Morgunblaðið - 16.02.1992, Qupperneq 12
12 €
Ekki þrengir að Litlu kaffistofunni þar sem hún stendur í Svinahrauninu. Hún er þó alltaf að stækka, næst
er íbúðahúsið sem byggt var við kaffistofuna, fjærst er „hænsnakofinn“ sem hristist svo mikið í rokinu að þeir
sem inn' í hann fara verða sjóveikir.
eftir Urði Gunnarsdóttur. Myndin Kristján G. Arngrímsson
LITLA kafllstofan í Svínahrauni hefur stækkað. íbúðarhús hefur bæst
við kaffistofuna og eigendurnir hafa fullan hug á því að hinum megin
hennar rísi viðbygging í stað skúrsins sem fyrir er. Kaffistofan hefur
breytst að utan sem innan, á veggjunum eru Kjarvaismálverk, nýir dúkar
á borðum og ilmandi lyktin af kleinum og kaffi fyllir vitin. I kaffíkrókn-
um sötra fastagestirnir kaffið sitt eða spjalla við hjónin Helgu Guðbrands-
dóttur og Ásbjöm Magnússon, sem hafa rekið staðinn í eitt og hálft ár.
Haðurinn frá Vegagerð-
inni flýtir sér út þegar
við birtumst én Ingólf-
ur og Reynir úr mal-
amáminu skammt frá
kaffístofunni sitja ró-
legir. Fastagestimir
era héðan og þaðan,
vörabflstjórar og hesta-
flutningamenn í miðri viku, á kvöldin
ræða menn málin og gera samninga
yfír kaffibolla. Þá slæðast þeir inn
sem eiga leið yfir Hellisheiðina, syfj-
ar ef til vill undir stýri á beinum
veginum og þarfnast bolla af kaffí.
Um helgar birtast þeir sem eiga leið
í sumarbústaðinn, á vetuma skíða-
fólkið og svo koma fastagestir virku
daganna uppábúnir með fjölskylduna
og drekka sunnudagskaffið.
En þetta er ekki bara kaffístofa
heldur einnig áningarstaður, ekki
síst þegar eitthvað er að veðri. Á
sumrin er það helst holdvott hjólreið-
afólk sem leitar skjóls, á vetuma
þeir bílstjórar sem ekki komast fet
vegna ófærðar. í fyrstu snjóum í
haust voru á milli 30 og 40 manns
sem leituðu skjóls í Litlu kaffistof-
unni þegar heiðin varð ófær. Þá era
ótaldir þeir sem leita á náðir Helgu
og Ásbjöms eftir að hafa lent í um-
ferðaróhöppum. „Eina nóttina í ág-
úst síðastliðinn bönkuðu tvær stúlkur
upp á í vitlausu veðri. Þær höfðu
misst bílinn út af í Þrengslunum og
komust hingað við illan leik í roki
og slagveðri. Önnur þeirra var svo
miður sín, að hún skreið undir borð
sem var hér fyrir utan og varla nokk-
ur leið að fá hana til að koma und-
an,“ segir Ásbjörn. Kona hans bætir
því við að hann hafi varan á sér á
næturnar enda oft bankað upp hjá
þeim, en sjálf sofí hún eins og steinn.
- Ekki er bijálað veður um mitt sum-
ar? „Blessuð vertu, hér er alltaf rok
og þegar veðrið er sem verst er hér
ekki stætt á milli húsa. Þegar hvasst
er og við þurfum að fara út í hænsa-
kofann, eins og við köllum skúrinn
frá Olíufélaginu verðum við hrein-
lega sjóveik, hann hristist svo mikið.“
Fúlsað við ijómatertunum
Það er Helga sem hefur orð fyrir
þeim hjónum. Á því eina og hálfa
ári sem liðið er frá því að þau keyptu
kaffístofuna hafa þau staðið að
gagngeram endurbótum. Auk þess
sem að framan er talið, hafa þau
látið bora fyrir köldu vatni þar sem
ekkert vatn var fyrir, komið upp sím-
asjálfsala og nú er viðvera allan sól-
arhringinn í Litlu kaffístofunni. En
veitingamar era og verða þær sömu.
„Þegar við hófum reksturinn hér,
bakaði ég stærðarinnar ijómatertur
með marens og tilheyrandi en karl-
amir vildu ekki sjá þær. Þessar fínu
ijómatertur láku niður eins og grát-
tré. Nei, hér hefst hver dagur á því
að ég baka pönnukökur, kleinur og
tebollur og smyr brauð, helst með
hangikjöti. Svo hita ég kakó, og
kaffí náttúralega. Annað þýðir ekki
að bjóða hér,“ segir Helga. Leggur
áherslu á að hún sé „bara kleinukerl-
ingin,“ Ásbjöm sé drifkrafturinn í
rekstrinum, sjái um skriffínnskuna
og taki stóra ákvarðanimar. Nema
þá ákvörðun að hefja kaffistofurekst-
urinn, á henni eigi hún sök á. En
hvernig kom það til?
„Við kynntumst á Landakoti fyrir
um fímm áram. Ásbjöm var þá inn-
kaupastjóri og ég vann á röntgen-
deildinni. Við hættum að vinna þar
um svipað leyti og lögðum krafta
okkar í að dytta að húsinu okkar,
sem hafði setið á hakanum. En sú
vinna dugði okkur ekki lengi og við
kunnum því illa að sitja auðum hönd-
um, fannst við eiga meira eftir. Við
fréttum svo af því að að þessi kaffi-
stofa væri til sölu og slógum til. Ég
keypti raunar snyrtivöruverslun í
millitíðinni en seldi hana eftir rúmt
ár. Sá rekstur átti iila við mig, að
standa upppuntuð alla daga og selja
fólki rándýra vöru. Þá á kaffístofu-
reksturinn betur við mig, hér set ég
bara upp svuntuna, skelli „kórón-
unni“ á höfuðið og er til í slaginn.“
Þegar Helga og Ásbjörn kynntust,
vora makar beggja látnir. Helga
Það er alltaf tími fyrir smáspjall í Litlu kaffistofunni. Þór ekur fiskbeinum frá Þorlákshöfn í bæinn og
kemur yfirleitt við um 10-leytið til að fá sér kaffi. Það er einn af föstu punktunum í tilverunni.
Helga í eldhúsinu, hefur sett upp kórónuna og skellt á sig svuntunni:
Gestirnir vildu bara það sem þeir voru vanastir og þessar fínu rjómat-
ertur láku niður eins og gráttré.
hafði þá búið í rúm 25 ár erlendis,
tvígift og móðir fjögurra dætra. Seg-
ir það eins gott þar sem hún hefði
orðið ómöguleg tengdamóðir fyrir
hvaða tengdadóttur sem væri. Annað
vill hún ekki segja um það sem liðið
er. Ásbjörn er heldur ekki marg-
máll, segist hafa haft umsjón með
verslunum Náttúrulækningafélags
íslands áður en hann hóf störf sem
innkaupastjóri á Landakoti.
Þú hefur ekki reynt að bjóða upp
á heilsufæði hér,“ dettur upp úr-
mér.„Ætli það,“ svarar hann. „Það
þýðir nú víst lítið að bjóða fastagest-
unum upp á annað en nú er gert,
allra síst heilsufæði.“
Hrafnaþing
Staðsetning Litlu kaffistofunnar
er sérkennileg, „við erum hér á einsk-
ismannsalandi," segir Helga. Og þó
að vissulega sé stutt í bæinn, er
kaffistofan undarlega langt í burtu
þar sem hún stendur, eitt húsa við
beinan þjóðveginn og víðáttan allt í
■f
T