Morgunblaðið - 16.02.1992, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.02.1992, Qupperneq 6
6 C 'Möfeá'úNfeLÁtiið' M AIMNLlfójjií’kAUMAR ! iW. febrúár 1992 ÁFANGASTAÐIR // v/, ersvo hrikalegur mannfföldi ad „gangstéttarfólk“ skiptir milljónum? Hið gulltia hlið Indlands LEIGUBÍLLINN ber mig óðHuga inn í milljónaborgina, lengra og lengra inn í ógnvekjandi mann- líf. Fyrstu áhrif Bombay eru svo skelfileg, að maður vill helst kúra sig niður í sætið. Þurfa ekkert að sjá. En ósjálfrátt horf- ir maður. Getur ekki slitið sig frá ótrúlegum hliðum mannlegr- ar niðurlægingar. Bombay er sögð „hið gullna hlið Indlands", með „sál Mídasar konungs", borgin sem dregur til sín gull. Bombay þýðir „hin góða höfn“ og um 50% af erlendum viðskiptum Indlands fara um höfnina. Um 40% af tekjuskatti kemur héðan. Borgin iðar af fjör- legu viðskiptalífí og ferðamenn í viðskiptaerindum fjöimenna til hennar. En sagt er að því meira sem Bombay dragi til sín af erlendu fjármagni, því verra verði ástandið. Fólksfjölgunin er versti óvinur Bombay. A hveijum degi flæða um 500 heimilislausar fjölskyldur úr sveit- inni til yfirfullrar Bombay. Afleið- eftir Oddnýju Sv. Björgvinsdótfur ingin: Yfirfull borg af utangarðs- fólki, sem er yfir 2,5 milljónir (40% borgarbúa) og fjölgar stöðugt. „Við sitjum á tímasprengju. Einhvem tíma gerir „gangstéttarfólkið" upp- reisn og sprengir sig inn á okkur,“ segir velstæður Bombay-búi. I klukkutíma bílferð frá Sahar- fiugvelli er ekið í gegnum þorp, byggð úr pappakössum, brotajámi, reist á ruslahaugum, þar sem áður var fagur fljótsbakki. Þegar nær dregur miðbæ, sést þunguð kona hagræða sér á pappaspjaldi við rennusteininn, innan um fjöltíann sem breiðir úr sér á gangstéttinni. Gamall maður situr í járnrúmi á miðri gangstétt með spilafélaga í heimsókn. Hann getur tekið á móti gestum. Sýnist hafínn yfir „stétt- bræður" sína. Hve hyldjúp gjá er ekki á milli „gangstéttarfólksins" og hinna sem búa í einbýlishúsum í hallarstíl uppi á Malabar-hæð. Tepparæflar og pappaspjöld teygja sig langt inn í miðbæinn, meðfram girðingum, upp við húsveggi. í fínni hverfum er vandamáiið leyst með því að hlaða aflíðandi vegg frá girðingu út á gangstétt, svo að utangarðsfólkið geti ekki reist sér skýli. Undarlegt er að ganga inn í gerviheim lúxushótelsins Oberoi. Mæta ferskri blómaangan, kældum vínum, heilsurækt, skemmti- og veitingastöðum á heimsmæli- kvarða. Af sundlaug á þaki er stór- brotið útsýni yfir Arabíuflóann og háhýsaröð Bombay sem minnir á New York. Stimamjúkir þjónar bukka sig og beygja. Allt svo fjar- lægt mannlífi götunnar. Ónnur og þriðja kynslóð „gang- stéttarfólksins" er „öðruvísi“, eins og annar kynstofn. Hér, eins og annars staðar á hnettinum, þar sem maðurinn lifír eins og sníkjudýr á Á strætinu Indlandshliðið — lúxushótelið Taj Mahal í baksýn. — Övíða sér maður fjölskrúðugra mannlíf. matarúrgöngum, nær aðeins að skrimta, ná börn ekki fullum vexti, verða dvergvaxin og rýr. Bombay hefur alltaf dregið fólk til sín. Borgin er reist á sjö eyjum sem teygja sig eins og hönd út í Arabíuflóann. Fyrstu íbúar voru kolis (fiskimenn) og bhandaris (þeir sem lifðu á pálmatijám) og nefndu eyjarnar „Mumbai“ eftir trúargyðju sinni. Nafn sem síðar breyttist í Bombay. Það er heilmikil vinna að vera ferðamaður á Indlandi. Mannlífið er svo litríkt, umhverfið svo ólíkt öllu öðru, að athyglin beinist alltaf að einhveiju nýju. Á Chowpatty- strönd sitja „heilagir menn“ og sölufólk, — og fjölleikafólk sýnir ■ KENWOOD Chef er kostagrípur : ,1.,- : r■•■» Fáanlegir aukaWutir: »—: : t>t, *i.V—kJ )y„ 7.V.