Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 48. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Enn eitt snjóflóðið í Tyrklandi íbúar þorpsins Anakoy í austurhluta Tyrklands virða hér fyrir sér húsa- rústir eftir snjóflóð sem féll á þorpið á þriðjudag og varð 14 manns að bana. Björgunarsveitir áttu í erfiðleikum með að komast til þorpsins vegna fannfergis á vegunum. Rúmlega 250 manns hafa beðið bana í snjóflóðum á þessu svæði í mánuðinum. Stórhríð hefur einnig vald- ið glundroða í Miðaustur- löndum undanfarna tvo daga og lamað atvinnulíf í ísrael og Jórdaníu. Nagorno-Karabak: Armenar ná vígi Azera á sitt vald í mannskæðri stórsókn Moskvu. Reuter. Fóstureyðingar- málið á írlandi: Hæstiréttur leyfir stúlk- unni að fara til Bretlands Dyflinni. Reuter, The Daily Telegraph. HÆSTIRÉTTUR írlands hnekkti í gær úrskurði undirréttar um að fjórtán ára gamalli stúlku, sem varð barnshafandi eftir nauðgun, væri óheimilt að fara til Bretlands í fóstureyðingu. Þessari niður- stöðu var almennt fagnað á ír- landi og jafnvel andstæðingar fóstureyðinga viðurkcnndu að dómstóllinn hefði ekki getað mein- að stúlkunni að fara úr einu landi í annað. Albert Reynolds, forsætisráðherra írlands, sagði að nú væri það undir fjölskyldu stúlkunnar komið hvað gerðist í málinu. Hann hafði áður sagt að hann væri mjög tregur til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort afnema ætti stjórnarskrár- ákvæði um algjört bann við fóstur- eyðingum. Akvæðið var sett í stjórn- arskrána árið 1983 eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu sem olli mikilli ólgu og klauf írsku þjóðina. Stjórnarandstöðuflokkar og kven- réttindahreyfingar fögnuðu einnig úrskurði hæstaréttarins og sögðu hann mannúðlegan. Stúlkan hafði hótað að fremja sjálfsmorð er sak- sóknari írlands setti lögbann á ferð hennar til Bretlands og fóstureyðing- una. Hæstaréttardómaramir, sem fjöll- uðu um málið, ætla að skýra frá ástæðum úrskurðarins síðar. Sjá „Konur á þingi...“ á bls. 20. HARÐIR bardagar brutust út í gær milli Armena og Azera í héraðinu Nagorno-Karabak í Azerbajdzhan. Azerskir her- menn flúðu úr bænum Khojaly eftir stórsókn Armena, sem beittu meðal annars stórskota- tækjum og flugskeytum í árás- unum. Borgin Shusha er nú eina vígi Azera í héraðinu. „Þetta er mikill sigur fyrir Armena," sagði talsmaður armenska þingsins í Jerevan. Azerskir flóttamenn stefndu í átt að azersku borginni Agdam, skammt utan við Nagorno-Kar- abak, sem er aðallega byggt Arm- enum en hefur heyrt undir Az- erbajdzhan frá árinu 1923. Frétta- stofan Interfax hafði eftir stjórn- völdum í Azerbajdzhan að Khojaly væri „í rústum“. Tofik Kerimov, innanríkisráðherra Azerbajdz- hans, sagði að hartnær 100 Azer- ar hefðu fallið og 250 særst í bar- daganum um bæinn. Armenskir heimildarmenn sögðu að tala fall- inna væri mun lægri. Azerar svöruðu árásinni með harðri flugskeytaárás á höfuðstað héraðsins, Stepanakert. Til þess beittu þeir vopnum sem þeir tóku úr herstöð Sovétríkjanna fyrrver- andi. Sjónvarpið í Moskvu sýndi myndir af skelfingu lostnum íbú- um Stepanakert flýja úr brennandi byggingum. Óttast er að bardagarnir leiði til allsheijarstríðs milli