Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 21
 SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1992 r> c % Afmæliskveðja: ^ Jensína G. Ola- dóttír ljósmóðir Jensína Guðrún Óladóttir, ljós- móðir í Trékyllisvík í Árneshreppi, er 90 ára nk. þriðjudag, 18. þ.m. Hún er fædd í Ingólfsfirði, dóttir hinna mætu og mikilhæfu hjóna Óla Þorkelssonar og Jóhönnu Sum- arliðadóttur, sem alls staðar létu gott af sér leiða, enda dæmdu þau ekki fólk eftir því hvar í stjórnmála- flokki það var. Jensína lærði ung ljósmóður- fræði. Hún var ljósmóðir í Árnes- hreppi á Ströndum í fjöldamörg ár við góðan orðstír, enda var hún mikilhæf í sínu starfi. Hún tók á móti á þriðja hundrað barna. Það fórst henni farsællega úr hendi eins og allt annað. Hún missti aldrei barn, þrátt fyrir margar erfiðar fæðingar, sem hún var við og oft læknislaust í hreppnum. Alls staðar kom Jensína góðu til leiðar. Hún hafði mannbætandi áhrif á alla þá sem í kringum hana voru. Hún vildi öllum gott gera, alveg sama hvar í flokki fólk var. Eg álykta að pólitíkin sé undirrót alls ills í öllum heiminum. Þar kem- ur ekkert kristilegt fram. Kannski er hún mest og verst notuð á af- ■ KENNARAFUNDUR í Öldu- selsskóla í Reykjavík haldinn 5. febrúar 1992 samþykkti eftirfar- andi: Fundurinn mótmælir harðlega þeim niðurskurði á fjárveitingum til menntamála sem samþykktur var á Alþingi nýlega. Ef hugmynd- ir menntamálaráðherra um sparnað og svokallaða hagræðingu í grunn- skólunum koma til framkvæmda mun það án nokkurs vafa leiða til lakari þjónustu grunnskólans við nemendur og foreldra. Fundurinn lýsir yfir áhyggjum sínum ef endur- tekin skerðing á viðmiðunarstunda- skrá verður talin sjálfsögð í Menntamálaráðuneytinu. Rétt er að benda á að með fyrirhuguðum aðgerðum hefur viðmiðunarstunda- skráin verið skert síðan 1974 sem svarar einum skóladegi á viku. Fjölgun nemenda í bekkjardeildum mun að sjálfsögðu koma niður á kennslunni og minnka möguleika nemenda til að fá kennslu við sitt hæfi. Fundurinn varar við þeirri köldu hagfræði sem felst í þeim hugmyndum ráðherra, að taka upp flutning nemenda milli skólahverfa til að ná fram fyrrgreindum markm- iðum. Slík ráðstöfun mun draga úr trausti foreldra á grunnskólanum sem sjálfsagðri þjónustu og uppeld- isstofnun, og skapa rótileysi hjá nemendum á tímum þegar nauðsyn er á átaki hins opinbera tií að vinna að því gagnstæða. Væntanlegur niðurskurður er í hróplegri and- stöðu við þá þjóðarsátt sem verið hefur um að stefna beri að lengdum samfelldum skóladegi. Því væri nær að hlúa enn betur að grunnskólan- um og gera hann þannig hæfari til að verða við þeim kröfum sem gerð- ar eru til hans í nútíma þjóðfélagi." skekktum og harðbýlum stöðum þar sem ráða 2-3 menn, sem sækjast eftir að vera einráðir og koma góðu fólki úr störfum, en hygla sjálfum sér. Jensína treysti alltaf á Guð og bað hann að hjálpa sér í sínu ábyrgðarmikla starfi. Mörgum árum eftir að hún hætti í Ijósmóður- störfum, tók hún á móti barni, sem lá mikið á í þennan synduga heim. Þá var Jensína orðin áttræð. Hún var sótt í skyndi og allt gekk fljótt og vel fyrir sig. Konan sem var að ala barnið, var á leið til Hólmavíkur til þess að eiga það, en hafði staldr- að við hjá tengdaforeldrum sínum, skólastjórahjónunum í Trékyllisvík, Aðalheiði Albertsdóttur og Torfa Guðbrandssyni. Jensína ljósmóðir er alltaf montin þegar minnst er á það, að hún hafi tekið á móti síð- asta barninu á níræðisaldri. Jensína er gift Guðmundi Val- geirssyni bónda í Bæ í Trékyllisvík. Þau áttu sex börn, en þrjú elstu dóu kornung. Þarf ekki að lýsa því hvað það er mikil lífsreynsla. Þeir þrír synir Jensínu og Guðmundar, sem á lífi eru, eru þeir Pálmi, sem er kvæntur