Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 9

Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR .16. FEBRÚAR 1992 C 9 Anna og Ingyar á sigurstundu. ið til.“ Ég spyr hvort svo náin sam- vera, jafnt í einkalífi sem starfi, reyni ekki mikið á sambandið. „Jú, það gerir það sannarlega," svarar Anna. „Dansinn er mikil nákvæmn- isíþrótt þar sem gefur mörg tilefni til ágreinings." Ingvar bætir við: „Þetta hefur gengið vel hingað til og við vonum að það geri það áfram.“ Heimsmeistarakeppnin Það er tekið að líða á nótt og erfiður dagur framundan hjá þeim líka er 27 ára, lauk líka danskenn- araprófi hjá Sigurði Hákonarsyni. „Ég hætti þar fljótlega eftir að ég lauk seinna prófinu og við Kara ákváðum að stofna sjálf dansskóla. Við héldum að þá gætum við hagað kennslunni meira að eigin geðþótta og haft þannig betri tækifæri til að æfa okkur. Það fór hins vegar á annan veg. Danskennslan tók miklu meiri tíma en við hugðum. Við hófum starfsemina í sal í Bol- holtinu, sem Jassballetskóli Báru átti. Það má segja að Bára Magnús- dóttir sé eins konar guðmóðir skól- ans okkar, við leituðum mikið til hennar til að fá ráðleggingar. Við fengum salinn þegar hún þurfti ekki að nota hann, en smám saman sprengdum við af okkur þann ramma, svo við fengum salinn ein haustið eftir. Þá breyttum við hús- næðinu á þann hátt að við létum gera æfingasal úr stórum sturtu- klefa fyrir nemendur sem vildu æfa sig á milli tíma.“ Ég minnist hins frábæra árang- urs nemenda þeirra í síðustu dans- keppni og spyr hátíðlega hveiju þau þakki hann. „Við ákváðum að horfa fram á við með opnum huga og reyna að bæta við okkur í þekk- ingu,“ segir Jón Pétur og ýkir svo- lítið hátíðleikatón minn. „Við fórum til nýrra þjálfara erlendis og feng- um þá til að koma hingað og kenna hjá okkur um tíma.“ Kara heldur áfram: „Við erum ekki með mestan fjölda nemenda í keppnum. Við höfum ekki hvatt alla okkar nem- endur til að taka þátt í keppnum. Við viljum ekki að fólk fari í keppni nema að það sé tilbúið til þess. Það er frumforsenda fyrir góðum árangri að fólki líði vel á keppnis- gólfinu og viti fyrir víst hvað það sé að gera þar. Því óöruggara sem fólk er því meiri líkur eru á að það „fari úr sambandi" og gleymi því sem það ætlar að gera. íslensk danspör standa sig vel Við höfum reynt að skapa okkar fólki eins góða aðstöðu og hægt er, þannig að það geti æft sig eins og það þarf og eigi kost á einkatímum þegar nauðsyn krefur. Við áttum ekki kost á þessu í sama_ mæli þeg- ar við vorum að byija. Ég tel allar líkur á að við getum átt dansara í „Þótt við séum nú aðallega að tala um aðstöðuna í okkar skóla, sem við höfum verið að byggja upp, þá skal það tekið fram að ís- lensk danspör eru yfírleitt farin að standa sig vel í keppnum erlendis. Þau eru farin að „banka á dyrnar", í tólf para úrslitum, komast kannski í 18 para úrslit í keppnum sem yfír hundrað pör taka þátt í,“ segir Jón Pétur. En dansskólar eru ekki bara fyr- ir þá sem ætla sér að taka þátt í danskeppnum. Þar kemur líka fólk til þess að læra dansa og lyfta sér þannig upp úr hvunndagslífínu með þjálfuðum hreyfingum eftir skemmtilegu hljómfalli. „Þetta em tveir hópar sem þurfa hvor sinn tíma og sitt pláss,“ segir Jón Pét- ur. „Stærsti hópurinn sem kemur í dansskólana er fólk sem vill fá fé- lagsskap og öðlast öryggi út á dans- gólfinu," segir Kara. „Oft eru þetta hjón sem vilja eignast tómstunda- gaman sem þau geta sinnt í félagi og átt þannig kvöld fyrir sig.