Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 44
\%M TVÖFALDUR1. vinningur MORGUNBLADW, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Þrír sluppu ómeiddir eft- ir 5-6 veltur JEPPI fór út af veginum í Mið- dalsgili í Bröttubrekku í gær og valt um 30 metra í 5-6 veltum. Okumaður bílsins og tveir far- þegar sluppu ómeiddir. Fólkið var á leið til Reykjavíkur er bifreiðin valt um kl. 17. Að sögn ökumannsins var dimmt él og mjög lélegt skyggni er óhappið varð. „Það var mikið kóf þarna og ég keyrði á 5 kílómetra hraða og hafði stikurn- ar við veginn til að glöggva mig á hvar hann lá. Þarna vantar nokkrar stikur og ég sá stikur sem voru lengra í burtu. Á milli þeirra er hlykkur í veginum inn að fjallinu og það varð til þess að ég missti •framhjólið útaf. Bíllinn rann af veg- inum, fór 5 til 6 veltur og stöðvað- ist um 30 metrum neðar,“ segir ökumaðurinn. Hann segir mikinn snjó hafa bjargað því að ekki fór verr en raun bar vitni auk þess sem allir farþeg- ar voru í bílbeltum. „í raun er alveg furðulegt hversu vel fór. Það tók mig tíma að komast aftur upp á veg vegna þess hversu bratt er þarna og einnig var mikil hálka og snjór.“ Að sögn lögreglunnar í Borgar- -nesi er mikil hálka á vegum og hvetur hún ökumenn að fara var- lega. ♦ ♦ ♦ Viðamikil rannsókn á botndýralífí Viðamiklu rannsóknarverkefni á botndýralífi við ísland verður hleypt af stokkunum á næstunni. Áhersla verður lögð á grunn- rannsóknir og umhverfistengdar t rannsóknir. Rannsóknarverkefn- L ið er samvinnuverkefni fjöl- margra innlendra og erlendra aðila. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins standa Náttúru- fræðistofnun íslands, Líffræðistofn- un Háskólans, Sjávarútvegsstofnun Háskólans, Hafrannsóknastofnun og umhverfismálaráðuneytið fyrir verkefninu í samvinnu við norræna aðila og fleiri Evrópuþjóðir. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á botn- dýralífi við ísland en slíkar rann- sóknir þykja góður mælikvarði á ýmsa aðra umhverfisþætti, s.s. mengun. Lögð verður áhersla á grunnrannsóknir og umhverfis- pí-engdar rannsóknir. Hingað til hefur aðeins fengist loforð fyrir innlendu fé til verkefnis- ins en ætlunin er að leita eftir nor- rænu framlagi. w ljC*— ICELANDAIR Morgunblaðið/Steingrímur Gunnarsson Slökkviliðsmcnn aðstoða farþega er þeir fara frá borði eftir nauðlendinguna í gærmorgun. Asdís aftur í loftið eftir tíu daga FREMUR litlar skemmdir urðu á Ásdísi, hinni nýju Fokker 50 vél Flugleiða, þegar nauðlenda varð henni á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Bilun í grjóthlíf á nefhjóli vélarinnar er talin orsök þess að hjólið náðist ekki niður í aðflugi að Akureyrarflugvelli, en þaðan var vélinni flogið til Keflavíkur. Nauðlendingin tókst vel og sakaði engan þeirra 43 farþega sem um borð voru. Talið er að um 10 daga taki að gera við þær skemmdir sem urðu á flugvélinni, en hún kom til landsins 15. febrúar síðastliðinn. Flugstjóri í flugi Ásdísar í gær- morgun var' Páll Stefánsson, en Ottó Tynes var aðstoðarflugmað- ur. Páll sagði í samtali við Morg- unblaðið að þakka megi hve nauð- lendingin tókst vel góðri þjálfun sem flugmennirnir hefðu notið hjá Fokker-verksmiðjunúm, og einnig frábærum flugeiginleikum vélar- innar. Grjóthlífin sem bilaði er auka- búnaður á Ásdísi og er notuð af vélum af þessari gerð til að varna gijótkasti upp í vélarskrokkinn á erfiðum malarflugbrautum. Þar sem ekki er um öryggisbúnað að ræða hafa Flugleiðir mælt svo fyrir að gijóthlífar þessar verði ekki á þeim Fokker 50 vélum sem fyrirtækið fær afhentar á næstu vikum. Sjá ennfremur fréttir og við- töl á miðopnu. Stofnbraut um Fossvogsdal verður ekki lögð ofan jarðar Dalurinn verður eitt skipulagssvæði og gerður aðgengilegur almenningi Umhverfisráðherra hefur staðfest nýtt aðalskipulag Reykjavíkur fyrir 1990 til 2010. Þar er gert ráð fyrir stofnbrautartengingu eftir Fossvogsdal milli austurs og vesturs. Sýna skipulagsuppdrættir tenging- ar og gangamunna við Kringlumýrarbraut við Nesti og við Reykjanes- braut til móts við Stekkjarbakka. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar, formanns samstarfsnefndar Reykjavíkur og Kópavogs, eru nefndar- mcnn sammála um að dalurinn verði gerður aðgengilegur fyrir almenn- ing í þeirri mynd sem hann er nú og að stofnbraut verði ekki lögð ofanjarðar í dalnum. „Samstarfsnefnd Reykjavíkur og Kópavogs hefur verið að ræða um á hvem hátt mætti standa að nauðsyn- legum umhverfisbótum í dalnum þannig að almenningi gefíst kostur á að njóta dalsins eins og hann er nú að teknu tilliti til staðfestra aðal- skipulaga," sagði Vilhjálmur. „Það hefur enn ekki verið tekin afstaða til þess á hvern hátt austur-vestur- tengingin verði best tryggð. Aðallega er rætt um tvær leiðir, stofnbraut neðanjarðar eftir dalnum eða göng undir byggð í Kópavogi. Við erum sammála um að líta á dalinn sem eitt skipulagssvæði án bæjarmarka og að hraðbraut ofanjarðar í dalnum er ekki til umræðu. Við gefum okkur góðan tíma áður en endanleg ákvörð- un verður tekin enda er væntanleg tenging ekki á framkvæmdaáætlun fyrr en um aldamót." í Kópavogi hefur umhverfisráð samþykkt tillögu um að Fossvogur Samanburður á lyfjakostnaði í janúar í ár og í fyrra: Ekki hefur dregið úr lyfjakostnaði LYFJAKOSTNAÐUR Tryggingastofnunar ríkisins síðastliðinn jan- úarmánuð er mjög svipaður lyfjakostnaði í sama mánuði í fyrra, að sögn Kristjáns Guðjónssonar, yfirmanns sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar rikisins. Hann segir jafnframt að ef ekki hefði verið gripið til aðgerða til að draga úr lyfjakostnaði væri þessi kostn- aður nú væntanlega mun hærri en ella. Hann bendir á að óvei\ju mikil veikindi í vetur hafi haft töluverð áhrif á þennan lyfjakostnað. „Við eigum von á að febrúarmán- uður verði eitthvað svipaður janúar. Lækniskostnaður og lyfjakostnaður hfyrir janúar og febrúar virðist ætla að verða mjög rhikill," segir Krist- ján. Kristján bendir ennfremur á að um síðustu áramót hafi reglugerð um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði verið breytt þannig að hámarksskammtur, sem fæst út á eitt fastagjald, var hækkaður úr 60 dögum í 100 daga. „Égtel þessa breytingu úr 60 dögum í 100 daga hafa verið villu. Þetta eru allt ástæður þess að lyfjakostnaður er nú svipaður og á síðasta ári þrátt fyrir þessa reglugerðarbreytingu í sumar. Auk þess er fjöldi lyfjakoila orðinn töluverður og er í raun orð- inn mun meiri en von var á,“ segir hann. Starfandi er nefnd sem hefur eftirlit með lyfjakostnaði og á Krist- ján sæti í henni: „Þar höfum við verið að ræða um aðgerðir en ég vil ekki gefa neitt upp um þær að sinni. Það er hins vegar alveg ljóst að eitthvað verður að gera til þess að draga úr kostnaði við lyfjanotkun jafnvel með frekari aðgerðum. Það virðist einnig þurfa að vera með stöðugan áróður í gangi svo að læknar gefi t.d. ekki lengri skammta en þörf er á og skrifi ekki dýrari lyf en þörf er á. Ég spáði því í haust að innan skamms yrðu þessi mál aftur komin í sama farið þar sem markaðurinn virðist laga sig að aðstæðum hveiju sinni,“ segir Kristján Guðjónsson. verði skipulagður sem ein heild af fulltrúum beggja sveitarfélaga og að núverandi bæjarmörk ráði ekki nýt- ingu dalsins heldur það sem heppi- legt er og hagkvæmt í skipulagi. „Aðalskipulag Kópavogs og aðal- skipulag Reykjavíkur verði haft að leiðarljósi við skipulagsvinnuna. Hraðbraut um Fossvogsdal kemur ekki til álita,“ segir í tillögunni. Enn fremur segir að: „Útivistarsvæðið í Fossvogsdal tengi á sem eðlilegastan hátt útivistarsvæðin í Öskjuhlíð og Elliðaárdal og beri áþekkt svipmót." Fram kemur, að dalurinn verði útivistarsvæði opið öllum almenningi til óskipulagðrar og tilfallandi úti- veru. Lögð verði áhersla á göngu- og skokkleiðir, áningar- og hvíldar- staði og að stór svæði verði nær óbreytt. Skipulag dalsins taki mið af landslagi og þeim aðstæðum sem fyrir eru og að gert verði ráð fyrir verulegri tijárækt. „Ekki verði gert ráð fyrir á útivist- arsvæðinu mannvirkjum, afloknum svæðum eða svæðum til tiltekinna nota fyrir afmarkaða hópa umfram það sem þegar hefur verið veitt heim- ild fyrir. Áform þeirra sem formlega hafa fengið heimild til aðstöðu í daln- um verði endúrskoðuð með tilliti til nýs skipulags. Aðgengi að útivistar- svæðinu verði úr sem flestum áttum og gert ráð fyrir bílastæðum í jöðrum dalsins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.