Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992 Nýskipan sjúkrahúss- þjónustu í Reykjavík eftir Jóhannes Gunnarsson í Morgunblaðinu 23. febrúar sl. er gerð nokkurs konar úttekt á hinu svokallaða sameiningarmáli sjúkra- húsa í Reykjavík undir fyrirsögninni „Þvingað hjónaband". í samantekt blaðamannsins eru all langar tilvitn- anir í ónafngreindan heimildamann eða menn og verður lesandi að geta sér til um úr hvaða huldusteini talað er. I þessum tilvitnunum eru fjöl- margar fuliyrðingar sem þarfnast útskýringa eða leiðréttinga. Sameining Borgarspítala og Landakotsspítala Undir millifyrirsögninni „Rangur og dýr kostur“ talar andinn úr stein- inum um hugsaða sameiningu Borg- ar- og Landakotsspítala. Þar segir: 1) „Efasemdir eru uppi um hvort kostnaðartölur séu raunhæfar og hvort fyrirhuguð sameining muni í reynd leiða til sparnaðar," 2) „m.a. í ljósi þess að með sam- einingunni er gert ráð fyrir fjölgun sjúkrarúma en ekki fækkun,“ 3) „endurráðningu alls þess starfsfólks sem sagt hefur verið upp,“ 4) „þróun nýs háskólasjúkra- húss“, 5) „uppbyggingu dýrrar, sér- hæfðrar þjónustu sem þegar er fyrir hendi á Landspítala og tvöföldun á ýmsum þjónustuúrræðum". Enn- fremur: 6) „Þeir sem gengið hafa hvað harðast fram í að þvinga þessa sam- einingu í gegn, hafa valið rangan og dýran kost.“ Að lokum: 7) „Afar undarlegt er hversu fáir starfsmenn sjúkrastofnana hafa stutt þessa sameiningu á opinberum vettvangi.“ (Tölusetningar í texta eru mínar.) Hér er mikið fullyrt. Mun ég nú reyna að svara þessum staðhæfing- um lið fyrir lið. 1) Kostnaður — sparnaður Fram hefur komið að íjárfesting- arþörf við sameiningu Borgar- og Landakotsspítala sé nærri 1 milljarð- ur. Minni hluti þessarar fjárhæðar er beinlínis vegna sameiningarinnar sjálfrar. Aldrei hefur staðið annað til en að byggingu B-álmu Borgar- spítalans verði lokið. Áætlun fjár til þessa er 410 milljónir. Hluta þessara framkvæmda verður ekki frestað öllu lengur ef komast á hjá stórskemmd- um á byggingunni þar sem þak henn- ar er enn ógert. Burtséð frá samein- ingu er áformað að endurbæta skurð- stofur á Bsp. og var raunar þegar hafist handa áður en sameininga- rumræða fór af stað í ágúst sl. Óhjá- kvæmilegar endurbætur á röntgen- deild Bsp. eru einnig reiknaðar sem stpfnkostnaður. Samanlagt er því um að ræða 560-580 milljón króna fjár- festingu, sem er óháð ákvörðun um sameiningu. Raunverulegur kostnað- ur við sameininguna er því aðeins u.þ.b. 400 milljónir. Samkvæmt áætl- un nefndar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að kanna mögulega sam- einingu Borgarspítala og Landa- kotsspítala sparast 290-310 milljónir á ári þegar stofnframkvæmdum er lokið. Það er augljóst að slík fjárfest- ing skilar meiri arði en flestar fjár- festingar síðari ára. 2) Fjölgun sjúkrarúma Samkv. áætlun nefndarinnar er gert ráð fyrir 58 rúma fjölgun til að sinna bráðasjúklingum í húsnæði hins sameinaða spítala í Fossvogi. Þessari rúmaaukningu er ætlað að sinna bráðahlutverki sem sinnt hefur verið í 120-130 rúmum á Lkt., eða fækkun um 62-72 rúm. Á móti er gert ráð fyrir ljölgun plássa í saman- lögðu húsnæði hins nýja spítala um 34 rúm fyrir langvistunarsjúklinga. Heildarfækkun plássa er því 28-38. Vantalin eru þá 24-34 dagvistunar- rými sem gert er ráð fyrir í áætlun nefndarinnar. Fuilyrðingin um auk- inn kostnað vegna ijölgunar rúma er því á misskilningi byggð. Hins vegar er hlutfall aldraðra aukið þótt það leysi því miður engan veginn þann skort á vistunarrými sem aldr- aðir búa við. Þá leið sem nefnd heil- brigðisráðherra hefur bent á varð- andi nýtingu húsnæðis er að sjálf- sögðu hægt að endurskoða eftir því sam hagkvæmt þykir á hveijum tíma, en nýting húsnæðis h'kt og nefndin hefur stungið upp á er fram- kvæmanleg, ef eingöngu er verið að hugsa um hagsmuni sjúklinga. 