Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
SAMSAFIM
SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1992
Amerískur hermaður sýnir fé-
lög'um úr Flugbjörgunarsveitinni
nýtt og handhægt tjald, frá
vinstri: Geir Þormar, Sigurður
M. Þorsteinsson, sem var formað-
ur sveitarinnar til margra ára,
og Guðmundur Guðmundsson,
þáverandi slökkviliðsstjóri á
Reykjavíkurflugvelli. (Tveir
óþekktir áhorfendur fylgjast
með lengst til hægri.)
Lagt upp í leiðangur í snjóbílnum
Gusa, frá vinstri: Guðmundur
Jónasson, Úlfar Jakobsen, piltur
sem ekki tókst að bera kennsl
á, Björn Br. Björnsson, þáver-
andi formaður sveitarinnar, Guð-
mundur Guðmundsson, slökkvi-
liðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli,
og lengst til hægri sést í Geir
Þormar.
Félagar úr Flugbjörgunarsveit-
inni við snjóbíl Guðmundar Jón-
assonar „Gusa“. Fyrir aftan sér
í fyrsta félagsheimili sveitarinn-
ar, sem tekið var í notkun 1952
og var starfrækttil 1965.
SÍMTALID...
ER VIÐ HELENU ÖNNUDÓTTUR MANNFRÆÐINEMA
MANNFRÆÐI
- Góðan daginn, er Helena
Önnudóttir við?
Það er hún.
- Komdu sæl, þetta er á Morg-
unblaðinu, Kristín Maija Baldurs-
dóttir. Við vorum að frétta héma,
að til væri félag áhugamanna um
mannfræði, skammstafað „Fálm“,
og að þú værir gjaldkerinn. Segðu
mér, er þetta gamalt félag?
Félagið er á þriðja ári, fór vel
af stað en er búið að vera í lægð.
í haust var kosin ný stjórn og við
emm að reyna að rífa það upp.
Tilgangurinn með félaginu er að
mynda vettvang fyrir áhugafólk
og mannfræðinga um þessi mál-
efni og í félaginu er fólk úr öllum
áttum. Við erum með erindi og
umræður öðm hveiju, og sýnum
kvikmyndir sem ekki em sýndar
annars staðar.
- Hversu margir eru félags-
menn?
Skráðir félagar em tæplega
hundrað.
- Hefur fólk almennt mikinn
áhuga á mannfræði?
Fáir vita nú eitthvað að ráði um
fagið, en þeir sem kynnast því fá
áhuga. Stefnan hjá okkur er að
kynna hana út á við, það er nokk-
uð þreytandi að vera búinn að
læra mannfræði í
þijú ár í Háskólan-
um héma og þurfa
svo að setjast niður
í hálftíma til að
útskýra fyrir fólki
um hvað fagið
snýst.
- Gætur þú
kannski útskýrt
það í fáum orðum?
Mannfræði er
mjög tengd félags-
fræðinni, nema
vettvangur er allur
heimurinn, allt sem
viðkemur fólki og
samfélögum þess.
Félagsfræði hefur
beinst að vestrænni
samfélögum. Það
sem helst einkennir mannfræðina
er að hún skoðar til dæmis frum-
byggja í fjarlægari álfum.
- Er það rétt að búið sé að fínna
aila þjóðflokka í heiminum?
Það getum við aldrei sagt um,
auk þess snýst málið ekki um að
leita að fólki, heldur læra um það
og skilja það.
- Vitaskuld. En ert þú mann-
fræðingur?
Ég er á þriðja ári. Það eru ýms-
ar greinar innan mannfræðinnar,
og hér er kennd félagsmannfræði.
Hægt er að læra líkamsmann-
fræði, og fornleifafræðin kemur
einnig inn á þetta svið. Hér er
kennt til BA-prófs, en síðan verða
menn að fara utan í framhaldsnám.
- Við hvað starfa mannfræð-
ingar hér á landi?
Þeir eru kennarar, en svo eru
íslendingar víða um heim sem eru
að gera rannsóknir, einn er til
dæmis í Japan veit ég. Málið fyrir
þá sem fara vilja á vettvang er
að verða sér úti um fé og efni til
að skoða. Einnig fylgir þessari
grein mikil skrif og fræðimennska.
- Því viljið þið opna félagið,
ekki hafa þetta lokaðan prívat-
klúbb?
Ef menn vilja ekki að öll fræði-
mennska þorni inni
í einhveijum ffla-
beinsturni verða
þeir að fá viðbrögð
frá samfélaginu.
