Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 11 Blandað saltkjöt kg Gular baunir 500 g Rófur kg Kjúkttngar 10-12 stk.íks.kg Rjómabollur J b'jy Bollur með súkkulaði 99.- Snjóþotur 1.260 a KAUPSTAÐUR /MIKUG4RDUR ÍMJÓDD ALLARBÚÐIR Rauða nefið - farseðill á * Olympíuleika fatlaðra Skoðunarferð um Hafnir Náttúruverndarfélag Suðvesturlands fer aðra ferðina í fcrðaröðinni „Framtíðarsýnin okkar“ laugardaginn 29. febrúar. í þetta sinn verður farið kl. 10.30 frá samkomuhúsinu (Gamla barnaskólanum) í Höfnum og gengið umhverfis byggðina. í leiðinni verður náttúrufar svæð- arsýn sveitarfélagsins sem heild. í isins skoðað og framtíðarsýn þess för verða fróðir menn og hugmynda- rædd. Eftir gönguna, sem mun taka ríkir. Allir velkomnir, ekkert þátt- um einn og hálfan tíma, verða um- tökugjald. ræður í samkomuhúsinu um framtíð- íþróttagreinar sem stundaðar eru af fötluðum á íslandi. Ferðir á stórmót sem Ólympíu- leika krefjast góðrar skipulagning- ar og stjórnunar og ekki síst mik- illa fjármuna. Því vil ég biðja alla að leggja okkur lið í baráttu okkar. Ég vil fyrir hönd hóps fatlaða afreksíþróttafólksins, þakka íþróttasambandi fatlaðra og því fólki sem starfað hefur' að okkar málum fyrir vel unnin störf. Höfundur er tölvusérfræðingur og heimsmethafi í 100 metra bringusundi fatlnðra. Árið 1988 komu íslenskir fatlaðir íþróttamenn verulega á óvart er þeir unnu til margra verðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul í S-Kóreu. Talað var um heimsleika en við fatlaðir íþróttamenn og okk- ar forsvarsmenn notum nafnið Ólympíuleikar yfir þessa leika eins og gildir um sambærilega leika ófatlaðra. Árið 1990 komu fatlaðir íþrótta- menn aftur til sögunnar vegna góðs árangurs á Heimsmeistaranióti fatl- aðra í Assen í Hollandi. Hvað dettur þér í hug, lesandi góður, þegar þú heyrir orðin „fatl- aður íþróttamaður"? Ég veit ekki hvað þér dettur í hug, en svo vill til að ég er einn slíkur og var fenginn til að mæla fyrir munn þeirra fötluðu íþrótta- manna sem kallaðir eru „afreks- fþróttamenn" og eru á leið til Spán- ar í september 1992. Ef þú veist ekkert allt of mikið um okkur eru hér ákveðnar stað- reyndir. Margir hugsa e.t.v.; En gott að blessuð greyin hafa eitthvað fyrir stafni og efli samfélagsandann með iðkun íþrótta, þ.e. einhverskonar vorkunn skín í gegn. Jú, e.t.v. er svo með meginþorra fatlaðra íþróttamanna. Fyrir fatlað- an einstakling sem bytjar að þreifa fyrir sér í íþróttum, er fyrst í stað um einhverskonar tómstundaaf- þreyingu að ræða sem stuðlar að eigin hreysti. Einnig er í myndinni að sá hinn sami þyki efnilegur í greininni og sé Jjess vegna hvattur áfram. I dag hef ég undirritaður náð því marki að vera í hópi þeirra sem kallaðir eru afreksíþróttamenn meðal fatlaðra. í dag stunda ég því íþróttir af allt annarri ástæðu en „bara að vera með“ og má iíkja æfingum mínum meira við „vinnu“ nákvæm- lega eins og í tilfellum ófatlaðra afreksíþróttamanna. Hér ætla ég mér að ræða um þann fámenna hóp fatlaðra sem hefur samskonar hugsjón og þeir ófatlaðir íþróttamenn sem leggja leið sína á stórmót, s.s. heimsmeist- aramót og Ólympíuleika en það er hópur afreksmanna í röðum fatl- aðra, sem hefur