3) Endurráðning Þar sem hlutdeild launa í rekstri sjúkrahúsa var u.þ.b. 70% verður 300 millj. kr. sparnaði vart náð án lækk- unar launaútgjalda. Það þarf þó ekki að þýða að fólki sé sagt upp í stórum stíl, því hinni raunverulegu samein- ingu var ætlað að taka 3-4 ár, skv. nefndaráliti. Hreyfíng starfsfólks sjúkrahúsa er nærri 20% á ári, þó misjafnt eftir stéttum. Með fækkun endurráðninga er því hægt að aðlaga fjölda starfsfólks að þörfum. Lækkun launaútgjalda næst einn- ig með einföldun á vöktum svo sem lækna, röntgentækna, meinatækna, starfsfólks á skurðstofum, tækni- og iðnaðarmanna. Einnig má ætla að hagræðing náist með sameiningu á saumastofum, dauðhreinsun, þvotta- húsum o.s.frv. Örðugt er að áætla sparnað á þessum þáttum í krónum, en telja má víst að hann verði umtals- verður. 4) Þróun nýs háskólasjúkrahúss Bæði Borgarspítali og Landa- kotsspítali gegna nú mikilvægu hlut- verki við menntun heilbrigðisstétta og gerður hefur verið samningur við Háskóla íslands þar um. Um þróun nýs háskólasjúkrahúss er því ekki að ræða, heldur er verið að sameina tvö í eitt. 5) Uppbygging þjónustu sem fyrir er Fullyrðingu um að sameining Landakots og Borgarspítala leiði til uppbyggingar dýrrar sérhæfðrar þjónustu sem þegar er fyrir á Landspítala hefur verið slegið fram án frekari röksemda. Hvergi er gert ráð fyrir slíku í áliti nefndarinnar á vegum heilbrigðisráðuneytis. Þvert á móti hefur ráðherra áréttað að ákveðinni verkaskiptingu spítalanna skuli komið á. Fullyrðing hollenskra ráðgjafa um að tveir spítalar í Reykjavík fari í hömlulausa sam- keppni um þjónustu með tvöföldun á dýrum, sérhæfðum þjónustuúrræð- um stenst ekki, því slíkt mun krefj- ast samþykkis bæði heilbrigðis- og fj ármáiaráðuneytis. 6) Rangur og dýr kostur Tal um offjárfestingu í tækjum og búnaði hefur iðulega reynst rangt og á fáfræði byggt. Nýlegt dæmi um þess háttar óréttmæta gagnrýni kom fram þegar búnaður til aðgerða með kviksjá hafði verið keyptur á spítal- ana þijá í Reykjavík og var talið dæmi um bruðl. Sannleikurinn er hins vegar sá að spamaður í legudög- um greiðir upp fjárfestinguna á u.þ.b. tveimur mánuðum á Borgar- spítala! Þá er ótalinn sparnaður sam- félagsins sem hlýst af mun styttri fjarvist sjúklinga frá vinnu. Annað minnisstætt dæmi var gagnrýni á að tvö tölvusneiðmyndatæki væru keypt til landsins. Nú gera þijú slík tæki í Reykjavík ekki meira en að anna raunverulegri þörf, en samhliða fer öðrum, erfiðari og hættulegri rannsóknaraðferðum fækkandi. Rétt er að benda á, að framlög ti! tækjakaupa og endurnýjunar hafa að mati forráðamanna allra spítal- anna verið háskaleg lág að undan- Jóhannes Gunnarsson „Með sameiningu Borg- arspítala og Landa- kotsspítala sparast 290-310 milljónir á ári þegar stofnfram- kvæmdum er lokið.“ förnu, eða aðeins 2-3% af rekstr- arfé. Síst mun ljárfesting í rann- sókna- og lækningatækjum því ríða efnahag landsmanna að fullu. 7) Opinber umræða Sem svar við þeirri gagnrýni, að fáir hafa tjáð sig á opinberum vett- vangi um kosti sameiningar, má benda á að málið er mjög flókið, sérhæft og viðkvæmt. Þeir sem að málinu stóðu af hálfu Borgarspítal- ans, töldu umræður innan og milli viðkomandi stofnana hentugri vett- vang til skoðanaskipta fremur en fjölmiðla. Valkostir Eftír sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala yrðu hér tvö sjúkrahús svipuð að stærð og því hæf til samanburðar. Það er reginmunur á þeirri hömlulausu samkeppni um íjármagn sem spáð hefur verið milli þessara sjúkrahúsa og eðlilegum samahburði sem hvetur