Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1992 Verð frá: 1.548.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 — 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 (H) í í URVALI FYRIR: • Verktaka____________ • Fiskeldi____________ • Skip/báta___________ • Frystihús___________ • Sumarhús____________ • Sundlaugar__________ • Skolpkerfi__________ • Skrúógarða__________ • Áhaldaleiqur O.fl. o.fl. Ráðgjöf - Sala - Þjónusta! Einkaumboð á íslandi: Skútuvogur 12A ■ 0 812530 <@> BOSCH Bor og brotvélar GBH 745 DE Bor/brotvél 880 W. Borar í stein allt að 45 mm. Stiglaus rofi. Þyngd aðeins 7,5 kg. Bor/brotvél 1100 W. Borar í stein allt að 50 mm. Þyngd 12,5 kg. Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Símí: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt Af umboðsmanni al- mættísins á Islandi eftirAgnesi Bragadóttur Sá sem leyfir sér að leggja til atlögu í ræðu eða riti gegn kreddum og ofstæki verður að vera viðbúinn heiftarlegum viðbrögðum, kreddu- og ofstækismanna. Þessu gerði ég mér mætavel grein fyrir, þegar ég rabbaði lítillega um Krossinn og of- stæki þeirrar trúarklíku hér í Lesbók Morgunblaðsins sl. laugardag. Ég hafði á hinn bóginn ekki gert mér í hugarlund, að ég kæmi til með að standa í þeim sporum, sem ég nú stend - þ.e. að sjá mig tilneydda til þess að svara Krossins mönnum, eða sjálfum foringja þeirra Gunnari Þor- steinssyni. Ég er enda staðráðin í því að þetta verður mitt eina svar, því ef það er eitthvað sem ég ekki nenni, þá er það að skrifast á við Krossins menn og þeirra líka. Enn síður nenni ég að sækja sam- kundur þeirra Krossins manna, þrátt fyrir fallegt boð forstöðumannsins í hinu „kristilega" greinarkomi til mín hér í blaðinu í gær. Satt best að segja er mér til efs að Krossinn og forstöðumaður hans Gunnar Þor- steinsson, séu í stakk búnir til þess að koma á stefnumóti mínu við frels- arann Jesúm Krist, eins og upp á var boðið í áðumefndu greinarkorni, enda hef ég aldrei heyrt að þeir hefðu eitthvert úthlutunarvald frá almætt- inu í þessum efnum. Það væri nú svo sem eftir öðru að þeir teldu sig hafa einkarétt á almættinu. Þótt ég sé ekki gefin fyrir það að bera trú mína á torg, má ég til með að greina þeim Krossins mönnum frá því að án þeirra milligöngu, hef ég iðulega átt stefnumót við hið góða, sem er að vísu ekki jafn niðumjörvað og skilgreint í mínum huga og það virðist vera hjá þeim Krossins mönn- um. En það er hluti af því frelsi, sem mér er svo dýrmætt, að mega eiga minn Guð fyrir mig, hitta hann þar sem mér finnst ég geta fundið hann, upplifa nærvem hans á minn hátt, en láta ekki skammta mér, eins og skít úr hnefa einhveija Guðsómynd, eins og mér virðist þeir Krossins menn hafa tilhneygingu til að gera. „Frelsarinn" sem Gunnar Þorsteins- son ræðir um í „lofgjörð“ sinni til mín hér í blaðinu í gær, á fátt ef nokkuð skylt með þeim frelsara sem fyrir hartnær 2000 árum boðaði fyr- irgefningu syndanna: „Sá yðar sem syndlaus er...“, líknaði sjúkum og mettaði hungraða. Frelsarinn sem við Gunnar Þorsteinsson lærðum um í Breiðagerðiskólanum fyrir 30 árum eða svo kenndi hvorki lærisveinunum né öðrum sem hann boðaði fagnaðar- erindið að leiðin að hjarta föðurins og faðmi væri fólgin í bölbænum yfir þeim sem ekki væru þessu síð- ari tíma fyrirbæri, Krossinum, þóknanlegir. Einhvers staðar hefur inntakið heldur betur skolast til hjá þeim Krossins mönnum. Raunar er það mér nánast feimn- ismál að viðurkenna fyrir þeim Krossins mönnum að ég á dágott með að komast í tæri við hið góða og guðlega, með því einu að renna mér á skíðum í fögrum Bláfjallahlíð- um, eins og ég gerði daglangt sl. laugardag. Nú er bara að bíða og sjá hvort Krossins menn ráðast nokk- uð í þá bænagjörð að biðja mér bein- brots á skíðum! Ekki veit ég hvort það er meiri léttir fyrir mig eða Bryan Adams að heyra að Krossins menn hafa „aldrei fett fingur út í Bryan Adams eða gert athugasemdir við framkomu hans með einum eða neinum hætti.