Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 TM Reg U.S Pat Otl.—all nghts reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Of hratt? Getur ekki verið. Þetta er kaldasta nóttin í Eg er á leið til tannlæknis! mörg ár____ BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir Ristilkrabbamein og kjötneysla Nýja Sjáland 40- Árleg tíðni ristilkrabbameins (á hverja 100.000 íbúa) ’ Bandarikin 30- Kanada Danmörk ( 20- Bretland Svíþjóð' Noregur, Israel Jamaíka 10 Finnland , Holland • V. Þýskaland • ISLAND WA. Þýskaland m Puerto Rico Pólland a • i Júgóslavia • Japan • Chlle* Rumenía ilngverjaland •/Kólumbía Nigería r 80 160 Kjötneysla, grömm á mann á dag 320 Myndin er úr bókinni: The Cancer Preventive Diet, gefin út 1983 af St. Martins Press New York. frá Hallgrími Þ. Magnússyni „EN ÞESSU markmiði náum við aldrei nema hver einstaklingur beri áyrgð á eigin heilsufari með líferni sínu.“ Þessi ummæli hafði háttvirtur heilbrigðismálaráðherra í sjónvarpsþætti þann 21. janúar 1992. En þau eiga kannski best við hann sjálfan og félaga hans í ríkisstjóminni, ráðherra landbún- aðarmála Halldórs Blöndal. Þeir vita augsýnilega ekki nógu vel um hvors annars starf þó þeir sitji saman í „gagnfræðaskólanum" við Austurvöll. Manneldisráð og aðrar stofnan- ir, sem íjalla um mat þann, sem við íbúar landsins borðum, hvetja okkur sífellt til þess að borða holl- ari mat og þá sér í lagi mat, sem innihaldi minni fitu og minna kó- lesteról, en meira af trefjum. Manneldisráð heyrir undir heil- brigðisráðuneytið! Auglýsingar skipta miklu máli í nútíma þjóðfélagi, en með því að nota sér mátt auglýsinganna hafa nefndir á vegum landbúnaðarráð- herra auglýst mjög míkið allan mjólkurmat og kjötvörur, en allar rannsóknir sýna að þessi matur er einmitt mjög ríkur af fitu og kól- esteróli og snauður af trefjum. Þetta er staðreynd. En einmitt þarna veit augsýnilega ekki hægri höndin hvað sú vinstri er að gera. Ef þeir aftur á móti tækju upp viðræður sín á milli og legðu þá peninga sem fara í það að auglýsa ágæti Iandbúnaðarvara í það að auglýsa stöðugt aukna trelja- neyslu og minni fitu- og kóleste- rólneyslu, þá fengjum við kannski mikinn raunverulegan sparnað í dýrasta ráðuneyti okkar lands- manna. Því slíkt myndi leiða til betra heilsufars þjóðarinnar og minnkandi sókn fólks til heil- brigðiskerfisins. Það bætist stöð- ugt við vitneskju okkar, sem byggð er á vísindalegum rannsóknum, um skaðsemi gerilsneyddrar mjólkur- og kjötvöru ýmiss konar en þær eru einmitt upprunnar úr landbún- aði. Sjá má á meðfylgjandi mynd hvemig aukin neysla á kjöti hefur áhrif á tíðni ristilkrabbameins og hvernig aukin fituneysla hefur áhrif á sama sjúkdóm hjá okkur mannfólkinu. Við verðum í þessu sambandi að fara að viðurkenna málsháttinn „hver er sinnar gæfu smiður“. Þannig eru sjúkdómar afleiðingar þess, að við höfum stigið vitlaust niður í tilveru okkar. En með því að snúa við blaðinu og fara að haga okkur eftir þeim lögmálum, sem eiga að gilda í lífi okkar á jörðinni, getum við öðlast fullkom- ið heilbrigði og náð þannig því markmiði sem Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin hefur sett sér, en það er fullkomin heilsa handa öllum árið 2000. En þessu markmiði náum við aldrei nema hver ein- staklingur beri áyrgð á eigin heilsufari með líferni sínu. Einmitt þar skiptir maturinn miklu máli, eins og segir í máltækinu „við erum það sem við borðum". Annað í sambandi við þessar auglýsingar er kannski miklu alvarlegri hlutur. Það er, að ráðherra skuli láta við- gangast að rangar upplýsingar séu stöðugt bornar á borð fyrir okkur, íbúa þjóðfélagsins, öllum til heilsufarslegs tjóns en einni stétt manna til peningalegs ávinnings. Þetta gengur einmitt þvert á mál- tækið, sem segir: „Bóndi er bú- stólpi.