Morgunblaðið - 16.02.1992, Qupperneq 28
28 C
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992
nrnmm
Stórmennsku tilburðirnir
hafa reyndar minnkað dálít-
ið, læknir ...?
HOGNI HKEKKVÍSI
ER HRIFINN AFþBSSO GANÖAtAG/
'A ÚTGÖNSUNN/.1'
fMergititMaMfr
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Oréttmæt ályktun
um vamarliðsmenn
frá Ragnhildi Eggertsdóttur:
UNDIRRITUÐ getur ekki orða
bundist vegna ályktunar frá Menn-
ingar- og friðarsamtökum kvenna
sem birt er í Morgunblaðinu þriðju-
daginn 11. þessa mánaðar.
Eftir að hafa marg lesið álykt-
unina til að fullvissa mig um að
ég hafi skilið hana rétt finn ég
mig knúna til að gera athugasemd
við hana. Þama er talað um ákveð-
inn hóp manna, það er að segja
vamarliðsmenn, og sagt að með
þyí að rýmka reglur. um ferðir
þeirra (væntanlega utan vallar-
svæðisins) sé verið að rýra öryggi
íslendinga og valda umhverfis-
spjöllum. Enn fremur er vísað til
rpótmæla bæjarbúa gegn lausa-
göngu búfjár í þéttbýli vegna um-
hverfisspjalla og sagt að öll „lausa-
ganga hermanna" um landið sé til
þess fallin að spilla umhverfí og
rýra öryggi, sem fólkið í landinu
hafí búið við í byggð og á ferð um
óbyggðir Islands.
Já, svo mörg voru þau orð. Þar
sem ég er ein af friðarömmum og
sit sem fulltrúi Kvennalistans í
Friðarsamtökum íslenskra kvenna
tel ég mig tilheyra þeim hópi
kvenna á Islandi sem hingað til
hefur unnið að friðarmálum. Ég
gæti því á einhvem hátt tengst
þessari ályktun í hugum einhverra.
Ef svo er leiðréttist það hér með.
Þp svo ég sé algjörlega á móti
veru erlends hers á íslandi og geti
þyí heilshugar tekið undir þann lið
í ályktuninni. Þá er ég ekki heldur
fylgjandi neinskonar innlendu
varnarliði né her og tel allt hernað-
arbrölt til vansa og mannskemm-
andi. Þrátt fyrir þetta get ég sem
betur fer gert greinarmun á þeim
rpönnum sem hér eru á vegum
varnarliðsins og þessarar skoðunar
minnar. Varnarliðsmenn á Kefla-
víkurflugvelli eru einfaldlega
venjulegir menn eins og feður okk-
ar, eiginmenn og synir og valda
ekki meiri umhverfisspjöllum en
þeir eða við sjálfar. Hvað varðar
óöryggi sem þeim fýlgi þá er ég
sannfærð um að það er síst meira
frá þeim en öðrum er hafa fengið
hemaðarlegt uppeldi og í þeim hóp
eru að sjálfsögðu erlendir ferða-
menn sem gengt hafa eða era jafn-
vel í herþjónustu. Það er því að
mínu mati algjörlega misskilið af
hálfu Menningar- og friðarsamtaka
íslenskra kvenna að beina mótmæl-
um sínum á þennan hátt gegn
varnarliðsmönnum sjálfum í stað
þess að beina þeim að stjórnvöld-
um, þar sem það er á valdi þeirra
er fara með stjóm landsins, að
hafa afskipti af vamarliðinu og
jafnvel vísa því úr landi.
RAGNHILDUR EGGERTSDÓTTIR
Lækjarhvammi 9, Hafnarfirði
Akademísk útslokknun
frá Þorsteini Guðjónssyni:
ALLTAF er gaman að hlusta á
þá, sem reyna að koma orðum
að því sem margir aðrir hugsa,
en vilja ekki tala um. Einn slíkur
var Tryggvi V. Líndal í Morgun-
blaðinu 12. febrúar og vil ég með
nokkram tilvitnunum draga fram
kjarnann í máli hans. Það er
framhald lífsins, á einn eða ann-
an hátt, sem er málefni hans:
„Ekki eru til nein háskóla-
fræði sem viðurkenna slíka til-
vist“, (þ.e. líf eftir dauðann).
„En öll fræði hljóta að vera
vakandi fyrir því, að ef dauðinn
er eitt allsheijar tilveraleysi,
þá...“
„.. . þó geri ég mér far um
að fara í kfrkju reglulega, því
ég vil öðlast sem mestan sið-
ferðisstyrk ...“ (II - ÞG).
„Freistandi er að halda, að
menn lifí af verkum sínum“,
(Mun eiga að þýða: „lifi í verkum
sínum“). Þarna er Tr. Líndal
kominn að líkri niðurstöðu og
höfundur fyrsta þáttar Háva-
mála, aðeins með þeim mun, að
dáðir manns eiga, að áliti Tr.,
eingöngu að lifa sem óvitaðir
orsakaþættir, aldrei sem frægð
eða minnisstæð afrek, eins og
hinn Hávi vildi verða láta.
Ekki hefur Tr. trú á sjálfsævi-
sögu, þótt lengi verði lesin. Hún
„gagnast ekki þeim, sem er
dauður“. Um þetta er ég hjartan-
lega sammála greinarhöfundi.
