Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 7

Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 7
listir sínar. Götumarkaðir eru annar vettvangur, þar sem maður gleymir sér alveg. Bombay er skoðunarverð borg með fagrar byggingar frá yfirráða- tíma Breta, musteri og lystigarða. Og hallarhótelin Oberoi og Taj Mahal geyma þjóðsögur og ævin- týri í innri skreytingum og arkitekt- úr. Frá Indlandshliðinu — geysifag- urri byggingu á hafnarbakka (reist í tilefni af landgöngu Georgs V. Bretakonungs 1911) — er siglt til eyju handan hafnar. Á Fílaeyju ríkir „tímaleysi hand- anna“< Verkamenn burðast með þunga steina. Erfiða með handverk- færi. Og fiskimenn ýta breiðkinn- ungum úr vör, eins og fyrr á öldum. Dvergvaxnir eyjaskeggjar lifa á þjónustu við ferðamenn sem koma til að skoða hellaristur, myndlist frá 7. öld. Og ég strýk hendi yfir ótrú- lega fagrar höggmyndir af hindú- gyðjunni Shiva. Umhverfís mig hoppa apar og dvergvaxnir eyja- skeggjar (sérstakur kynstofn) með minjagripi. Eg spyr of mikið. Horfi of mikið í kringum mig. „Fáðu þér meira vín,“ segir gestgjafinn. „Lokaðu glugganum,“ segir leiðsögumaður- inn. Báðir vilja að ég horfi framhjá eymdinni. En hvernig er hægt að gleyma stúlkubarni með handleggs- stubb, drenghnokka með eitt auga, sem teygja betlandi hendur upp í bílglugga? Limlest inn í betlara- stéttina af „fagfólki!" Já, einu sinni voru íbúar hér í jafnvægi við fagra náttúru. Nú spyr maður sjálfan sig: Eiga jarðarbúar eftir að sjá fleiri slíkar milljónaborg- ir? Hvernig mun jörðin okkar líta út eftir nokkra áratugi, ef mann- kyninu heldur áfram að fjölga? Guð hjálpi okkur þá. MORGUNBLAÐIÐ MAI\INLtF88fRAUMAft FEBRÚAR -1992 ^ & 7 VÍ SINDI/Er samhverfubrot líkamans 600 milljón áragamalt slys? Þegar vinstri varð öðruvísi en hægri SAMHVERFA er vel þekkt fyrirbæri í náttúrunni. Við höfum öll fundið krossfiska og ígulker í fjörunni og dáðst að reglulegum og síendurteknum mynstrum sen við sjáum í byggingu þessara dýra. En samhverfan lætur ekki staðar numið á meðal þessara einföldu dýra heldur gætir hennar meira og minna á meðal allra lífvera náttúrunnar og er tvíhliða samhverfa mannslíkamans líklega nær- tækasta dæmið. Sú samhverfa, sem er ekki alger, er þó einungis næfurþunn þar sem staða og lögun innri líffæra og starfsemi heila Er hugsanlegt að þessir for- sögulegu atburðir marki þróunar- fræðilega upphaf þeirra ferla sem leiddu til innri ósamhverfu manns- líkamans? Jefferies telur að svo sé og bendir á að Cothurnocystis og áðumefndir forverar þeirra séu þróunarfræðilega nátengdir hryggdýrum. Hryggdýr hafi hægri hlið sem samsvari framhluta Cot- hurnocystis og vinstri hlið sem samsvari bakhluta þess. Ýmsir fósturfræðingar telja að tilgáta Jefferies geti leitt til betri skilnings á erfðafræði þeirra ferla sem stýra mismunandi þróun vinstri og hægri helminga manns- líkamans. Þeir telja að sú þekking sem þegar er fyrir hendi á erfða- fræði skordýra og annarra frum- stæðra dýra og hvernig gen þeirra stýra þróun á fram- og bakhluta dýranna geti nýst til betri skiln- helminganna tveggja eru gjörólík. Dick Jefferies, við Natural History Museum í London, hefur nýlega stungið upp á því að tvíhliða samhverfubrot mannslíka- mans, þ.e.a.s. frávik frá algjörri tvíhliða sam- hverfu, reki upp- haf sitt til lífver- unnar „Cot- hurnocystis elizae“ sem lifði fyrir rúmum 500 milljón árum á jörðinni. Hann telur að fyrir 600 milljónum ára hafi tvíhliða sam- hverfir forverar þessara vera lifað kyrrstöðulífi á hafsbotni. Þeir hafi, af ástæðum sem ekki eru þekktar, „dottið" á hægri hliðina sem við það breyttist