Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1992 29 Kyolic-hvítlaukur - Olöglegt holl- efni vegna áfengisinnihalds? eftir Ólaf Sigurðsson Erlingur Sigurðsson, umboðs- maður fyrir Kyolic-hvítlaukinn, rit- ar í Velvakanda (Mbl. 28 jan.) svar við gagnrýni undirritaðs á villandi auglýsingar um hollustu Kyolics (Mbl. 24. jan). Við lesturinn varð ljóst að Erlingi var mikið niðri fyrir þar sem hann gerði harða hríð að mannorði mínu og naut þar aðstoð- ar Davíðs Schevings Thorsteinsson- ar. En fáu einu var svarað af gagn- rýni minni á Kyolic öðru en því að endurtaka þær fullyrðingar, sem hafa þegar verið gagnrýndar (1). Hefur umboðsmaðurinn því ekki enn lagt fram viðurkennd gögn, sem sýna fram á hollustu Kyolics. Sjálfsagt er tilgangurinn m.a. að veija fjárhagslega hagsmuni og draga athyglina frá umræðunni í grein minni um að Kyolic innihaldi lítið af virkum efnum (2), nær 12% alkóhól (3), sé í ólöglegum umbúð- um (4) og að leit að viðurkenndum rannsóknum um hollustu Kyolics hafí ekki borið árangur (5). Óstaðfestar fullyrðingar gagnrýndar í grein minni var stuðst við tölvu- leit í alþjóðlegum gagnabanka lækna og lyfjafræðinga (5). Einnig leitaði ég álits prófessors og dós- ents í lyfjafræði og sérfræðings í áfengislækningum, sem taldi skorta rannsóknir á áhrifum þess að neyta daglega vöru með 11,8% alkóhóli. Læknirinn undraðist að slíks skuli ekki vera getið á umbúðum, svo fólk hefði þó val. Þar sem þetta er ólögleg vara má búast við vöruupp- töku. I grein minni var ég einfald- lega að benda á að margt í auglýs- ingum um Kyolic stæðist ekki og gerði grín að vitleysunni. En alvar- an er sú, ef fólk er að leggja af lýsisneyslu fyrir Kyolic þar sem svipuð hollustuverkan er auglýst, fyrir utan þá blekkingu, sem felst í óstaðfestum fullyrðingum í aug- lýsingum. Leitað eftir gögnum um hollustu Kyolics í svargrein Erlings í Velvakanda er þess hvergi getið að hann sé umboðs- og sölumaður fyrir Kyolic. Að vissu leyti hefur hann því villt á sér heimildir og hefði ritstjóm átt að gæta að þessu atriði. Erlingur hefur svargrein sína á því að draga í efa að ég sé matvæla- fræðingur. Vissulega hefur orðið „gengislækkun" á háskólafólki, en vart verða prófgráðurnar aftur teknar. Og varla snýst umræðan um það hvort ég sé „marmelaði- tæknir“ eða matvælafræðingur í sultugerð, hvort ég hafi kynnt mig eða ekki í símtali til Erlings, sagt ósatt til um starf mitt, sé óheiðar- legur eða hvað annað sem Erlingur vænir mig um í svargrein sinni. En Erlingur taldi grein mína ekki fagmannlega unna, að ég færi engin rök fyrir máli mínu, hafi ekki leitað heimilda o.s.frv. En líklega eru það einmitt vinnubrögðin sem Erlingi gremjast þar sem ég leitaði til hans um ný gögn frá „heimsráð- stefnu um Kyolic" (sem haldin var af bandarísku fyrirtæki (Nutrition Int.) er hefur stundað rannsóknir fyrir japanska lyfjafyrirtækið, sem framleiðir og markaðssetur Kyolic). Vegna anna yrði ég að hringja seina, en Erlingur spurði svo hvort ég notaði ekki Kyolic. Ég neitaði því en sagðist stundum nota hvít- lauk í mat og líkað vel. Sagði Erl- ingur að „Kyolic væri betri en