“ Hvaða ábyrgð bera þá aðr- ir auglýsendur, sem auglýsa mjög mikið, t.d. gosdrykkjaframleiðend- ur, en það virðist ekki skipta þá nokkru máli hvort varan sem þeir auglýsa sé okkur heilsusamleg eða ekki? Og þarna sannast kannski orð sálmaskáldsins Hallgríms Pét- urssonar; hvað höfðingjamir haf- ast að hinir meina sér leyfist það. HALLGRÍMUR Þ. MAGNÚSSON, læknir Hrólfsskálavör 9, Seltjarnarnesi HÖGNI HREKKVÍSI Yíkveiji skrifar Iöllu votviðrinu að undanförnu kom að því að Víkveiji þurfti að kaupa sér ný þurrkublöð á fram- rúðuna í bíl sínum. Hann fór því á næstu bensínstöð, þar sem hann vissi að unnt var að fá nákvæmlega eins þurrkur og fylgdu bíl hans nýjum og ætlaði að kaupa blöðin sjálf, þ.e.a.s. gúmmíið, og setja á gömlu þurrkurnar, því að allt annað en það var sem nýtt. En viti menn, það var ekki hægt að fá keypt gúmmíin ein og setja þau á gömlu þurrkurnar. Afgreiðsl,- umaðurinn sagði að það væri alveg hætt að flytja inn gúmmíin sjálf, Víkveiji yrði að kaupa alveg nýjar þurrkur og skipta um. En þetta er bara margfalt dýrara og ástæðu- laust að henda þeim gömlu stálheil- um með slitin gúmmí. Er nema von að Islendingar lifi um efni fram og vöruskiptajöfnuð- urinn sé ávallt og sífellt óhagstæð- ur. Nú nenna þeir ekki að skipta um gúmmí í þurrkublöðunum, held- ur skipta bara um þurrkur og inn- flytjendurnir fara auðvitað eftir því og eru hættir að panta þau. Það ætlar seint að verða unnt að kenna íslenzkri þjóð að spara. xxx ramsóknarmenn auglýsa í Tím- anum í gær á bls. 2 og spyija „Stefnir í fijálshyggjuráðstjórn á Islandi?" Þarna er stjórnmálamönn- um rétt lýst, þegar þeir taka upp á því að búa til upphrópanir, og er svo mikið í mun að þeir huga ekki að merkingu orða sem þeir slengja saman. Þetta minnir á fræga tilraun Tómasar Árnasonar sem eitt sinn var fjármálaráðherra Framsóknar- flokksins og vildi ekki kalla gengis- fellingu Framsóknar gengisfell- ingu, heldur talaði um gengissig í einu stökki. Það má segja að framsóknar- menn hafi nú bitið höfuðið af skömminni í slagorðafátækt þegar þeir búa til annað eins orðskrípi og „fijálshyggjuráðstjórn". xxx ýlega fór Víkveiji til úrsmiðs með úr sonar síns, sem vatn hafði komist inn í og reyndist úrið ónýtt. Það borgaði sig ekki að gera við það, miðað við úraverð í verzlun- um hérlendis og því var unnt að kaupa nýtt fyrir nánast sama verð og kostað hefði að gera við gamla úrið. Úrsmiðurinn sagði þetta vera vegna þess að íslenzk stjórnvöld hefðu fyrir hartnær tveimur árum fellt niður alla tolla af úrum og ku úraverð hérlendis vera eitt það lægsta í Evrópu af þessum sökum. Þetta kvað úrsmiðurinn hafa haft í för með sér að útlendingar, sem koma hingað til lands, bæði frá Evrópu og víðar, kaupa gjarnan úr áður en þeir halda af landi brott. Víkveiji er ekki viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir þessu, enda verðlag hérlendis á vörum yfirleitt hærra en í nágrannaríkjun- um. Víkveiji vissi þetta ekki fyrir sjálfur og þetta kom honum á óvart. Það er því óþarfí og raunar óhag- kvæmt að kaupa úr erlendis miðað við að kaupa þau hér heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.