Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 4
d L> 4 C 2G(i i }[Aúíiaar'i .ar HUOAauviMua aiGA.iavíUOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 þegar hún leggst undir Dani. Matthías reynir að gera sem minnst úr sambandi skáldsins við Kristjönu þrátt fyrir að margt bendi til þess að Jónas hafí geng- ið á eftir henni með bónorð upp á vasann á árunum 1829 til 32. Jónas elskar Þóru Stjómmálamaðurinn Jónas frá Hriflu gaf út lítið Jónasar-kver árið 1941 og tekur þátt í því með Matthíasi að hreinsa skáldið af öllu sem borgaralegt velsæmi gat ekki sætt sig við. Hriflu-Jónas lít- ur auðvitað framhjá Kristjönu en segir viðkynningu skáldsins við Þóru hafi haft úrslitaáhrif á skáld- skap hans og lífsstefnu; hún „varð kvenhugsjón hans og skálddís". Matthías Þórðarson og Jónas frá Hriflu endurspegla þá tilhneig- ingu okkar að gera dýrlinga úr látnum afreksmönnum, þeir hafna því að sá maður sem hefur náð að orða jafn dapurlega og innilega fegurð sem þessa Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. ... geti verið annað en heilagur maður sem yrkir og elskar engla á borð við Þóru. Jónas Hallgrímsson er hippi Um fá eða engin íslensk skáld hefur jafn mikið verið ort; þjóð- skáld urðu að gjöra svo vel að yrkja um ástmöginn. En skáldin setja sig í steliingar og kvæðin ná því sjaldan að verða meira en rímaðar hátíðarræður. Auðvitað eru til und- antekningar eins og ljóð Jóhanns Sigutjónssonar, þar sem Jónas er krýndur hrungjömu haustlaufi. Eftir heimsstyijöldina síðari hætta skáldin að mestu að yrkja um Jón- as. Af hverju? Nú munu þeir sem eru í fýlu útí öll kvæði ort eftir 1945 eflaust gefa frá sér hnuss sem þýðir: ég vissi þetta, úrkynjun- in er svo mikil að nútímaskáldin lesa ekki einu sinni Skáld íslands. Auðvitað er það rangt. Hins vegar er ekki svo vitlaust að draga þá ályktun að hátíðleikinn í kringum Jónas hafí fælt skáld síðustu ára- tuga frá honum. En ekki er hægt að kalla þann Jónas hátíðlegan sem veltist um blindfullur, illa lyktandi og með sýfílis í rúmlega tuttugu ára söng- kvæði Megasar. Sögur um drykkjuskap og kynsjúkdóma höfðu lengi loðað við ástmöginn, en Megas var sá fyrsti sem orti um þær og fór kvæði hans víða. Megas rauf þagnarmúr, orðið var laust og hefði mátt búast við því að ung skáld notuðu tækifærið og kæmu órímuðum kvæðum um fullan Jónas fyrir í bókum sínum. Svo var ekki, en eflaust hefur margur flissað illyrmislega ofan í lopapeysu sína og sönglað um útúr- drukkna Skáldið. En hvers vegna lét uppreisnarglöð sextíu og átta kynslóðin sér nægja að syngja með Megasi? Var þetta svo vel orðað hjá honum að annað hefði þótt ósniðugt og hallærislegt? Eða fundu þau kannski til samkenndar með fullum og útskúfuðum Jónasi? Það skyldi þó ekki vera. Skáldið virðist geta verið einkavinur böð- uis og fómarlambs á sama tíma. Hann var svoddan Jónas þessi Jón- as. Jónas á öld Skarphéðins Á þessari rímlausu skeggöld virðist enginn dýrlingur óhultur fyrir meinfysni nútímamannsins. Aður fyrr var Gunnar á Hlíðarenda hvers manns hugljúfí og vinsæl- astur allra sögupersóna. Nú er hlegið að einfeldni hans og jafnvel pískrað um framhjáhald með Njáli. Hinn orðheppni og kaldhæðni Skarphéðinn, sem heggur menn í herðar niður jafnt með orðum sem éxi, hefur komið í stað Gunnars. Hvemig reiðir Jónasi af á öld Skarphéðins? LEST JONAS HALLGRIAASSON 1 MLSLlTSiT HSB JBlSÉBr H IbhB vlidstir BfflwH H H 4ÉÞ Könnun tneöal framhaldssknlanema um þekkingu á listaskáldinu gnða Á öllum tímum er talað um hnignun