Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBllÚAR 1992
- SEGJA ÞAU KARA OG JON PETUR
ÍSLANDSMEISTARAR í DANSI
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
LJÓSIN í salnum eru slökkt og ljóskastarar bregða skjannabirtu á
sviðið. Hljómsveit byijar að leika „Singing in the rain“, ljóshærður
maður í svörtum kjólfötum kemur dansandi inn og er ekki síður
léttur á fæti en Gene Kelly var á sínum tíma í samnefndri kvik-
mynd. Konan í fjaðurskreytta siffonkjólnum sem dansar inn á eftir
honum er heldur ekki þung á sér. „Eg er ekki hissa þótt þau hafi
orðið íslandsmeistarar," hugsa ég þegar Jón Pétur og Kara svífa
um sviðið með sitt hvora regnhiífina. „I’m happy again“ heyrist
sungið baksviðs og ég verð líka dálítið hamingjusöm yfir því að við
íslendingar skulum eiga svo frambærilegt dansfólk sem þau Jón
Pétur Úlfljótsson og Köru Arngrímsdóttur. Þau eru á leið til Eng-
lands í býtið daginn eftir í enn eina danskeppnina. „Þau hljóta að
eiga mikla möguleika," hugsa ég um leið og ég sé þau fallast i faðma
undir röndóttri regnhlíf. Fólkið í salnum klappar og teygir úr fótun-
um sem það hefur í ósjálfráðri hæversku dregið undir borð meðan
það fylgdist með tilþrifum dansaranna á sviðinu. Við Sverrir Vil-
helmsson ljósmyndari snörum okkur niður stigann og undir sviðið
á Hótel íslandi til þess að ræða við og mynda Jón Pétur og Köru
áður en þau drífa sig heim að pakka fyrir ferðalagið.
Ekki aðeins hafa þau Jón Pétur
og Kara varið frækilega ís-
landsmeistaratitil sinn í
suður-amerískum dönsum
heldur hafa nemendur dans-
skóla þeirra sópað til sín verðlaun-
um í nýlega afstaðinni íslands-
meistarakeppni í dansi. „Ætli þau
séu kærustupar,“ spyt Sverrir Ijós-
myndari, með allan hugann við
hugsanlegar uppstiilingar í fyrir-
hugaðri myndatöku. „Það held ég
ekki, en ég er ekki viss,“ svara ég
og lofa að byija á að spyijast ítar-
lega fyrir um þetta atriði með tilliti
til myndatökunnar. Þau koma út
úr búningsherbergi sínu í slíkum
flýti að Kara hefur ekki einu sinni
gefið sér tíma til að taka af sér
fölsku augnahárin, sem hverfa
næstum í broshrukkur þegar ég fer
varlega að spyijast fyrir um hve
náið samband þeirra Jóns Péturs
sé. „Þótt við höfum býsna mikið
saman að sælda höfum við samt
aldrei orðið par í nánum skilningi,“
segir hún og hlær. „Það hefur ekki
dugað til þótt við höfum orðið að
sofa í sama rúmi undir sömu sæng
í útlöndum,“ segir Jón Pétur og fær
sér brosandi sæti á móti okkur
Köru. Við höfum dregið okkur af-
síðis, inn í lítinn sal þar sem dans-
meistararnir endurspeglast í spegl-
aröðum undir fjölda veggljósa og
látum ekki á okkur fá þó öðru hvoru
komi einhver í dyragættina. „Stefán
Guðleifsson, kærastinn minn, tók
því með ró þegar ég hringdi til
hans og sagði honum að við Jón
Pétur yrðum að gista eina sæng
vegna þess að fólkið þar ytra hefði
greinilega talið okkur eitthvað nán-
ari en dansfélaga. Þegar við Jón
uppgötvuðum þetta vorum við orðin
þreytt og klukkan orðin margt. Það
hefði kostað mikið rask og vesen
að fá þessu breytt.“ Þau Jón Pétur
og Kara hlægja hjartanlega þegar
þau minnast þessarar uppákomu.
