Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 27
i(’\ ffAnflrfMif fU ‘:f If./, fIf frr./ Mfríf fitryft ft»ýl' M MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992 27 Breytt skipan og starf í Umferðarráði Stjórnarandstæðingar óttast stefnubreytingu ALLSHERJARNEFND er klofin í afstöðu sinni til frumvarps dóms- málaráðherra um breytingar á umferðarlögum, varðandi hlut- verk Umferðarráðs og yfirstjóm þess. Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra sagði í framsögu- ræðu fyrir frumvarpinu um miðj- an nóvember að hér væri um ein- falda skipulagsbreytingu að ræða sem stuðlað gæti að meira hag- ræði, festu og betri umferð- arkennslu. Stjórnarandstæðingar telja að dómsmálaráðherra hafi markað stefnu um starf og fjár- mögnun Umferðarráðs. Stefnu sem þeir séu algjörlega andvígir. Landlæknir telur fleiri úrbætur brýnar. Aukið hlutverk Frumvarpið var lagt fram 24. október og afgreitt til allsheijar- nefndar 14. nóvember. í frumvarp- inu felst að Umferðarráði er ætlað það hlutverk að hafa með höndum umsjón með ökunámi, eftirlit með ökukennslu og að annast ökupróf, undir yfirstjórn dómsmálaráðuneyt- is. Til að styrkja ráðið til að takast á við hið nýja hlutverk er lagt til að í stað framkvæmdanefndar skipi dómsmálaráðherra stjórn sem fari með yfirstjórn á starfsemi ráðsins. Skal stjórnin skipuð formanni ráðs- ins og varaformanni og auk þess þremur ráðsmönnum sem ráðherra skipi til eins árs í senn, tvo þeirra samkvæmt tilnefningu Umferðar- ráðs. Dómsmálaráðherra skipi fram- kvæmdastjóra Umferðarráðs að fengnum tillögum stjórnar þess. Skipunin má vera tímabundin. Meirihluti allsheijarnefndar skil- aði nefndaráliti í fyrradag. Meiri- hlutinn gerir tillögu um að Áhuga- hópur um bætta umferðamenningu fái sæti í ráðinu og einnig er gerð tillaga um að síðasta setning 3. gr. falli á brott en hún fjallar um að framkvæmdastjóri ráði starfsfólk í samráði við stjómina og með sam- þykki dómsmálaráðuneytisins. HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni „Dauður aft- ur“. Með aðalhlutverk fara Kenn- eth Branagh og Andy Garcia. Myndin hefst árið 1948 er tón- skáldið Roman Strauss hefur verið dæmdur til dauða fyrir að myrða konuna sína, Margaret Strauss. En síðar víkur sögunni til nútímans þar sem ung kona hefur misst minnið og veit alls ekki hver hún er. Mike Church tekur að sér að hjálpa kon- unni og birtir mynd af henni í dag- blöðum. Þá gefur sig fram maður, Franklyn Madson, sem vill hjálpa henni að fá minnið. Til þess notar hann dáleiðslu og fer með konuna aftur í tímann. En stúlkan fer ekki Stýrt í ranga átt Nefndaráliti minnihluta allsheij- arnefndar var dreift í gær. í nefnd- arálitinu segir m.a. að með frum- varpinu séu gerðar róttækar breyt- ingar á Umferðarráði, bæði lagaleg- ar og í framkvæmd; með stefnunni í fjárlögum. í 3. gr. frumvarpsins væri kveðið á um að Bifreiðaskoðun íslands hf. skuli tilnefna fulltráua í Umferðarráð í stað Bifreiðaeftirlits ríkisins. Nú liggi fyrir ákvörðun rík- isstjórnarinnar um að selja hlut ríkis- ins í þessu fyrirtæki og einnig hafi dómsmálaráðherra óskað eftir því að fyrirtækið falli frá einkarétti sín- um til bifreiðaskoðunar. Það sé ljóst að með þessari breytingu á 2. grein sé farið inn á nýja braut í skipan Umferðarráðs. ÓLAFUR G. Einarsson mennta- málaráðherra hlaut þakkir og lofsyrði þingmanna í gær. Mennta- málaráðherra hélt framsöguræðu um frumvarp til laga um Háskól- ann á Akureyri. Ráðherra væntir þess að skólinn verði vagga menn- ingar og menntalífs. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra flutti þetta frumvarp til laga um Háskólann á Akureyri í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1988 um Háskólann á Akureyri en í þeim lögum er kveðið á um að þau lög skuli endurskoðuð áður en þijú ár séu liðin frá setningu þeirra. Svavar Gestsson, fyrverandi mennta- málaráðherra, skipaði nefnd um mitt ár 1990 til að vinna að endurskoðun- inni. í nefndina voru skipaðir Harald- ur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, Lárus Ægir Guðmundsson aftur í eigið líf heldur virðist hún upplifa ástarsamband Margaret og Romans Stauss nokkrum árum fyr- ir fæðingu sína. Mike Church hætt- ir að lítast á blikuna og ræðir við uppgjafa sálfræðinginn Cozy Carl- isle (Robin Williams). Hann greinir Mike frá þeirri kaldhæðni örlag- anna að í þessu lífi hittir þú og umgangist sama fólkið og í fyrri lífum því þannig gefist persónunum kostur á að hefna sín hafi einhver gert á hluta þeirra. Þá hefst spenn- an, var konan Margaret í fyrra lífi og var Mike þá Roman í fyrra lífi? Var það Roman sem myrti Margar- et? Er hún þá komin til að hefna sín? Og hvað um aðrar persónur í kringum þau Roman og Margaret? En minnihluti allsheijarnefndar telur þó sýnu veigameira að ákvæði í 3. gr. frumvarpsins gjörbreyti eðli Umferðarráðs. I stað framkvæmd- arnefndar, sem að meirihluta sé val- in af fulltrúum í Umferðarráði, skuli dómsmálaráðherra skipa stjórn að meirihluta án tilnefninga. Þar með sé ljóst að Umferðarráð yrði að al- gjörri ríkisstofnun. Minnihlutinn telur þessa breyt- ingu geta verið eðlilega með tilliti til ákvæða um nýtt hlutverk stofn- unarinnar, þ.e. umsjón með öku- kennslu og framkvæmd bifreiða- prófa. Stjórn og skipulag stofnunar- innar tæki þannig fyrst og fremst mið af hinu nýja hlutverki sem henni hafí verið fengið. „Þar með hafa ráðin verið tekin af hinum fijálsu framkvæmdastjóri og Þorsteinn Gunnarsson, deildarsérfræðingur menntamálaráðuneytis, sem var jafnframt formaður nefndarinnar. Ólafur Búi Gunnlaugsson, skrifstofu- stjóri Háskólans á Akureyri, var rit- ari nefndarinnar. Nefndin skilaði sínum tillögum sl. vor og voru þær sendar ýmsum aðil- um til umsagnar, var við lokafrágang frumvarpsins höfð hliðsjón af þeim athugasemdum sem bárust. Menntamálaráðherra sagði í sinni ræðu að í stefnu og starfsáætíun ríkisstjórnarinnar kæmi fram ein- dreginn vilji um eflingu Háskólans á Akureyri. Öflugur háskóli á Akur- eyri fjölgi námsmöguleikum í landinu og gæti orðið ný vagga menningar- og menntalífs. Ráðherra reifaði nokkuð meginmarkmið frumvarps- ins. Stuðlað væri að eflingu Háskól- ■ LIONSKL ÚBBURINN Ægir í Reykjavík gengst fyrir kútmaga- kvöldi fimmtudaginn 5. mars kl. 19 í Súlnasal Hótel Sögu. Allur ágóði rennur til heimilis þroska- heftra að Sólheimum í Grímsnesi. Allur matur sem fram verður boðinn er úr djúpum sjávar og ber þar fyrst að telja kútmaga, sem ýmist eru bornir fram fylltir lifur eða mjöli. Aðrir réttir sem ekki getur að líta á hveijum degi eru t.d. inn- bökuð skötustappa, marineruð lúða, súr sundmagi og karfi í kryddskel, en yfir 40 mismunandi sjávarréttir verða á boðstólum. Nafni ræðu- manns hvers kútmagakvölds er haldið leyndu fram á síðustu stundu, en hann er jafnan einhver framámanna íslensks stjórnmála- lífs. Skemmtiatriði verða að vanda, en að þessu sinni koma fram þeir Ómar Ragnarsson og Sigfús Hali- dórsson auk Gysbræðra. 50-60 miðar eru seldir á Hótel Sögu kl. 17-18 daglega og um leið verða borð tekin frá. í frétt frá Ægi eru menn hvattir til þess að koma á áhugasamtökum sem átt hafa aðild að Umferðarráði." Minnihlutinn segir: „Alvarlegust er þó framkvæmdin sem dómsmála- ráðherra hefur markað stefnuna um. í núgildandi fjárlögum er framlag ríkisins til Umferðarráðs lækkað frá síðasta ári úr 23.990.000 kr. niður í 18.600.000 kr. en sértekjur hækk- aðar í staðinn. Það var gert með reglugerð í lok síðasta árs sem kvað á um 50% hækkun prófgjalda." Minnihlutinn segir þessa tekjuöflun vera í takt við þau úrræði ríkisstjórn- arinnar sem komið hafi fram á mörg- um öðrum sviðum, að gott sé að sækja fjármagn sérstaklega til nem- enda til að bæta stöðu ríkissjóðs. Minnihluti allsheijarnefndar seg- ist algjörlega ósammála þessari stefnu og einnig að fremur þurfi að efla þáttöku áhugafólks í átaki til að draga úr umferðarslysum heldur en að gera það að aukastarfi í ríkis- stofnun. „Við teljum því nauðsynlegt að þetta sé athugað miklu betur í tengslum við almenna endurskoðun á umferðarlögunum sem kveðið var á um að gerð skyldi árið 1991.