Morgunblaðið - 16.02.1992, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.02.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR-16. FEBRÚAR-1&92 C> 11 r þær séu með fyli. Gef þeim hey að vild og fylgist náið með framförum þeirra, vil helst að þau leiki sér all- an veturinn og séu í örum vexti. Þessi folöld taka vori og sumri vel, eru vel undir það búin,“ segir Leifur. Því hefur verið haldið fram að best sé að taka folöld undan fylfull- um hryssum fljótlega upp úr ára- mótum en Leifur beitir þarna öðrum aðferðum. Hann rökstyður það með því að þannig fái þau næga hreyf- ingu og þá þroskist fætur jafnt við búkinn og telur að það sé nokkuð mikið atriði. „Hryssurnar venja fol- öldin undan sér þegar kemur fram á, ég tek þau frá þeim áður en þær kasta en þá eru þær búnar að venja undan sér.“ Leifi er tamt að tala um hross enda hefur hrossaræktin skipað stóran sess í lífsstarfi hans og fjöl- skyldunnar. í hrossaræktinni hefur hann náð góðum árangri eins og öðru. Hross frá Keldudal hafa stað- ið framarlega á mótum undanfarin ár og er þess skemmst að minnast er hryssan Hrund fékk heiðursverð- laun fyrir afkvæmi á landsmóti hest- amanna á Vindheimamelum í fyrra. Áður hafði móðir hennar Nös frá Stokkhólma náð sama sessi á fjórðungsmóti 1987 á Melgerðismel- um í Eyjafirði. „Ég hef haft áhuga á hrossum frá því ég man eftir mér. Fyrsti hestur- inn sem ég tók virkilega eftir og er mér minnisstæður var Nökkvi 260 frá Hólmi, Björn Björnsson frá Sauðárkróki var með hann e_n hann fóðraði nú allra manna best. Ég kom þarna í mars og var hesturinn þá alveg úrgenginn og stríðalinn, þetta var óvanalegt og mér því mjög minnisstætt. Þegar ég var strákur var ég vor og haust hjá mági mín- um, Pétri á Hjaltastöðum, og þá snerist nú lífið um kappreiðar og maður gekk með þessa bakteríu um árabil, tók þátt í kappreiðum af lífi og sál og hefur enn gaman af þeim.“ Happdrættisvinningurinn Nös Segja má að í dag snúist ræktun- in í Keldudal um hross undan og út af Nös sem áður var getið en það var nánast tilviljun að sú hryssa komst í eigu Leifs á sínum tíma. „Ég fór í Stafnsrétt af tilviljun meðan hún var og hét, þegar stóð var rekið í afrétt og réttað á undan fénu. Þá átti Halldór gullsmiður í Stokkhólma mikið stóð og sá ég þarna í hópnum tvö brúntvístjörnótt merfolöld en ég hef alltaf verið veik- ur fyrir þeim lit. Falaði ég annað þeirra og var það auðsótt mál. Eft- irá segir Pétur á Hjaltastöðum að ég hefði falað skakkt folald. Var ekkert mál að fá því breytt og þar var þá komin Nös. Þetta var algjör tilviljun eða eigum við að segja happdrættisvinningur," segir Leifur og hann bætir við, „þegar ég kem heim segi ég konunni frá þessu en tek fram að þarna hafi verið gleð- skapur og ég viti ekki hversu mikil alvara fylgi máli og hugleiddi það ekki frekar. í desemberbyrjun þegar orðið var jarðlaust hringir Pétur á Hjaltastöðum í mig og segir að ég þyrfti að taka hryssuna en hún væri á Svaðastöðum. Ég brá við skjótt og sótti hana daginn eftir. Fór labbandi yfir í Svaðastaði í snjó og ófærð og stökk á hana úti á túni og teymdi heim. Þarna kom strax í ljós hversu geðgóð og auð- veld hún var viðureignar. Einhverra hluta vegna setti ég markið strax hátt með þessa hryssu á folaldsvetr: inum og fylgdi því eftir alla tíð. í dag snýst ræktunin hjá okkur um Nös, það er