starfsfólk til Menntaskólar, fjöl- brautaskólar og MH eftir Björn Bergsson Tilefni þessara skrifa er grein eft- ir Hrafn Sveinbjarnarson í Morgun- blaðinu 14. desember sl. sem var svar við grein minni í Morgunblaðið nokkru áður. Ekki finnst mér ástæða til að svara öllum þeim rangfærslum og/eða misskilningi sem í grein Hrafns er að finna. Mér reyndari menn segja mér að slíkar ritdeilur séu í eðli sínu endalausar. Hins veg- ar fínnast mér fjögur atriði í grein hans allrar athygli verð. 1. Skiptir það máli fyrir menningu þjóðarinnar að einhverjir stundi nám í latínu og grísku? Mér skilst að menningarlegt gildi grísku stafi ekki aðeins af því að orðið skóli er dregið af gríska orðinu Skole sem merkir frítími, heldur má einnig rekja uppruna margra hefð- bundinna námsgreina skólans til Grikkja. Þess má geta að Grikkir lögðu mikla áherslu á að þroska ein- staklinginn sem persónu. Þegar Rómveijar sigruðu Grikki, tóku þeir þá sér til fyrirmyndar í menntamál- um. Á miðöldum voru skólar yfirleitt tengdir klaustrum eða dómkirkjum og því eðlilegt að þar væri latína í hávegum höfð. Stundum þróuðust háskólar upp úr slíkum skólum. Text- ar sem menn „lásu fyrir“ (sbr. fyrir- lestur) í háskólum Evrópu á miðöld- um voru á latínu og menn skrifuðu fræðitexta á latínu. Því var mjög eðlilegt að þeir skólar sem bjuggu nemendur undir nám í háskóla leggðu mikla rækt við latínunám. Vissulega er latína mikilvæg í sögu- legu samhengi og vissulega ættu stjómvöld að hafa metnað til að hlú að henni í hefðbundnum menntaskól- um. En persónulega finnst mér freistandi að líta svo á að í dag hafi enskan tekið við hlutverki hennar í undirbúning undir háskólanám og danska eða þýska við hlutverki grís- kunnar. Mér er þó ljóst að ekki eru allir sammála mér um þetta. 2. Á að stýra nemendum inn á tiltekna braut í framhaldsskóla eftir getu? Hrafn segir í grein sinni að þeir sem hafa getu til að fara í háskóla- nám eigi að fá til þess góðan undir- búning en hinir eigi að fá undirbún- ing undir annað nám. Þetta er svo sem ekki ný hugmynd. Landsprófið átti t.d. að vera einskonar skilvinda fyrir námsgetu. Eitt sinn var ég á þessari skoðun og taldi að mjög mik- ilvægt væri fyrir þjóðarhag að náms- geta nemenda væri nýtt til fullnustu líkt og hver önnur auðlind. Þetta var reyndar mjög ráðandi viðhorf í skóla- pólitík á þeim tíma þ.e.a.s. upp úr 1970 hér á landi. í dag vefst geta nemenda meira fyrir mér. Ég er sam- mála Helgu Siguijónsdóttur, náms- ráðgjafa í MK í Morgunblaðinu 14. nóvember sl. um að „skóli verði því aðeifis góður að inn í hann verði veitt þeirri hiýju sem kemur frá manniegu hjarta. Þeirri hlýju og þeim kærieika sem gefur öliu líf. “ Eg trúi því að sjálfsmynd nemandans gagn- vart eigin námi, vinnubrögð hans og áhugi á því námi sem hann er að stunda skipti í raun meira máli um gengi hans í námi en meðfædd greind hans. Ég er sammála Bergþóru Gísladóttur sérkennslufulltrúa þegar hún segir í grein i Morgunblaðinu 19. desember sl. að; „samfélagsþró- unin verði svo ör að það nægir ekki lengur _að búa sig undir eitt lífs- starf.“ I þessu samfélagi okkar, sem tekur æ örari breytingum, er óger- legt að ákveða fyrir lífstíð um 16 ára aldur hvaða starf hver og einn ætlar að stunda á vinnumarkaðnum þann tíma sem hann verður þar. Mjög líklegt er að tvítugur einstakl- ingur í dag eigi eftir að skipta um atvinnu a.m.k. tvisvar til þrisvar sinnum um starfsævina. Því er mikil- vægt að hann hafi breiðan grunn til að byggja á (s.s. stúdentspróf) ef og þegar hann þarf að endurmenntast fyrir nýtt starf. 