Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 í . ...f Wi H gyt J) HváPaPUV r a s ,JM morgun II1P V ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigur- björnsson. Fimmtudag: Biblíu- lestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Guðspjall og önnur rit Jó- hannesar kynnt. Allir velkomnir. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Arna, Gunnar og Pálmi. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Dr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson prédikar. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAIM: Messa kl. 11. Dómkóripn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jak- ob Á. Hjálmarsson. Barnasam- koma í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjá Báru Elíasdóttur. Bænaguðsþjónusta kl. 17. Ein- söngur Ingólfur Helgason. Sr. Hjalti Guðmundsson. Miðviku- dag: Kl. 12.10 hádegisbænir í kirkjunni. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Kl. 13.30- 16.30 samvera aldraðra í safnað- arheimilinu. Tekið í spil. Kaffi- borð, söngur, spjall og helgi- stund. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Stefán Lárus- son. Félag fyrrverandi sóknar- presta. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. 6 ára börn og eldri og foreldrar þeirra uppi. Yngri börnin niðri. Messa kl. 14. Altar- isganga. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Sr. Halldór S. Grön- dal. Þriðjudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyr- irbænir, altarisganga og léttur hádegisverður og kl. 14 Biblíu- lestur og kirkjukaffi. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- samvera kl. 10. Samræður um trú og lífsskoðanir. Sérkenni kristinnar trúar: Dr. Björn Björns- son. Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Kyrrðarstund kl. 17. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgun- messa kl. 10. Sr. Tómas Sveins- son. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer frá Suðurhlíðum um Hlíðarnar fyrir barnaguðs- þjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Mánudag: Biblíulestur kl. 21. Kvöldbænir og fyrirbænir í kirkjunni á mið- vikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, sögur, fræðsla. Umsjón sr. Flóki Krist- insson. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Langholtskirkju (hópur III) flytur stólvers: „Ég vil helga minni kirkju hug og sál" eftir sr. Árelíus Níelsson. Lag: Rögnvaldur Árel- íusson. Organisti Jón Stefáns- son. Sr. Einar Eyjólfsson prédik- ar. Kaffi að guðsþjónustu lok- inni. Aftansöngur er alla virka daga kl. 18 í umsjá sr. Flóka Kristinssonar. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjarta- son. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. Heitt á könnunni eftir guðsþjón- ustuna. Guðsþjónusta kl. 14. Ingibjörg Björnsdóttir les ritning- arlestra. Sigurbjörn Þorkelsson, framkv. stj. Gideonfélagsins prédikar. Inga Þóra Geirlaugs- dóttir syngur einsöng. Sr. Jón D. Hróbjartsson þjónar fyrir alt- ari. Eftir guðsþjónustu er boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu í umsjá þjónustuhóps kirkjunnar. Bjöllusveit Laugarneskirkju leikur í kaffinu. Fimmtudag: Kyrrðar- stund kl. 12. Orgelleikur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Messa kl. 14. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Guðspjall dagsins: Matt. 20.: Verkamenn í víngarði. Ólafsson. Dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson flytur erindi í safnaðar- heimili kirkjunnar að lokinni guðsþjónustu kl. 15.30 sem nefnist „Um Lúters rannsóknir". Miðvikudag: Bænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafs- son. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Prestur sr. Ing- ólfur Guðmundsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar, Báru og Erlu: Miðvikudag kyrrð- arstund kl. 12. Söngur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari Sigrún Steingríms- dóttir. Nemendur úr Árbæjar- skóla leika á flautu. Fermingar- börn lesa ritningarlestra. Mola- kaffi eftir guðsþjónustuna. Kirkjubíllinn gengur um Ártúns- holt og efri Selás. Fyrirbæna- guðsþjónusta miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta í safnaðarsalnum kl. 11. Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Dúfa Einarsdóttir syngur ein- söng. Organisti Þorvaldur Björnsson. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. FELLA— OG Hólakirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organ- isti Guðný M. Magnúsdóttir. Barnastarf á sama tíma. Fyrir- bænir í Feila- og Hólakirkju mánudag kl. 18. Guðsþjónusta miðvikudag kl. 20.30. Sönghóp- urinn „Án skilyrða" annast tón- list. Prestarnir. GRAFARVOGSSÓKN: Barna- guðsþjónusta kl. 11 á efri hæð félagsmiðstöðvarinnar Fjörgynj- ar. Skólabíllinn fer frá Hamra- hverfi kl. 10.30 og fer venjulega skólaleið. Valgerður, Katrín og Hans Þormar aðstoða. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Guðs- þjónusta kl. 14 fellur niður vegna viðgerða í félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Vigfús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL: Messu- salur Hjallasóknar Digranes- skóla. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Organisti Oddný Þorsteins- dóttir. Kristján Einar Þorvarðar- son. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Altaris- ganga. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ingólfur Guðmundsson préd- ikar. Molasopi eftir guðsþjón- ustuna. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sóknarprestur. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN; Al- menn guðsþjónusta og barna- messa kl. 14. Messukaffi. Þór- steinn Ragnarsson safnaðar- prestur. FRÍKIRKJAN í Rvfk: Sunnudag barnaguðsþjónusta kl. 11. Ungir tónlistarmenn leika, Halla Vil- hjálmsdóttir á munnhörpu, Borgný Haraldsdóttir á blokk- flautu og Berglind Bergsdóttir á píanó. Gestgjafi í söguhorninu verður Karl Helgason, ritstjóri Æskunnar. Guðsþjónusta kl. 14. Miðvikudag 19. febr. morgun- andakt kl. 7.30. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardag messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messa kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Laugardag messa kl. 14 og fimmtudag kl. 19.30. Aðra rúmhelga daga kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila- delffa: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Krist- insson. Barnagæsla. KFUM/KFUK: Stórsamkoma í Áskirkju kl. 16.30. Upphafsorð: Sveinbjörg Arnmundardóttir. Ræðumaður Skúli Svavarsson. Sunnudagaskóli í kristniboðs- salnum kl. 11. Bænastund nk. mánudag á Holtavegi kl. 17.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Kafteinarnir Merete Jacobsen og Erlingur Nielsson stjórna og tala. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason messar. Organisti Guðm. Ómar Óskars- son. Barnastarf í safnaðarheimil- inu kl. 11 í umsjá Guðnýjar Hall- grímsdóttur. Sr. Jón Þorsteins- son. GARÐASÓKN: Biblíukynning í dag laugardag kl. 13 í Kirkjuhvoli í umsjá dr. Sigurðar Arnars Steingrímssonar. Sunnudaga- skóli í Kirkjuhvoli kl. 13. Æsku- lýðsfundur nk. þriðjudag kl. 20 í Kirkjuhvoli, opnað kl. 19. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. VÍÐSTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Víðstaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sr. Sig- urður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Sr. Þórhildur Ólafs. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Sr. Einar Eyjólfsson. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Æskufólk að- stoðar. Organisti Frank Herluf- sen. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í umsjá Ragnars og Málfríðar. Barnakór kirkjunnar syngur. Messa kl. 14. Organisti Einar Örn Einarsson. Sóknar- nefnd. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. HVALSNESKIRKJA: Sunnudaga- skóli í grunnskóla Sandgerðis kl. 11 í umsjá Jóhönnu Norðfjörð. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 14. Kaffi eftir messu. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 10.30. Messa kl. 14, helguð AA og Alanon. Kaffi í fundarsal eftir messu. Sr. Svavar Stefánsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11, messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Vænst er þátt- töku fermingarbarna og foreldra þeirra. Nk. þriðjudag kl. 20.30 Biblíulestur í safnaðarheimilinu og nk. fimmtudag kl. 18.30 fyrir- bænamessa. Organisti Jón. Ól. Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Barna- gæsla. Guðsþjónusta dvalar- heimili aldraðra kl. 14. Helgi- stund í kirkjunni nk. þriðjudag kl. 18.30. Sóknarprestur. Lögleysa í leiguhjalli Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Stóri skúrkurinn — „The Su- per“ Leikstjóri Rod Daniel. Aðalleik- endur Joe Pesci, Vincent Gard- enia, Madolyn Smith, Rubén Blades. Bandarísk. 