langmest beðið um hross út af henni þegar menn koma og kaupa hér,“ segir Leifur upptekinn af minningunni. Nös hefur gefið af sér mörg af- rekshross og má þar nefna auk Hrundar, sem áður var getið, gæð- ingana Seif, er varð m.a. efstur á fjórðungsmótinu á Melgerðismelum 1987 í A-flokki gæðinga, og Glanna Ómar en báðir eru þessir hestar miklir vekringar. Einnig má nefna hryssurnar Djörfung og Drótt, og stóðhestinn Amor sem öll hafa hlot- ið fyrstu verðlaun. Síðast en ekki síst kappreiðavekringinn Leist frá Keldudal sem er tvöfaldur íslands- methafi í skeiði og hefur verið nær ósigrandi síðustu árin. saga hækilinn að hluta frá en selja hann svo með lærinu. Hækillinn nýtist engum, hundar líta ekki einu sinni við honum. Dreifingaraðilar segjast ekki vera samkeppnisfærir nema selja hækilinn með af því þetta vegur svolítið í vigt. Þetta er náttúrulega ekkert nema að plata sjálfan sig. Það átti að kenna neyt- endum á hið góða kjöt, það er nauð- synlegt að hafa fítuna með þvi ann- ars verður kjötið þurrt og ólystugt," segir Leifur og greinilegt að hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á þessum málum. í.framhaldi af þessu berst talið að fallþunganum á Keldu- dalslömbunum en hæst hefur hann komist í 21 kíló en Leifur tekur fram að það sé frá þeim tíma þegar nýr- mörinn var vigtaður með. „Þyngsta lambið reyndist vera 39,6 kíló sem er að því er ég best veit landsmet. Þetta sýnir hvað þetta grófbyggða fé gat vaxið mikið. Lambið þurfti að þyngjast um pund á sólarhring allt vaxtarskeiðið. Þessi mikla vaxtargeta er enn fyrir hendi í fjár- kosturinn glöggt vitni, dráttarvél- arnar teljast sjö, allt frá litlum og liprum heimilisvélum, sem svo eru kallaðar, upp í stórar fjórhjóladrifs- vélar. Þá er þar líka traktorsgrafa sem hefur margsinnis borgað sig upp að sögn Leifs. Heyskapurinn er fjölbreyttur í Keldudal. Þar er hey verkað á þrennan hátt, þurrhey er bæði hirt vélbundið og laust auk þess sem stórum hluta heyfengsins er rúllað og pakkað. Til staðar er heybindivél fyrir þurrheysbagga, rúllubindivél og sjálfhleðsluvagn til hirðingar á lausu heyi auk pökkun- arvélar fyrir rúllurnar. Yfir véla- kostinn var byggð 300 fermetra skemma og segir Leifur að slík bygging sé góð fjárfesting öfugt við það sem margir bændur halda. Vélageymslan er að hluta á tveimur hæðum og eru léttari hejrvinnutæk- in geymd á efri hæðinni. Kýmar fá rúlluhey að morgni og þurrhey að kveldi. Féð er fóðrað á þurrheyi en hrossin á rúlluheyi og segir Leifur það mikið hagræði við Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson til orða þegar hann kom hér og taktu nú vel eftir. Bændur athugið að ungviðið stendur aldrei í stað, sama hvort það er trippi, lamb eða kálf- ur. Því er annaðhvort að fara aftur eða í framför. Það skuluð þið vita. Það þarf að fóðra það þannig að það sé alltaf í framför." Ég hef haft þetta að leiðarljósi því mér fannst þetta þá virkilegur sannleik- ur og er enn í dag. Það sem menn passa sig ekki á í dag eru þessir dauðu tímar eins og haustin þegar folaldsmerar eru hafðar í starar- mýri þar sem allt gras er löngu fallið, jafnvel í október eða nóvem- ber þó að snjór sé ekkert farinn að setjast á jörð. Menn verða að vera opnir fyrir öllu svona og gæta þess að folöldin séu alltaf í framför. Ég tek sem dæmi rauða folann sem ég sýndi þér áðan, ég tek