3. Til hvers er menntaskóli? Ekki ætla ég mér þá dul að gefa endanlegt svar við þessari spurningu hér. Það svar er ekki jafn augljóst og það var á tímum landsprófsins. Ég tel í raun að það sé m.a. hlut- verk þeirrar nefndar sem ráðherra setti á laggirnar til að skilgreina stúdentsprófið. Hrafn segir i grein sinni m.a. að nemendur sem stundi hefðbundið menntaskólanám þrosk- ist í leiðinni en ef við breytum mennt- askóla í uppeldisstofnun sé verið að eyðileggja möguleika nemenda til að undirbúa sig vel undir háskólanám. Ég held að þetta sé ekki svona einfalt. Vissuléga þroskuðust margir nemendur menntaskóla hér áður fyrr í samfélagi við lærifeður og námsefn- ið. Ég held þó að þeir hafi ekki ver- ið færri sem af ýmsum ástæðum náðu ekki tökum á námsefninu og féllu eða a.m.k. fóru ekki í háskóla- nám að loknu stúdentsprófi. Spum- ingin er, nýttist þetta nám þeim eða var það tímasóun að vera í mennta- skóla? Þessi hópur hlaut að stækka þegar breiðari getuhópur kemur inn • írrienntaskólana ef ekkert er að gert. Ég tel það ekki lausn við vandanum að þrengja aftur inntökuskilyrði menntaskólanna. I fyrsta lagi höfum við lög um framhaldsskóla sem skapa ramma utan um starfsemina, þ.e.a.s. að undirbúa nemendur undir lífið, undir háskólanám, sérskóla eða starfsnám. I öðru lagi, ef skoðuð er saga mennt- askóla hér á landi kemur í ljós að þessi skólagerð hefur tekið miklum breytingum frá aldamótum. í sem stystu máli má segja að lengst fram- an af hafi aðeins verið einn slíkur skóli hér á landi (núverandi MR) með eina námsbraut. Árið 1919 var kom- ið upp stærðfræðideild við skóann. Þijátíu árum seinna eru í landinu fjórir skólar sem undirbúa nemendur undir háskólanám. Það er ekki fyrr en um 1970 sem skólum fjölgar og námsleiðum innan þeirra einnig. Það er því mjög langt síðan stúd- entsprófið hér á landi var samræmd mælieining á nám (eins og Hrafn orðar það) ef það hefur þá nokkur tímann verið það. Með tilkomu áfangakerfisskóla eins og t.d. MH eru nemendur að taka stúdentspróf í tiltekinni grein í áföngum en ekki sem eitt lokapróf í lok síðasta ársins í skólanum. Því fleiri skólagerðir sem búa nemendur undir nám á háskóla- stigi því fjölbreyttari hlýtur sá undir- búningur að vera. í þriðja lagi, í kjölfar batnandi efna- hags hér á landi eftir seinni heims- styijöldina kröfðust foreldrar auk- inna menntunarmöguleika fyrir börnin sín. Foreldrar vildu að börn þeirra fengju að njóta þeirra gæða sem þau sjálf höfðu farið á mis við. Aukin menntun var að þeirra mati augljósasta leiðin til þess. Þá var gagnfræðapróf talið góð menntun. Ég tel að í dag geri foreldrar ekki minni kröfur um menntunarmögu- leika barna sinna en þá. / fjórða lagi hafa margir sem um þessi mál hafa fjallað í auknum mæíi lagt áherslu á að öll þróun þekkingar- og tækni- sviði er ör um þessar mundir. Þvi má færa rök fyrir því að besti undir- búningurinn fyrir óvissa framtíð sé góð almenn menntun, hvort sem Björn Bergsson „í mínum huga er menntaskólinn þjóðfé- lagsleg stofnun.“ menn halda svo áfram í framhalds- nám eða út á lífsbrautina. Hér verð- ur því slegið föstu að „góð almenn menntun" sé ekki föst stærð. Hún á að búa nemendur tækjum til þess að takast á við háskólanám en ekki síður stefna að því að veita lífsfyll- ingu, búa menn undir að njóta frí- tíma, fjölskyldulífs, að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og vaxandi samstarfí við önnur lönd, sbr. EES- samninginn. Ég tel með öðrum orð- um að sjá mannskiiningur sem kem- ur fram í Aðalnámskrá grunnskóla (sjá t.d. bls. 9) eigi að móta skóla- starfið í öilu skólakerfinu, ekki bara í grunnskólanum. 4. Hver er munurinn á menntaskóla og fjölbrautaskóla? Upphaflega var hugmyndin með fjölbrautaskólunum sú að skapa nýja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.