Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 u lvang varð meistari í 30 km — skíðagöngu og einnig í 10 km 9 göngu og um leið varð hann fyrsti Norðmaðurinn til að vinna tvenn gullverðlaun í göngu á ólympíuleik- um síðan 1924. Ulvang sagði að það hafi verið ánægjuleg upplifun að taka á móti gullverðlaununum í | 30 km göngunni, en var það stærsta augnablikið á lífsferlinum fyrir hann? „Það er ekki hægt að líkja því saman hvað er stærsta augnablikið - að ganga um á skíðum til að vinna til Olympíuverðlauna, eða þá gleði og frelsi sem brýst út hjá manni á ferð út í ósnortinni nátúrunni, eða þegar maður stendur efst uppi á fjallstoppi. Það eru margar stór- kostlegar stundir sem lífið getur boðið upp á,“ sagði Ulvang. Maður náttúrunnar Ulvang er mikill náttúrudýrkandi og skíðaganga er hans starf, sem £j hann lifir af. Hann hefur haft sitt lifibrauð af skíðagöngu síðan hann lauk námi í stærðfræði við háskól- ■ ann í Ósló fyrir fimm árum. Hann 9 er maður ævintýranna, sem á heima í Kirkjunesi í Finnmörk, aðeins ■ nokkra kílómetra frá landamærum 9 Rússlands. „Ég hef lifað úti í náttúrunni allt mitt líf, þar sem ég hef þroskast og fengið styrk minn og þol.“ Vegard Ulvang fékk sína eld- skírn sem skíðagöngumaður á stór- móti á Ólympíuleikunum í Calgary fyrir fjórum árum, en þá kom hann fram í sviðsljósið og tryggði sér bronsverðlaun í 30 km göngu. Þá hefur hann unnið til silfur- og bronsverðlauna á heimsmeistara- móti. Frá því að hann fékk brons- verðlaun í 4x10 km boðgöngu á HM í Val di Fiemme í fyrra, hefur hann ekki unnið til verðlauna á stór- a mótum. „Ég héf beðið lengi eftir 'W þessari stundu og ég veit að það voru margir sem áttu sér þá ósk ^ að ég myndi bera sigur úr býtum W í 30 km göngunni,“ sagði Ulvang, en þess má geta að geysileg gleði ^ braust út í Kirkjunesi í N-Noregi, P þegar fréttirnar bárust að Ulvang stæði uppi sem sigurvegari. Bæjar- stjórinn lofaði honum góðum verð- launum. Ekki var gleðin minni þeg- ar Ulvang tryggði sér gull í 10 km göngu, en þá var hann búinn að vinna sér inn rúmlega þijár millj. ísl. króna fyrir afrek sín í Albert- ville. Þessi mikli ævintýramaður á möguleika á að vinna sín þriðju gullverðlaun í dag í 15 km göngu og þau fjórðu í boðgöngu á þriðju- dag, en Norðmenn eru taldir sigur- stranglegastir. Síðan gæti hann jafnvel unnið sín fimmtu gullverð- laun í 50 km göngu. P Norskar erfðavenjur „Skíðaganga hefur gengið í arf í Noregi. Ungir drengir og stúlkur ^ byija snemma að ganga á skíðum og við fáum alltaf nýja og nýja göngumenn í landsliðshópinn. Það ) er mjög dýrmætt að hafa sterkan hóp á bak við sig. Einn á báti er ekki hægt að gera mikið. Við erum eins og stór fjölskylda og það er hugsað vel um okkur í Noregi — aðstaðan til skíðagöngu er mjög góð og þá erum við svo heppnir að hafa stóran hóp af góðum þjálfurum og forustumönnum.