“ Við Bryan ættum sjálfsagt bæði að varpa öndinni léttar, því samkvæmt þessum upplýsingum forstöðumanns safnaðarins hafa líkumar á því að Bryan gefi upp öndina í bráð minnk- að stórlega. Bölbænir Krossaranna náðu sem sagt einvörðungu til Ozzy litla Os- borne, sem fyrirbyggjandi ráðstöfun fyrir næsta haust, og svo til Kapla- krikatónleikanna í fyrrasumar, sem stórsköðuðu ekki íslenska æsku, vegna handleggsbrots popparans „vonda“ og fjarveru af þeim sökum. Rétt er að segja nokkur orð um eðli fréttamennsku og Rabbs Lesbók- ar vegna hlýlegra orða Gunnars í minn garð af þessu tilefni, þar sem hann segir m.a. :„Agnes, þú hefur svikið sannleikann. Skrif þín get ég ekki skilið öðruvísi en að þú veljir að svíkja frelsara þinn og þú svíkur stétt þína. Blaðamaður eða fréttamaður ber mikla ábyrgð. Siðlaus og óábyrg fréttamennska er að verða að plágu í landi okkar. Það þarf sterka siðferð- isvitund og góðan skammt af heil- brigðri skynsemi til að standa vel undir starfsheiti fréttamanns. Þig skortir verulega á í hvoru tveggja en ég skora á þig að bæta þig og taka þig á. Góð byijun hjá þér væri að taka á móti Jesú Kristi sem frels- ara þínum og koma á samkomu hjá Krossinum,...“. Það er rétt hjá Gunnari að ég starfa sem fréttamaður hjá Morgun- blaðinu, en því starfi mínu er ég alls ekki að sinna, þegar ég á nokkurra vikna fresti rabba í Lesbók í þættin- um Rabb. Eins og þáttarheitið ber með sér, er þar ekki um frétta- mennsku að ræða, heldur vangavelt- ur, hugleiðingar og hvað eina, sem viðkomandi Rabbari telur þess virði að rabba um hveiju sinni. Hvað sjálfa mig áhrærir gæti þátturinn allt eins heitið „Með ailt á hornum mér“, „Röfl og rell“, „Pælingar" „Hugljó- mun“ eða „Innblástur" allt eftir því hvers konar hugleiðingar sækja á mig þegar skiladagur Rabbsins nálg- ast. Mér fínnst gott að hafa frelsi það sem Rabbformið veitir mér til þess að velta vöngum um h'fið og tilveruna, glóruna og glóruleysið, svona einstaka sinnum, án þess að vera jafnbundin við staðreyndimar hver, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna, og ég alla jafna er sem frétta- maður. Það er rétt hjá forstöðumanni Krossins að það þarf sterka siðferð- isvitund og góðan skammt af heil- brigðri skynsemi til að standa vel undir starfsheiti fréttamanns. Hins vegar tel ég hann þess ekki umkom- inn að úthluta slíkum eiginleikum til annarra, ekki fremur en almættinu, og dreg því stórlega í efa að hans „lækning" þ.e. að mæta á samkundu hjá Krossinum auki heilbrigði skyn- seminnar eða skerpi siðferðisvitund samkundugesta. Vonandi skilur forstöðumaður Krossins nú þann eðlismun sem er á fréttamennsku og Rabbi í Lesbók, og geri hann það, þá sér hann von- andi einnig að staðhæfing hans um að ég hafí svikið sannleikann, frels- Agnes Bragadóttir ara minn og stétt mína fær hvergi staðist. Að lokum þetta til forstöðumanns- ins, í tilefni þessara orða hans: „A ég að þegja þunnu hljóði og neita að upplýsa þá sem spyija aðeins af því ég fer í taugarnar á Agnesi og hennar líkum í skoðanalögreglunni?" Nei, það á foringi Krossins ekki að gera, að minnsta kosti ekki ef ég fæ nokkru ráðið. En ef forstöðumað- urinn vildi vera svo vænn og hug- leiða helsta inntakið í Rabbi mínu nánar, þ.e. að skoðanir hans á létt- geggjuðum poppurum geta á engan hátt talist fréttnæmar, og hans pers- óna og skoðanir í þessum efnum rísa engan veginn undir því að vera efni í frétt í aðalfréttatíma