Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 22
22 Cr> MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUIUI SUNNUDAGURmL6í FEBRÚAR 1992 Rýmingarsala á stólum, borðum og sófum, veggein- ingum, myndbandsskápum, skóskáp- um, fataskápum og bókahillum. Nýborgp# Skútuvogi 4, s. 812470 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN HEILSUTÖFLUR Stærðir: 36-42. Litir: Hvítt, beige, svart og rautt. Ath. gott formað innlegg fyrir táberg og il. Landsins ntesfa úrval af heilsuskóm. Póstsendum samdægurs. 5% stabgrei&sluafsláttur. Toppskórinn, Kringlunni, Domus medico, Veltusundi, sími 21212. s. 689212. Egilsg.3, s. 18519. Listskreytingasjóður ríkisins Listskreytingasjóður ríkisins starfar samkvæmt lögum nr. 71/1990 og hefur það markmið að fegra opinberar byggingar og umhverfi þeirra með lista- verkum og stuðla þannig að listsköpun í landinu. Verksvið sjóðsins tekur fyrst og fremst til bygginga sem ríkissjóður fjármagnar að nokkru eða öllu leyti. Með listskreytingu er átt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggskreytingar innan húss og utan, höggmyndir, málverk, vegg- ábreiður og hvers konar listræna fegrun. Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki, sem lögin um Listskreytingasjóð ríkisins taka til, skulu ariktekt mannvirkis og byggingarnefnd, sem hlut á að máli, hafa samband við stjórn Listskreytinga- sjóðs, þannig að byggingin verði frá öndverðu hönnuð með þær listskreytingar í huga sem ráðleg- ar teljast. Heimilt er einnig að verja fé úr sjóðnum til skreytingar bygginga sem þegar eru fullbyggðar. Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal beint til stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, skrif- stofu Sambands íslenskra myndlistarmanna, Freyjugötu 41, 101 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöð fást einnig í afgreiðslu menntamálaráðu- neytisins á Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Æski- legt er að umsóknir vegna fyrri úthlutunar 1992 berist sem fyrst og ekki síðar en 1. maí nk. Nán- ari upplýsingar fást á skrifstofu Sarrlbands íslenskra myndlistarmanna frá kl. 10.00 til 14.00 alla virka daga, sími 11346. Reykjavík, 15. febrúar 1992. Stjórn Listskreytingásjóðs ríkisins. Rósa Matthíasdóttir eigandi GASA t.h. og Margerie Barbes markaðsstjóri Stendhals í Evr- ópu. HÓF Til heiðurs sölufólki SNYRTIVÖRUR Gaman ef veðrið versnaði nú enn Fyrirtækið B. Magnússon h.f. heiðraði nýverið verslunarfólk sem hafði náð bestum söluárangri með snyrtivörur fyrirtækisins hin seinni misseri. Ifyrsta sæti reyndist vera sölufólk snyrtideildar Hag- kaups, en í öðru sæti stúlkurn- ar í Vestmannaeyjaapóteki. B. Magnússon blés til hófs til að heiðra fólkið og fékk það að launum gullhálskeðjur og arm- bönd. Var fólkinu mikill sómi sýndur, m.a. voru stúlkumar Fyrir skömmu hélt heildverslunin G AS A veglegt hóf þar sem kynnt var nýjasta línan í snyrtivörum frá fyrirtækinu Stendhal. Þetta kvöld var óveður á höfuðborgarsvæðinu og Rósa Matthíasdóttir eigandi GASA sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði öðru fremur valdið því að „mjög sérstök og skrítin stemming hefði myndast í húsinu,“ eins og hún komst að orði. Rósa sagði enn fremur að margt gesta hefði verið á samkund- unni, „þarna var samkrull úr öllum þjóðfélagsstigunum, geysilega lífleg veisla. Þarna gat að líta allt frá Dóru Einars og til franska sendiherr- ans. Það lýsir ef til vill stemming- unni, að skyndilega lýsti Dóra Ein- ars því yfir hvað það væri nú gaman ef að veðrið versnaði enn. Það sló þögn á mannskapinn og maður gat ímyndað sér hvað fór um huga fólks, „hver bauð eiginlega þessari" og svo framvegis. En svo hélt hún áfram og bætti við að það væri svo skemmtileg tilhugsun að dvelja nótt- ina á hótelinu, allir gætu sofið sam- an á einni flatsæng. Það myndi vera svo skemmtilegt að skrifa og segja frá slíku partíi. Þá féll þetta í góðan jarðveg, en hvað sem því leið, þá skánaði nú veðrið fremur en hitt,“ sagði Rósa. Þarna fór sem sé fram snyrtivöru- kynning og um hana segir Rósa: „Þetta var nýja línan frá Stendhal, fyrir bæði kynin. Eg vil ednilega koma því á framfæri, að það eru ekki síður karlmenn en konur sem þurfa að nota húðkrem. Það ætti að vera liðin tíð að karlmenn dembi bara rakspíra beint í sárin eftir rakstur og gangi svo um rauðskell- óttir haldandi að þeir séu með of- næmi eða viðkvæma húð. Mér finnst þeirra húð jafn dýrmæt og mín eig- in . Yngri mennirnir eru óðum að verða meðvitaðir. Það var lengi eins og ungum mönnum þætti það eitt- hvað hommalegt að nota krem, en þetta er breytast. Nú koma þeir og kaupa sér krem. Við erum ekki að taka fram fyrir hendurnar á náttúr- unni, langt því frá, en notkun krema er hrukku- og húðstyrkingarmeð- ferð. I þeim eru efni sem hægja á starfsemi húðfruma og viðhalda unglega útlitinu." Emelía Viktorsdóttir sölustjóri Stendhals á íslandi dreifir sýnishorn- um til gesta. HUGMYNDASAMKEPPNI •i * Akveðið hefur verið að efna til samkeppni um nýtt nafn á veitingasali HÓTELS ÍSLANDS. Vinningshafi hlýtur í verðlaun; gistingu fyrir tvo á HÓTELISLANDI, stórkostlegaskemmtun með THEPLATTERSíjnars nk., ásamt þríréttuðum kvöldverði. Tillögur sendist fyrir 25. febrúar nk. merktar: „ Veitingasalir“ í pósthólf 8350, 128 Reykjavík. sóttar til síns heima í limúsín- um og var sem þjóðhöfðingjar gengu til veislu... V s Gengið til veislu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.