Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 20

Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 20
20 c Q2___ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.- FBBRÚAR 1992 AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAH PRETTAÐIALLA Á ÖLLUM tímum hafa verið uppi menn, sem hyggjast stytta sér leið til auðs og áhrifa méð sviksamlegum hætti með því að misnota meðfædda og áunna hæfileika sína. Sumir hafa orðið slíkir meistarar í því að pretta og svíkja fólk, að áður voru þeir nefndir „lærisveinar kölska“. Tunguliprir menn hafa ávallt átt auðvelt með að blekkja auðtrúa fólk og gabba það til samstarfs, sem á að verða beggja hagur. Menn, sem eru vel máli farnir, hafa aldrei átt í erfiðleikum með að finna einhvern, sem vill kaupa svikna vöru og ímyndar sér fyrst í stað, að hann hafi fyrir happ eignast hnoss. Price (til vinstri) læzt heita Wilmot og gabbar Spilsbury lyfsala. Peningar eru ígildi verð- mæta. Menn verða að geta treyst þeim, til þess að öll samskipti í þjóðfé- laginu geti gengið greiðlega. Þess vegna hefur fölsun á peningum jafnan verið talin til hinna verstu glæpa, síðan þeir voru fundnir upp. Þverri traustið, hrynur ríkið. Þegar í fornöld reyndu menn að falsa peninga, og var það fært í annála. Viðurlög voru hin ströng- ustu, eða langvarandi misþyrm- ingar og síðan aftaka. Á síðari öldum hafa menn borið við að reyna að falsa peningaseðla. Þótt alltaf hafi komizt upp um svikar- ana að lokum, verða samt alltaf einhveijir til þess að reyna nýjar og „öruggar“ aðferðir við fölsun og dreifíngu. Það segir kannske sína raunasögu um mannlegt eðli, að sífellt koma fram nýir seðlafals- arar, þótt þeir viti, að forverar þeirra hafí allir verið afhjúpaði. í stað þess að búa í einkavillum í Suður-Evropu, Flórída og Kali- forníu, eins og draumurinn virðist hafa verið hjá furðu mörgum föls- urum, hanga þeir nú allir í fangels- um hingað og þangað í heiminum. Hér segir frá frægum svika- hrappi í Englandi, sem hafði margt til brunns að bera, en kaus að misnota hæfíleika sína og urðu lyktir hans ömurlegar. Enski svikahrappurinn og pen- ingafaisarinn Charles Price(1730-1786) var sonur fom- sala, sem hafði verzlun sína við Monmouth Street í Lundúnum. Tvítugur að aldri missti Charles foður sinn. Sagt var, að hann hefði dáið úr sorg vegna þjófnaðarónátt- úm sonarins. Drengurinn var snemma staðinn að hnupli og bætti sig ekki, þótt faðirinn vand- aði um við hann. Eitt sinn stal hann verðmætum gullvefnaði og seldi þegar strætasala, sem hann hitti á götunni. Strætasalinn seldi fomsala vefnaðinn samdægurs, en sá var þá einmitt faðir Charles, og í búðinni hjá honum fann eig- andinn þýfið. Stuldurinn var svo rakinn til sonarins, Faðirinn vildi, að Charles yrði verzlunarþjónn, svo að hann gæti unnið fyrir sér með heiðarlegum hætti. Hann kom. honum að sem lærlingi í sokka- og pijónavörubúð í St. James’ Street. Sokkagerð og pijónaiðn- aður var rekinn í tengslum við búðina í bakherbergjum, og þar átti Charles líka að læra iðnina. Eigandinn var gamall vinur föður hans. Charles var flugmælskur og sannfærandi, þegar hann var að gabba fólk, og ekki leið á löngu, unz hann hafði svikið tíu sterlings- pund út úr eigandanum. Þegar svikin komust upp, stökk hann heim til sín, stal nýjum og vönduð- um sparifötum föður síns og stakk af til Hollands í þeim. í Hollandi var hann ekki lengi „að kjafta sig inn á“ auðugan kaupmann, sem gerði hann að einkaritara sínum og ráðgjafa. Hann launaði honum traustið með því að fífla dóttur hans og stela vænni fjárhæð frá honum. Charles slapp aftur til Englands, án þess að kaupmanninum tækist að hafa hendur í hári hans. Næstu árin sveik Charles fé út úr fjölda manns með marg- víslegum hætti. Um tíma hvarf hann, en svo skaut honum upp í Gosport. Þar fékk hann vinnu i ölgerð. Fljótlega tókst honum að vinna sig í álit hjá eigandanum, enda sýndi hann mikla hæfileika við að bæta framleiðsluna, draga úr útgjöldum og auka söluna. Eig- andinn varð stórhrifinn og var kominn á fremsta hlunn með að gefa honum dóttur sína. Þá þurfti strætasalinn, sem fyrr er getið, endilega að rekast þarna inn. Hann þekkti Charles Price og vár- aði eigandann við honum. Price varð nú að fara þaðan, en hann lét það ekki á sig fá. Næst komst hann í kynni við Samuel Foote, sem var afar vinsæll gamanleikari Samtímamynd af Charles Price. um þessar mundir. Honum hafði græðzt talsvert fé og hugðist Price nú ginna það út úr honum. Hann sannfærði Foote um það að hann yrði að ávaxta fé sitt með arðbær- um hætti og fór svo að þeir ákváðu að stofna til ölsuðu saman. Price kvaðst þurfa 500 sterlingspund fyrirfram, til þess að setja brugg- húsið á stokkana. Foote innti féð af hendi, en Price eyddi því öllu, áður en nokkur tunna var seld. Price hafði stundum tekizt að ginna sama mann oftar en einu sinni og nú reyndi hann aftur við Foote. Hann fór til hans og vildi nú stofna brauðgerð með honum. Foote tók honum kuldalega og sagði: „Eins og þú bruggaðir bjór- inn, þannig muntu og baka brauð- ið.