„Menn þora sjaldan að hugsa
lífið til enda með ... raunsæjum
hætti“, segir Tryggvi, og á þar
sjálfsagt við ýmsa jafnaldra sína
og kunningja. En svo bætir hann
við, „en það getur verið gott að
gera það öðra hverju".
Það er nú svo. Hversvegna
þetta er svona „gott“, í lífí sem
engan tilgang hefði og ekkert
framhald í vændum, kemur
hvorki fram í áminnstu skrifi né
öðram slíkum skrifum, sem ég
þekki til.
Það hygg ég, að stofnun sem
venur ungt fólk á þankagang
eins og þennan, eigi varla skilið
að fá mikla peninga.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON
Rauðalæk 14, Reykjavík
Víkveiji skrífar
að er trúlega að bera í bakkafull-
an lækinn þegar Víkveiji dags-
ins fjallar eina ferðina enn um eyðslu
Islendinga langt umfram efni.
Viðskiptahallinn við umheiminn
(sem áætlaður er 15.000 m.kr. 1992)
og ríkissjóðshallinn (sem var 12.600
m.kr. 1991) tala skýru máli um þetta
efni.
í greinargerð með fjárlagafrum-
varpi fyrir líðandi ár kemur fram að
vaxtagreiðslur A-hluta ríkissjóðs
1992, einar saman, verði um 9.900
m.kr. Sundurliðun þessa skulda-
kostnaðar ársins er sem hér segir:
1) Vextir af innlendum lánum 1.170
m.kr., 2) Spariskírteini vegna inn-
lausnar 330 m.kr., 3) Vextir af er-
lendum lánum 6.000 m.kr., 4)
Skammtímalán 2.400 m.kr.; samtals
9.900 m.kr.
Lánakostnaður A-hluta ríkissjóðs
(qg þá er ekki með talinn lánakostn-
aður B-hlutafyrirtækja í hinum op-
inbera geira, lánakostnaður atvinnu-
vega o.sv.fv.) er sum sé „litlar" sex
þúsund milljónir króna.
Ekki koma þær milljónaþúsundir
ti| skiptanna við kjaraborð þjóðarinn-
ar. Þær falla erlendum sparendum í
skaut.
Greiðslubyrðin erfist til næstu ára-
tuga (kynslóða).
A
Asama tíma er talað um eins
konar refsiskatta á innlendan
spamað. Áratugum saman var inn-
lendur spamaður skorinn niður við
verðbólgutrogið. Síðustu árin hefur
hinn innlendi spamaður verið að
rétta úr kútnum. Hann hefur þó ekki
haft roð við ofvexti ríkisútgjaldanna.
Lánsfjárþörf hins opinbera gerir
meira en að gleypa allan innlendan
peningaspamað. Þessvegna verða
vextimir einir af skuldasúpu A-hluta
ríkissjóðs erlendis sex þúsund millj-
ónir annó 1992. Það verður væntan-
lega „arfur“ vaxandi kynslóðar að
greiða herlegheitin niður.
Það er svo sem gott og blessað
að taka lán, erlendis sem hérlendis,
ef peningarnir ganga til arðsamra
framkvæmda eða fyrirtækja, það er
ef þeir skila sér fljótlega til baka (og
máske vel það), auk þess að skapa
atvinnu og umsvif. Það er hins vegar
ekkert annað en ór.áðsía að taka
hrein eyðslulán erlendis, „eta sig“
út á erlendan skuldagaddinn. Og
eyða síðan öllum lífs- og sálarkröft-
um í baráttu gegn aðhaldi og sam-
drætti í ríkisútgjöldum, sem eru langt
um efni fram!
xxx
að er þó ekki að sjá að allir þing-
menn hafi áhyggjur af rík-
isfjármálunum, ef marka má
ljárlagaumræður, eins og þær koma
fyrir sjónir á síðum Alþingistíðinda.
Dæmi:
„Hvernig gastu fengið óspjallaða
mey til að skera svartan fresskött?
spurði Jón Hreggviðsson.
Hún systir mín gerði það sagði
maðurinn. Það tók okkur þijú ár að
útvega hrafnsgallið ...
En stúlkan, spurði Jón Hreggviðs-
son.
Það svaf hjá henni maður sagði
Jón Þeófílusson grátandi.
Jón Hreggviðsson hristi höfuðið.
Meðal annarra orða, varstu ekki
eitthvað að tala um nábrók; eg skil
varla þú hafir þurt að vera á flæði-
skeri staddur ef þú hefðir átt ná-
brók, því mér er sagt það sé ævin-
lega í henni peníngur ef vel er leit-
að...“ og þannig áfram.
Framanritað er upplestur eins
þingmanna Alþýðubandalagsins við
aðra umræðu fjárlaga á aðventunni.
Jón Hreggviðsson hefði trúlega
hristi hrímhvítt höfuðið, mætti hann
leggja eyru við fjárlagaspeki þessa
þingmanns og annarra, sem sjá
penínga-ofsjónir í meintum „nábrók-
um“ aukinnar skattheimtu.
Það tekur hana líka ekki „þijú ár
að útvega hrafnsgallið" í þjóðmál-
aumræðu líðandi stundar. „Hrafs-
gal!“ nöldraranna virðist vera auðlind
sem endurnýjar sjálfa sig.