í neðri hlið. Við það sneri vinstri hliðin upp á við og varð að baki dýrsins. eftir Sverri Ólafsson Hlutföll og samhverfur manns- líkamans — Stöðugt áhugaefni lista- manna allra tíma. Teikning geftir Albrecht Duerer. ings á „hægiú og vinstri" þróun mannsins. Slíkt gæti stuðlað að betri skilningi vísindamanna á nokkrum meðfæddum hjartagöll- um sem sumir telja að orsakist af því að fóstrið geri ekki eðlilegan greinarmun á hægri og vinstri. Athuganir á tvíburum, sem eru samgrónir á hliðunum, leiða í ljós að hægri tvíburinn þjáist oft af hjartakvillum. í stað þess að hafa hjarta sem hefur mismunandi hægri og vinstri hluta hefur hægri tvíburinn oft hjarta sem hefur tví- hliða samhverfu og er hvor helm- ingur hjartans líkur hægri hluta heilbrigðs hjarta. Nokkrir þró- unarfræðingar trúa því að á frumskeiði fóstursins taki vinstri hliðin við stjórnun á mismunandi þróun vinstri og hægri hluta líkamans. Ef til vill er til efni sem „flæðir“ frá vinstri til hægri og stýrir þróunarmismun hliðanna. Röskun flæðisins á leiðinni leitt til truflunar á hægri helmingsins. Vaxtarflæðið sem stýrir mismunandi þróun á vinstri og hægri hluta mannslíkamans gæti samsvarað flæði senm vitað er að stýrir mismunandi þróun á fram- og bakhluta skordýra. Ef það er rétt gætu skordýr og menn búið yfir svipuðum genum, sem stýra broti á tvíhliða sam- hverfu, en uppruni þeirra gæti legið hjá sameiginlegum forver- um sem lifðu fyrir u.þ.b. 600 milljón árum. Það er sannarlega ekki augljóst að stökkbreytingar sem áttu sér stað í kyrrstæðum sjávar- botnsdýrum fyrir 600 milljón árum skuli hugsanlega varpa nýju ljósi á nokkra nútíma sjúkdóma. Slíkur skilningur er hins vegar mjög ein- kennandi fyrir þá þróum sem setur sterkan svip á nútíma vísindi þ.e. sameiginleg skýring á fyrirbærum sem virðast algjörlega óskyld við fyrstu sýn. Niðurstöðumar, ef réttar, minna okkur einnig enn einu sinni á að við emm ekki einingis arfberar foreldra okkar og nánustu forfeðra okkar af ætt- kvíslinni Homo sapiens, heldur alls þess lífs sem þrifist hefur á jörð- inni frá upphafi. LÖGFRÆÐI///vab segja lögin um hagsmuni og tengsl í opinberum störfum? Hæfi stjómsýsluhafa FORMENNSKA Leifs Magnússonar, framkvæmdasljóra flug- rekstrarsviðs Flugleiða hf., í Flugráði hefur margoft verið gagnrýnd. Fundið hefur verið að því að einn af stjórnendum Flugleiða hf., stærsta flugfélagsins í landinu, gegni formennsku í ráðinu og bent er á að hann geti tæpast talist hæfur til þess vegna náinna tengsla sinna við Flugleiðir hf. eftir Davíð Þór Björgvinsson Það er grundvallarregla í stjórnsýslurétti að þeir aðil- ar sem fara með opinbert vald þurfi að vera til þess hæfir. Hæfisskilyrðum þessum er skipt í tvennt, al- menn hæfis- skilyrði (stund- um nefnd starfsgengis- skilyrði) og sér- stök hæfisskil- yrði. Fræði- menn skipta ennfremur hin- um almennu hæfísskilyrðum í tvennt, jákvæð og neikvæð hæfisskilyrði. Með hinum já- kvæðum skilyrðum er átt við þau, sem maður þarf að uppfylla til þess að geta fengið opinbert starf og haldið því. Engar al- mennar reglur em til í íslenskum lögum um það hver þau séu og eru þau raunar mismunandi eftir því hvaða starf er um að ræða. I því efni verður að hafa hliðsjón af almennum reglum og.