—1 Innifalið í verði: □ Blandari □ Þeytari 0 't.f, '* '* k * í »■%. » □ Grænmetisrifjárn □ Hnoðari i ** ■ i □ Hakkavél □ Hrærari '*• *> . □ Safapressa || W\mÆ 1 i 1 n 1 I v. □ Kartöfluílysjari Verð kr. 22.201 stgr. HEKLA : v; v n n fl LAUGAVEGI 174 * .. ‘í •• A * . ' S. 695500/695550 ý ,* . >** V/ "j/. » * I . fv;rv,»4 : • -H » *. j/ ? » f,» • ** . IJEKNISFVLÆÐI/Pottur vída brotinn Við borgum e/dd Hjálparstofnanir í Bretlandi sem afla fjár með samskotum og styrkja rannsóknir í læknavísindum hófu nýlega upp raust sína og hótuðu að hætta stuðningi við þau rannsóknastörf sem fara fram á vegum háskólanna. Asíðasta ári lét Krabbameins- söfnunin breska tvo og hálfan milljarð króna af hendi rakna til leit- ar að nýjungum í meðferð illkynja æxla. Upphæðin skiptist milli tutt- ugu og sjö háskóla og sá fjögur hundr- uð vísindamönnum farborða. Forráða- menn þessarar stofnunar ætla ekki að veita meira fé til háskólaverk- efna heldur snúa sér í aðrar áttir og segja ríkisstjómina eiga sök á klúðr- inu. Hún hafí notfært sér styrkinn frá þeim til þess að skera niður fram- lag hins opinbera til háskólanna. í staðinn skipi hún háskólamönnum að taka 40% af söfnunarfénu og greiða með því fyrir aðstöðu til vísindastarfa í læknisfræði. Hátt í fjörutíu miljörðum króna er árlega varið í Bretlandi til rann- sókna í læknavís- indum og sjö krónur af hveijum tíu ganga til háskól- anna. Obbinn af þessu fé kemur frá samskotastofnun- um eins og þeirri sem hér var minnst á og allmörgum hennar líkum þar í landi. Venjan hefur verið sú að þær hafa staðið straum af vísindavinnunni en háskólar hafa fyrir atbeina og fjár- framlög ríkisins lagt til húsnæði, aðstoðarfólk, tíma- rita- og bókakost, rekstrarstjóm og hvað eina annað sem hlýtur að fylgja með í slíkum kaupum. Þessi afturkippur kemur sér illa, því að nokkur hundmð vísinda- manna munu neyðast til að leita sér að annarri atvinnu heima eða heim- an. Og það er reyndar margt fleira en krabbameinsrannsóknir sem hér em í húfi. í University College í London starfar hópur vísindamanna við rannsóknir og tilraunir með eyðniveiruna. Þeir fara ekki í öllu sömu leiðir og starfssystkini annars staðar og hefur því vinna þeirra vakið athygli og nokkra eftirvænt- ingu. Árið 1990 fékk háskólastofnun sú er þeir starfa við 900 milljónir króna að gjöf en varð að útvega sér 300 milljónir til viðbótar og forða þannig strandi. „Nú þurfum við að taka til rækilegrar athugunar hvort við getum haldið áfram að safna skuldum," segja þeir sem eiga að ráða. Hjálparstofnanir em eftir sem áður fúsar til að leggja góðu málefni lið en vilja hvorki né geta hlaupið undir bagga með háskólum þegar harðnar í ári hjá þeim. Raddir hey- rast sem halda því fram að þetta sé lymskulega stigið spor í áttina að einkavæðingu vísindarannsókna en blaðafulltrúi yf- irstjórnar mennta- mála telur ráðherr- um ókunnugt um að hér sé alvarlegt vandamál á ferð- inni. eftir Þórarin Guðnoson Peyton Rous sýndi fram á að sumar veimr valda æxlum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.