Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1992 Erlend fjárfesting í atvinnurekstri: Óbein eignaraðild í sjö útgerð- ar- og fiskvinnslufýrirtækjum Ríkislögmanni falið að kanna hvort um brot á lögum sé að ræða Sjávarútvegsráðherra hefur nýlega farið þess á leit við embætti rikislögmanns að það láti i ljós skoðun sína á því hvort óbein erlend eignaraðild í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum brjóti í bága við lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, og til hvaða aðgerða eigi að grípa reynist svo vera. Viðskiptaráðuneytinu hafa borist upp- lýsingar um erlenda eignaraðild með óbeinum hætti í sjö útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum, og er þá miðað við eignaraðild sem tilkom- in er eftir að ofangreind lög tóku gildi 25. mars í fyrra. Fyrirtækin sem um ræðir eru Grandi hf., Útgerðarfélag Akureyringa hf., Skag- strendingur hf., Þormóður rammi hf., Haraldur Böðvarsson hf., Hrað- frystihús Eskifjarðar og Sildarvinnslan hf. í Neskaupstað. Kristinn syng- ur í Mattheus- arpassíunni KRISTINN Sigmundsson söngvari kemur hingað til lands um pásk- ana til að syngja Mattheusarpass- íuna með Kór Lanjgholtskirkju. Auk Kristins taka Olöf Kolbrún Harðardóttir, Björk Jónsdóttir, Michael Goldthorp og Bergþór Pálsson þátt í flutningnum. í frétt frá kórnum segir að það hafi verið fyrir tilviljun að stjórnandi hans hringdi í Kristin rétt eftir að hann hafði fengið bréf um að tónleik- um, sem hann átti að syngja á í Hollandi á sama tíma, hafði verið aflýst. Samkvæmt upplýsingum viðskipt- aráðuneytisins er hin óbeina erlenda eignaraðild í Granda hf. og Útgerð- arfélagi Akureyringa hf. til komin með þeim hætti að fyrirtækið Pictet Gestion S.A. keypti nýlega hlut í Hampiðjunni hf. og einnig í Hluta- bréfasjóðnum hf., en bæði þessi fyr- irtæki áttu fyrir eignarhluta í Granda hf. og ÚA. Hin óbeina eignaraðild í Skag- strendingi hf. er til komin með þeim hætti að Skeljungur hf., sem að hluta til er í eigu erlendra aðila, eign- aðist hlut í Skagstrendingi hf. eftir 25. mars síðastliðinn, og einnig hef- ur Olíuverslun Islands hf., sem líka er að hluta til í eigu erlendra aðila, aukið hlut sinn í Skagstrendingi hf. eftir 25. mars. Þá er Hlutabréfasjóð- VEÐURHORFUR í DAG, 27. FEBRÚAR YFIRLIT: Um 400 km vestur af Snæfellsnesi er 968 mb lægð sem hreyfist lítið og grynnist en smálægð skammt út af Vestfjörðum þokast norður. Um 1.400 km suður í hafi er mjög vaxandi lægð sem fer allhratt norðnorðaustur og mun fara norður meö Austfjörðum síðdegis á morgun. Frost verður áfram um mestajlt land, viðast 1-5 stig. SPA: I nótt litur út fyrir s- og sv-átt um mestallt landið með allhvössum éljum sunnanlands og vestan en björtu veðri norðaustanlands. A morgun lægir dálít- ið og dregur llklega úr éljum vestantil, um landið austanvert má buast við mjög vaxandi n-átt með.snjókomu, gæti iafnvel orðiö ofsaveður um tíma síðdeg- is austast á iandinu. A austanverðu N-landi lltur út fyrir hvassa nv-átt og snjókomu með kvöldinu en annað kvöld léttir til með hvassri v-átt á A-landi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Vaxandi suðaustanátt, víða hvöss með snjókomu og síðan sJyddu eða rigningu sunnan- og vestanlands er líður á daginn, en áfram úrkomulítiö norðaustanlands. Hlýnandi veður i bili. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðvestanátt og kólnandi veður. Él sunnan- og vestanlands, en léttir til norðaustanlands. Svarsimi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. O tfk ö Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað / / / * / * *** / / * / * * // / / * / *** Rigning Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V 'v' V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindðrín sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐ A VEGUM: Á Suður- og Vesturlandi hefur gengið á með mjög dímmum éljum í dag, og Veðurstofan spáir áframhaldandi éljagangi í kvöld. Fært er með suöurströnd- inni austur á Austfirði. Fært er um Snæfellsnes i Dali og þaðan til Reykhóla. Þá er fært frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og þaöan til Bíldudals. Á Vestfjörö- um er fært um Botns- og Breiðdalsheiðar og inn í ísafjarðardjúp. Fært er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur, en Steingrímsfjarðarheiði er aðeins fær fyrír jeppa og stærri bíla. Greiðfært er norður til Siglufjaröar og Akureyrar, og þaöan um Þingeyjarsýslur með ströndinní til Vopnafjarðar. Fært er fyrir jeppa og stærri bila um Mývatns- og Möörudalsöræfi, og vegir á Austurlandi er yfir- leitt færir. Vegagerðin VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma tíltl veður Akureyri 0 skýjað Reykjavik 0 *o # ! Bergen 5 rígn. 6 síð. klst. Helsinki 5 láttskýjað Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq vantar Nuuk 4-23 léttskýjaö Ósló 2 súld Stokkhólmur 0 skýjað Þórshöfn vantar Algarve vantar Amsterdam 8 þokumóða Barcelona vantar Berlín 7 skýjað Chicago vantar Feneyjar vantar Frankfurt 7 mistur Glasgow 8 hálfskýjað