Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992 Deilur um fóstureyðingar í Irlandi: Konur á þingi vilja rýnui lög Dyflinni. Reuter. KONUR á írska þinginu hafa hvatt til þess að lögum, sem banna írskum konum að gangast undir fóstureyðingu, verði breytt þann veg að eyðing fósturs verði heimil í undantekningartilvikum. Hart er nú deilt á Irlandi um málefni 14 ára stúlku sem borgardóm- ur Dyflinnar meinaði að leita eftir fóstureyðingu á Englandi en hún er þunguð eftir að hafa verið nauðgað af föður bestu vin- konu hennar. I gær breytti hæstiréttur Irlands úrskurði dómstóls- ins. Foreldrar stúlkunnar leituðu ásjár hæstaréttar og óskuðu eftir því að hann aflétti farbanni sem borgardómur Dyflinnar setti stúlkuna í og heimilaði henni að leita eftir fóstureyðingu í Eng- landi. Við þeirri beiðni varð réttur- inn en dómarar ákváðu að bíða með að birta lagarök sem lágu til grundvallar þeirri ákvörðun. Mary Harney, aðstoðar um- hverfisráðherra og þingmaður Framfarasinnaða lýðræðisflokks- ins, sem aðild á að stjórn sagði Færeyjar: Vínbann- inu aflétt Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FÆREYSKA þingið hefur samþykkt nýja áfengislög- gjöf, þar sem hartnær aldar gömlu banni við sölu áfengis og vínveitingum er aflétt. Ekki er Ijóst hvenær áfengis- löggjöfin gengur í gildi en að sögn Marita Peterson, sem á sæti í landstjórninni, er stefnt að því að það verði innan árs. Afengislöggjöfin er í höfuð- atriðum sniðin eftir þeirri norsku. Stofnuð verður áfeng- isverslun í eigu ríkisins, sem fær einkarétt á innflutningi og sölu á áfengi og kemur á fót verslunum víða um landið. Þá fá veitingahús vínveitingaleyfi. Nýja löggjöfin hefur verið mikið hitamál í Færeyjum. Hreyfingar bindindismanna og trúfélög hafa þar mikil áhrif og lögðu fast að þingmönnum að greiða atkvæði gegn frum- varpinu. Aðeins munaði einu atkvæði að andstæðingum lög- gjafarinnar tækist að fella hana. að rétt væri að leyfa fóstureyðing- ar í undantekningartilvikum. Kvaðst hún í sjálfu sér andvíg fóstureyðingum en menn yrðu að horfast í augu við þetta vandamál af hreinskilni og í vissum tilvikum væri eyðing fósturs skárri kostur- inn af tveimur vondum. Nora Owens, talsmaður Fine Gael, helsta stjórnarandstöðu- flokksins, sagðist myndu greiða breytingartillögu við fóstureyðing- arlöggjöfina atkvæði sitt ef hún kæmi fram. Þingkonurnar á írska þinginu vinna að því að ná sam- stöðu allra flokka um breytingar á löggjöfinni og áttu þær m.a. viðræður við Albert Reynolds for- sætisráðherra um það mál í fyrra- dag. Hann er andvígur því að efna til þjóðaratkvæðis um málið. Mary Robinson írlandsforseti vék að máli táningsstúlkunnar í ræðu í fyrrakvöld og hélt því fram að írskar konur nytu ekki jafnrétt- is. Meðan svo væri gætu þær ekki talist frjálsar með öllu. Reuter Imelda Marcos fær vegabréf Imelda Marcos, ekkja Ferdinands Marcos, fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, fékk í gær nýtt vegabréf en Corazon Aquino, forseti landsins, hafði numið fyrra vegabréf hennar úr gildi fyrir sex árum. Imelda hyggst sækja lík eiginmanns síns til Hawai og segir að það verði grafíð á fjalli í heimahéraði hans, Ilocos Norte, þar sem sést til tveggja hafa, Kyrrahafs og Suður-Kínahafs. Aquino sagði að Ferdinand Marcos yrði sýnd virðing sem sæmdi fyrrverandi forseta landsins en setti það skilyrði að Imelda tryggði að jarðarförin yrði ekki tilefni óeirða og átaka. Bush og þingið eru ósátt um Kína Washington. Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings er á öndverðum meiði við George Bush forseta um sam- skiptin við Kínverja og hefur sent honum frumvarp þar sem segir, að bestu-kjara-samningar við þá verði ekki endurnýjaðir nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Bush getur beitt neitunarvaldi gegpi frumvarpinu þar sem nokk- uð vantar á, að það njóti stuðn- ings tveggja þriðju þingmanna. Frumvarpið var samþykkt í öld- ungadeildinni með 59 atkvæðum gegn 39 og þar er þess krafist, að Kínverjar sleppi úr haldi pólitískum föngum og taki fullan þátt í að hindra útbreiðslu kjarna-, efna- og sýklavopna. Þá er einnig farið fram á, að Kínveijar virði bandarísk eink- aleyfi og höfundarrétt og láti af óeðlilegum viðskiptaháttum. Kín- veijar komust fyrst í hóp bestu- kjara-þjóða árið 1980 og síðan hafa samningarnir verið endurnýjaðir ár- lega. George Mitchell, leiðtogi demó- krata í öldungadeild, sagði, að síðan kínversk stjórnvöld hefðu brotið á bak aftur lýðræðisbyltinguna á Tian- anmen-torgi árið 1989 hefðu „engir reynt meira að gefa kínverskum stjórnvöldum virðulegan svip en Bandaríkjamenn“ en sú stefna hefði verið röng. Nú væri kominn tími til að taka upp aðra og harðari stefnu. Norski Verkamannaflokkurinn andvígur verslun með kvóta: Reynsla Islendínga af sölu aflakvóta víti til vamaðar - segir talsmaður hagsmunasamtakanna Norges Fiskarlag Ósló. Frá Guðmundi Löve, fréttaritara Morgunblaðsins. VINNUHÓPUR á vegum norska samþykkt ályktun þess efnis að sjávarútvegsráðuneytisins hefur í vetur unnið að gerð tillagna um breytt skipulag á fiskveiðum er meðal annars fælu í sér heim- ild til sölu eða leigu fiskveiðik- vóta á milli skipa. A fundi lands- stjórnar Verkamannaflokksins fyrr í mánuðinum var hins vegar sala eða leiga á fiskveiðikvóta manna á millum samræmist ekki þeirri hugmynd að auðlindin sé sameign þjóðarinar. Réttur til nýtingar hennar þyrfti því að byggjast á afnotarétti en ekki eignarrétti. í sama streng taka hagsmunasamtök sjómanna og Bandaríkin: „Bjargrá,ð“ Bush inn- antóm pólitísk aðgerð? Florída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EITT AF bjargráðum George Bush Bandaríkjaforseta til lausnar þeirri efnahagskreppu, sem hefur ríkt í Bandaríkjunum, var að lækka fyrirframgreiðslu skatta svo meira yrði eftir í umslögum launafólks á útborgunardögum og það hefði meira úr að spila - og þar með færu hjól efnahagslífsins að snúast hraðar. Forsetinn lagði áherslu á þetta atriði í stefnuræðu sinni í janúar en banda- rísk dagblöð hafa hins vegar eftir atvinnurekendum og skatt- heimtumönnum að þetta sé „innantóm pólitísk aðgerð", sem leysi ekki nokkurn vanda en valdi ríkinu og launagreiðendum miklum aukakostnaði og erfiði, auk þess sem það komi ýmsum skattgreið- endum illa þegar upp er staðið. Lækkun fyrirframgreiðslu skatta kemur til framkvæmda 1. mars og launafólk fær að meðal- tali 3,31-6,63 dollurum meira í umslög sín á viku hverri. Eftir er að sjá hver áhrif þessa lítilræð- is verða á efnahagskreppuna, en blöð eru mjög efins um að þau verði greinanleg. Hins vegar veldur þessi