hann af svona mýri og hann er óþekkjanlegur núna eftir hálfan mánuð í betri högum. Um margra árabil hef ég ekki tekið folöldin inn á vetrum, heldur læt þau ganga undir merunum þótt Hundar og hækillinn „Á þeim árum þegar menn máttu framleiða að vild var flokkunin á kjötinu vitlaus,“ segir Leifur og hann heldur áfram: „Áður en þessi fituflokkun kom til fór lambið í fyrsta flokk ef það hafði næg hold, hversu feitt sem það var. Að mínu mati var farið vitlaust í flokkunar- málin þegar þessu var breytt. Fyrsti flokkurinn, Á-flokkur eins og hann heitir víst, er of breiður, það fara alltof misjöfn lömb í hann. Finnst mér alltof rýr lömb fara í hann. Það hefði ekki átt að leggja áherslu á að selja kjötið í heilum skrokkum, heldur snyrta það þannig að neyt- endur fengju það tilbúið til mat- reiðslu. Fólk á ekki að þurfa að byija á því að henda hluta af því sem það hefur verið að kaupa. Svo finnst mér hámark ósvífninnar að stoí'ninum okkar.“ í framhaldi af þessu berst talið að vinnuálaginu á blönduðu búi og viðurkennir Leifur að það sé mikið á vorin um sauðburðinn. „Haustin eru ekki eins erfíð hjá okkur og víða þar sem eru langar haustgöng- ur. Hinsvegar tel ég að hagkvæm- asti sauðfjárbúskapurinn í dag sé frekar fátt fé með kúabúi þar sem bændur eiga fjárhúsin skuldlaus. Túnin eru yfirleitt það stór og að þau nýtast fénu vel til beitar bæði vor og haust og lækka fóðurkostn- aðinn verulega sem gerir þetta hag- kvæmt,“ segir Leifur af mikilli sann- færingu. Þeim sem heimsækja hjónin í Keldudal og gefst kostur á skoða sig um blandast ekki hugur um að þar sé vel rekinn búskapur sem gefur góðan arð. Um það ber véla- fóðrun útigangshrossanna að hafa rúllurnar. Ungviðið stendur aldrei í stað Það orð fer af Leifí að hann eigi sér fáa líka í fóðrun og uppeldi ungviðis. Á þessu eins og mörgu öðru hefur Leifur ákveðnar skoðan- ir sem hann er ófeiminn við að viðra: „Það er óveijandi með öllu að nú á tímum tækni og framfara þegar allir hafa góða möguleika á nægri fóðuröflun að menn skuli ekki gefa skepnunum almennilega. Á ég þá sér í lagi við útigangshross. Þetta hefur reyndar breyst mikið til batn- aðar en enn í dag má sjá illa fóðruð útigangshross hjá mönnum sem setja nánast á guð og gaddinn að hausti. Sér í lagi finnst mér áríð- andi að menn hugi vel að uppeldi trippanna. Faðir minn sagði eitt sinn: „Theódór Arnbjörnsson tók svo Þótt Nös sé komin vel yfir tvítugt er hún við hestaheilsu enda vel um hana hugsað. Þeg- ar viðtalið var tekið í nóvember var Leifur byrjaður að hýsa hana og folaldið á nóttunni. Á hestamóti Skagfirð- inga 1987 unnu Keldudalshrossin til margra verðlauna, Þórarinn og Ogri, Sigurbjörn Bárðarson og Kveikur og Jóhann G. Jóhannsson og Ofeig en öll eru þau undan Hrund. Næst kemur Eiríkur Guð- mundsson og Drótt, Rúna Einarsdóttir og Seifur og Leifur situr Leist en þessi þrjú síð- asttöldu eru undan Nös. Sigurbjörn Bárðarson er sá knapi sem hvað best þekkir til Keldudals- hrossanna en hann hefur sýnt þau mörg fyrir fjölskylduna síðustu árin. Umsögn hans um hrossin þaðan er á þá leið að þau séu einstaklega geðgóð og auðtamin, feikna gang- rúm og ganghrein, eðlistöltgeng en brokkið mætti vera sterkara. Þá segir Sigurbjörn hrossin vera nokk- uð bolþung og eins mættu þau vera reisulegri fram., Sjálfur er Leifur ekki viðkvæmur fyrir gagniýni á hrossin sín öfugt við marga sem fást við hrossa- rækt.