Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 1 ÆSKUMYNDIN... ERAF GUÐJÓNIFRIÐRIKSSYNI, SAGNFRÆÐINGI ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Rólegurog hugsandi „GUÐJÓN var ákaflega rólegl barn og hvers manns hugljúfi held ég,“ segir Sesselja Friðriks- dóttir, röntgentæknir, systir Guðjóns Friðriks- sonar, sagnfræðings. Hún bætir við að hann hafi snemma byrjað að grúska og sótt mikið til frænda síns, Skafta Guðjónssonar, sem leigði herbergi hjá foreldrum þeirra. „Hann gat verið tímunum saman inni hjá honum og grúskað í ættfræði og öllu mögulegu." Guðjón er Reykvíkingur og fæddist 9. mars 1945 á Bar- ónsstígnum og ólst þar upp til tólf ára aldurs. Foreldrar hans voru Sigríður Vigfúsdóttir og Frið- rik Guðjónsson, trésmiður. Guðjón á tvær systur sem eru tíu og átta árum eldri en hann og ólst hann því upp sem einbirni. „Eg var dálít- ið utan við mig sem barn og fékk snemma á mig prófessorsnafnbót- ina. Annars hafði ég ýmis ein- kenni einbirnis; gat verið einþykk- ur og var kannski svolítið dekrað- ur,“ segir hann. Barónsstígurinn var á því svæði sem var Breiðholt þess tíma. Mik- Snemma beygðist krókurinn, Guðjón Friðriksson. ið af bömum. Aðal leiksvæðin voru göturnar, opið svæði þar sem nú er Heilsuvemdarstöðin og Skólavörðuholtið. „Þar var stórt braggahverfi og margir krakkar sem við höfðum þó lítið samneyti við. Þau gengu undir nafnbótinni „braggaskríllinn“ og var eins kon- ar gjá milli þeirra og hinna krakk- ana. Það var helst að það slæi í brýnu milli hópanna.“ Skólagangan hófst í Austurbæj- arskólanum sem á þessum árum var troðfullur af bömum. Á þeim árum var raðað í bekk eftir lestrar- kunnáttu og þar sem Guðjón var fluglæs þegar hann byijaði í skóla, lenti hann í besta bekk. Þar eign- aðist hann nýan kunningjahóp þar sem enginn af gömlu félögunum lentu í sama bekk. „Mér er það minnisstætt að fyrsta daginn í skólanum sat ég fyrir framan Ásmund nokkurn Stefánsson, nú- verandi forseta ASÍ. Hann var býsna stríðinn og var alltaf að sparka í rassinn á mér en ég þorði ekki að hreyfa mig af því að ég var svo feiminn við kennarann og nýja liðið. Seinna urðum við samt ágætis félagar," segir Guðjón. Níu ára var Guðjón sendur í sveit eins og flest börn á þessum árum. Var hann í nokkur sumur á Klausturhólum í Grímsnesi. „Mér er það minnisstætt að fyrsta dag- inn sem ég kom í sveitina, níu ára gamall, var kýr að bera úti á túni. Enginn fullorðinn karlmaður var heima þannig að húsfreyjan á bænum, Guðný Friðbjamardóttir, fór með allan krakkaskarann og togaði kálfinn úr kúnni. Þetta var náttúrulega algjör opinberun fyrir Reykjavíkurstrákinn sem aldrei hafði hugleitt hvernig þessir hlutir gengju fyrir sig. Eg er líklega af síðustu kynslóð Reykvíkinga sem átti því láni að fagna að vera sendur í sveit. Ég held að ég hafi lært jafn mikið um gang lífsins og hringrás nátt- úrunnar þar og ég gerði alla mína barnaskólatíð.“ Úr starfi Flugbjörg- umrsveitarinmr Um miðjan dag hinn 18. septemb- er 1950 barst sú gleðifregn að flugvélin Geysir, sem brotlent hafði á Vatna- jökli, væri fundin og öll áhöfn hennar heil á húfi. Þegar eftir fund vélarinn- ar var það efst í huga manna hvernig áhöfninni yrði fyrst og auðveldast náð af jöklinum. Ógerlegt virtist að lenda þarna flugvél svo að landleiðin var eina úrræðið. Varð að ráði að Þorsteinn Þorsteinsson, formaður deildar Ferðafélags íslands á Akureyri, tækist á hendur að útbúa og stjórna leiðangri sem gengi á jökul- inn af Kistufelli. Leiðangurinn tókst giftusamlega en þetta atvik opnaði þó augu manna fyrir nauð- syn þess að stofna skipulögð sam- tök, sem sérhæðu sig í björgun af þessu tagi. í framhaldi af því stofnuðu nokkrir vaskir menn Flugbjörgunar- sveitina, sem á að baki farsælt starf allt fram á okkar dag og starfar enn af miklum þrótti. Fyrsti formaður Flug- björgunarsveitarinnar var Björn Br. Björnsson, en núverandi for- maður er Jón Gunnarsson, sem tók við fyrir tveimur árum af Ingvari Valdimarssyni. í myndasafninu að þessu sinni eru nokkar myndir frá starfí sveitarinnar á fyrstu árunum eftir 1950. Birgðakönnun, frá vinstri: Ulfar Jakobsen, sem var