hrár“ og svo mætti taka hann í „mjög stórum skömmtum án þes að verða neitt meint af“. Væri hann líka „mjög góður fyrir börnin". Þessu var ekki greint frá í svargrein Erl- ings. Margur heimskur háskólamaðurinn“ í seinna skiptið, er ég hringdi í Erling, spurði hann hvort ég væri sá sami sem skrifaði stundum í blöðin. Játti ég því og að ég reyndi jafnan að fá álit sérfræðinga áður en greinarnar birtust en Erlingur svaraði þá „... það er nú margur heimskur háskólamaðurinn Breyttist og viðmót Erlings eftir þetta og neitaði hann mér um gögn- in. Ég taldi að ef hann hefði gögn um rannsóknir á fólki, sem stað- festu hollustu Kyolics, ætti hann einmitt að sýna þau, til þess væru þau! Hann taldi að ég gæti verið að skrifa fyrir samkeppnisaðila og hafði heyrt að ég gerði slíkt. Ég sagði að Davíð Scheving Thor- steinsson hefði komið slíkum orð- rómi af stað í Pressunni (18. júlí ’91), þar sem honum hefði mislíkað gagnrýni mín á villandi auglýsingu um seltzer-gosdrykkinn. I svargrein Erlings var einhliða greint frá sam- tölum okkar, því ef Erlingur hefði t.d. spurt hvort ég væri sá, „... sem hefði oft skrifað einkennilegar og ofstækisfullar greinar í dagblöðin“ hefði ég líklega skellt á dónann. Erlingur virðist fylgja sölustefnu japanska lyfjafyrirtækisins sem framleiðir m.a. Kyolic. Hún byggist m.a. á því að bjóða eitthvað, sem er bráðhollt, án allra óþæginda. Danskir lyfjafræðingar við há- skólann í Kaupmannahöfn færðu þetta í stílinn og sögðu eftir að hafa rannsakað 55 unnar hvítlauks- vörur: „Ef þú ert vampíra, skaltu halda þig við lyktarlausan hvítlauk, en ef þú hefur áhyggjur af menn- ingarsjúkdómum er rétt að neyta þeirra, sem innihalda rokgjörn virk efni.“ (2,6). Það ætti því ekki að koma á óvart að 35 ára kælitæknivinnsla Kyolics sé ekki lengur tækninýjung. Skyggt á sólkonunginn Það var kannski ekki tilviljun að Erlingur leitaði einmitt til Davíðs um nánari upplýsingar um mig og fann þar samheija. Erum við nú komin að einum athyglisverðasta þætti síðari ára í markaðssetningu gosdrykkja hérlendis. Sól hf. dreifði nefnilega bæklingi þar sem gefið var í skyn að sykrað- ur seltzer væri hollur fyrir íþrótta- fólk! Seltzer innihéldi ekki hvítan sykur heldur ávaxta- og þrúgusyk- ur, góður „beint í æð“ o.s.frv. Seltz- er er sjálfsagt ágætis gosdrykkur, en sykur er og verður sykur og á ekki að neyta á æfíngum. Tilgang- urinn er að brenna fítu en ekki sykri. Hvatti ég lesendur þess í stað að drekka vatn. Grein mín um seltz- er (DV 24. júní ’91) hafði ég borið undir næringarfræðing og íþrótta- kennara, en virðist hafa farið mjög fyrir bijóstið á Davíð, sem svaraði með rógburði í Pressunni. Svarað með rógi Þann 18. júlí ’91 birtist svo grein í Pressunni um seltzer og að ég hafi boðið þjónustu mína „.../þágu Sólar á ritvellinum“. Þegar því var hafnað átti ég að hafa farið annað og skrifað á móti Sól hf.! Þar sem ég einfaldlega trúði þessu ekki uppá Davíð gerði ég strax athugasemd um að þetta yrði leiðrétt og skrif- aði: „... mundum við báðir vilja að það yrði leiðrétt hið fyrsta". (Press- an 25. júlí ’91.) En vjti menn, Pressan segist standa