Þjóðfélagsvísindi
hafa oft verið
gagnrýnd en stað-
reyndin er sú, að
mannfræðin til að
mynda fær fólk til
að líta öðrum aug-
um á heiminn. Ger-
ir það líklega að
betri manneskjum
fýrir bragðið.
- Ég er sam-
mála því, og þakka
þér fyrir spjallið.
Sömuleiðis.
Helena Önnudóttir.
Herbert stóð fyrir átakinu „vímulaus æska“.
Flestir unnendur popplistar þekkja Herbert Guðmundsson. Maður
sem aldrei er nefndur, nema trúarbrögð hans séu tilgreind. Mað-
ur, trú og tónar tengd órjúfanlegum böndum. Því eins og Her-
bert segir: „ Allt í alheiminum gefur frá sér bylgjur. Alheimslögmál-
ið blundar í öllu og við búddhatrúarmenn kyrjum (tónum) lögmál-
ið tvisvar á dag.“
Herbert lét bíða eftir sér í
klukkutíma. „Fyrirgefðu,
sagði hann, en ég staðnæmdist
um stund við altarið til að láta
lögmálið ná tökum á mér, til að
vera betur fyrirkallaður.
- Leyfðu okkur að heyra? Og
lögmálið líður fram, ljóðrænt og
stigmagnað í einfaldleika sínum:
„Nam-myóho-renge-kyó,“ sem
þýðir? „Ég tileinka mér: hið
leynda og ljósa lögmál orsaka og
afleiðinga í gegnum hljóð og
bylgjur."
— Hvað gefur þetta þér? „Ég
er búinn að kyija eða stunda and-
lega íhugun tvisvar á dag í 7 ár.
Og breytingin er ótrúleg, — 180
gráða vendipunktur á lífi mínu.
Eg vil líkja þessu við garðslöngu
sem áður lá ónotuð úti í garði,
full af drasli og var að grotna
niður. Með því að skrúfa frá vatn-
inu, streymir hreint flæði um
slönguna, með stöðugri ástundun
kyijunar streymir hreint flæði um
HVAR
ERU ÞAU
NÚ?
Herbert Gudmundsson poppari
og búddhatrúarmabur
MaÖur,
trúog
tóttar
líkamann.“
- Hver er munur á kristni og
búddatrú? „I búddhimsmanum er
sagt, að hver maður sé sinnar
gæfu smiður, því allt sem þú
hugsar eða gerir, kemur þér í
koll fyrr eða síðar. Við búddhatrú-
armenn erum ekki trúflokkur,
heldur mannræktarsamtök sem
byggjast upp á trú og vilja til
breyta heiminum til hins betra.
Og þá verður hver og einn að
byija á sjálfum sér.
Með því að kyija, hækkar lífs-
ástand þitt og þú ert siður mót-
tækileg fyrir neikvæðum öflum.
En við erum ekki krúnurökuð,"
segir Herbert, „né heldur með
Búddhalíkneski fýrir framan okk-
ur. Engar öfgar, engin boð né
bönn. Ég er ekki að prédika eða
þrengja trúnni upp á neinn, svara
aðeins ef ég er spurður.
- Hvað ertu að gera núna?
„Hátt í 3 ár er ég búinn að vinna
að „sólóplötu“, stórri breiðskífu
sem ég nefni „Being Human“, eða
„Að vera manneskja." Ég vinn
ekki opinberlega, en hef fengið
hina og þessa úr „poppbransan-
um“ til að spila undir. Var í hljóm-
sveitinni Kan árin 1982-’84 á
meðan ég bjó í Bolungarvík. Við
vorum ágætis danshljómsveit.
Unnum líka saman allt árið 1990
og spiluðum þá um allt land.“
- Hvað ertu búinn að gefa út
margar plötur? „Fyrsta sólóplatan
mín „Á ströndinni" kemur út
1978. Árið 1985 kemur siðan út
platan mín „Dawn of Human
Revolution11 eða Manneskjubylt-
ingin. Á þeirri plötu var lag sem
fór í 1. sæti á lista Rásar tvö.
Árin ’86 og ’87 komu svo út plöt-
urnar „Time flies" eða Hratt flýg-
ur stund. Ég stóð líka fyrir átak-
inu „Vímulaus æska“ og plötuút-
gáfu í tengslum við það.
En ég lifi ekki á trúnni, né af
plötuútgáfu," segir Herbert bros-
andi. „Eg er búinn að vera við
sölustörf í 5 ár. Og ég elska það
starf. Það gefur mér tækifæri til
að vera innan um lækna og lög-
fræðinga, presta og verkamenn
og allskonar manneskjur. Mér
fínnst svo gaman að hitta fólk.“