Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 15

Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1992 C 15 á múlnum. Hún sýndist alveg eins og hún hafði verið og var þó sannan- lega dauð og skorin þegar þetta var. I annað sinni sá ég sex dauð lömb á beit hér út við túngirðingu. Alli fór þá út á Krók og ég átti að láta inn lömbin og gerði það. Þegar ég hafði lokið því sá ég lömbin sex. A þeirri sýn fannst engin skýring nema sú að þama hefðu verið á ferð- inni lömb sem um haustið höfðu drepist þar í skurði rétt hjá. Það er ekki þægilegt að skýra þetta.“ Það krimtir í Guðrúnu að lokinni frásögn- inni. „Hefur þú aldrei séð framliðið fólk,“ spyr ég. „Það hefur komið fyrir að ég hef séð framliðna menn á gangi sem ég hef þekkt og oft hef ég séð svipi á undan fólki,“ svarar Guðrún. „En við höfum aldrei verið hræðslugjörn hér. Við fengum fijálst uppeldi, maður réði sér sjálfur, það tíðkaðist ekki að vera með neina refsigleði hér á bæ.“ „Ég álít að ef krökkum er refsað þá hætti þeim fremur til að fara á bak við fólkið sitt, það gera þau til að forðast vandræði," leggur Aðalsteinn til málanna. Þú ert að hressa sig á þessu Guðrún býður mér sígarettu. „Er það synd að ég fái sér eina,“ segir hún sposk þegar ég neita. „Hefur þú reykt lengi,“ spyr ég meðan hún veiðir sígarettu uppúr pakkanum og kveikir í. „Ég komst uppá að reykja þegar ég var um fermingu,“ svarar hún og fær sér einn góðan „smók“. „Ekki var pabbi meira á móti því en það að hann gaf henni fyrsta síg- arettukassann," segir Aðalsteinn og brosir. „Þegar hann kom inn og sá mig reykja sagði hann: „Þú ert að hressa þig á þessu.“ Ævinlega þegar honum var gefin sígaretta þá gaf hann mér hana,“ segir Guðrún. „Hann tók jafnan upp í sig, og í nefíð á seinni árum,“ segir Aðal- steinn. „Hann átti líka alltaf vindla. Hann geymdi þá í skáp í blámálaðri stofu suður af bæjardyrunum. Þar geymdi hann líka smá vínlögg sem hann gaf kunningjum sínum. Þetta var aldrei nein drykkja, bara hress- ing,“ segir Aðalsteinn. „Hins vegar var mikið drukkið af kaffi hérna. Gestagangur hefur alltaf verið mik- ill. Það eru miklu fleiri dagarnir sem einhver kemur en hinir. Oft koma þetta sex og átta á dag. Flest hefur komið 23 á dag, sem ég man eftir. Þetta var ferðafólk sem kom víðs- vegar að. Hafa aldrei komið til útlanda Guðnin og Aðalsteinn hafa ekki gert það sérstaklega víðreist um dagana. „Þegar ég var tvítugur fékk ég snert af magasári og ristilbólgu og var sendur til lækninga til Reykjavíkur. Ég gisti hjá Elínborgu Lárusdóttur skáldkonu, sem var alin upp hjá pabba. Manni brá ekki nokkurn skapaðan hlut þegar maður kom suður,“ segir Aðalsteinn þegar ég spyr hvenær hann hafi fyrst kom- ið í höfuðstaðinn. „Árið 1947 fórum við svo í bændaför austur í Fljóts- hverfi. Það var fyrsta langa ferð- alagið sem við fórum í. Við höfum aldrei komið til útlanda og aldrei langað það. Mér finnst alveg dæma- laust af fólki að vera að fara til útlanda áður en það sér sitt eigið land.“ „Ég var um tíma á Akureyri," segir Guðrún. „Hún var við sauma- nám,“ segir Aðalsteinn og glottir. „Ég var hjá mágkonu hennar mömmu. Ég hjálpaði til á heimilinu og lærði svolítið að sauma í leið- inni,“ segir Guðrún. „Mamma var lærð saumakona, hún saumaði allt og það kom sér vel.“ Aðalsteinn heldur áfram: „Svo hafði hún pijóna- vél og pijónaði öll óhemju fyrir fólk.“ Gaf mér merfolald Skagfirskir hesta þykja stólpa- gripir, ég spyr um hrossaeign þeirra systkina. „Ég veit það eitt að pabbi gaf mér brúnt merfolald í tanngjöf og öll mín hross eru komin út af því eina folaldi," segir Guðrún. „Pabbi var mikill hestamaður og góður að temja. Ég hafði gaman af að koma á hestbak hér áður og var snemma dugleg á hesti.“ „Ég sel hross,“'segir Aðalsteínn. „Við höfum selt öll folöld til 'lífs undanfarið. Þeir þykja svo gæfir, ganggóðir og stilltir hestarnir héðan. Það er kannski ekki hægt að segja að ég sé hestamaður, en ég tamdi hestana mína sjálfur.