá Þórshöfn. Árið 1945 fór Jói til Vest- mannaeyja á vertíð og þar hitti hann Gullu, Guðlaugu Pétursdóttur frá Kirkjubæ, konuna sem hefur verið honum festan í fallaskiptum lífsgátunnar, konan sem var anker- ið sem aldrei brást á hveiju sem gekk. Það var góð vertíð hjá Jóa Jónasar að hitta yndið sitt úti í Eyjum þar sem lundinn er ljúfastur fugla, Ellireyjarstelpu, ja þvílíkt og annað eins, þau gengu í hjónaband 1947. Þau Gulla eignuðust fjögur börn, Gunnu, Jónas, Pétur og Jó- hann, og einnig ólu þau upp Krist- ínu, systurdóttur Jóa, frá 10 ára aldri. Ég kynntist Jóa Jónasar eftir að hún Guðrún dóttir hans hafði hitt mig í auga- og hjartastað í sama skoti og alla tíð voru kynnin við þennan gópa dreng gjöful og eftir- minnileg. Ég réri með honum fjórar vorvertíðir á grásleppu við Langa- nes. Margt var framandi. Heima í Eyjum þekktust nýjustu og bestu siglingatæki í öllum bátum. Jói Jón- asar hafði ekkert nema kompás, klukku og dýptarmæli, en ratvísi hans var ótrúleg. Hann virtist þekkja vinnusvæði sitt, hafið, betur en stofugólfið heima hjá sér og skipti engu um veður, hvorki blind- þoku né bálveður. Hann vissi alltaf nákvæmlega hvar hann var, sigldi þangað sem hann ætlaði sér með sínum áttavita, klukku- og dýptar- mæli. Og hann sótti svo stíft að stundum hélt ég að það ryn'ni frem- ur sjór en blóð í æðum hans. Þótt Jói Jónasar væri stundum óheflaður harðjaxl með slatta af þvermóðsku í skjattanum þá var ótrúlega stutt í húmorinn. Þar klikkaði hann aldrei, en það var sérkennilegt hvað margt í honum mildaðist í veikindum hans þótt hann héldi sínu striki eins og báran kyssir kinn, lunkinn og ísmeygileg- ur eins og forðum þegar við vorum á grásleppunni. Þá stóðum við aftur á strákarnir, klárir með netin, en Jói bograði inni í stýrishúsi og rýndi í dýptarmælinn, kíkti loks út með úfnum svip á rétta augnablikinu, fitlaði með fíngi-i við nös og sagði með ísmeygilegri rödd: „Ætli það sé ekki best að láta hana fara hér, piltar.“ Jói muldi aldrei moðið, gekk til verks með afli. Einu sinni ofbauð honum þegar Gaui heitinn á Gull- berginu VE var eitthvað að dóla nálægt landi í Þistilfirði. Gaui var að klára að fiska í fyrir siglingu og vissi af vænum kola upp undir kartöflugörðum í Þistilfirðinum. Aldrei var hann smásmugulegur maðurinn sá og vildi gjarnan hafa nokkra uppbót á aflann fyrir sigl- inguna en Jói var ábyggilega hræddur um kartöflurnar og fékk einfaldlega götulögguna með sér út til þess að hirða Gauja. Gaui hafði ekkert gaman af þessu fyrr en eftir á, þótti fyndið að götulögga skyldi hafa tekið sig í Iandhelgi, en oft hafði Gaui á orði að Jói hefði aldrei látið taka sig ef þeir hefðu verið orðnir eins miklir vinir og raunin varð á síðar. 0g líklega er það rétt hjá Gauja, Jói varði vini sína út yfir öll mörk eilífðarinnar. Þótt tengdapabbi hafi alltaf stað- ið sig vel í útgerð og verið stöndug- ur maður frá því hann komst til bjargálna þá voru það ekki verald- legu gæðin og auðurinn sem hann mat inest. Hans mestu og dýrmæt- ustu auðævi voru konan hans, börii- in og barnabörnin, á það lagði hann mikla áherslu. Nú hefur hann lagt sín síðustu net og stefnir á æðri mið. Hafi hann þökk fyrir allt og allt, mikill var hans mannauður. Þórarinn Sigurðsson. S TOR U TSALAN enn í fullum gangi. Enn lægra verð á ýmsum titlum Allt að 96% afsláttur. Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardag frá kl. 10-16. ai Bókaúlgófa ^-SJ/VIENNING4RSJC)DSv SKÁLHOLTSSHG 7 • REYKJAVlK SÍMI 6218 22 / BATAR — SKIP Báturtilsölu Til sölu 63 tonna frambyggður eikarbátur með 503 hestafla Caterpillar aðalvél árgerð 1985. Endurbyggður 1985. Aflahlutdeildir fylgja. Upplýsingar gefur Friðrik J. Arngrímsson, hdl., Ingólfsstræti 3, Reykjavík, sími 91-625654. Kvóti - Tilboð Tangi hf., Vopnafirði, óskar eftir tilboði íveiði á allt að 300 tonnum af þorski og ýsu. Nauð- synlegt er að viðkomandi útgerð geti landað samsvarandi magni af eigin kvóta. Löndun getur farið fram í gáma í Reykjavík, Vest- mannaeyjum eða annars staðar þar sem við- komustaður Samskipa hf. er. Tilboð og fyrirspurnir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „T - 7477“ fyrir 20. febrúar. LÖGTÖK Lögtök Eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjald- enda, en á ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyr- ir eftirtöldum gjöldum: Virðisaukaskatti fyrir september og október 1991, svo og virðisaukaskattshækkunum álögðum frá 6. janúar til 12. febrúar 1992; svo og ógreiddum og gjaldföllnum virðis- aukaskatti í tolli; ógreiddu og gjaldföllnu tryggingargjaldi, vörugjaldi af innlendri fram- leiðslu, vitagjaldi, skilagjaldi umbúða, lestar- gjaldi; ógreiddum aðflutningsgjöldum, lög- skráningargjöldum og iðgjöldum til atvinnu- leysistryggingasjóðs; ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldar- innar kann að leiða. Reykjavík, 13. febrúar 1992. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisfélögin í Kef lavík boða til fundar um fjárhagsáætlun Keflavíkurbæjar fyrir árið 1992 sunnudaginn 16. febrúar kl. 15.30 i Flughóteli. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnir sjálfstæðisfélagana í Keflavik. Sjálfstæðisfélag Bessastaðahrepps Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Bessastaðahrepps verður haldinn í samkomusal iþróttahússins þriðjudaginn 25. febrúar 1992 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Umræður: Skólamál, skipulagsmál. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Nýirfélagsmenn velkomnir. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Borgar- og vara- borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða í vetur með fasta viðtalstima i Valhöll á laugardög- um milli kl. 10.00 og 12.00. í dag, laugar- daginn 14. febrúar, verða þessir til við- tals: Borgarfulltrúinn: Anna K. Jónsdóttir, formaður Dagvistar barna, i hafnarstjórn, skipulagsnefnd, stjórn heilsugæslu vesturbæjarum- dæmis, heilbrigöisnefnd, Innkaupastofnun Reykjavikurborgar. Varaborgarfulltrúinn: Margrét Theodórsdóttir, í fræðslu- og skóla- málaráði, ferðamálanefnd. FÉLAGSLÍF □ GIMU 599217027 - Frl. □ MÍMIR 599202177 = 1. ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferð sunnudaginn 16. febrúar Kl. 13.00: Maríuhöfn- Hvammsvík. Gangan hefst í Maríuhöfn við Hvalfjörð og gengið þaðan að Hvammsvík. Létt og skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna. Verð kr. 1.200/1.100,-. Frftt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Brottför frá BSl bensinsölu, stansað við Árbæj- arsafn og Kaupf. í Mosfellsbæ. Sjáumst! Útivist. Opiðhús I dag kl. 14.00-17.00 er opiö hús í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, tileinkað 10 ára afmæli Dorkas. Heitt kaffi verður á könnunni ásamt meölæti. Kl. 15.30 taka Dorkaskonur lagið og við syngj- um kóra. Litið inn og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Samhjálp. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Dagsferðir sunnudaginn 16. febrúar: Nú er tilvalið að mæta í Ferða- félagsgöngu. 1) Kl. 10.00 Fljótshlíð Ekið sem leið liggur i austurátt og um Fljótshlíð að Fljótsdal. Þetta er ökuferð og verður rifjuð upp saga merkra staða á leiðinni um leið og landið er skoðað. Verð kr. 2.000. 2) Kl. 13.00 Þingvellir að vetri Ekið til Þingvalla og gengiö um Skógarkotsveg, gamla og skemmtilega leið. M.a. komið í Ölkofradal. Tilvalin fjölskyldu- ganga. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Verð kr. 1.100. 3) Kl. 13.00 Skálafell (771 m) Ágæt fjallganga. Gott útsýnis- fjall. Fararstjórn: Ásgeir Páls- son. Verð kr. 1.100. Vetrarkvöldganga á fullu tungli á þriðjudagskvöldið kl. 20.00. Nánar auglýst í sunnudagsblað- inu. Ferðafélagsferðir eru fyrir alla, en það borgar sig samt að ger- ast-félagsmaður. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, einnig frá Mörkinni 6. Farmiðar við bíl. Verið með! Ferðafélag Islands. famiKFUK T KFUM Stórsamkoma í Áskirkju á morg- un, sunnudag, kl. 16.30 á vegum KFUM og KFUK, SÍK og KSH. „Vakna þú“. Upphafsorð: Svein- björg Arnmundsdóttir. Söngur: Vænar. Ræöumaður: Skúli Svavarsson. Barnastund verður í kirkjunni á sama tíma. Allir velkomnir. Bænastund á mánudag kl. 17.00. ÉSAMBANO ISLENZKFiA ' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Fullorðinstræðslan Laugavegur 163, sími 11170 Námskeið Fullorðinsnámskeiðin „Byrjun frá byrjun" hefjast nú á mánud. og þriðjud. kl. 18 og 20, stig 1, 2, 3 og talhópar í ensku, spænsku, ítölsku, sænsku, íslensku fyrir útlendinga, íslenskri stafsetningu I, ísl. staf- setn. og málfr. II og hagnýtum grunnreikningi. „Grunnur" - upprifjun grunn- skólaefna - í morguntimum kl. 10-12.15; mánud./ísl., þriðjud./danska, miðvd./enska, fimmtud./stærðfr. Nýtt: Ritaranám, bókhald, rekstr- arhagfr. og viðskiptaenska. Skráning stendur einnig yfir i námsaðstoð og stuðningsnám- skeið í helstu efnum grunn- og framhaldsskóla og á háskólastigi í lífefnafræöi hjúkrunarnema og efnafræöi læknanema. Ath.: Sérstakur kynningardagur og sérstakur 10% kynningar- afsláttur verður nú á sunnud. 16. feb. fyrir komandi námskeið og nýjungar. Boðið verður upp á kaffi og vöflur með rjóma allan daginn frá kl. 10-22. Allir velkomnirl. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Sunudagaskóli kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður: Hafliði Kristinsson. Miðvikudagur: Bibliulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.