annarrar sjón- varpsstöðvarinnar, þá vonandi sér hann og skilur, að ég var miklu frem- ur að velta vöngum yfir þeim vanda sem okkur er stundum á höndum, þegar lítið er í tíðindum, heldur en boðskap hans, sem ég þó hef vegið og léttvægan fundið. Það var blessuð gúrkutíðin sem opnaði honum leið inn í ljósvakamiðilinn, en ekki sá boð- skapur sem hann hafði fram að færa. Skoðanafrelsi höfum við öll, sem betur fer, og þar með hef ég frelsi til þess að hafa skoðun á skoðunum Krossins manna. Slíkt gerir mig ekki að „skoðanalögreglu" og leyfír mér enn frelsi til þess að ætla að mín skoðun sé svo óumræðilega umburð- arlyndari og skynsamlegri en skoðun Krossins manna. Hvar værum við fréttamennimir líka staddir í gúrku- tíðinni illræmdu, ef við gætum ekki leitað á náðir Krossins manna, eða annarra boðbera ofstækis, kredda og fávisku þegar svo ber undir? Höfundur er blaðamaður Alþjóðamálastofnun Háskóla ís- lands hefur gefið út tvö ný rit og nefnist annað þeirra Hin sameig- inlega sjávarútvegsstefna Evr- ópubandalagsins og er eftir Ketil Sigurjónsson lögfræðing. Hitt rit- ið heitir Þróun og þróunaraðstoð og er eftir Jón Orm Halldórsson lektor. I ritinu Hin sameiginlega sjávar- útvegsstefna Evrópubandalagsins er m.a. ljallað um hvað felist í hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, hvaða reglur gildi um hana og með hvaða skilyrðum skip EB-þjóðanna geti veitt í hinni sameiginlegu fisk- veiðilögsögu bandalagsins. Auk þess er í stuttu máli gerð grein fyrir helstu lagaákvæðum sem gilda um þessi efni. Ketill Siguijónsson segist komast að þeirri niðurstöðu í riti sínu að íslendingar þurfí ekki verulega að óttast sjávarútvegsstefnu Evrópu- bandalagsins eins og hún sé í dag. Hann segir þetta rit sýna hvernig sjávarútvegsstefnan líti út í dag en erfítt sé að spá um hvaða breytingar það hefði í för með sér ef Islending- ar gerðust aðilar að Evrópubanda- laginu og því sé þetta nokkurs kon- ar viðmiðun. Hitt ritið nefnist Þróun og þróun- araðstoð og er skrifað af Jóni Ormi Halldórssyni lektor. Þar rekur hann m.a. þá kreppu sem nú ríkir í vest- Stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla íslands og höfundar ritanna. Frá vinstri: Gunnar Gunnarsson sendifulltrúi, en hann er varaformaður stofnunarinnar, Gísli Ágúst Gunnarsson lektor, Jón Ormur Halldórsson lektor, Gunnar G. Schram prófessor, sem jafnframt er formaður stofnunarinnar, Ketill Sigurjónsson lögfræðingur og Guðmundur Magnússon prófessor. Gunnar Helgi Kristinsson, lektor, er ritari í stjórninni, en var fjarverandi er myndin var tekin. rænum heimi í þróun og þróunarað- stoð. Þetta er jafnframt fyrsta al- menna úttektin á þróunaraðstoð sem kemur út hér á landi. Jón Ormur segir ritið ekki vera um íslenska þróunaraðstoð með beinum hætti heldur fjalli það al- mennt um þróunaraðstoð í heimin- um, svo sem greiningu á leiðum og hugmyndagrunni og mat á því hvernig til hafí tekist í slíkri aðstoð. Hann segist koma með nokkrar al- varlegar viðvaranir við þróunarað- stoð því að í heildina hafí hún mis- tekist og víða hafí hún fremur verið til ills en góðs. Þetta sé því tilraun til að setja fram almenn sannindi um hvenær slík aðstoð tekst og hvenær hún misheppnast. Hann seg- ir jafnframt að mörg dæmi sýni að þróunaraðstoð geti gengið ef rétt sé að henni staðið. Alþjóðamálastofnun Háskólans, sem var stofnuð árið 1990, er vísind- aleg rannsókna- og fræðslustofnun sem heyrir undir háskólaráð og að henni standa allar deildir Háskólans. Hlutverk stofnunarinnar er að vera vettvangur rannsókna og fræðslu um alþjóðamál. Alþjóðamálastofnun Háskóla íslands: Rit um útvegsstefnu EB og þróunaraðstoð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.