“ Ég spyr hvort hann hafi látið hestana duga. „Nei, ég eignaðist rússajeppa, ekki þó þann fyrsta í sveitinni. Ég tók bíl- próf snemma og var þá búinn að keyra í mörg ár,“ svarar Aðalsteinn. „Sá sem kenndi mér var kallaður Leifi, líf og fjör. Hann gaf mér kon- íaksflösku þegar hann útskrifaði mig. Við fengum veg heim að húsinu frekar snemma, en heimreiðin var mjög brött. Um 1980 stóð til að leggja hingað betri veg. En íjárveit- ingin lét á sér standa. Þá bauðst Guðrún systir mín til þess að lána Vegagerðinni eina milljón til þess að ljúka vegarlagningunni hingað, og jiað flýtti mikið fyrir." Ég spyr hvernig þeim systkinum lítist á horfurnar í búskapnum. „Ég hef sæmilegan kvóta núna,“ segir Aðalsteinn. „En þeir fóru djöf- ullega með mig, ég var lasinn á viðmiðunarárunum. Þeir töldu mér trú um að það hefði engin áhrif þó ég fækkaði fénu, svo ég gerði það. En það var nú heldur annað þegar upp var staðið. Ég tapaði miklu. Svo höfðum við skipti í fyrra á mjólkurk- vótanum og kindum og nú hef ég yfirdrifinn kvóta. Ég fargaði eins og fyrr sagði fimm kúm í fyrra." „Ég handmjólkaði um tíu kýr þeg- ar mest var,“ segir Guðrún. „Þangað til ég meiddi mig. Ég hef aldrei fund- ið til í höndum eða handleggjum. Ég hef heldur aldrei verið handa- vinnukona. Það er drepandi helvíti að fást við handavinnu. En hvað horfurnar í búskagnum snertir þá Ust mér vel á þær. Ég vorkenni eng- um að búa núna, það er áreiðanlega góðæri fyrir þá sem kunna að búa. Eg segi stundum að þeir sem fárast mikið yfir hlutunum núna hefðu átt að búa á kreppuárunum." Og með þeim orðum Guðrúnar lýk ég að segja frá heimsókn minni í Villinga- nes í Skagafírði. Aðalsteinn segir snjólétt í Villinganesi. Opinn fundur á Hótel Sögu: Stefnir í frjálshyggju- ráðstjórn á íslandi? Undanfariö hefur Framsóknarflokkur- inn efnt til opinna stjórnmálafunda í kjördæmum landsins. Þriöjudaginn 18. febrúar n.k. verður haldinn fundur í Reykjavík á Hótel Sögu (Súlnasal) kl. 20.30. Fundarefni: Stefnir í frjálshyggjuráðstjórn á íslandi? Steingrímur Hermannsson Frummælendur: Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Finnur Ingólfsson alþingismaður. Fundarstjóri verður Valdimar K. Jónsson prófessor. Fundurinn er öllum opinn. Framsóknarflokkurinn Finnur Ingólfsson 1 91 7-1 992 75 VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS AÐALFUNDUR VERSLUJNIARRAÐSISLANDS FYRIRARIN 1990 & 1991 Verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar 1992 kl. 11.00 - 16.30, í Átthagasalnum, Hótel Sögu SEREFNIUTAN AÐALFUNDARSTARFA Erindi í hádegi: "Afstaða Bandaríkjanna til GATT". Anne S. Brunsdale, formaður U.S. International Trade Commission. Kynning: "Framleiðni í íslenskum viðskiptum". Gögn frá starfi áttg nefnda Verslunarráðsins lögð fram. Kynningu annast Arni Þór Arnason, Edda Helgason, Jónas Reynisson, Pétur Blöndal, Ragnar Birgisson, Sigrún Traustadóttir, Símon A. Gunnarsson og Thomas Möller. FUNDARDAGSKRÁ 10.30 Mæting í Súlnasal. 11.00 Fundarsetning, kosning fundarstjóra. Slcýrsla stjórnar, reikningar lagðir fram. 12.00 Hádegisverður. Afhending styrkja úr Námssjóði VI. Erindi Anne S. Brunsdale, fyrirspurnir og svör. 13.30 "Framleiðni í íslenskum viðskiptum ". Gögn lögð fram og kynnt, fyrirspurnir, svör og umræður. 15.15 Kaffihlé. 15.30 Framhald aðalfundar. Kosning formanns, úrslit stjórnarkjörs, aðrar kosningar, fjárhagsáætlun, önnur mál. 16.30 Fundarslit. 17.00 Móttaka á 14. hæð í Húsi verslunarinnar. \/ið komu á fundinn greiðast 2.500 krónur fyrir hádegisverð og gögn utan aðalfundargagna. Mjög mikilvægt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunar- ráðsins, 676666 (svarað kl. 08 - 16). M Verslunarráðsins fyrir kl. 17 þann 19.02. 92. innterá stjórnarkosninguna. Atkvæði þurfa að berast skrifstofu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.