“ Nú berst talið að dansstöðum, möguleikum fólks á að viðra dans- kunnáttu sína þar og þýðingu dans- ins á þeim vettvangi. „Þetta er stundum erfitt,“ segir Jón Pétur. „Fólk kynnist gjarnan á dansstöð- um. Það þarf kjark til þess að bjóða upp í dans og þá kemur sér að hafa verið í dansskóla, það skapar mönnum öryggi. Það er erfitt að ætla að fara að bjóða upp dömu án þess að kunna neitt að dansa, undir þeim kringumstæðum fara of margir að hella í sig kjark.“ Kara kinkar kolli og bætir við: „For- ráðamenn áfengisvarna segja að dans sé besta forvörn gegn áfengi sem til er. Þegar fólk er vant því að taka utan um aðra manneskju í dansi og veit hvernig það á að bera sig að, þá er það ekki neitt til þess að kvíða. Þá geta menn óhikað spurt „Viltu dansa“, ef þeir sjá stúlku sem þeim líst á.“ Köru og Jón Pétri. Eftir fáeinar klukkustundir eiga þau að fljúga á vit danskeppni í Manchester og taka svo þátt í keppni sem nefnist UK Open. í lok marsmánaðar stendur svo fyrir dyrum hjá þeim þátttaka í heimsmeistarakeppni í tíu dönsum. Ég spyrst aðeins fyrir um skipulag slíkra keppna. „Við tökum þátt í heimsmeistarakeppninni í tíu döns- um. Þar eru dansaðir fímm svokall- aðir Standard-dansar, svo sem enskur vals og fl., og svo fímm Suður-amerískir dansar, það er svo samanlagður árangur sem gildir,“ segir Kara. „Við reynum að æfa í tvo til þijá tíma á dag. Æfum frá hádegi og þar til við förum að kenna klukkan fjögm'- Kennslunni lýkur svo klukkan ellefu á kvöldin." „Ég hugsa að við Kara höfum verið niðri í skóla flesta þá frídaga sem við vorum búin að ákveða að taka okkur,“ segir Jón Pétur. „Það er með dansskóla eins og öll önnur fyrirtæki, það fer eftir þér sjálfum hvernig starfsemin gengur, hvað viltu leggja á þig til þess að hún gangi vel.“ Takið þið ykkur aldrei frí, spyr ég. „Það er lítið um það, nema helst á sumrin,“ er svarið. Ég spyr hvernig þessi mikla vinna komi við heimilislífið. Við þá eftir- grennslan kemur í ljós að Jón Pétur er á lausum kili í sambúðarmálum sem stendur. „Við lifum skrítnu lífi,“ segir Kara. „Þótt við Jón Pét- ur séum ekki neitt sérlega erfið í umgengni þá er óneitanlega erfitt að vera með einhveijum sem vinnur eins mikið og lengi og við gerum. Ég skil eiginlega ekkert í Stefáni. Líklega hefur það bjargað sam- bandi okkar að hann fór að vinna með okkur við skólann. Við gætum þess líka að eiga okkar frístundir saman. Um bameignir þýðir hins vegar ekki að hugsa. Dansinn og Jón Pétur setja bann á allar slíkar hugmyndir að sinni,“ nú hlægja þau bæði dátt. „Það var mitt val að að taka þátt í að stofna þennan skóla og þá verð ég að geta sinnt því „barni“ og komið því á legg. Ég er nú heldur ekki komin úr barn- eign ennþá. - Líklega verð ég þó að hugsa minn gang í þessum efn- um. Heimsmeistararnir í Suður- amerískum dönsum eru t.d. um fer- tugt svo við dansfélagarnir getum átt eftir dijúgan tíma saman enn“, svarar Kara. „Kannski að það endi með því að við Jón Pétur förum dansandi í gröfina.“ Barnaföt Barnaskór VERÐHARUN VERÐHRUN Síöustu dagar útsölunnar Mikil verólækkun Einstakt tækif æri. Póstsendum X <& z BARNAFATAVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 621682 fremstu röð í framtíðinni, pörin okkar eru farin að skila það góðum árangri í keppnum erlendis,“ segir Kara. Arshátíð Félags Snæfellinga og Hnappdæla og Snæfellingakórsins verð- ur haldin laugardaginn 29. febrúar í Ártúni, Vagnhöfða 11, og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Heitur veislumatur. Heiðursgestir Sönghópurinn Sexið, Stykkishólmi. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar og Þorvaldur Halldórsson. Húsið opnað kl. 18.30. Miðasala í Ártúni fim. 27. og fös. 28. feb. frá kl. 16-19. Upplýsingar veita Erna s. 611421, Kristín s. 672295 og Hreiðar s. 46353. Skemmtinefndirnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.