æskunnar; hún er ásökuð um leti, drykkju og virðingarleysi fyrir forfeðrum sínum. Und- anfarin ár hafa margir komið áhyggjufullir fram í fjölmiðlum og talað um að æska landsins viti meira um bandarískar film- stjörnur en íslensk skáld og verk þeirra. Mér lék forvitni á að vita hvort unglingar vissu eitthvað um Jónas Hallgrímsson, skáldið sem á ekki að þarfnast kynningar. i Jg lagði könnun fyrir 222 framhaldsskólanemendur í fjórum skólum; Fjöl- brautaskóla Suðurnesja (FS), Pjölbrautaskóla Vesturlands (FVA), Menntaskólann við Hamrahlíð (MH) og Menntaskóla Reykjavíkur (MR). Rétt er að taka fram að sáralítill þekkingar- munur virðist vera milli nemenda hvers skóla; helst að nemendur FS hafí komið verst út. Hvorki könnunin né úrvinnsl- an úr henni geta talist strangvís- indalegar, en svörir. hljóta að gefa einhveija mynd af þekkingu ungdómsins á skáldi íslands. Nemendurnir áttu að svara fimm spurningum. Hér á eftir tek ég út svör við þremur: Hvenær var Jónas Hallgríms- son uppi? Hverskonar náungi var hann? hennar á Akranesi svaraði stutt og laggott: „Alkohólisti." Eitthvað var um misskilning. Átján ára piltur frá FVA hélt að Jónas hefði látist úr blýeitrun en jafnaldri úr MR taldi hann hvíla við hlið konu sinnar í Kö- ben. Hann var biskup Hundrað og níu nemendur, eða 49%, gerðu sér litla sem enga grein fyrir hver þessi Jónas var, nokkrir skiluðu einfaldlega auðu eða voru með fullyrðingar eins og: „Hann var biskup.“ Sextán ára stúlka úr FS sagði hann hafa verið uppi á 14. öld, tvítug kynsystir hennar úr sama skóla var aldeilis ósammála, svaraði: „Hann dó ungur í Kaup- mannahöfn á spítala í kringum 1949.“ skildi eftir sig Passíusálmana, Allt eins og blómstrið eina og fleiri stórkvæði. En það virðist ekki nóg að reisa mikla kirkju til að gera Hallgrím minnisstæð- an í huga nemenda, tuttugu og fímm heimfærðu ævi og/eða störf sálmaskáldsins yfír á Jónas. Nítján ára piltur úr MH: „Hann er þekktur fyrir að yrkja Passíusálmana," sautján ára fé- lagi hans úr sama skóla sagði hann prest á Saurbæ í Hvalfírði og mikið skáld, á 19. öldinni. Hann var „karl sem bjó með Tyrkja-Guddu og bjó í Hvalfírði, orti Öxar við ána á 19. öld,“ hélt sextán ára piltur úr MR fram. * Jónas orti Eddukvæðin Þijátíu nemendur „stálu“ frægum kvæðum frá öðrum skáldum og eignuðu Jónasi. Átta sögðu hann hafa ort þjóðsönginn eftir Matthías Joehumsson, Oxar við ána (Steingrímur Thorsteins- son) fékk ellefu atkvæði. Tvítug- ur piltur úr FS taldi Jónas hafa ort Eddukvæðin milli 1750 og 1850, sextán ára stúlka úr FVA sagði einhver kvæði og sögur Lést Jónas í bílslysi langt fyrir aldur fram..? Getur þú bent á eitthvað sem liggur eftir hann? Hann dó úr blýeitrun Af 222 nemendum voru 58, eða rúm 26%, sem gátu nefnt eitt eða fleiri Ijóð eftir Jónas og bent á að hann hefði verið einn af Pjölnismönnunum. Þeir bestu töldu upp þijú ljóð og voru nokk- uð vissir um að skáldið hafi ver- ið uppi á 19. Öldinni. Spuming númer tvö fékk mismunandi svör: „Hann elskaði náttúruna og hafði sínar skoðanir,“ sagði 18 ára stúlka úr MR. Kynsystir hennar í MH taldi hann mikinn baráttumann meðan jafnaldra Sumir gerðu Jónas að presti, frekar drykkfelldum. Margir nemendur úr FVA notuðust við hugtakið alkohóiisti. Átján ára MR-ingur sagði hann „greindan miðað við samferðamenn sína“, 21 árs kona úr FS vildi meina að Jónas hafí verið „frekar róleg týpa, setið heima og ort ljóð“. Var Jónas Hallgrírasson Hallgrímur Pétursson? Einn af helstu útsýnisstöðum Reykjavíkur er Hallgrímskirkjan