“ Minnihluti allheijarnefndar leggur til að þessu frumvarpi verði vísað til ríkisstjórnarinnar. ans á Akureyri sem rannsóknarstofn- unar; skýrar væri kveðið á um rann- sóknarhlutverk hans og einnig gert ráð fyrir samstarfi hans við aðrar háskóla- og rannsóknastofnanir. Sjálfstæði háskólans væri eflt og stjórnsýsla hans skilgreind betur en áður. Lagt væri til að háskólinn tengdist nágrenni sínu traustari böndum með því að einn fulltrúi, til- nefndur af bæjarstjórn Akureyrar og annar af heildarsamtökum sveit- arfélaga á Norðurlandi, eigi aðild að háskólanefnd. Að endingu fór menntamálaráð- herra þess á leit að menntamálanefnd tæki þetta mái til skjótrar en vand- aðrar afgeiðslu. Námslán til styttra náms? Fjöldi þingmanna tók til máls og fognuðu allir frumvarpinu og þökk- kútmagakvöldið til að styrkja gott málefni um leið og þeir njóta hins besta í mat og drykk. ■ JÓN Gunnar Ottósson, nátt- úrufræðingur og deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, mun flytja fyrirlestur í kvöld, fimmtudaginn 27. febrúar, sem nefnist Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun. Jón mun fjalla um heims- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun sem haldin verð- ur í Rio de Janeiro, 1.-12. júní nk. Sagt verður frá undirbúningi ráðstefnunnar erlendis og hér á landi og grein gerð fyrir þeim álykt- unum og sáttmálum sem fyrirhugað er að samþykkja á ráðstefnunni. Það verður sagt frá skýrslu um- hverfisráðuneytisins um ástand umhverfísmála og þróun hér á landi síðustu tvo áratugi sem unnið hefur verið að og mun koma út á næst- unni. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands og hefst hann kl. 20.30. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Athugasemdir landlæknis Með nefndaráliti minnihlutans er einnig birt umsögn eða athugasemd- ir Ólafs Ólafssonar landlæknis um frumvarpið og umferðarmál. Land- - læknir telur m.a. að of hátt hlutfall hagsmunaaðila sé í Umferðarráði. Of mikið af tíma ráðsins færi í um- fjöllun um ástand ökutækja. Meðal- aldur í Umferðarráði væri líklega of hár. Ungt fólk sem hafi lang- hæstu slysatíðnina eigi engan full- trúa í ráðinu. Landlæknir vill kalla fleiri aðila til setu í ráðinu, s.s. full- trúa skólanema, kennara foreldra- félaga, fleiri fulltrúa heilbrigðisstétt- anna o.s.frv. Landlæknir telur brýnt að hugað verði betur að ýmsum þáttum um- ferðarmála. Áhættuferli manna í umferðinni; hvaða manngerðir valdi slysum. Hvaða fræðslu- og kennslu- tækni þurfi að beita til að vekja áhuga bama og unglinga svo þau temji sér áhættuminna hátterni í umferðinni. Skipalagsmál borga og bæja verði athuguð, fækka verði „slysagildrum" og bæta umferðar- menninguna. uðu ráðherra flutninginn. Allir töldu þeir að vel hefði tekist til með stofn- un Háskólans á Akureyri. Þingmenn ræddu einstök málefni Háskólans á Akureyri en einnig í víðara sam- hengi, jafnvel um menntastefnu al- mennt. Svavar Gestsson (Ab-Rv), fyrrverandi menntamálaráðherra, minntist þess að ein af mörgum góð- um hugmyndum sem hefðu verið ræddar í sambandi við Háskólann á Akureyri, væri sú að koma þar á fót stuttu og starfsmiðuðu námi, námi sem tæki 1-2 ár. Nú hefði stjórn eða stjómarformaður í Lánasjóði ís- lenskra námsmanna tekið þá ákvörð- un að lána ekki til slíks náms. Sva- var vildi nota þetta tækifæri til að spytja um afstöðu menntamálaráð- herra og hvaða tökum hann ætlaði að taka þetta mál. Menntamálaráð- herra kvaðst vera sammála því sjón- armiði að þörf væri á styttri náms- brautum á háskólastigi. Ef ákvörðun hefði verið tekin um að lána ekki til slíks náms, þá væri hann því ósam- mála. Menntamálaráðherra kvaðst myndu athuga þetta sérstaklega. Fyrstu umræðu um frumvarpið um Háskólann á Akureyri lauk en atkvæðagreiðslu var frestað. Hringdu á stofurnar og kannaðu hvar þúfœrð mest og best fyrir peningana þína Ljósmyndastofurnar: Mynd sími 65-42-07 Barna og Fjölskylduljósm. sími 677-644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4-30-20 Yfir 40 sjávarréttir eru á hlaðborði á kútmagakvöldi Ægis. Háskólabíó sýnir mynd- ina „Dauður aftur“ Þingmenn fagna frumvarpi um Háskólann á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.