Azera og Armena. Ali Akbar Velayati, utan- ríkisráðherra írans, hafði farið til Kákasus-landanna til að freista þess að stilla til friðar en litlar lík- ur voru taldar á að það tækist eftir bardagana. Utanríkisráðherr- ann hafði áformað að heimsækja héraðið í gær en varð að hætta við það. Forseti Azerbajdzhans, Ayaz Mutalibov, frestaði fyrirhugaðri för sinni til Finnlands vegna ástandsins í Nagorno-Karabak. Levon Ter-Petrosjan, forseti Arm- eníu, sendi George Bush Banda- ríkjaforseta og leiðtogum 13 ann- arra ríkja áskorun um að Samein- uðu þjóðirnar skærust í leikinn, til að mynda með því að senda friðargæslusveitir til héraðsins. Forkosningar í Bandaríkjunum: Utkoman í Suður-Dakota talin mikið áfall fyrir George Bush Var eini frambjóðandi repúblikana en þriðjungur kjósenda snerist gegn honum Sioux Falls, Los Angeles. Reuter. NIÐURSTOÐUR forkosninga bandarísku stjórnmálaflokkanna í Suður-Dakota í fyrradag eru túlkaðar sem áfall fyrir George Bush Bandaríkjaforseta. Var hann raunar einn í framboði fyrir repúblik- ana en næstum þriðjungur kjósenda lét í ljós óánægju sína með efnahagsástandið og kaus menn, sem ekki hafa gefið kost á sér. Hjá demókrötum bar Bob Kerry, öldungadeildarþingmaður fyrir Nebraska, sigur úr býtum og er nú staðan þar sú, að cnginn einn hefur tekið forystuna í forkosningaslagnum. þriðju þeirra ætla ekki að kjósa hann í nóvember verði hann fram- bjóðandi repúblikana. Margt bendir einnig til, að Bush muni ekki sigra í Kaliforníu í forsetakosningunum og það vakti athygli fyrir nokkrum dögum þegar Bush efndi til fjáröfi- unarfundar í ríkinu, að Ronald Reagan, fyrrum forseti, mætti ekki til leiks. Hafði'dagblaðið The Wash- ington Post það eftir vini Reagans, að forsetinn fyrrverandi hefði sagt, að „Bush virtist ekki hafa neitt til málanna að leggja". Hjá demókrötum sigraði Bob Kerry eins og fyrr segir með 40% atkvæða og næstur honum kom Tom Harkin, öldungadeildarþing- maður fyrir Iówa, með 26%. Bill Ráðgjafar Bush' sögðu um úrslit- in í Suður-Dakota, að „sigur væri sigur“ en fréttaskýrendur segja, að þau séu alvarleg viðvörun og sýni, að óánægjan, sem braust út í New Hampshire þar sem Pat Buchanan fékk 37% atkvæða, sé ekki bundin við neinn einn stað, heldur öll Bandaríkin. Enginn efast um, að Bush verði forsetaframbjóð- andi Repúblikanaflokksins en verði niðurstaðan þessu lík í öðrum ríkj- um mætir hann allt annað en sterk- ur til leiks í kosningunum 3. nóvem- ber. I skoðanakönnun, sem ABC- sjónvarpsstöðin gerði meðal þeirra kjósenda í Suður-Dakota, sem ekki kusu Bush, kom fram, að tveir Keuter George Bush Bandaríkjaforseti og forveri hans í embættinu, Ron- ald Reagan, ásamt eiginkonum þeirra, Nancy Reagan og Barbara Bush, á hcimili Reagan-hjónanna. Haft hefur verið eftir Reagan að Bush eigi í vandræðum-í forkosningunum vegna þess að hann hafi „ekki neitt til málanna að leggja“. Clinton, ríkisstjóri í Arkansas, var Tsongas sigraði í New Hampshire þriðji með 19% og Paul Tsongas, og Maine en ýmislegt bendir til, fyrrum öldungadeildarþingmaður að hann hafi ekki mikið fylgi utan fyrir Massachusetts, með 9%. Nýja Englands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.