gjaldkeri sveitar- innar til margra ára, og Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli. SVEITINIVIÍN ER . . . VALÞJÓFSDALUR Kristján Ólafsson ÞANNIG... TEKUR MARINÓ G. NJÁLSSON ÁKVARÐANIR Morgunblaðið/Emilía Marinó segir fólk oft ofmeta eigin vitneskju en vanmeta að sama skapi þann lærdóm sem draga megi af reynslunni. vSveitin mín er Valþjófsdalur í Önundarfirði," segir Kristján Ól- afsson rafvirki í Reykjavík. „Þetta segi ég þótt ég hafi átt heima í Furufirði í Grunnavíkur- hreppi þártil ég var kominn á fjórða ár. Ég get ekki sagt að ég muni eftir mér í þeirri sveit, hins vegar fannst mér ég þekkja þar hyem stein þegar ég kom þangað aftur með systur minni þegar ég var orðinn rösklega tvítugur. Nokkru eftir að ég og fjölskylda mín fluttum á ísafjörð árið 1944 var mér komið í sveit á sumr- in að Kirkjubóli í Valþjófsdal og þar var ég í sex sumur og líkaði mjög vel. í Valþjófsdal voru 6 bæir, fjórir bæjanna voru að framanverðu og tveir í dalbotni. Tvíbýlt var þá í Kirkjubóli. Bóndinn sem ég var hjá, Sörli Ágústsson, var yfirleitt á síld eða togurum á sumrin svo við strák- amir, ég og synimir á heimilinu, Ágúst og Guðmundur, tókum ríkan þátt í bústörfunum ásamt húsmóður- inni, Guðbjörgu Guðmundsdóttur, og dætrum þeirra hjóna. Heyjað var víða í nágrenninu á þessum árum, meðal annars var heyjað úr Val- þjófsdal út í Mosdai og eitt sumarið man ég að við fengum flæðiengjar í Holti. Vegasamband var ékkert fyrstu árin mín þarna. Mjólkin var því reidd á klökkum inn í Hjarðardal. Við strákamir fengum ekki að fara í þær ferðir því farin _var glæfravegur, fyrir svokallaða Ófæru. Hins vegar stunduðum við krakkarnir óhikað fjallgöngur á sunnudögum, en þá áttum við alltaf frí. Við klifruðum þá óhikað upp þverhnípta kletta- veggi eins og ekkert væri. Ríkuleg þátttaka mín í bústörfunum á Kirkjubóli og klettaklifrið juku mér sannarlega áræði og sjálfstæði. Aö læra af reynslunni ÖLL ÞURFUM við að taka ákvarðanir og flest erum við sjálfmenntuð í ákvarðanatöku. Þar með er ekki sagt að okkur farist það alltaf jafn vel úr hendi. Sú er að minnsta kosti skoðun Marinós G. Njálssonar, ákvörð- unarfræðings. Hann segir að rétt eins og íþróttamenn, þurfum við öll að þjálfa okkur í því að taka ákvarðanir, það minnki líkurnar á röngum og illa grunduðum ákvörðunum. Marinó er með mastersgráðu og verkfræðigráðu í aðgerða- rahnsóknum frá Stanfordháskóla í Kaliforníu, en slíkar rannsóknir kallast einnig bestunarfræði. Mar- inó sérhæfði sig í ákvörðunarfræði og hefur nú tekið að sér að benda fólki á tíu helstu villur sem það gerir við ákvörðunartöku. En hveij- ar eru þær? „Ég legg áherslu á að fólk fylgi ákveðnu ferli þegar það tekur ákvarðanir í stað þess að treysta um of á eigið innsæi,“ segir Marinó. „Fyrsta' villa fólks er sú að það tekur ákvörðun án þess að sjá fyrir afleiðingarnar. I öðm lagi afmarkar fólk vandamál oft ranglega og úti- lokar góða kosti. Þriðja atriðið sem oft fer úrskeiðis er „pólitíska gildr- an“ svokallaða. Þá horfir fólk að- eins á eina hlið á málinu í stað þess að gera sér grein fyrir eða viðurkenna að hvert vandamál hef- ur fleiri en eina hlið. í fjórða lagi ofmetur fólk eigin vitneskju. I fimmta lagi er fólk oft skammsýnt, það treystir of mikið á óviðeigandi þumalputtareglur og leitar ekki nánari upplýsinga. 1 sjötta lagi hættir fólki til að taka ákvarðanir út í loftið, byggðar á tilfínningum en ekki staðreyndum. í sjöunda lagi telja margir að hópákvörðunin sé ævinlega rétt, að það sé sjálfkrafa lausn á vandamáli að mynda hóp. Áttunda gildran sem fólk fellur í er sú að vilja ekki læra af reynsl- unni. Við eigum það til að réttlæta það sem miður fer og að eigna okkur velgengni, sem byggir á ut- anaðkomandi þáttum, t.d. heppni. 1 níunda lagi verðum við að gera okkur grein fyrir því að hafa þarf fyrir því að læra af reynslunni, slík- ur lærdómur verður ekki dreginn sjálfkrafa. Og í tíunda og síðasta lagi þurfum við ekki aðeins að koma okkur upp ákveðnu ákvörðunar- ferli, heldur einnig að vera reiðubú- in að endurskoða það í ljósi reynsl- unnar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.