Hamborg 4 þokumóða London 10 mistur Los Angeles vantar Lúxemborg 8 skýjað Madríd 9 lágþokublettir Malaga 18 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Montreal vantar NewYork vantar Ortando vantar Parls 11 hálfskýjað Madeira 17 léttskýfað Róm 16 skýjað Vín 8 skýjað Washlngton vantar Winnipeg vantar urinn hf., sem Pictet Gestion S.A. á hlut í, einnig hluthafí í Skagstrend- ingi hf. Á sama hátt er hin óbeina erlenda eignaraðild í Þormóði ramma hf. og Haraldi Böðvarssyni hf. komin til, en Hlutabréfasjóðurinn hf. er hluthafi í báðum þessum fýrir- tækjum. Hvað Hraðfrystíhús Eskifjarðar og Síldarvinnsluna hf. í Neskaupstað varðar, þá er hin óbeina erlenda eignaraðild komin til með þeim hætti að Olíuverslun íslands hf., sem eins og fyrr segir er að hluta til í eigu erlendra aðila, hefur aukið hlut sinn í þessum fyrirtækjum eftir 25. mars síðastliðinn. Að sögn Áma Kolbeinssonar, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu, er ekki reiknað með því að álit ríkislögmanns liggi fyrir alveg á næstunni vegna anna í mál- flutningi hjá embætti ríkislögmanns. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ: Otækt að erlendir aðilar eignist hlut í útgerð hérlendis KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir ótækt að erlendir aðilar eignist hlut í íslenskum sjávar- útvegsfyrirtækjum. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri í meginatriðum sammála lögfræðilegri álitsgerð Gests Jónssonar sem vitnað var til í blaðinu í gær og kveðst vera sáttur við þá skilgreiningu lögmannsins að það sem hafði gerst í fjárfest- ingu erlendra aðila fyrir 25. mars í fyrra geti staðið, en taka beri á því sem gerst hefur eftir það, „enda lögin afdráttarlaus hvað það varðar,“ sagði Kristján. „Það er ótækt að mínu mati að erlendir aðilar eignist hlut í íslensk- um sjávarútvegsfyrirtækjum. Maður getur sagt sem svo að það skipti litlu máli að einhver lítill hlutur sé í eigu útlendinga í gegnum eitthvert þriðja fyrirtæki, sem væri svo eigandi að hluta í öðru, en ég held að svo marg- ir fyrirvarar kæmu upp í því sam- bandi að mjög erfitt yrði um vik,“ sagði Kristján. I því sambandi sagði hann að spurt yrði hvert slíkt hlutfall ætti að vera, hversu mörg þannig fyrir- tæki mættu vera í einu fyrirtæki og svo framvegis. „Eftir því sem ég hef leitt hugann að þessu, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegast og æskilegast væri að framfylgja lög- unum eins og þau eru og útiloka frekari erlenda eignaraðild en þegar er orðin,“ sagði Kristján. Kristján kvaðst í sjálfu sér ekki telja þá erlendu eignaraðild sem þegar var fyrir hendi við gildistöku laganna 25. mars í fyrra til skaða, því hún væri svo óveruleg. „En það er betra að byrgja brunninn áður en bamið er dottið ofan í hann, ef maður er þeirrar skoðunar sem ég er, að erlendir aðilar eigi ekki að geta eignast hlut í okkar mikilvæg- ustu atvinnustarfsemi, sjávarútveg- inum á Islandi," sagði Kristján. „Lögin eru mjög afdráttarlaus í þessum efnum og ef menn ætla ekki að framfylgja því sem í þeim stend- ur, þá held ég bara að menn verði að breyta lögunum. Hins vegar hef ég ekki trú á því að það sem hefur gerst hvað varðar fjárfestingu er- lendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækj- um, sé ásælni inn í íslenskan sjávar- útveg, en það gæti alveg gerst að útlendingar myndu hefja slíka sókn ásælni, og hættan felst í því. Þess vegna eigum við ekki að heimila þetta," sagði Kristján. Kristján kvaðst telja að sjávarút- vegsráðuneytið gerði sér grein fyrir að við svo búið gæti ekki staðið leng- ur. „Það verður að ganga í að taka afstöðu í þessu máli og fylgja lögun- um eftir, því annars fer þetta út um víðan völl,“ sagði Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ. ------» ♦ ♦------ 16 ára ölv- aður á stol- inni bifreið LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv- aði ökuferð ungs pilts um götur borgarinnar um kl. 3.30 í fyrri- nótt, þar sem ýmislegt þótti at- hugavert við aksturslagið. I ljós koma að drengurinn, sem er 16 ára, var undir áhrifum áfeng- is. Bílinn hafði hann tekið í leyfís- leysi hjá móðui' sinni. Framkvæmdalán vegna félagslegra íbúða: Akvörðun um lánveit- ingar um miðjan mars YNGVI Örn Kristinsson, formað- ur húsnæðismálastjórnar, segir minnkandi líkur á að takist að afgreiða framkvæmdalán vegna byggingar eða kaupa um 500 félagslegra íbúða í þessum mán- uði en nú sé stefnt að því að hægt verði að taka ákvörðun um lánveitingar um miðjan mars. Yngvi segir að ástæðan sé fyrst og fremst sú, að enn hafí ekki tek- ist að ganga frá samningum við lífeyrissjóðina um fjármögnun út árið en lánsfjárþörf Byggingarsjóðs verkamanna til að mæta útgreiðsl- um vegna félagslega íbúðakerfísins á árinu er rösklega fimm milljarðar kr. Lífeyrissjóðirnir sömdu við Hús- næðisstofnun í janúar um skulda- bréfakaup fyrir um þrjá milljarða vegna fyrsta ársfjórðungs, sem fór í að að ljúka óafgreiddum lánslof- orðum úr húsnæðiskerfínu frá 1986.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.