við söguna og vitnar í sam- tal og bréf frá Davíð, sem skýrir frá því er ég heimsótti hann, ný- kominn úr námi með grein um fitu (og plöntuolíur). Þar sem slík skrif gátu komið sér illa fyrir feitmetis- framleiðanda sem Davíð, bað ég hann að lesa geinina áður en hún birtist (í Lesbók Mbl. 13. og 20. júní ’87). Hingað til er rétt farið með a.m.l., en það eru fjögur ár á milli þess að ég talaði við Davíð og grein mína um seltzer birtist. Hvernig átti ég þá að geta boðist til að skrifa um seltzer eins og Pressan gaf í skyn? Eða á ég bara að vera svona langrækinn og hefni- gjarn eftir að hafa hitt manninn aðeins einú sinni? En Davíð heldur áfram í bréfi sínu og segir: „Bað hann mig að lesa greinina og at- huga hvort við gætum fundið flöt á því að vinna saman á einhvern hátt I framtíðinni.“ Þetta er rangt, því eftir að Davíð hafði beðið mig um að gera stutta grein fyrir inni- haldi greinar minnar taldi hann öllu óhætt og virðingarvert af mér að koma með hana, en benti mér samt á að tala við Georg Gunnarsson á rannsóknarstofunni. Sagt svo að Ólafur Sigurðsson „Erlingur virðist fylgja sölustefnu japanska lyfjafyrirtækisins sem framleiðir m.a. Kyolic. Hún byggist m.a. á því að bjóða eitthvað, sem er bráðhollt, án allra óþæginda.“ lokum á þá leið að ef til vill kæmi eitthvað seinna, sem hægt væri að starfa saman að, en taldi að ekki væri um slíkt að ræða í þetta sinn. Mér þótti hann hafa tekið mér afar vel. „Þetta átti sér ekki stað“ En ég var ekki í atvinnuleit. Hvaða nýútskrifaður stúdent biður um starf hjá stóru fyrirtæki með gagnrýni á vöru þess upp á vasann? Eða þá nýráðinn (1. apríl ’87) hjá Iðntæknistofnun íslands? Hvað þá þjónustu á ritvellinum með fyrstu grejnina sína í höndunum? Ég lét Pressumálið kyrrt liggja, en Davíð hélt áfram. Erlingur fékk nú heimild (hvað kemur það Kyolic annars við?) til að vitna í bréf Dav- íðs (Mbl. 28. janúar) til. Pressunn- ar: „Afhenti ég yfirmanni rann- sókna- og þróunarstofu okkar, Georg Gunnarssyni efnaverkfræð- ingi MSc., greinina til yfirlestrar... Við Georg ræddum síðar um málið og urðum ásáttir um að ráða hvorki manninn né fá honum verkefni til að vinna að fyrir okkur. “ Ég hafði því samband við Georg Gunnarsson fyrir fáeinum dö^tirn (2. febrúar sl.) og spurði hvort hann mundi eftir slíku samtali um mig við Davíð. „Þetta átti sér ekki stað,“ sagði Georg mér og mundi það rétt að ég hafí farið með greinina til hans eftir samtal mitt við Davíð. Það er því ósatt sem Davíð skrifar og hefur hann orðið uppvís að því að reyna að rægja mig epinberlega með ósannindum. Slæmt uppeldi? Óneitanlega felst viss fæling í því að rægja sífellt þá, sem gagn- rýna óstaðfestar fullyrðingar um tiltékna vöru. Oft er einnig um mikla fjárhagslega hagsmuni um- boðs- og sölumanna að ræða. Það eru því kannski eðlileg við- brögð slíkra aðila að halda því fram að gagnrýnendur hljóti að vera á vegum keppinautanna — það fæst jú ekkert gert nema fyrir greiðslu í þessum heimi. En að leyfa sér að svara ekki málefnum og nota róg og persónu- níð þess í stað, er flótti til að forð- ast umræðuna. Við innrætum börn- um okkar