Morgunblaðið - 16.02.1992, Qupperneq 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992
Endurnýjun og
gamlar lummur
PLÖTUÚTGÁFA var með mesta móti á síðasta ári, en
þrátt fyrir það virðast útgáfufyrirtæki vel við una. Út-
gáfa ársins er að taka á sig mynd og ljóst að nokkrar
sveitir og listamenn sem ekki hafa áður sent frá sér
plötur geri það nú.
Spilverkið Endurunnið á geisladiskum.
Súdanskt popp
Meðal þeirra sem plötur
munu eiga á árinu eru
Orgill, Magnús og Jóhann,
Richard Scobie, sem sendir
frá sér sína fyrstu sólóplötu,
Gildran, Gammamir, Bubbi
Morthens, Síðan skein sól,
Blúskompaníið, Silfurtónar,
Júpíters, ný sveit Páls
söngvara Nirvana (nei, ekki
þeirrar Nirvana) og Gunna
Bjarna úr Bootlegs, Trega-
sveitin, Vinir Dóra, Kuran
Swing, Ham, Ajax, Pinetop
Perkins og Vinir Dóra,
Túrbó, Sororicide, Gunnar
Þórðarson, Egill Ólafsson og
Nýdönsk Einnig eru vænt-
anlegar breiðskífur með
tónlistinni úr Sódómu,
Minningartónleikar um Karl
Sighvatsson, þungarokk-
safnplata og einhverjar
sumarsafnplötur. Ekki hef-
ur verið nefnd endurútgáfa
sem verður umsvifameiri en
nokkru sinni á árinu og bú-
ast má við geisladiskum með
Utangarðsmönnum, Björg-
vin Halldórssyni, Stuðmönn-
um, Spilverki þjóðanna, Vil-
hjálmi Vilhjálmssyni, Þursa-
flokknum, Magnúsi og Jó-
hanni, Jóhanni G. Jóhann-
syni, Þey, Purrki Pillnikk,
Brunaliðinu, Brimkló, Glám
og Skrámi o.fl., en meira
um það síðar.
LISTAHÁTÍÐ er á næstu
grösum, en ekki hefur
mikið lekið út um dagskrá
hátíðarinnar. Þó virðist
ljóst að hingað komi súd-
anski tónlist-
armaðurinn
Abdel Gadir
Salim, sem
leika mun
með sex
manna sveit
sinni.
A
Asíðustu
Listahátíð
heppnuðust
gríðarvel tón-
leikar Malí-
mannsins Sal-
ifs Keitas, sem
ræður vísast einhveiju um
að Salim er kallaður til leiks
að þessu sinni. Salim hefur
vakið mikla athygli fyrir
seiðandi súdanska popptón-
list sína, sem byggir á árab-
ískum og afrískum grunni,
og þykri svipa
um margt til
tónlistar ann-
ars súdansks
meistara, Abd-
els Aziz el
Mubaraks, en
Salim er frá-
bær söngvari
og afbragðs
oudleikari.
Abdel Gadir
Salim hefur
gefið út 'þq'ár
breiðskífur,
sem erfiðlega
hefur gengið að koma til
landsins.
Súdanskt popp Abdel
Gadir Salim
UÞEGAR menn eru á ann-
að borð orðnir frægir er allt-
af auðvelt að bæta við og
fyrir stuttu kom út fyrsta
teiknimyndasagan hvar
Prince er aðalsöguhetjan.
Það er DC Comics sem
gefur út, sama fyrirtæki og
gefur m.a. út Ofurmennið.
Fyrsta upplag bókarinnar
seldist snemma upp og önn-
ur prentun er væntanleg.
UÞAÐ er erfitt að setjast
í helgan stein þegar menn
eru á annað borð komnir á
bragðið af kampavíni og
kavíar. Rokksveitin Emer-
son, Lake and Palmer,
sem gerði garðinn frægan
með íburðarmiklu mont-
rokki á áttundá áratugnum,
hefur ákveðið að taka upp
þráðinn að nýju, en sveitin
hefur ekki komið saman síð-
an 1979. Breiðskífa er
væntanlega í sumar og í
kjölfarið má búast við tón-
leikafor um heim allan,
nema hvað.
Ný lína Túrbó frá Borgamesi, Hveragerði og Selfossi.
TÚRBÓ
TÚRBÓ heitir rokksveit úr Borgarnesi, sem starfað hef-
ur langa hríð, en stutt er siðan sveitin fór að hugsa til
útgáfu. Rétt fyrir jól kom út snælda með sveitinni og
meira er í aðsigi.
Ad eilífu, Silfurtónar
ÞÓ SILFURTÓNAR segist
Mannabreytingar hafa
orðið nokkrar í Túrbó,
en í sveitinni eru nú Einar
Þór Jóhannsson gítarleikari,
Sigurþór Kristjánsson
trommuleikari, Símon Ólafs-
son bassaleikari, Grétar Ein-
arsson hljómborðsleikari og
Ólafur Ólason söngvari.
Ólafur varð fyrir svörum
um sveitina og snælduna.’en
hann segir að á henni séu lög
sen sveitarmenn hafi endi-
lega viljað koma frá sér.
Hann segir ekki mikið mál
að gefa út snældu og lítið
meira að gefa út geisladisk,
sem þeir sveitarmenn hafi
einsett sér að gera, ef enginn
útgefandi finnist. „Við erum
með svo mikið að efni sem
við þurfum að koma út; það
er fullt að gerast í sveitinni
og við erum sífellt að semja.“
Ólafur sagði að snældan
væri einskonar kynning á
Túrbó, en tónlist hennar
hefði tekið nokkrum breyt-
ingum síðan hún var tekin
upp, „við höfum þróast í átt
að þungu rokki með fönk-
áhrifum. Það má segja að
þetta sé ný lína í rokki hér
á landi, og allir textar á ís-
lensku."
vera eista starfandi dæg-
ursveit landsins, hefur
ekki borið mjög á sveit-
inni. Það á vísast eftir að
breytast og fyrir stuttu
hélt sveitin tónleika í
Tveimur vinum.
Silfurtónum var fagnað vel
þegar hún gekk á svið;
sveitarmenn allir glerfínir og
vel til hafðir.
Að hlusta á Silfurtóna er
eins og að fara í rússibana
í gegnum popp/rokksöguna,
því sveitin hefur á takteinum
ólíklegustu stílbrigði og leit-
ar víða fanga. Sama var
hvort sveitarmenn brugðu
fyrir sig frumsömdum lögum
eða klassískum slögurum;
allt framreitt var með kímni
og léttleika. Spilamennska
var þó ekki hnökralaus og
víst á sveitin eftir að ná full-
um tökum á viðfangi sínu.
I Tveimur vinum voru
staddir útsendara hljóm-
plötufyrirtækja, sem gerðu
góðan róm að leik hljómsveit-
arinnar og herma síðustu
fregnir að Silfurtónar hafi
þegar hafið upptökur á breið-
skífu sem gefin yrði út með
vorinu.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Tippexbros Silfurtónar lifa sig inn í Shaft í Afríku.