þá eink- um starfsmannalögunum nr. 38/1954. Samkvæmt þeim lög- um eru sett ýmis almenn skilyrði fyrir því að maður geti fengið skipun, setningu eða ráðningu í stöðu í þjónustu ríkis. Þau varða aldur viðkomandi, lögræði, nauð- synlegt andlegt og líkamlegt heilbrigði, ríkisborgararétt, al- menna menntun (og sérmenntun ef því er að skipta) o.fl. í lögum um stjórn flugmála nr. 119/1950 er ekki að finna nein almenn hæfisskilyrði sem menn verða að uppfylla til þess að unnt sé að skipa þá eða kjósa í Flugráð og verður því að hafa hliðsjón af þeim atriðum sem nefnd voru. Þegar talað er um neikvæð skil- yrði er átt við þau skilyrði sem eiga að tryggja að fyrirfram sé ekki hætta á að viðkomandi að- ili sé í slíkum tengslum við þau úrlausnarefni sem fyrirsjáanlegt er að verði fyrir hann lögð, að draga megi í efa hlutlægni hans við meðferð þeirra. Enda þótt sýnt sé að maður uppfylli öll al- menn hæfísskilyrði til að gegna opinberu starfi, geta þær að- stæður komið upp að hann megi ekki taka þátt í úrlausn tiltekins máls. Með því er átt við að hin sérstöku hæfísskilyrði séu ekki uppfyllt. Þau lúta að því að mað- ur geti átt slíkra hagsmuna að gæta af úrlausn máls eða sé í slíkum tengslum við málsaðila að telja megi hættu á að hann geti ekki fjaljað um það á hlut- lægan hátt. í íslenskum rétti er ekki að finna almennar lagaregl- ur um sérstakt hæfí og verður þvi að skoða hvert tilfelli fyrir sig. Glöggir lesendur hafa eflaust komið auga á þau tengsl sem eru á milli hinna neikvæðu (al- mennu) hæfisskilyrða og hinna sérstöku hæfisskilyrða. Þau koma einkum fram í því að ef fyrirfram má gera ráð fyrir, að viðkomandi aðili verði vanhæfur vegna hinna sérstöku hæfisskil- yrða í mörgum málum, er talið að hann uppfylli ekki hin nei- kvæðu (almennu) hæfísskilyrði. Þegar þannig háttar telst sá að- ili almennt vanhæfur til að gegna viðkomandi starfi. Snúum okkur nú aftur að Leifi Magnússyni. Eins og fyrr segir er Leifur einn af æðstu stjórn- endum Flugleiða hf. og um leið formaður Flugráðs. Þegar hlið- sjón er höfð af stöðu Flugleiða hf. í íslenskum flugmálum er ljóst að meirihluti þeirra úrlausn- arefna sem koma fyrir Flugráð snerta hagsmuni félagsins með einum eða öðrum hætti. Auðsýnt er, að vegna tengsla sinna við Flugleiðir hf., er Leifur Magnús- son vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu slíkra mála. Sant- kvæmt því verður að telja að hann uppfylli ekki hin neikvæðu (almennu) hæfisskilyrði sem svo eru nefnd og telst því almennt vanhæfur til að gegna for- mennsku í ráðinu og jafnvel til setu í því. Formennska hans í Flugráði er því, eftir því sem best verður séð, skýrt og ótvír- ætt brot á grundvallarreglum íslensks stjórnsýsluréttar. Furðu sætir að slíkt skuli hafa viðgeng- ist jafn lengi og raun ber vitni. Rétt er að taka það fram, að það sem hér er sagt, hefur ekk- ert með persónulega kosti Leifs Magnússonar að gera að öðru leyti. 1 I rirí* i gS %xt JjrW i S? m I I CV: gð n gg NYR GISTISTAÐUR Frá HÓTEL ELDBORG er stutt til margra merkra áfangastaða á Vesturlandi. Alls kyns dægradvöl er í boði, eins og hestaferðir um Löngufjörur, bátsferðir um Breiðafjörð, gönguferðir á Eldborg, silungsveiði í fjölmörgum fjallavötnum, hellaskoðun í Gullborgarhrauni, útsýnisferðir um Snæfellsnes og í lok dagsins er ánægjulegt að slappa af í sundlauginni við HÓTEL ELDBORG. • HOTEL • TJALDSTÆÐI • SVEFNPOKAPLÁSS • VEFTINGASALA • SUNDLAUG • HESTALEIGA • SILUNGSVEIÐI • GÖNGUFERÐIR s-s •Vtf I m & i g M •>.<. i I tg h v.<,» gi i i m m tp 8 m Í •>.< u m <$* m m HOTEL ELDBORG er nýtt og vel staðsett sumarhótel í Laugargerðisskóla mitt á milli Borgarness og Stykkishólms. |gj GISTIAÐSTAÐA FYRIR HÓPA OG EINSTAKLINGA. GÓÐ AÐSTAÐA FYRIR ÆTTARMÓT. & i m VERIÐ VELKOMINIHOTEL ELDBORG I SUMAR Ú 7 I f l'J | II I «8 • Slmi: byyjuu • hax: /1Z33 y-g fív Alfabakki 16 • P.O. Box 9180 «129 Reykjavík Sími: 699300 • Fax: 71233 ■xr,J m ú »>.*. m Í; i SSpJ*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.