að þau eigi að takast á við vandamálið, ekki að flýja þau og skrökva. Þetta er því einfaldlega barnaleg og skömmustuleg hegðan, sem Erlingur og Davíð hafa gert sig seka um. Ég tel þetta aftur á móti hin bestu meðmæli fyrir greinaskrif mín, því ekki er annað að sjá en þeir hafi ekki hreina samvisku og eitthvað að óttast. Ætli ég gefí ekki út bók? Væri ekki nær að... Það er erfítt að segja til um hvers vegna Davíð stendur svona klaufa- lega að róginum, kannski það fylgi bara. En Pressan og Erlingur telj- ast vart virtar heimildir og eru því^ kannski hentugri vettvangur fyrir slúður af þessu tagi. En því ætti sá að gæta að, sem persónugerir „vörur sínar" af alkunnri snilld, að ef hann yrði fyrir gagnrýni, gæti neikvæð ímynd sjálfkrafa færst yfír á „vörur hans“ og öfugt. Væri því ekki nær fyrir Sól hf. að bæta markaðssetninguna, setja langtímamarkmið um ímynd (hvað ef Davíð hættir?), gera hana ábyrg- ari, a.m.k. þannig að einhver mat- vælafræðingur úr Hafnarfírði fái ekki tækifæri til að ergja forstjór- ann að óþörfu? Væri ekki nær fyrir Davíð að þróa alvöru íþróttadrykk með minna en 4% sykri, fjölvítamínum, steinefnum og trefjum? Eða þróa hollustudi-ykki með bætiefnaþarfir mismunandi aldurshópa í huga? Væri ekki nær (að minnsta kosti) að forðast að fara yfír gráa svæðið í markaðssetningu? Því annars er hætt við að einhveijum detti í hug að kynna sér málið og benda á að „þetta er rangt“. Heimildir: (1) UmQöllun Lyfjaeftirlits ríkisins gegn óstaö- festum fullyrðingum í auglýsingum um Kyolic. (2) Hvidlegsjunglen. Farmaci (Archiv for pharmaci og chemi,) janúar 1992. Skýrsla um út- tekt á gögnum um rannsóknir á hvítlauksafurðum og efnagreiningar á innihaldi 55 hvítlauksafurða í tímariti danskra lyfafræðinga. (3) Alkóhólgreinig á Kyolic-vökva. Framkvæmd á rannsóknastofu við Háskóla íslands. (4) Áfengislög 82. 1969 og reglugerð um merk- ingu neytendaumbúða fyrir matvæli og aðrar neysluvörur. Stj. tíð. B, nr. 408/1988. III. kafli, 6.1. (5) Tölvyleit í MEDLINE, framkvæmd á rann- sóknastofu Háskólans í lyfjafræði 23. desember 1991. Endurtekin og útvíkkuð 10. janúar 1992. (6) Tilvitnun í British Medical Joumal, Mbl. 12. janúar, bls. 4. Höfundur er matvælafræðingur. Morgunblaðið/Amór Danir stóðu sig með miklum ágætum á Bridshátíð. Þeir urðu í þriðja og fjórða sæti í tvímenningskeppninni og hirtu svo silfurverðlaunin í sveitakeppninni eftir hörkukeppni við sveit Zia Mahmood. Talið frá vinstri: Lars Blakset, Jens Auken, Steen Möller og Dennis Koch. _____________Brids____________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Mikil þátttaka í Michell-tvímenningi BSÍ Ekkert met stendur lengur en viku í vetrar-Mitchell Bridssambands ís- Iands á föstudögum í Sigtúni 9. Síð- asta föstudag, 21. febrúar mættu, 48 pör og efstu í N/S urðu: Sveinn Sigurgeirsson - Þórður Sigfússon 480 Gunnlaugur Sævarsson - Sverrir Ólafsson 444 Eyjólfur Magnússon - Jón Viðar Jónmundsson 441 Leifur Jóhannesson - GarðarÞórðarson 423 Bajdur Bjartmarsson - Guðmundur Þórðarson 415 I AA urðu efstu pör: Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 452 