Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1992 21 Róstusamt í Albaníu AÐ MINNSTA kosti tveir menn létu lífið þegar þúsundir manna réðust inn í matvöru- verslanir og birgðaskemmur í bænum Pogradec í Albaníu í fyrradag. Var fólkið í leit að mat en svo mikill skortur er á flestum nauðsynjum í landinu að liggur við hungursneyð. Að sögn útvarpsins í Tirana, höf- uðborginni, tróðust mennirnir undir og köfnuðu í látunum en fólkið lét sem vind um eyru þjóta þótt lögreglumenn skytu af byssum sínum upp í loftið í viðvörunarskyni. Komst ekki ró á fyrr en hermenn höfðu verið kvaddir á vettvang. Ovænt verðlauna- veiting LÖNGU dáinn söngvari, ást- kær dóttir hans og 41 árs gam- alt sönglag urðu sigursælust þegar Grammy- verðlaunin voru afhent í New York í fyrrinótt. Fengu þau sjö verðlaun alls, þar á meðal fyrir bestan söng. Var hér um að ræða söngvarann Nat „King“ Cole, sem lést 1965, dóttur hans, Natalie Cole, og sönginn „Ógleymanlegt" eða „Unfor- gettable“. Var röddum þeirra feðginanna blandað saman með sérstakri tækni. Loftbrúnni lokið MATVÆLA- og lyfjafiutning- um Bandaríkjamanna til sam- veldisríkjanna lauk í gær en þeir hafa staðið yfir í tvær vik- ur. Var farið í 65 flugferðir til 20 borga en þessir flutningar voru fyrst og fremst táknrænir fyrir þá aðstoð, sem í vændum er við sovétlýðveldin fyrrver- andi. Verður hún flutt með lestum og skipum. Ella Alex- androvna Pamfílova, ráðherra í Rússlandsstjórn, sagði í gær, að leið Rússa til lýðræðis væri erfið en ekki óyfirstíganleg með hjálp góðra vina. í síðustu viku sagði rússneskur embætt- ismaður, að þörf væri fyrir milljón tonn af matvælum fljót- lega og þrjár milljónir tonna að auki á árinu. Carrington í Júgóslavíu CARRINGTON lávarður, milli- göngumaður Evrópubanda- lagsins, átti í gær viðræður við Slobodan Mil- osevic, forseta Serbíu, um hugsanlegt framhald á friðarráð- stefnunni um Júgóslavíu. Friðargæslu- lið Sameinuðu þjóðanna kemur til landsins á næstu vikum en Carrington sagði, að það eitt leysti ekki úr ágreiningi þjóðar- brotanna. Ætlar hann sérstak- lega að kynna sér ástandið í Bosníu-Herzegovínu en þar er loft lævi blandið eftir að mú- slimar og Króatar í ríkinu ákváðu að keppa eftir sjálf- stæði þrátt fyrir andstöðu serb- neska þjóðarbrotsins. Asíumenn, sem búsettir eru í New York, mótmæla mannréttindabrot- um í Kína fyrir utan aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Kína: Dagblað alþýðunnar lofar kapítalismann Peking. The Daily Telegraph. DAGBLAÐ Alþýðunnar, málgagn kínverska kommúnistaflokksins, fór lofsamlegum orðum um kapitalismann og „merkar menningarhefðir Vesturlanda" í forsíðugrein um helgina. Harðlínukommúnistar hafa haft bæði tögl og hagldir innan dagblaðs- ins frá því herinn kvað niður mót- mæli lýðræðissinna á Torgi hins him- neska friðar í júní 1989 og upp frá því hafa þeir varað við samsæri Vesturlanda um að grafa undan sós- íalismanum í Kína með friðsamleg- um hætti. í forsíðugreininni er hins vegar lögð áhersla á að sósíalisminn geti ekki þróast án aukinnar samvinnu og nánari tengsla við umheiminn. í greininni er einnig farið lofsam- legum orðum um þá efnahagslegu umbótastefnu sem Deng Xiaoping, 87 ára leiðtogi landsins, mótaði. Greinin þykir benda til þess að Deng og bandamenn hans í forystusveit kommúnistaflokksins séu nú að sækja í sig veðrið í baráttunni við harðlínuöflin. Þeir blésu til nýrrar sóknar fyrir rúmum mánuði þegar Deng kom fram opinberlega í fyrsta skipti í eitt ár og hvatti til örari og djarfari umbóta. Upp frá því hafa hvatningarorð leiðtogans enduróm- að í kínverskum fjölmiðlum en það er ekki fyrr en nú um helgina að Dagblað alþýðunnar tekur við sér. GRILLIÐ OPNAÐ EFTIR GAGNGERAR BREYTINGAR Við bjóðum gesti okkar velkomna í nýtt Grill - nýjar innréttingar, nýtt eldhús, nýr bar, nýr matseðill, nýr vínseðill og lifandi tónlist í flutningi Carls Möller fimmtudags - til sunnudagskvölds. Áfram leggjum við allan metnað í að gestir okkar njóti bestu þjónustu og frábærrar matargerðarlistar. Velkomin í nýtt Grill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.