Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ SUNNÚDAGÚR 16. FEBR'ÚÁr’ 199&
SETTIMARKIÐ HA TT
MEÐ
^jltaP** aas rJ ^
- ífeft >* ;
•. — ... *•» .,*
KSBK7Í T ■■ '. *’... •• ' ,,.riT '•*-■■ ' -
“6*m" ■” í f, - .■■*■•• '"'ia^ *V' v '■.
BUHOLDURINN
LEIFUR ÞÓRARINSSON
í KELDUDAL í HEGRANESI
SÓTTUR HEIM
Texti og myndir
Valdimar Kristinsson
BÓNDI er bústólpi, bú
er landstólpi. Þessi
gamla speki hefur lík-
lega ekki sama hljóm-
grunn í dag á tímum
kvóta og niðurskurðar
og hún gerði þegar land-
búnaðurinn var ein af
sterkustu undirstöðum
þjóðfélagsins. Eigi að
síður kom þetta spak-
mæli upp í hugann þegar
ekið var í hlað í Keldu-
dal í þeim erindagjörðum
að taka Leif Þórarinsson
bónda tali. Það eru eng-
ar ýkjur þegar sagt er
að þar sé rekinn mikill
fyrirmyndarbúskapur
og gildir þar einu hvar
drepið er niður. Bland-
aður búskapur er rekinn
í Keldudal, kýr, kindur
og hross standa þar und-
ir góðum arði auk þess
sem þar eru fáeinir han-
ar og pekingendur. Þá
ræktar húsfreyjan perur
og vínber í gróðurhús-
inu.
etta hefur verið fyrst og
fremst fjölskyldubú og
það er best að gera
ekkert lítið úr hlut kon-
unnar og barnanna því
menn geta ekkert gert
svona nema fleiri komi að,“ segir
Leifur eftir við höfðum gengið um
útihúsin og heimilisgarðinn sem er
mikill að vöxtum. Þar hafa Leifur,
sem fæddur er í Ríp í Hegranesi,
og kona hans, Kristín Olafsdóttir
frá Garðshorni í Kræklingahlíð,
byggt rúmgóða kartöflugeymslu og
tvö gróðurhús auk þess sem trjá-
rækt er þar stunduð af miklu kappi.
Segir Leifur að á sínum tíma hafi
menn gert grín að byggingu kart-
öflugeymslunnar en hann látið það
sem vind um eyru þjóta og nú fá
nágrannarnir að geyma uppskeruna
sína hjá Kristínu og Leifi.
Með búslóðina á heyvagni
Það var 12. maí 1962 að Leifur
og Kristín fóru tvær ferðir með
búslóðina á litlum heyvagni frá Ríp,
þar sem þau þjuggu fyrstu tvö árin,
og hófu búskap í Keldudal. „Við
keyptum þessa jörð fyrir 400 þús-
und gamlar krónur sem þá var mik-
ið fé og þótti óskiljanlegt hvernig
við ætluðum að komast frá því,“
segir Leifur og Kristín skýtur inn í
að þau hafi ekki eignast fyrsta bíl-
inn fyrr en 1973. Þegar þau fluttu
í Keldudal var á staðnum litla íbúð-
arhúsið sem enn stendur og er vel
við haldið en sonur þeirra Þórarinn
og tengdadóttir, Guðrún Lárusdótt-
ir, halda þar til þegar þau eru á
staðnum en bæði eru þau kennarar
á Hólum. Þá var þar tólf kúa ljós
og fjárhús sem tók 150 kindur og
það var sá bústofn sem þau lögðu
upp með auk fimm eða sex hrossa.
„Við vorum ákveðin í að komast frá
þessu fjárhagslega og lögðum hart
að okkur. Við tókum þá stefnu að
láta húsakostinn duga í byijun en
lögðum þess meiri áherslu á að
rækta upp jörðiná en tún voru hér
um 10 hektarar auk véltækra engja.
Leifur og Kristín
ásamt yngstu dóttur-
inni Álfhildi.
Nútimatækni er í há-
vegum höfð i Keldu-
d al og segir Leifur að
fjórhjólið sé mest not-
aða vélknúna farar-
tækið á bænum og
óspart notaö þegar
snúast þarf í kringum
búsmalann.
Ekkert rafmagn var fyrstu árin og
þurfti því að handmjólka kýrnar. I
dag eru túnin tæpir 70 hektarar en
ekkert hefur verið ræktað í mörg
ár, ekki eftir að kvóti og skerðing
kom til. í fjósinu eru 28 básar og
reynum við hafa þá fullskipaða
mjólkurkúm. Við leggjum ekki
áherslu á hámarksafurðastefnu, þ.e.
að reyna að fá eins mikið út úr
hveijum grip og hægt er, við viljum
frekar hafa gripina aðeins fleiri,"
segir Leifur og Kristín bætir við að
þau gefí fóðurbæti innan hóflegra
marka en með því móti hafi þau
heilbrigðari kýr í fjósi og losni við
mikinn hluta lyljakostnaðar sem
víða vill fylgja kúabúskap. „Það
munaði mestu þegar hætt var að
flytja inn fóðurköggla frá Svíþjóð
og Danmörku, ég hef tekið svo
sterkt til orða að það hafí verið eitr-
að fóður. Við urðum fyrir áþreifan-
legum skaða hér í Keldudal þegar
fullvirðisrétturinn kom á. Var hann
miðaður við innlegg síðustu tveggja
ára og annað það ár drápust hérna
margar kýr einmitt út af þessum
fóðurkögglum. Við gerum kýrnar
ekki gamlar, það er ágætis innlegg
í kúm og við ölum upp mikið af
kvígum því ef maður þarf á annað
borð að aia upp geldneyti er alveg
eins gott að ala upp kvíguna og sjá
hvernig hún reynist."
Þótt kúabúskapurinn sé vel rek-
inn og gefi vel af sér hefur Keldu-
dalsbúið hlotið meiri frægð á lands-
vísu fyrir sauðfjárrækt. Fallþunga
lamba frá Keldudal hefur margsinn-
is verið getið í fréttum og þaðan
er sá dilkur sem þyngst hefur veg-
ið. „Þegar ég flutti í Skagafjörðinn
fyrir 18 árum ræktaði Leifur stórar
og grófar kindur en hafði af þeim
miklar afurðir. Hann sýndi að þetta
var ekkert mál en seinna kollvarp-
aði hann þessari stefnu og hefur
náð miklum árangri í að bæta sinn
stofn í samræmi við þá stefnu sem
Búnaðarfélag íslands hefur boðað."
Þannig farast Einari Gíslasyni á
Syðra-Skörðugili orð þegar hann
var spurður um sauðíjárrækt Leifs.