“ Hveiju vill Ulvang þakka að Norðmenn unnu þrefaldan sigur í 30 km göngunni í Albertville? „Frá því í september höfum við æft í ellefu vikur í tvö þúsund metra hæð. Þetta hefðum við ekki getað gert nema að hafa góða aðstöðu og peninga, en til þess að ná ár- angri þurfa menn að leggja hart að sér og fá aðstöðu til að æfa sína íþrótt." Ástarsaga Vegard Ulvang, sem er mikið ljúfmenni, er eftirsóttur pipar- sveinn. Hann er ávallt snyrtilegur til fara og kemur vel fyrir. A dögun- um mátti sjá ástarsögu um Ulvang í ítölskum blöðum, sem sögðu að hann væri með ítalskri konu — lang- hlauparanum Manuelu di Centa. „Ég elska ævintýri, en þetta ævin- týri sem ítölsku blöðin hafa sagt frá þekki ég ekki. Það er sannleikur og ég veit ekki hvað þessi saga er komin.“ Hvað segir Grænlandsfarinn, fjallklifurkappinn og Ólympíumeist- arinn um næstu áform sín eftir keppnina í Albertville? „Það er leyndarmál!" STÓRFENGLEGASTA atriði Ólympíuleikanna í Albertville leit dagsins Ijós ■ sveitakeppni í skíðastökki af 120 metra palli í gær. Tony Nieminen frá Finn- landi var hetja dagsins. 122 metra stökk hans sló allt annað út til þessa og það tryggði Finnum gullverðlaunin. Niem- inen, sem er 16 ára og 259 daga gamall, komst þar með á spjöld sögunnar sem yngsti karlmaðurinn til að fá gullverð- laun á Vetrarólympíuleikum. Bandaríkjamaðurinn William Fiske var deginum eidri, þegar hann var í sigurliði fimmmenn- ingssleðakeppninnar árið 1928. Nieminen stökk næst síðastur í keppninni og benti staða Finna til að þeir yrðu í þriðja sæti, en þeir voru 30 stigum á eftir Aust- urríkismönnum. En skólastrákur- inn, sem var langt frá sínu besta í stökki af 90 metra palli s.l. sunnu- dag og varð þá í þriðja sæti, hafði fengið nóg af bronsi. Hann sveif sem fuglinn fljúgandi og var ákaft fagnað þegar hann Ioks lenti. „Ég vissi ekki nákvæmlega hvað ég þurfti að gera, en ég vissi að Tvímenningssledakeppni karla Mínútur 1. S. Krausse/JanBehrendt,Þýs...1:32.053 (46.060 sek./45.993) 2. Y. Mankel/T. Rudolph, Þýskal...1:32.239 (46.125/46.114) 3. H. Raffl/N. Huber, Italíu.1:32.298 (46.114/46.184) 4. I. Apostol/L Cepoi, Rúmeníu ....1:32.649 (46.315/46.334) 5. K. Brugger/W. Huber, Ítalíu.1:32.810 (46.447/46.363) Liðakeppni í stökki (120 m pallur) Stig Ari-Pekka Nikkola.... ....116.5 m/108.5 Mika Laitinen 110.0/106.0 Risto Laakkonen 111.0/110.0 Toni Nieminen 123.0/1221^ 642^^ Ileinz Kuttin 114.5/112.5 ErnstVettori 113.5/110.5 Martin Hollwarth 123.5/117.5 115.0/109.5 620.1 Tomas Goder 117.0/110.0 113.5/104.5 113.0/102.0 Jiri Parma 118.5/115.5 4. Japan 571.0 5. Þýskaland 544.6 6. Slóvenía 543.3 Toni Nieminen í sigurstökki sínu. stökkið yrði að vera mjög langt,“ sagði Finninn ungi. „Ég er í skýjun- um. Ég átti ekki von á þessu. Því síður að ég yrði yngsti gullverð- launahafi karla á Vetrarólympíu- leikum. Þetta er stórkostlegt." Austurríkismaðurinn Andreas Felder stökk síðastur, en hann náði aðeins 109,5 metra stökki og Finn- Reuter Vegang Ulvang með gullpeningana