Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 14

Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 14
c 14 .softr «AU3«m .;vr íi'j?AauiiT/,!!'í ai'i/jír/jnpo.Y MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1992 Klippir þú nar? Heimsókn að VillinganesiíSkagafirði eftir Guórúnu Guðlaugsdóttur „ÉG VIL ekkert láta eftir mér hafa,“ segir konan þyrkingslega og snýr baki í mig. Hún færir sig á milli borða í eldhúsinu með því að styðja sig við þau. Útvarpið glymur í kapp við hátt suð frá rafmagns- ofni sem stendur á gólfinu. Ég er stödd í Villinganesi í Skagafirði, komin inn í hjarta gamla íbúðarhússins þar, sit á dívani við eldhúsborð- ið og hef orðað það við húsmóðurina, Guðrúnu Eiríksdóttur, að fá að spjalla við hana. „Þú mátt samt fá kaffi ef þú vilt,“ heldur Guðrún áfram og gefur mér hornauga. Hún er orðin aldurhnigin og grátt hárið ber hún slegið niður á bak. Ég segist fyrst þurfa að fara aðeins út, stend upp og fer beina leið út að fjósinu þar sem ég sé til manna- ferða. „Gakktu inn væna mína,“ segir fullorðinn maður við mig. Aðal- steinn Eiriksson, bóndinn í Villinganesi, stendur í einum básnum og klappar á bóginn á þriflegri kú. Aðeins tvær kýr eru í fjósinu en margir auðir básar. „Guðrún systir mín lærbrotnaði í fyrra, þá farg- aði ég nokkrum kúm, ég gat ekki staðið einn í þeim snúningum sem þeim fylgdu, nú hef ég bara þessar tvær til heimilisins," segir hann til skýringar þegar ég horfi á auðu básana. Ég spyr hvort ég megi eiga við hann stuttspjall. „Ég held nú það,“ svarar hann hressilega og vindur sér út úr básnum. „Ég þarf bara að járna þennan hest fyrst,“ segir hann og bendir á jarpan klár sem ungur maður heldur í á hlaðinu.„Maður verður að nota aðstoðina þegar hún gefst,“ segir Aðalsteinn og brosir til unga mannsins, Siguijóns Valgarðssonar. Eg fer aftur inn í eldhúsið og fæ kaffi I hvítan fant hjá Guðrúnu meðan ég bíð eftir að Aðalsteinn bróðir hennar komi inn. Járnað á hlaðinu. Guðrún Eiríksdóttir nýklippt. ^^iltu ekki brauð með kaffinu,“ M spyr Guðrún og M kemur með brún- M köku á diski. Ég ^MM mismuna einni sneið á diskinn ^M minn. Guðrún horfir rannsakandi á mig og segir svo formálalaust: „Klippir þú hár,“ „Jaa - ég hef stundum borið það við,“ svara ég hæversklega og narta í rúsínu í brúnkökusneiðinni.„Þá næ ég í skæri, ég á þau bæði smá og stór,“ segir Guðrún og gerist nú mildari á svip. Hún sækir skærin og leggur þau á borðið. „Ég set mig aldrei úr færi að fá gesti til að klippa mig,“ segir hún um leið og hún sest niður og vefur gráu handklæði um herðar sér. „Oftast klippir mig maður úr Reykjavík, en hann hefur ekki kom- ið hingað í sumar." “Ef ég á að klippa þig verðurðu að bleyta á þér hárið,“ segi ég. „Nei það geri ég ekki, þú verður að klippa það þurrt,“ svarar hún ákveðin. „Ég skipti alltaf í vinstri vanga, og trúirðu því, ég hef aldrei fengið permanett," segir hún enn- fremur. Ég greiði þegjandi úr stríðu, gráu hári hennar, næli yfirhárin upp og byrja að klippa undirhárin. „Eg vil láta klippa það þvert við eyrun," segir Guðrún. Allt gengur vel í fyrstu, en þegar ég er hálfnuð með að klippa þykkt hárið skreppa skær- in til í höndunum á mér og skráma eyrað á „viðskiptavininum". „Æ, þar fór í verra,“ segir Guðrún og þurrkar blóðdropa af eyrnasneplin- um á sér í gráa handklæðið. „Ég vona að þú erfir þetta ekki við mig,“ segi ég vandræðaleg. „Hreint ekki, svarar hún um hæl og brosir nú í fyrsta skipti til mín. „Ef þér tekst klippingin vel skal ég spjalla við þig á eftir,“ segir hún svo. Það fór svo að Guðrúnu líkaði klippingin, hún leyfði mér meira að segja að smella af sér mynd þar sem hún sat nýklippt við eldhúsborðið. í sama mund mætti Aðalsteinn til leiks, hafði lokið við að járna hest- inn og settist með kaffiglasið sitt við hliðina á mér á dívaninn. „Ég drakk alltaf kaffí úr pörum áður fyrr,“ segir hann og handleikur glasið. „Þá sá ég oft í bollanum mínum áður en fólk kom. En svo kom kúfullinn einn morguninn niður úr loftinu ofan í bollann og mölvaði hann. Síðan hef ég drukkið úr glasi og engar gestakomur séð, annars hefði ég kannski tekið á móti ykkur á hlaðinu," segir hann og hlær við.