“ Varð Price að fara við svo búið. Price hélt áfram að lokka menn til samstarfs við sig um ýmsa hluti. Venjulega hvarf hann, þegar hann Fjjársvikarinn Charles Price var tungulipur og átti auðvelt með að blekkja fólk Charles Price í dulargervi. hafði tælt út úr þeim eins mikið og hann treysti sér til, stundum aleiguna. Hann var snillingur í að dulbúa sig og kom fram í margs konar gervi um ævina. Einna ár- angursríkast reyndist honum að bregða sér í búning meþódista- predikara. . „Guðsmanninum” reyndist næsta auðvelt að pretta fólk og svíkja út úr því verulegar fjárupphæðir. Um tíma var hann hjónabandsmiðlari. Hann auglýsti að hann tæki að sér að útvega efnuðum mönnum „eiginkonur við hæfí ög af góðum ættum". Þá stofnsetti hann brugghús í Gray’s Inn Lane, en einkaeyðsla hans var alltaf svo mikil að þetta fyrirtæki eins og önnur fór yfír um. Ölsuðu- hús hans var lýst gjaldþrota 1776 og leit var hafin að honum. Honum tókst að komast í skip og til Hol- lands að nýju. Þar skipulagði hann smyglarahring með góðum ár- angri. Tollþjónar sáu ekki við nýrri aðferð hans svo að hann fékk 300 sterlingspund í sinn hlut. Af tilvilj- un féll grunur á hann. Hann náð- ist, var færður fyrir rétt og dæmd- ur í tveggja ára fangelsi. Hann sat inni allan tímann. egar hann var laus orðinn hélt hann heim til Englands og kallaðist nú Brant. Honum hug- kvæmdist nú ný aðferð við að falsa peningaseðla sem Englandsbanki gaf út. Fölsunin tókst vel, en ekki þorði hann að dreifa þeim sjálfur. Hann auglýsti eftir samstarfs- manni undir röngu yfírskini og réð slðan Samúel nokkurn í þjónustu sína. Hann sagði honum einhveija sögu, sem Samúel trúði, og fékk hann til að fara með fölsuðu seðlana og skipta þeim. Hinn sak- lausi Samúel hafði fært húsbónda sínum 1.400 steriingspund í lög- legum seðlum þegar hann var gripinn. Sannað þótti að Samúel hefði ekki vitað hvað hér var á seyði svo að hann slapp með eins árs fangelsi. Falsarinn fannst ekki, enda hafði Price jafnan leik- ið gamlan og hruman mann, þegar þeir Samúel hittust. Lögreglan í London var engu nær af lýsing- unni. Price hélt nú út í sveit þar sem hann duldist næstu fjögur árin. Hann hafði hægt um sig, enda með nóg fé handa á milli, en sló þó ekki hendinni á móti ýmislegu bralli, sem honum þótti auðvelt og Öi-uggt. Til Lundúna kom hann aftur árið 1782. Enn var hann með fals- aða seðla undir höndum. Hann þóttist heita Wilmot og komst í kynni við lyfsala einn, Spilsbury að nafni, sem átti lyfjabúð við Soho Square. Honum tókst að blekkja lyfsalann og láta hann skipta seðlum fyrir sig. Price var hins vegar óvarkár, þegar hann átti skipti við veðlánara og notaði hina heimagerðu seðla sína. Veð- mangarinn sá þegar að eitthvað var athugavert við seðlana. Hon- um tókst að kalla til lögreglu- þjóns, áður en „Wilmot” var kom- inn fyrir horn og í sameiningu handsömuðu þeir Price. Nú var alvara á ferðum. Pen- ingafölsun hefur lengstum jafngilt landráðum og þjóðhöfðingjadrápi í flestum löndum. Réttarhöldin hófust 14. janúar 1786. Englands- banki bar fram kæru og Iagði áherzlu á þyngstu refsingu. Mála- ferlin urðu flókin, en að lokum komust menn að þeirri niðurstöðu að Price hefði samtals stolið eða svikið út úr fólki á glæpaferli sín- um upphæð, sem ekki væri undir 100.000 sterlingspundum, en það var geypileg fjárhæð á þeim tíma. Galdurinn við makalausa vel- gengni þessa glæpamanns var tal- inn felast í því, hve hann væri snjall í að dulbúast og villa á sér heimildir, hve hann hefði lipran talanda við að snúa öllum mann- gerðum á sitt band og hve hann hefði verið einarður og ákveðinn í því frá barnæsku að nota óum- deilanlega hæfíleika sína til þess að auðgast með ólögmætum hætti. Fénu hafði hann eytt að miklu leyrti í kvenfólk sem jafnan hnapp- aðist um hann og hvers kyns munað, en sumt var þó falið í ör- uggum geymslum til elliáranna. Prentmótin fundust og urðu bankastjórar Englandsbanka fegnir þegar þau voru grafin upp úr hrossahaga nálægt Tottenham Court Road. Dómarinn, Sir Samp- son Wright, lét eyðileggja þau í votta viðurvist. Hann dæmdi Price síðan til dauða og skyldi hann hengdur verða. Næsta morgun var komið að Price dauðum og dingl- andi í klefa sínum í fangelsinu í Tothillfields Bridewell. Hann hafði orðið á undan böðlinum, hengt sig sjálfur og hafði þannig haft fé af honum því að böðullinn missti af þóknunni. Fangaverðimir voru látnir bera líkið út á völl og leggja það útglennt frá sér. Síðan var þeim skipað að staursetja Price, þ.e. reka stjaka í gegnum bring- una og í jörð niður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.