sem rís upp af Skólavörðustíg. Kirkjan er nefnd eftir sálma- skáldinu Hallgrími Péturssyni sem lifði og dó á 17. öldinni og liggja eftir Jónas sem var „stundum nefndur Jón forseti“.6 Hann var skrítinn Það er margbrotinn Jónas sem birtist í svöranum. Hér eru nokk- ur þeirræ Hann var hámenntað- ur prestur; góður maður með áhuga á að skrifa; mikils virtur í þjóðfélaginu; varla hægt að hugsa sér hann öðruvísi en gaml- an með skeggbrodd á hökunni; bara venjulegur; hann var fínn en svolítið „tens“; rólegur og mjög gáfaður; hef bara ekki hugmynd; veit það ekki; hann var alki; lést í bílsiysi fyrir aldur fram. Undanfarin ár hefur töluvert verið skrifað um Jónas. Það voru tímamót í rannsóknum á honum þegar Hannes Pétursson sendi frá sér Kvæðafylgsni árið 1979. Ári síðar gaf Vilhjálmur Þ. Gíslason út bók um Jónas og Fjölni. Auk þess hefur fjöldinn allur af leikum og lærðum skrifað í blöð og tíma- rit. Inn á sviðið hefur stormað ný kynslóð af fræðimönnum með út- lendar bókmenntakenningar bak við eyrun sem banna alla óþarfa kurteisi gagnvart verkunum, og skiptir engu máli hveijir hafa skapað þau. Helga Kress hrelldi margan manninn þegar hún um- bylti sögu Jónasar, Grasaferð; sagði sakleysið bara vera á yfir- borðinu, en undir niðri ólgaði tog- streita kynjanna. Dagný Kristj- ánsdóttir fjarlægði Þóru, tengda- dóttur allra íslenskra feðra, úr Ferðalokum og sagði aðeins vera tvær persónur í kvæðinu; ljóðmæl- andann og Guð. Og Dagný heldur því fram að fjöllin í Gunnarshólma séu tákn fyrir annars vegar hin ströngu karlmannlegu öfl, og hins vegar hin árásargjörnu kvenlegu öfl. Dagný og Helga fara létt með að lesa togstreitu kynjanna úr kveðskap Jónasar. Eins og við mátti búast hafa ekki allir verið sáttir við skrif þéirra Dagnýjar og Helgu. Meðal annarra hafa Guð- mundur Andri Thorsson og Kol- brún Bergþórsdóttir maldað í mó- inn og dregið í efa að hægt sé að skipta skáldskapnum í karlmann- leg og kvenleg öfl sem togast á. En hvort sem maður er sammála eða ekki þá hlýtur að teljast gleði- legt að Jónasi sé sýndur þessi áhugi; hann er þá ekki dauður úr öllum æðum. Eða hvað? Á yfir- borðinu er allt í stakasta lagi. Fyrir þremur árum kom út enn eitt ritsafn Jónasar, greinar um hann valda deilum, og samkvæmt skoðanakönnun frá því í fyrra er Jónas bestur íslenskra skálda. En er hann ísland eins og Laxness vildi meina? Verður enginn íslend- ingur án þess að lesa Jónas? Skyldi sá maður sem svarar þessum spumingum játandi, ekki gera Jónasi og skáldskap full hátt und- ir höfði? Þeir eru ófáir íslending- arnir sem komast gegnum lífíð án þess að lesa __________________ skáldskap og það eru væntanlega ekki margir sem velta því fyrir sér hvort það hafí verið Þóra sem Jónas harm- aði alla daga; fólk veit yfirleitt ekki hver þessi Þóra var. Sumir hafa jafnvel ekki hug- mynd um að Jónas Hall- grímsson hafi ein- hvem tím- ann verið til. Við stöndum ekki lengur í sjálfstæðis- baráttu og sjálfstæðis- hetjumar eru bara nöfn í sögubók- um; Jón Sigurðsson er styttan sem losar forsetann við blómsveiginn 17. júní ár hvert. Síðustu tuttugu árin hafa sýnt að fólk virðist vera að átta sig á því að Jónas Hallgrímsson var fyrst og fremst skáld, gott skáld. Og maður. Jónas er að vísu ekki daglegur gestur á heimilum lands- manna, hefur kannski aldrei verið það. En hann hefur lifað góðu lífi í 184 ár; af hveiju ætti hann deyja núna? Höfundur er skáld og hefur skrif- að ritdóma fyrir Morgvnblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.