AntonValgarðsson-MagnúsTorfason 435 Magnús Sverrisson - Friðjón Margeirsson 433 Karl Erlingsson - Erlendur Jónsson 433 Miðlungur var 364 og 14 umferðir spilaðar. í vetrar-Mitchell BSÍ eru gefín bronsstig og sá sem flest brons- stig hlýtur samanlagt yfir veturinn verður bronsstigameistari. Staðan þar á toppnum er þannig að í fyrsta sæti er Sveinn Sigurgeirsson með 209 bronsstig, í öðru sæti Magnús Sverris- son með 195 bronsstig, í þriðja sæti Þórður Björnsson með 194 bronsstig og í 4.-5. sæti eru Elín Jónsdóttir og Lilja Guðnadóttir með 184 bronsstig. Það skal tekið fram að bronsstigin föstudaginn 21. febrúar eru ekki með í þessu en skráin er að jafnaði upp- færð vikulega svo að hægt sé að fyigj- ast með baráttunni um bronsstiga- meistarann. Landslið á faraldsfæti Fyrirliðar allra bridslandsliðanna hafa verið ráðnir og verkefni landslið- anna ákveðin sem hér segir: Kvennalandsliðið tekur þátt í Norð- urlandamóti í Svíþjóð 29. júní-3. júlí. Fyrirliði og þjálfari verður Jón Hjaita- son. Tvö pör verða í kvennalandsliðinu. Unglingalandsliðið tekur þátt í Evr- ópumóti yngri spilara í París 17.-26. júlí. Fyrirliði og þjálfari verður Sævar Þorbjömsson. Þijú pör 25 ára og yngri verða í unglingalandsliðinu. Landslið í opnum flokki tekur þátt í Norðurlandamótinu í Svíþjóð (2 pör) og einnig í Ólympíumótinu sem spilað verður á Ítalíu 22. ágúst-5. septem- ber (3 pör). Fyrirliði og þjálfari verður Björn Eysteinsson. Ákvörðun hvort um keppni eða val til þátttöku í landsliðum þessa árs verður að ræða hefur verið tekin af landsliðseinvaldi og fyrirliðum við- komandi landsliða. Ekki verður um formlega landsliðskeppni að ræða í neinum flokki. Með góða liðsheild og góðan árangur að markmiði á kom- andi mótum erlendis verða liðsmenn valdir eftir frammistöðu þeirra á mót- um vetrarins svo og fyrri reynslu. (Fréttatilkynning frá Bridssambands- stjórn og landsliðscinvaldi.) Bridsfélag Sauðárkróks Nú hafa verið spiluð tvö kvöld í firmakeppni félagsins og vegna mikill- ar þátttöku fyrirtækja verður spilað að minnsta kosti eitt kvöld enn í þess- ari keppni. Staða efstu fyriríækja er þessi: Sjóvá-Almennar 63,7 Hárlist 60,7 Búnaðarbanki íslands 59,5 Hitaveita Sauðárkróks 52,4 Vörufélag Magnúsar Svavarss. 52,4 Verslunin Hátún 51,2 Næstu tvo mánudaga verður lokið við aðalsveitakeppni félagsins. Bridsfélag kvenna Sl. mánudag hófst hin sívinsæla parakeppni og mætti 41 par til leiks, spilað var í þremur 14 para riðlum og urðu úrslit þannig: A-riðill: Lovísa Jóhannsdóttir - ísak ð. Sigurðsson 189 Guðrún Jörgensen -Þorsteinn Kristjánsson 181 Eria Sigvaldadóttir - Guðlaugur Karisson 179 Margrét Margeirsdóttir - Gissur Gissurarson 172 B-riðill: • Sigríður Pálsdóttir - Eyvindur Valdemarsson 209 Gullveig Sæmundsdóttir - Sigríður Friðriksd. 195 AldaHansen-Guðmundur Aronsson 191 Erla Ellertsdóttir - Hálfdán Hermannsson 169 C-riðill: Halia Bergþórsdóttir - Vilhjálmur Sigurðsson 198 Ester Jakobsdóttir - Aron Þorfmnsson 195 Dúa Ólafsdóttir - Guðjón Kristinsson 179 Ragnheiður Tómasdóttir - Þórður Bjömsson 177 Meðalskor 156.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.