tvo, sem hann hefur tryggt sér í Albert- ville. Hann getur unnið sín þriðju gullverðlaun í dag í 15 km göngunni. Á kortinu til hliðar má sjá hvar Kirkjunes er í N-Noregi. Gleymdist að skrá í 50 km gönguna? Göngumennirnir Rögnvaldur Ing- þórsson og Haukur Eiríksson, voru ekki skráðir i 50 km gönguna eins og þeir höfðu gert ráð fyrir. „Við stóðum alltaf í þeirri meiningu að við tækjum þátt í 50 km göngunnui og vorum því afar óán- ægðir er við fréttum að við hefðum ekki verið skráðir,“ sagði Haukur. Hann sagði að þeir væru að kanna hvort ekki væri hægt- að koma þeim inn í 50 km göngun. ÚRSLIT ÓL í Albertville 3 x 7,5 km skiðaskotfimi Klukkustundir SSL stendur fyrir Samveldi sjálfstæðra lýð- velda. 1. Frakkland.................1:15:55.6 (Corinne Niogret/Veronique Claud- el/Anne Briand) 2. Þýskaland................1:16:18.4 (Uschi Disl/Antje Misersky/Petra Schaaf) 3. SSL......................1:16:54.6 (Elena Belova/Anfissa Restzova/Elena Melnikova) 4. Búlgana...................1:18:54ÍB 5. Finnland..................1:20:17.8 Reuter land sigraði með 1,5 stiga mun. „Það var ekki auðvelt að stökkva strax á eftir risastökki Nieminens," sagði Felder. Nieminen sagði að þetta gæfi sér byr undir báða vængi fyrir stökk- keppni einstaklinga á morgun og að sjálfsögðu væri stefnan sett á gullið. 1.000 m skautahiaup kvenna Mínútur 1. Bonnie Blair (Bandaríkjunum).1:21.90 2. Ye Qiaobo (Kína).............1:21.92 3. Monique Garbrecht (Þýskal.).1:22. Íshokkí, B-riðill SSL - Frakkland.....................8:0 Andrej Khomutov 2, Vitaly Prokhorov, Ni- kolaj Borstsjevsky, Dmitri Mironov, Yevg- eny Davydov, Alexej Zhitnik, Andrej Kova- lenko -. Sviss - Noregur....................6:3 Patriek Howald, Andreas Beutler, Jorg Eberle, Gil Montandon, Keith Fair - Carl Gunnar Anderson, Tom Johansen, Eirite- - Paulsen. Kanada - Tékkóslóvakí..............5:1 Joe Juneau 2, David Archibald 2, Dave Hannen - Kamil Kastak. KIRKENES er í Finnnmörku nyrst í Noregi við landam: Finnlands og Rússlands. Toni Nieminen er skærasta stjarnan OLYMPIULEIKARNIR I ALBERTVILLE Ævintýra- ; madurinn HANN hefur fetað ífótspor Friðþjófs Nansens og gengið 560 km yfir Grænlandsjökul. Þá hefur hann klifið Mont Blanc og einn- ig hæsta fjall Norður-Ameríku, Mount McKinley. Hann hefur siglt á húðkeip niður straumhörð fljót, dvalist langtímum saman úti f óbyggðum og haft aðsetur ífjallakofa, þar sem hann lifði á dýrum sem hann hefur skotið sjálfurtil matar, og fiski sem hann renndi fyrir. Hann er maðurinn sem kann best við sig langtfrá stressi stórborganna. Manninum sem hér er lýst — maður náttúr- unnar, er 28 ára, Vegard Uivang; viðmótsþýður og glaðlegur Norðmaður, sem hefur komið, séð og sigrað á Ólympíuleikunum í Albertville, þar sem hann hefurtryggt sér gullverðlaun við aðstæður sem hann kann best við — uppi í hinu 1.604 metra háa Les Saisies-fjalli í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.