20th Cent- ury Fox 1991. Uppi í fátækrahverfum Harlem eru allnokkrir leiguhjallar í eigu feðganna Gardenia og Pesci. Þeirra mottó er að láta allt við- hald reka á reiðanum en eru jafn aðgangsharðir við innheimtu húsaleigunnar. Að lokum skerast borgaryfirvöld í málið og krefjast úrbóta, aukinheldur er Pesci dæmdur til að vera húsvörður í einum hjallanna uns viðgerð hans hefur farið fram. Feðgar taka - þessu létt til að byija með en samviska Pescis rumskar, föður hans til hryggðar. Allar götur síðan Pesci sló svo eftirminnilega í gegn í Raging Bull, mynd Scorseses um skúrkinn og hnefaleikarann Jake La Motta, hafa kvikmyndaáhugamenn fylgst grannt með ferli þessa kraftmikla, lágvaxna leikara. 0g áratug eftir Raging Buil var það einmitt undir leikstjórn Scorsese að okkar maður vann Óskarsverð- launin á síðasta ári fyrir magn- aðá, þó kómíska túlkun sína á vita samviskulausu illmenni í Góð- ir gæjar. Og þá sló hann eftir- minnilega í gegn í aukahlutverki í langvinsælustu mynd síðari ára, Home Alone. En vandi fylgir vel- ferð hverri og hér hlunkast Pesci niður í meðalmennskuna. Öllu frekar er þó um að kenna afleitu handriti, sem virðist ekki taka afstöðu með einu né neinu, en leik Pescis. Hann er settur í það bága hlutskipti að túlka persónu sem er í lausu lofti, sín ögnin af hverju; aurasál, pabbadreng, kjaftaski og skáta með gullhjarta. Og aðrar persónur eru lítið skárri. Smith leikur lögfræðing borgar- innar og er hlutverkið ótnílega klaufalega skrifað en leikkonan er ein af vanmetnum, glæstum hæfileikakonum kvikmyndaborg- arinnar sem fá lítið burðugra að úðra en þetta á stóra tjaldinu. Blades, sem er einnig undirmetinn ágætisleikari, kemst furðu vel frá sínu en í rauninni er það Garden- ia gamli sem sleppur fyrir hom. Enda með heillegasta hlutverkið. Stóri skúrkurinn veldur því von- brigðum, með þennann mannafla skrimtir hún rétt í meðallagi. Vissulega er að finna ágæta spretti í myndinni en þeir eru of fáir og langt á milli þeirra. Harðhaus- ar í ham Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Læti í Litlu-Tókýó („Showdown in Little- Tokyo“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri: Mark Lester. Aðal- hlutverkið: Dolph Lundgren, Brandon Lee, Tia Carrere. I hasarmyndinni Læti í Litlu- Tókýó leiða saman hesta sína gegn illmennunum Dolph Lund- gren, nokkuð reyndur í harð- hausamyndum, og nýliðinn Brandon Lee, sem er hér að fóta sig í fyrsta sinn í bíómyndum en hann er sonur Brace heitins Lee, súperstjörnu karatemynd- anna. Þeir eiga í höggi við jap- önsku mafíuna í Los Angeles, sem ætlar að dreifa nýju og hættulegu eiturlyfi um landið í bjórflöskum. Líður ekki á löngu þar til líkin fara að hrannast upp. Það er fátt eitt sem kemur á óvart í þessar framleiðslu. Sá sænski Lundgren er eins og marmari á hveiju sem gengur en Brando er léttari á báranni og nokkuð leikinn í íþrótt föður síns. Það er Lundgren reyndar einnig og þeir eiga talsvert létt með að rústa stórum hópum svaðamenna. Vondi kallinn er hrotti einn ógurlegur og til að auka á dramað vill svo til að hann er morðingi foreldra Lund- grens í myndinni, svo Lundgren verður jafnvel enn þyngri en marmari. Leikstjórinn, Mark Lester, keyrir talsvert á hráu ofbeldi og nekt í bland við slagsmálin, eltingarleikina og skotbardag- ana. Ódýrt ofbeldi er auðvitað fylgifískur mynda af þessu tagi en það er óvenju áberandi í þetta skiptið. Lester heldur annars ágætlega á spöðunum og myndin er í ágætu meðallagi þeirra B- mynda sem hún tilheyrir. Leikur Lundgrens batnar ekki með árunum og maður á erfitt með að ímynda sér hann ná eins langt og annar utanbæjarmaður í Hollywood, Schwarzenegger. Brandon er kómískur og aukal- eikararnir með vélbyssurnar era allir eins og þeir hafi séð „Scarface" einum of oft. Fræðslu- kvöld um kristið trúarlíf Reykjavíkurprófastsdæmi vestra hefur í vetur staðið fyrir sameiginlegum fræðslukvöldum í prófastsdæminu. Fyrstu tvö kvöldin voru í Bústaðakirkju og Neskirkju. Þessi fræðslukvöld hafa verið mjög vel sótt, enda sýnir sig að almenningur vill vita meira um grundvallaratriði kristinnar trúar. í því sambandi má nefna að Biblíulestrar sem í boði eru í söfnuðinum eru mikið sóttir um þessar mundir. Þriðjudaginn 18. febrúar verður þriðja sameiginlega fræðslukvöldið í vetur. Að þessu sinni er það í Áskirkju. Efni kvöldsins er „Kristið trúarlíf". Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur erindi og svarar fyrir- spurnum, en eftir fyrirlesturinn verður boðið upp á kaffí í safnaðar- heimilinu. Tónlistarmennirnir Guð- rún Sigr. Birgisdóttir og Martial Nardeau leika á flautur. Einnig verður almennur söngur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.