Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 29
fiðst «AöflHarí .01 íiuöAauvíkue lawmikVÆV Q1CÍAJHMUD5IOM
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992
□ 8S
C 29
A FORIMUM VEGI
Blönduós:
Atvínnumálin
brenna á fólki
Blönduósi.
ATVINNUMÁLIN brenna heitt
á þjóðinni um þessar mundir og
á það ekki hvað síst við á lands-
byggðinni. Blönduósingar hafa
á undanförnum misserum mátt
sjá á eftir atvinnutækifærum út
úr bænum eða í gjaldþroti. Má
þar nefna að pappírspokaverk-
smiðjan Serkir varð gjaldþrota,
Vegagerðin flutti höfuðstöðvar
sínar á Hvammstanga og svona
mætti lengi telja. Þrátt fyrir
þessi áföll eru ekki allir á því
að gefast upp og hafa heyrst
raddir um að tilvalið sé að reisa
ríkisfangelsi á Blönduósi og
nokkrir einstaklingar hafa ýms-
ar hugmyndir til eflingar at-
vinnu heima í héraði.
Einn þeirra manna sem lengi
hefur glímt við að finna
lausnir í atvinnumálunum er Einar
Jóhannesson, þúsundþjalasmiður á
Blönduósi. Fyrir nokkrum árum
hannaði hann og smíðaði skelfisk-
plóg sem enn er notaður og líkar
vel. Að undanförnu hefur Einar
unnið að hönnun á ígulkeijasugu
og á borðinu hjá honum er meira
að segja teikning af bát sem gæti
stundað þessar veiðar. Einar Jó-
hannesson segir að einn svona
bátur geti hæglega veitt á milli tíu
og tuttugu manns atvinnu og sem
dæmi um verðmætasköpun sagði
Einar, að eitt tonn af ígulkeijum
gæfi af sér sem svaraði sexhundr-
uð þúsund krónum.
Allar þessar hugmyndir eru enn
á teikniborðinu hjá Einari og segir
hann íjármögnun á þessu dæmi
stærsta vandamálið. „Ef ég eign-
ast pening fer ég út í þetta, það
er ekki spurning," sagði Einar.
Auk þess að stunda hönnun ýmiss
konar og járnsmíði fæst Einar við
að mála í frístundum og má segja
að einungis sé spurning hvenær
hann opnar málverkasýningu.
Framtíðin falin í
ferðaþjónustunni
Það eru fleiri en Einar Jóhannes-
son sem eru að beijast fyrir eigin
tilveru í atvinnulegu tilliti og einn
þeirra er Jónas Skaftason sem hóf
rekstur á gistiþjónustu fyrir ferða-
menn á síðastliðnu ári og hefur
hann gistiaðstöðu fyrir tuttugu til
tuttugu og fimm manns. í nokkur
ár hefur Jónas verið að beijast
fyrir því að fá að opna bjórkrá í
tengslum við gistiheimilið og að
hans sögn virðist eitthvað vera að
rofa til í því máli.
Jónas sagði að hann hefði lengi
haft áhuga fyrir því að starfa að
ferðamálum og meðal annars hefði
Jónas Skaftason
Einar Jóhannesson
Morgunblaöiö/Jón bigurðsson
Brynja Ingibersdóttir
hann keypt gamla pósthúsið á
Blönduósi í þeim tilgangi. Það sem
ég er að gera í dag er einungis
tilraun til að skapa mér vinnu, síð-
an verður framtíðin að skera úr
um það hvemig til tekst.
Jónas sagði að möguleikamir í
ferðaþjónustu væru miklir og
mætti t.d. skipuleggja ferðir út frá
Blönduósi upp á hálendið og vestur
á Strandir.
Fatahreinsun opnuð
um helgina
A Blönduósi er kona ein að opna
fatahreinsun um þessar mundir.
Hér er á ferðinni Brynja Ingibers-
„Þrátt fyrir þessi
áföli eru ekki allir á
því að gefast upp og
hafa heyrst raddir
um að tilvalið sé að
reisa ríkisfangelsi á
Blönduósi.“
dóttir, húsmóðir og bankastarfs-
maður á Hlíðarbrautinni. Aðspurð
hvers vegna hún hefði farið út í
þetta sagði Brynja, að hún hefði
lengi haft löngun til að fara út í-
einhvern rekstur sjálf og hefði
þetta orðið niðurstaðan. Brynja
sagðist hafa notið verulegrar að-
stoðar frá forsvarsmönnum átaks-
verkefnisins sem nú er í gangi til
að koma sér af stað.
„Ég er búin að koma mér upp
umboðsmönnum bæði á Skaga-
strönd og Hvammstanga og þurfa
viðskiptamenn á þessum stöðum
ekki að greiða fyrir flutning,"
sagði hún fréttaritara. Bi-ynja Ingi-
bersdóttir sagði að það hefði kost-
að um fimm milljónir að koma
þessu fyrirtæki af stað og munaði
mikið um það að þurfa ekki að
byija á því að byggja yfir aðstöð-
una en Brynja náði bílskúrnum af
eiginmanninum undir þessa starf-
semi. — Jón Sig.