Lilju Þorleifsdóttur og Jón, kvæntur Hjördísis Vigfúsdótt- ur. Bæði þessi hjón búa í Reykja- vík. Þriðji sonurinn er Hjalti, sem kvæntur er Guðbjörgu Þorsteins- dóttur. Búa þau myndarbúi í Bæ og hugsa vel um Jensínu og Guð- Tllnrl Einnig tóku þau Jensína og Guð- mundur börn í fóstur, Elínu Sæ- mundsdóttur, sem gift er Siguijóni Níelssyni, Björn Guðmundsson á Kirkjubóli við Önundarfjörð, sem er að miklu leyti alinn upp hjá þeim hjónum og Fríðu, sem látin er, löngu fyrir aldur fram. Hún var mesti efnjsunglingur. Ég óska þér, Jensína, allra heilla á þessum miklu tímamótum og þakka þér fyrir ógleymanleg kynni. Það gleður mig mikið að hafa kynnst þér. Guðs blessun fylgi ykk- ur hjónunum og niðjum ykkar í nútíð og framtíð. Þess óskar Regína Thorarensen. Renault Clio Sýning um helgina Renault Clio 16 ventla 140 hestöfl I N T E R N A T I O N A L IBUÐIR Á SPÁNI íbúðir raðhús - einbýlishús af öllum stærðum ótrúlega hagstæðu verði. Erum við símann ó skrifstofunni ó Hótel Masa laugardaga og sunnudaga fró kl. 13-15 (ísl. tími). Leitið upplýsinga. Sími 9034-6-6701830. ÁBYRGIR AÐILAR í ÁRARAÐIR umboðið á íslandi, sími 91-44365 - fax 91-46375. -------X-------------------------- INTEfíNATIONAL Björn Víðisson á nuddstofunni í góðum höndum. ■ BJÖRIVVíðisson nuddfræðing- ur opnaði sunnudaginn 2. febrúar nuddstofuna í góðum höndum í Sundlaug Kópavogs. Stofan var formlega opnuð á 1 árs afmæli sundlaugarinnar þar sem bæjar- stjóri Kópavogs, Sigurður Geirdal vígði stofuna. Björn útskrifaðist úr Svæðameðferðarskóla Islands vet- urinn 1990. Hann býður upp á lík- amsnudd, púnktanudd með laser, fjölþætt rafmagnsnudd og svæða- meðferð. (FrctUitilkynning) i grillsteilcum Nautasteik..........kr.790.- m/bak. kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati Lambagrillsteik.....kr.790.- m/sama Svínagrillsteik.....kr.760.- m/sama jarlinn V E I T I N G A S T O F A ■ KRINGLUNNI - SPRENGISANDI ATH.: HÁDEGISTILBOD t SPREHGISHHDIALLA DAGt ——— í\ Við frumsýnum um helgina Renault Clio 16v. sem búinn er 140 hestafla vél, vökvastýri, ABS hemlum, 15" sportfelgum, brettaútvíkkunum og vindskeiðum að framan og aftan. Verö frá kr. 1,445,000.- Renault Clio Societe Einnig frumsýnum við nýjan Renault Clio Societe Þessi vandaði og glæsilegi bíll er nú kominn í sendibílaútgáfu. Þar munu allir hans kostir nýtast, ásamt því að hann er búinn stóru flutningsrými. Societe skilar hagkvæmari rekstri. Verð frá kr. 623,000.- (án vsk) Renault Clio RN Renault Clio RN stendur til boða 3ja og 5 dyra.Hann er búinn 60 hö. vél, 5 gíra beinskiptingu og smekklegri og vandaðri innréttingu. Aftursæti er tvískipt og niðurfellanlegt. Verö frá kr. 739,000.- Renault Clio RT Clio RT er 5 dyra, búinn 80 hö. vél og 5 gíra beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Luxusinnrétting, sportbólstruð sæti, vökvastýri, höfuðpúðar aftan, rafdrifnar rúður og fjarstýrð samlæsing. Verö frá kr. 870,000.- Renault Clio hefur fengið fleiri alþjóðlegar viðurkenningar en nokkur annar bíll í sama stærðarflokki: "Bíll ársins í Evrópu 1991", "Gullna stýrið 1991“, "Auto Trophy 1991" svo nokkrar séu nefndar. Umfjöllun evrópskra tímarita um Renault Clio er öll á einn veg. Meðal umsagna er: "Renault Clio hefur alla kosti keppinauta sinna, en er rýmri, með betri aksturseiginleika, er þýðari, með efnismeiri og vandaðri innréttingu og meiri hljóðeinangrun" Umsagnir japanskra tímarita eru á þann veg að: "Japanir eigi ennþá langt í land með að framleiða bíl eins og Renault Clio". Sýningin er opin: laugardag og sunnudag kl. 13 -17 Renault Clio Metsölubíll í Evrópu Bílaumboðið hf Krókhálsi 1-110 Reykjavík - Sími 686633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.