Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Fjárfestingartilboð sem þú ert að skoða kann að hafa ein- hvers konar skuldbindandi áhrif fyrir þig. Kannaðu það til hlítar áður en þú tekur ákvörðun. Þú hefur svo mikið að gera í vinnunni að þú verður að fresta verkefnum sem bíða þín heima. Naut (20. apríl - 20. maí) irfö í dag er ekki heppilegt fyrir þig að kynna skoðanir þínar. Einhveijir þeirra sem þú starf- ar með reyna að koma sér und- an ábyrgð, eru afskiptalausir eða uppteknir. Láttu það ekki á þig fá. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Jtt Þú kannt að verða fyrir óvænt- um aukakostnaði núna. Það reynist erfitt fyrir þig að út- vega þér lánsfé. Farðu að öllu með mikilli gát. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H88 Þér hættir til að taka hlutina óstinnt upp núna og finnst maki þinn ekki veita þér nógu mikla athygli. Reyndu að hafa stjóm á tilfinningum þínum og dragðu þig ekki inn í skelina. LjÓfl (23. júlí - 22. ágúst) Þú hefur ekki eins mikinn tíma til eigin ráðstöfunar og þú kys- ir helst. Þér fínnst nóg um vinnuálagið og telur framlag þitt vanmetið. Meyja (23. ágúst - 22. september) Vonir þínar um frama verða að engu vegna skriffinnsku og þér finnst ástartilfinningar þín- ar ekki endurgoldnar. En kannski er viðkvæmni þín óþarflega mikil. Vog (23. sept. - 22. október) Vandamál heima fyrir taka upp mikið af tíma þínum. Þér gefst ekki færi á að reka mikilvæg persónuleg erindi í dag. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Hff§ Þér reynist erfítt að ná í ein- hvem í síma í dag og upp kann að koma misskilningur. Farðu að öllu með gát og gerðu eng- um upp skoðanir eða ætlanir. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Fjármálaviðskipti þín við annað fólk ganga erfiðlega um þessar mundir. Reyndu að vera sam- vinnulipur. Viðskiptatilboð sem þér berst þarfnast ítarlegrar skoðunar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Mótsagnakenndar sjálfsimynd- ir leita sterkt á þig núna og draga úr þér allan mátt. Ein- hver sem þú umgengst dylur ásetning sinn fyrir þér. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) t&l Það verður fátt sem hvetur þig til stórræðanna í dag. Forðastu samt að láta reka á reiðanum. Hristu af þér slenið og haltu í horfmu í það minnsta. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Félagslifið veldur þér vonbrigð- um núna. Haltu þig fjarri fólki sem dregur þig niður og vekur þér lífsleiða. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvól. Spár af þessu tagi, byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA SMÁFÓLK Nú, ég sé að sólin skín gVei! og það er indæl gola, svo ég geri ráð fyrir að það sé um það bil sá tími aftur... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Á að drepa eða dúkka? Ef það virðist ekki skipta miklu máli veltur svarið á því hvað maður ætlar að gera næst. Suður gefur; AV á hættu. Vestur ♦ G10854 ¥5 ♦ Á743 + 976 Norður + 76 ¥ G94 ♦ D1085 + KD85 Austur + 932 ¥ ÁK32 ♦ K962 + 104 Suður ♦ ÁKD ¥ D10876 ♦ G + ÁG32 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: spaðagosi. Suður tekur fyrsta slaginn á drottningu og spilar hjarta á níu blinds. Setjum okkur nú í spor austurs. Margir myndu drepa á hjartakóng og skríða svo undir feld. Og skipta á endanum yfir í lauftíu í þeirri von að makker eigi ásinn þannig að hægt sé að sækja fjórða slaginn á stungu. Ekki slæm áætlun, en ekki gengur hún upp í þessa sinn. Austur hefur einfaldlega ekki nægar upplýsingar til að stýra vöminni á þessu stigi málsins. Hann veit að makker á eitt hjarta og ætti því að bíða eftir upplýsingum frá honum í næsta slag. Með öðrum orðum, dúkka hjartaníuna. Hann tekur síðan á hjartakóng og fær frávísun í laufi eða kall í tígli. Þá blasir við að spila tígli. Og rétta spilið er KÓNGURINN til að geta tvístytt suður ef hann á einspil í tígli. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stóru opnu móti í Bern í Sviss sem iauk á laugardaginn kom þessi staða upp í viðureign alþjóðlegu meistaranna Matthias- ar Röder (2.420), Þýskalandi, og Marks Hebden (2.500), Eng- landi, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 42. Hcl — c7 og ógnaði svörtu drottningunni, auk þess sem hann bauð upp á skiptamunsfórn, sem varasamt er fyrir svart að þiggja. Hebden fann sérlega glæsilegt svar: 42. - Rxf3!!, 43. Hxh7 (42. Kxf3? — Dh5 er mát og 43. gxf3 — Dh2+, 44. Kdl — g2 var held- ur ekki vænlegt) 43. — Rd4+, 44. Kel — Rxb3, 45. Hxb7 — Rxa5 og með manni undir í endatafli gaf hvítur fljótlega. Rússneski stórmeistarinn Andrei Sokolov sigraði í Bern, hlaut Vh v. af 9 mögulegum, en 11 skákmenn deildu öðru sætinu með 7 v., auk undirritaðs, stórmeistararnir Hort, Þýskalandi, King og Flear, Englandi, Vaiser, Frakklandi, Gulko, Bandaríkjunum og alþjóð- legu meistararnir Pia Cramling, Svíþjóð, Ketevan Arakhamia, Ge- orgíu, Kharlov, Rússlandi og Motwani, Skotlandi. Á mótinu tóku 32 stórmeistarar þátt og tæplega 50 alþjóðameistarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.