breyting gífurlegri fyrirhöfn og miklum kostnaðarauka hjá öllum launagreiðendum því breyta verður tölvuforritum fyrir Iaunaútreikninga. Skatt- heimtan hefur og orðið að 'láta prenta og póstsenda 62 blað- síðna leiðbeiningarbækling varðandi skattamál launþega til fimm milljóna atvinnurek- enda. Sú útgáfa og dreifing kostar milljónir dollara og til viðbótar kemur aukakostnaður launagreiðenda vegna breyt- ingarinnar. Þá mun það vera útbreiddur misskilningur á meðál launafólks að þessi breyting feli í sér lækkun heildarskatta en svo er ekki í öll- um tilvikum. „Bjargráð" forsetans fól aðeins í sér íækkun fyrirfram- greiðslu skatta en getur síðan leitt til meiri skattskuldar á uppgjörs- degi eða minni innistæðu skatt- greiðenda hjá ríkinu. útgerðarmanna, Norges Fiskar- lag, sem telja reynslu íslendinga af kvótasölu víti til varnaðar. Pál Nordenborg, upplýsingafull- trúi Verkamannaflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið að í ályktun fundar landsstjórnarinnar fælist hið eindregna álít flokksins að auðlindir væru og yrðu sameign þjóðarinnar og tók hann dæmi af tilhögun leyfisveitinga til olíu- vinnslu í Norðursjó. Að sögn Nord- enborg segir ennfremur í ályktun flokksins að verslun með kvóta myndi torvelda stjórn fískveiða og leita beri annarra leiða til að létta undir með þeim sem verst séu staddir. Jan Birger Jorgensen, aðalráð- gjafi í norska sjávarútvegsráðu- neytinu, sagði að tillögurnar, sem einnig fólu í sér heimild til samnýt- ingar á kvóta, myndu nú koma til endurskoðunar. Samnýting sem fæli í sér að nokkrir útgerðarmenn gætu sammælst um að skip eins þeirra veiddi upp í samanlagðan kvóta þeirra allra myndi í raun þýða það sama og kvótasala. Þrátt fyrir' þennan vanda standa vonir til að unnt verði að leggja tillögurn- ar fyrir Stórþingið innán skamms, að sögn Jorgensens. Jon Lauritzen, upplýsingafulltrúi Norges Fiskarlag, hagsmunasam- taka sjómanna og útgerðarmanna, sagði að samtökin hefðu alla tíð verið á móti framseljanlegum kvóta. „Það er einungis Island auk örfárra annarra landa sem reynt hafa þetta kerfi,“ sagði hann. „Að auki hefur sú reynsla sem okkur sýnist af þessu á íslandi síður en svo orðið til að hvetja okkur til að styðja slíkar hugmyndir.“ Norges Fiskarlag hafa lagt til að komið verði á fót opinberri stofnun er sjái um dreifingu á lausum kvóta. Að sögn Lauritzen hefur ráðuneytið enn sem komið er ekki svarað þeim umleitunum. ------ 4------- Spenna magnast í Bosníu ## Belgrad. Reuter. OFLUG sprenging varð í bygg- ingu Króata í Bosníu-Herzegov- ínu í fyrrinótt með þeim afleið- ingum að tólf manns særðust, þar af fjórir alvarlega. Mikil spenna er í lýðveldinu vegna þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um sjálfstæði þess sem fram fer á sunnudag. Talið er að sprengju hafi verið komið fyrir í byggingunni, sem er í eigu menningarfélags Króata í bænum Odzak í norðurhluta lýð- veldisins. Tvö sprengjutilræði höfðu áður verið framin gegn Króötum í lýðveldinu á nokkrum vikum. Serbar í héraðinu Banja Luka í norðurhluta Bosníu hafa stofnað eigið þing, sem lýsti því yfir í gær að það myndi lýsa yfir sjálfstæði ef meirihluti yrði fyrir sjálfstæði Bosníu-Herzegovínu í þjóðarat- kvæðagreiðslunni á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.