Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 17

Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1992 C 17 V íðistaðakirkja: 80 ára afmælistónleik- ar Karlakórsins Þrasta Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði, elsti starfandi karlakór lands- ins, heldur upp á 80 ára afmæli sitt á miðvikudag, 19. febrúar. Þá verða haldnir afmælistónleikar í Víðistaðakirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Forgöngumaður að stofnun kórsins var Friðrik Bjarnason, kennari og tónskáld. Hann fluttist til Hafnarfjarðar og stofnaði þegar kór þar árið 1909 og annan árið 1910. Áður höfðu Hafnfirðingar gert tilraunir til að halda úti kór- um, en þeir urðu ekki langlífir. Hinn 19. febrúar árið 1912 gerði Friðrik þriðju tilraunina til að stofna karlakór og valdi honum nafnið Þrestir. Stofnendur voru tíu söngmenn, en einn hafði bæst við þegar kórinn hélt sína fyrstu tón- leika á skírdag, 4. apríl, áriðl912. Friðrik var söngstjóri kórsins næstu 12 ár. Margir söngstjórar hafa stjórn- að Karlakómum Þröstum á þeim áttatíu árum sem liðin em frá stofnun hans. Þar má nefna, auk Friðriks, þá Jón ísleifsson, Garðar Þorsteinsson, Pál Kr. Pálsson, Herbert H. Ágústsson, John Speight, Kjartan Siguijónsson og Eirík Árna Sigtryggsson, sem tók við söngstjórn sl. haust. Hann var áður söngstjóri árin 1971-1977. Karlakórinn Þrestir hefur á þessum 80 árum oft komið fram opinberlega, sungið í útvarpi, sjón- varpi, haldið tónleika innanlands og utan og gefið út hljómplötur. Fyrsta utanlandsför Þrasta var árið 1973, til Færeyja, en síðan hefur kórinn farið til Skotlands, Lúxemborgar, Þýskalands og ítal- íu. í sumar fer kórinn til Danmerk- ur og Noregs. Síðustu árin hefur Karlakórinn Þrestir eignast 200 fermetra fé- lagsheimili á 2. hæð að Flata- hrauni 2 í Hafnarfirði. Kórinn keypti húsnæðið fokhelt og var innrétting og frágangur unninn í sjálfboðavinnu af kórfélögum, sem lögðu einnig margir fram fé í bygginguna. Þá nutu Þrestir fullt- ingis fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja, að ógleymdum bæjar- yfirvöldum í Hafnarfirði. Starfandi söngmenn eru nú 50, en auk þess er starfandi kór eldri Kraftaverkanæringin sem er ekki skoluð úr V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Þrasta, sem í eru 28 söngmenn. Eldri Þrestir taka þátt í tónleikun- um í Víðistaðakirkju á miðviku- dagskvöld og verða þá á milli 75 og 80 söngmenn. Undirleikari er Bjarni Jónatansson og einsöngvari Sigurður Skagfjörð Steingríms- son. Formaður Karlakórsins Þrasta er Helgi S. Þórðarson. Allir styrktarfélagar og velunn- arar Karlakórsins Þrasta eru vel- komnir á afmælistónleikana með- an húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis. Karlakórinn Þrestir. Fremstir á myndinni eru, talið frá vinstri, Bjarni Jónatansson, undirleikari, Eirík- ur Árni Sigtryggsson, söngstjóri og Sigurður S. Steingrímsson, einsöngvari. BÆKLINCURINN 1992 KOMINN V Opið sunnudag 16. feb. frá kl. 14-17 VERTU FARÞECI 0KKAR FARÞECUM ERU ENCIN TAKMÖRK SETT AFANCASTAÐIIM BOPI: Öll lönd Evrópu Bandaríkin Kanada Alaska Ástralía Nýja Sjáland Indland Nepal Tíbet Pakistan Karíbahafi 19 eyjar Suður-Ameríka og Mið-Ameríka 8 lönd Mið-Austurlönd 4 lönd Afríka 9 lönd Indlandshaf 6 eyjar Austurlönd fjær 72 lönd Kyrrahaf 4 eyjar Rússland RUTUFEROIRI BOf>l: Bandaríkin Portugal Ítalía og Sikiley Grikkland Tyrkland Frakkland Spánn Skandinavía Þýskaland og Alpalönd Austur-Evrópa Rússland Evrópuferð SICLINCARI BOPI: Karíbahafið Egyptaland Miðjarðarhaf Gríska Eyjahafið Hawaii Gambía Maldives Beint flug 23. apríl. Heimflug um London. íslenskur fararstjóri. Flug og bíll, lúxus húsbílar, sólarlandaferðir, borgarferðir, sérfargjöld um allan heim, sumarbúðir fyrir börn og unglinga í Englandi. Málaskólar um allan heim. Sérsniðnar ferðirað óskum hvers og eins. Ttavel Hamraborg 1 -3 200 Kópavogur, sími 641522

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.