VELVAKANDI
SILFURARM-
BAND
SILFURARMBAND með skel-
plötu tapaðist fyrir nokkru.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 627232 eða
12983.
GLERAUGU
GLERAUGU eru í óskilum í versl-
uninni Hamborg í Hafnarstræti
og getur eigandi vitjað þeirra þar.
SILFURKROSS
SILFURKROSS fannst efst við
Laugaveg. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
611238.
AKEYRSLA
EKIÐ var á grænan Fiat Uno á
planinu við Glaumbar aðfaranótt
sunnudagsins 9. febrúar. Þeir
sem hugsanlega urðu vitni að
ákeyrslunni vinsamlegast hringi
í síma 37776.
STYÐJUM
ÍSRAEL
Konráð Friðfinnsson
ÉG VIL lýsa stuðningi mínum við
ferð forsætisráðherra til ísrael
því það hlýtur að vera hverri þjóð
til gæfu að styðja ísraelsþjóð og
leggja ekki stein í götu hennar.
Eins og menn vita er þetta guðs
útvalin þjóð. Það hlýtur að teljast
einkennileg afstaða hjá íslending-
um, sem telja sig vera kristna,
ef þeir styðja ekki þá þjóð sem
guð útvelur.
ÓÞÖRFSÖFNUN
Ólöf Jóhannsdóttir:
ÉG ER ósátt við þá miklu umfjöil-
un sem söfnun Sigrúnar Eðvalds-
dóttur fyrir fiðlu hefur fengið.
Þetta hljóðfæri er ekki svo dýrt
að hún ætti að geta safnað fyrir
því sjálf rétt eins og við hin þurf-
um að safna fyrir því sem okkur
langar í. Væri ekki meiri þörf á
að safna bágstöddu fólki sem á
við erfiða sjúkdóma að stríða eða
fólki sem virkilega þarf á hjálp
að halda.
Fyrirlestrar um breska myndlistarmenn
Myndlistaskólinn í Reykjavík stendur fyrir fyrirlestrum
um breska myndlistarmenn.
Fyrirlestrarnir verða á fimmtudagskvöldum kl. 20.00 -
21.30 og hefjast 5. mars og standa til 7. maí.
Fyrirlesari verður Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur.
Upplýsingar á skrifstofu skólans milli kl. 16 og 19.
Sími 11990.
Skólastióri.
Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík.
HEILDRÆNN LIFSSTILL
HEILBRIGÐUR LÍKAMI
— LÍFRÆNT FÆÐI
Byrjendanámskeið:
Laugard. 22. febrúar og sunnud. 23.
febrúará vegum Nýaldarsamtakanna
Leiðbeinandi: Hallgrimur Þ. Magnússon læknir.
Dagskrá:
Laugardagur:
Kl. 10-12
- Orka 1 fæöi og
Kl. 13-18
Sunnudagur:
Kl. 10-12
Kl. 13-18
Mikilvægi: lofts - vatns -
jjóss - hvlldar - umhyggju
og kærleiksrlks umhverfis.
Gildi líkamsþjálfunar.
Hugkyrrð — hjjóð stund.
Mataræði barna.
Heilsa — HfsstHI.
Undirbúningur að
heildrænum Iffsstfl I.
áfangi.
Orkuumræða
umhverfi.
Sameiginlegur hádegisverður
valinn af Hallgrlmi.
Ufhringurinn
Lfkamsuppbygging — fræösla
Föstur og hneinsanir.
Mikilvægi stærsta llffærisins —
húðarinnar.
Hugarfarsbreyting gagnvart
samsetningu matar.
Verð: ° Einstaklingar kr. 6.000.-
O Hjónagjald (2) kr. 10.OOO.-
O Börn yngri en 12 ára með foreldrum kr. 1.000,-
O Börn eldri en 12 ára með foreldrum kr. 2.500,-
Þetta er námskeið sem enginn á að láta fram hjá sér fara sem
hefur áhuga á fyrirbyggjandi ráðstöfunum varðandi heilsu sína
og andlega velferð.
SKRÁNING:
NÝALDARSAMTÖKIN
Laugavegi 66, 3. hæö, sími 627712.
ORÐSENDING
TIL SVEITARSTJÓRNA
og annarra framkvæmdaaöila
vegna umsókna um lán úr
Byggingarsjóði ríkisins.
Lánsumsóknir til byggingar dvalar-
eða hjúkrunarheimila fyrir aldraða,
dagheimiia fyrir börn og aldraða og
leikskóla fyrir börn, þurfa að berast
Húsnæðisstofnun
FYRIR 1 5. MARS N.K. VEGNA
FRAMKVÆMDA Á ÞESSU ÁRI.
Upplýsingar veitir lánadeild
Húsnæðisstofnunar
Reykjavik 13 febrúar 1992
Ófa HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900