„Samband mitt og Stefáns kærast-
ans' míns er nærri því jafngamalt
og dansfélag okkar Jóns Péturs,“
segir Kara. „Við Stefán kynntumst
í október 1985, röskum mánuði eft-
ir að við Jón Pétur byijuðum að
æfa dans saman. Þetta „þríhyrn-
ingssamband“ hefur því verið við
lýði allar götur síðan.“ Kara verður
eilítið sposk á svip og gefur Jóni
Pétri hornauga áður en hún heldur
áfram. „Þetta er raunar ekki svo
slæmt fyrirkomulag, Stefán er voða
feginn að geta hvílt sig á mér af
og til og látið Jón Pétur taka við,
á sama hátt og Jón Pétur er feginn
að hvíla sig á mér þegar æfingum
er lokið. Það er hins vegar ekki
tekið með í dæmið að ég geti orðið
leið á þeim.“ Jón Pétur lætur stríðn-
istón hennar ekki snúa sig út af
laginu. „Þetta byijaði allt með því
að við Kara kenndum saman hjá
dansskóla Sigurðar Hákonarsonar,"
segir hann. „Sumarið 1985 fórum
við ásamt fleiri kennurum þess
skóla út til Englands á námskeið.
Þar byijuðum við Kara að taka
okkur snúning saman. Þegar heim
kom héldum við áfram að æfa spor-
in sem við höfðum lært og þær
æfingar þróuðust svo í það að við
urðum danspar og stofnuðum sam-
an dansskóla.“
Almáttugur, ég get ekki
dansað við þig
Kara og Jón Pétur tóku þátt í
fyrstu danskeppninni árið 1986.
„Það voru engar slíkar keppnir hér
á landi byijaðar þegar við hófum
að dansa saman, enda var markmið-
ið í upphafi ekki að taka þátt í slíku,
heldur aðeins að halda sér í æf-
ingu,“ segir Jón Pétur. „Þegar
fregnir bárust af fyrirhugaðri dans-
keppni á Hótel Sögu árið 1986 sett-
um við hins vegar trukk í æfingarn-
ar.“
Ég spyr hvort ekki sé erfitt að
skipta um dansfélaga þegar fólk
sé búið að dansa svona lengi og
mikið saman. „Við erum bæði dans-
kennarar og þurfum að dansa mik-
ið við nemendurna, það forðar okk-
ur frá of mikilli vanafestu í þessum
efnum,“ svarar Kara. „En okkur
finnst best að dansa við hvort ann-
að, eða ég myndi halda það,“ segir
hún og gefur Jóni Pétri spyijandi
auga. Hann samsinnir kröftuglega.
„Við þekkjum mjög vel inná hvort
annað, danslega séð, ef svo má
segja,“ bætir Kara við. „Maður fær
oft að heyra að heyra á skemmti-
stöðum setningar eins og: „Almátt-
ugur, ég get ekki dansað við þig,
þú kannt svo mikið.“ Þetta fólk
gleymir því að við erum alltaf að
dansa við fólk sem mismikið kann
fyrir sér í dansmenntinni og erum
því fljót að finna hvar viðkomandi
er staddur á þeirri braut og stilla
okkur inná hans kunnáttu. Við setj-
um okkur ekki á háan hest.“
„Ég finn fyrir því að karlmenn
eru feimnir við að bjóða mér upp í
dans,“ segr Kara. Ég spyr hvort
Stefán kærastinn hennar hafi verið
í þeim hópi. „Þegar við kynntumst
var dans ekki ti! í hans huga,“ svar-
ar Kara. „En það hefur orðið mikil
breyting á þeirri afstöðu hans.
Hann vann meira að segja eina
danskeppni í hitteð fyrra. Hann
byijaði að dansa fyrir alvöru þegar
við Jón Pétur stofnuðum skólann
okkar. Þá kom hann til okkar í
Morgunblaðið/Sverrrir
Jón Pétur og Kara.
danstíma og fyrr en varði var hann
kominn út í strangar æfíngar og
starfar nú af fullum krafti með
okkur við skólann. Annars sæjumst
við lítið, því ég er alltaf niðri í skóla,
ýmist að kenna eða æfa.“
Kara varð aðstoðarkennari hjá
Sigurði Hákonarsyni fyrir ellefu
árum, þá 16 ára gömul. Jafnframt
stundaði hún nám í menntaskóla.