„Ég er fjöllyndur í hrossarækt- inni, reyni að nota þá stóðhesta sem mér líst vel á burt séð hvernig þeir eru ættaðir. Skyldleikarækt út af Nasar hrossum hefur ekki komið til greina nema í mjög litlum mæli vegna erfðagalla sem eru hringir í augum. Þótt maður geti fengið góð hross út úr því þá lýtir þetta hross og gerir þau erfiðari í sölu. Ég hugsa mikið um bæði kosti og galla minna hrossa og reyni að bæta það sem betur mætti fara. Áhugi minn á Hrafni lá til' dæmis í því að mér fannst vanta betri fram- byggingu og taldi hann geta bætt þar um. Ég er mjög ánægður með son hans, Fáfni 897 frá Fagranesi, undan honum tvær mjög góðar hryssur en sjálfur er hann einhver albesti reiðhestur sem komið hefur upp eins og dómur hans sýnir. Hann er eðlisgæðingur. Þótt misjafnt hafi komið undan honum hef ég góða trú á að hann geti gefið hross í lík- ingu við sjálfan sig. Það hafa komið undan honum topp gæðingar og sjálfur hef ég verið rnjög heppinn með hann.“ Og þá er komið að Leifi að gefa lýsingu á hrossum sínum. „Geðslagið er gott, umggengnis- góð hross, yfirleitt góð í tamningu, traust og hrekklaus. Þau eru þannig gerð að þau eru eins og knapinn sem á þeim er vill hafa þau, leggja sig fram ef þau eru beðin þess, sam- anber Leistur og Seifur. Þá er mik- il skeiðgeta í hrossunum undan Nös. Brokkið hefur alltaf verið talið veika hliðin í þessum hrossum en töltið er mjúkt, kannski ekki nógu hrífandi í sumum tilfellum. Við vinn- um að því að bæta þessa þætti því í dag þýðir ekkert annað en hross heilli menn í brautinni með fasi og framgöngu,“ segir búhöldurinn í Keldudal. Hann gæti sett íslandsmet Leifur er þokkalegalega ánægður með ástand í ræktunar- og dóms- málum, segir þó að margt megi betur fara eins og gengur. „Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur er minn besti ráðgjafi, hann býr yfír mikilli reynslu og er glöggur. Sem dæmi um það get ég nefnt til gamans að hann kom hér einu sinni í heimsókn að vori til þegar Leistur var í tamningu og lagði ég hann á skeið þegar ég sýndi Þorkeli hann. Þetta var ekki langur sprettur en að honum loknum sagði hann sem svo: „Mikið óskaplega skeiðaði hann, ég held hann gæti sett ís- landsmet." Mér hefur alltaf þótt Þorkell hreinskiptinn, ég hef beðið hann að segja bæði kosti og galla hrossanna sem hann hefur alltaf gert undanbragðalaust. Ég hlusta vel þegar menn koma og skoða hrossin hjá okkur og fínnst sjálfsagt að manni sé sagt til, maður lærir lang mest af því. Síðan situr ákvarðanatakan um framhald eða stefnu eftir hjá ræktandanum. Ég tel höfuðatriði fyrir ræktunarmann að geta farið á hestamótin og fylgst með hvað er að koma upp. Þátttaka fjölskyldunnar í búskapnum hefur gert mér kleift að komast á mótin og fylgjast með og met ég það mik- ils. Það er ekki nóg að fá upplýs- ingarnar í gegnum aðra eða fjölmiðla. Það sem einum finnst gott finnst mér kannski ekkert sérs- takt og svo öfugt. Þá legg ég ríka áherslu á að ríða öllum minum undaneldishrossum sjálfur til að fínna hvernig hrossin svara mínum kröfum. Það er gott og nauðsynlegt að fá ráðleggingar og skoðanir ann- arra en maður þarf líka að kynnast hlutunum sjálfur. Við getum sagt að ég taki tilsögn,“ segir Leifur og brosir í kampinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.