“ Það er að marka bollalestur „Það er áreiðanlegt að það er að marka bollalestur," segir Guðrún. „Það hefur einu sinni verið lesið í bolla fyrir mig og það er ábyggilegt að það kom talsvert fram af því. Það gerði kona Siglufirði þegar ég var gestkomandi þar.“ Það fylgdi ekki sögunni hveiju spákona spáði, en hitt hefur tíminn leitt í ljós að Guðrún hefur alla ævi sína búið f Villinganesi og aldrei gifst. „Það eru forlög eins og ann- að,“ segir Aðalsteinn og brosir.„Ég giftist ekki heldur og fór þó alltaf á Sæluvikuna og var þar í þijá daga ár hvert. En þar og á Ungmenna- félagsböllunum gerðist aldrei neitt sem dugði til frambúðar." „Það hefur enginn tími verið í neitt þess konar,“ segir Guðrún dá- lítið snúðug. Árið 1946 tók hún ásamt Aðalsteini bróður sínum við búi foreldra þeirra, Eiríks Guðnason- ar og þriðju konu hans Petrínu Ein- arsdóttur, að þeim hjónum báðum látnum. „Við unnum búinu fram að því,“ segir Aðalsteinn. „Ég á þijá afmæl- isdaga," bætir hann við og gýtur auga til mín brosleitur. Eg spyr hvemig það megi vera. „Jú, sérðu til, mamma sagði mig fæddan 27. ágúst, í kirkjubókunum er fæðing- ardagur minn skráður 13. september og í Skagfírskum fræðum var svo bætt um betur og ég talinn fæddur 3. september. Ég hef þó alltaf hald- ið mig við 27. ágúst, ég hef sannan- ir fyrir því að það sé rétt, bæði sagði mamma heitin það alltaf og svo kom hér kona fyrir tíu árum sem var hér þegar .ég fæddist og staðfesti það sem mamma sagði. Ég var svo lán- samur að losna við frostaveturinn mikla árið 1918, því ég fæddist ekki fyrr en ári seinna. Guðrún systir þurfti að þrauka kuldann því hún er fædd 2. október 1915. Við vorum bæði fædd í gamla torfbænum.“ „Var ekki kalt í torfbænum á veturna,“ spyr ég. „Nei, það var óskaplega hlýtt og notalegt að búa í torfbæ," svarar Guðrún. „Baðstof- an var afar björt og skemmtileg, timburgólf og veggir þiljaðir. Göngin voru þó nokkuð löng.“ „Ekki þó svipað því eins löng og í Glaumbæ," segir Aðalsteinn og glottir. „Þar kemur maður upp í Sæmundarhlíðinni sagði Jónas Kristjánsson læknir þegar hann fór inn í göngin í Glaumbæ." Núverandi íbúðarhús í Villinga- nesi var byggt árið 1929. „Það voru flutt heim hér 95 tré í húsið. Það er timburgrind og steyptur kjallari. Það þurfti þéttings við í þetta,“ seg- ir Aðalsteinn. „Þegar smiðurinn var að vinna við þetta tautaði hann allt- af fyrir munni sér:„Það held ég að þetta verði handónýtt helvíti", svo þegar hann var búinn þá kom hann í dymar og sagði: „Það held ég að þetta sé langsterkasta grind sem nokkum tíma hefur verið reist hér fram frá. Enda stendur þetta hús vel, því ekki er það snarað. Það stendur á gmnni gamla hússins." Slæðingur dýra og manna Á þeim gmnni stóð líka torfbær sem varð vettvangur harmsögu á síðustu öld. Þá bjó í Villinganesi hreppstjóri nokkur. Fyrir hjónaband hafði hann eignast fatlaða dóttur sem hann tók seinna til sín upp- komna. EKki tókst þó betur til en svo að hún var talinn hafa horfallið hjá honum og konu hans. Af þessu spunnust málaferli sem leiddu til þess að hin látna stúlka var kmfín og garnir hennar skolaðar uppúr bæjarlæknum. Um þessa atburði hefur Hannes Pétursson skáld skrif- að. „Hafíð þið nokkurn tíma orðið vör við slæðing eftir þessa fötluðu stúlku,“ spyr ég þau Aðalstein og Guðrúnu. Þau taka lítt undir tal mitt um þessa hluti, taka kannski upp þykkjuna fyrir Villinganes, sem óforvarindis varð vettvangur alls þessa ömurleika. „Við heyrðum aldrei talað um þetta og höfum aldrei orðið vör við nokkurn skapaðan hlut, uss nei,“ svarar Guðrún. „Ég hef heldur aldr- ei verið myrkfælin, þó það hafí bor- ið við að ég hafi séð það sem ég hef ekki getað gert mér grein fyrir. Einu sinni sá ég t.d. framliðna kú. Ég hafði ekki hugmynd um að hún væri dauð þegar ég sá hana.“ „Það var svoleiðis að það leit út fyrir að tvær kýr yrðu ýxna,“ segir Aðalsteinn. „Ég fór með þær undir naut, og strákur með mér, fram í Tunguháls. í réttinni þar stekkur önnur kýrin upp á hina og dettur svo niður steindauð. Ég skar kúna strax og kjötið af henni var lagt inn í kaupfélagið." „Um kvöldið lít ég út um gluggann og sé þá hvar strákurinn kemur sunnan brekkumar og leiðir aðra kúna, þá skjöldóttu, hin var dumbótt," segir Guðrún. „Ég sé að sú dumbótta kemur á hraðferð á undan stráknum og dregur tauminn Aðalsteinn Eiríksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.