Eftir stúdentspróf lauk hún svo
danskennaraprófi. Jón Pétur, sem
RÆTT VIÐ ÍSLANDSMEISTARA ÁHUGAMANNA í SUÐUR-AMERÍSKUM DÖNSUM
Nemendur Dansskóla Jóns Péturs og Köru fengu 7 fyrstu verðlaun
á síðasta Islandsmóti áhugamanna í dansi af 8 mögulegum. Meðal
verðlaunahafanna voru þau Anna Sigurðardóttir og Ingvar Þór
Geirsson sem fengu 1. verðlaun í suður-amerískum dönsum. Blaða-
maður Morgunblaðsins hitti þau að máli í húsnæði dansskóians að
Bolholti 6 eitt kvöldið í vikunni. Þau voru þar önnum kafin við æfing-
ar, en gerðu hlé á þeim til þess að spjalla við blaðamann.
Ingvar Þór kvaðst hafa byijað að
dansa árið 1985, þá 13 ára gam-
all, í Nýja dansskólanum. „Ég
hef dansað óslitið síðan, en ég skipti
um dansfélaga vorið 1990. Þá var
ég búinn að taka þátt í keppnum
og sýningum, hér heima og erlend-
is. Líklega spratt mikill áhugi minn
á dansinum í upphafí af tískufyrir-
brigðinu „breik“. Nú á ég mér enga
sérstaka uppáhaldsdansa, nema ef
vera skyldi Passo double. Ég hef
bara áhuga á þeim dansi sem ég
er að æfa hveiju sinni. Haustið
1990 byijaði ég að dansa við Önnu
sem er dansfélagi minn í dag. Þá
steig hún sín fyrstu spor í sam-
kvæmisdönsum."
Anna, sem er 18 ára, hafði þó
stigið á dansgólfið fyrr en það. Hún
var fyrir þann tíma búin að fá ís-
landsmeistaratitil fyrir frammi-
stöðu sína í „freestyle“-dönsum.
„Ég byijaði að dansa 10 ára gömul
í Dansskóla Hafdísar Jónsdóttur.
Við Ingvar kynntumst í gegnum
dansinn og byijuðum að vera saman
rúmu ári áður en við byijuðum að
dansa saman.“
Þau Anna og Ingvar eru á einu
máli um að nýlega afstaðin íslands-
meistarakeppni hafi verið sú langb-
esta hingað til. „Framfarirnar verða
æ meiri, það skilar árangri hvað
fólk er duglegt að fara til útlanda
til þess að bæta við þekkingu sína,“
segir Ingvar. „Við erum í þeim hópi,
á síðasta ári fórum við þrisvar í
námsferðir til útlanda og vorum
samanlagt í þijá mánuði. Ferðirnar,
einkatímar og annað sem fylgdi
dansinum, kostuðu okkur um 1.300
þúsund krónur á síðasta ári. Það
má segja að meginhluti þess sem
við vinnum fyrir fari í dansinn.
Dansinn er dýr íþrótt. Við reynum
t.d. að vera alltaf í nýjum fötum
fyrir allar „stórkeppnir" sem við
köllum."
Ingvar vinnur við að gera við
gúmmíbáta en Anna kennir eró-
bikk.„Við höfum hér mjög góða
aðstöðu til æfinga, síðan nýi salur-
inn bættist við. Við getum æft okk-
ur þar hvenær sem er og fengið
alla þá hjálp sem við þurfum. I
þessum skóla er öllum sýnd at-
hygli, ekki bara þeim sem verulega
skara fram úr, eins og of mikið er
um í sumum öðrum skólum. Líf
okkar er vinna og dans.“
Eins og er einskorða þau Anna
og Ingvar sig við suður-ameríska
dansa. „Það er ekki hægt að ná
langt í öllu,“ segir Ingvar. „Við vilj-
um ekki fara í „ballroom“-dansa til
þess eins að dúttla okkur,“ segir
Anna. „Hafi maður einu sinni verið
á toppnum reynir maður að kasta
ekki höndunum til neins sem maður
gerir,“ bætir Ingvar við.
"Anna kvaðst hafa mætt á æfing-.
ar hjá Ingvari í tæpt ár áður en
þau byijuðu að dansa saman. „Ég
fann mikið til þess þegar ég byijaði
hve lítið ég kunni,“ segir Anna.
„Það getur enginn ímyndað sér hve
erfitt er að skipta um dansfélaga,"
segir Ingvar. „Það tekur svo mikið
á að reyna að missa ekki niður leikni
meðan beðið er eftir að nýi dans-
félaginn nái árangri, það þarf mik-