verið valinn í undir- búningshóp fyrir þátttöku í Ólympíuleikum fatlaðra og þroska- heftra í september 1992. Greinarhöfundur sem er einn úr þeim hópi og keppir í flokki aflim- aðra vill koma á framfæri lipplýs- ingum um það hvernig staðið er að undirbúningi fyrir stórmót sem Ólympíuleika. Flest okkar æfa með ófötluðum íþróttamönnum og við æfum mismikið en í mínu tilviki eru æfingar ca 3-4 klst. á dag. ' Ef einhver þekkir ekki til æfínga og undirbúnings ófatlaðra íþrótta- manna fyrir keppni þá veit sá hinn sami næstum því hvemig fatlaðir afreksmenn undirbúa sig. Meginþorri þessa hóps æfir ein- mitt með fremsta íþróttafólki lands- ins. Það sem sá sem eitthvað þekkir til íþróttanna þekkir e.t.v. ekki, er það hugarfar sem fatlaður íþrótta- maður hefur. Oft og tíðum þarf fatlaður íþróttamaður að leggja meira á sig til að reyna og e.t.v. að takast að hanga í ófötluðum íþróttamönnum. Ég vil þó sérstaklega taka fram Geir Sverrisson „Ég vona að þú, lesandi góður, leggir okkur lið með því að kaupa „Rauða nefið“. Ef við komumst á Ólympíu- leika fatlaðra 1992, vonum við að þú fylgist með árangri okkar og við munum gera okkar besta til að verða landi og þjóð til sóma.“ að það er alls ekki ætlun mín að reyna að líkja æfingum og árangri fatlaðra íþróttamanna við ófatlaða og er það mín skoðun að slíkt sé erfitt að bera saman. Hins vegar sé ég ekkert athugavert við að fatl- aðir íþróttamenn æfi eins mikið með ófötluðum, því þar kynnast þeir keppnishörku og mæta þar e.t.v. ofjarli sínum sem hægt er að beij- ast við. Keppni með ófötluðum verð- ur því alltaf til góða fyrir fatlaða íþróttamanninn, hvernig svo sem útkoman verður. Öll ferðalög, líka keppnisferðalög kosta mikla peninga og vil ég ein- dregið hvetja alla sem hönd geta lagt á plóg til að aðstoða okkur við að ná markmiði okkar, sem eru auðvitað nákvæmlega þau sömu og hjá öðrum íþróttamönnum, þ.e. að standa fyrir sínu og meira til. Á næstu dögum mun íþróttasam- band fatlaðra standa fyrir fjáröflun- arherferð sem kallast „Sala rauða nefsins" og er til styrktar okkur fötluðum Olympíuförum 1992. Ég vona að þú, lesandi góður, leggir okkur lið með því að kaupa „Rauða nefið“. Ef við komumst á Olympíuleika fatlaðra 1992, vonum við að þú fylgist með árangri okkar og við munum gera okkar besta til að verða landi og þjóð til sóma. íþróttasamband fatlaðra hefur staðið fyrir ferðum á erlend mót sem er liður í undirbúningi okkar fyrir Ólympíuleikana og framundan er kostnaðarsamt verkefni, þátt- taka íslands á Ólympíuleikum fatl- aðra og þroskaheftra 1992. Samband þetta er frábrugðið öðrum sérsamböndum að því leyti að það heldur ekki utan um eina íþróttagrein heldur allar þær , si-iii'nuibí.mrdSuiiu Við bjóðum þig velkomin í 5 eða 6 daga hvíldar- og hressingardvöl í júlí og ágúst. Þar verða kynnt- ar leiðir til að bæta heilsuna, öðlast meiri lífsorku og fyrirbyggja sjúkdóma. Við bjóðum uppá: ★ Makrobiotískt fæði (fullt fæði) ★ ★ ★ ★ ★ Bótsferð um eyjarnar Gönguferðir Nudd Sérstakir gestir verða í hverjum hóp Fræðsluerindi ★ Líkamsæfingar, yoga ★ Hugkyrrð, slökun ★ Fræðslu og uppskriftir úr Makrobiotik ★ Rúmgóð 2ja manna herbergi (möguleiki ó eins rnonns) Á sta&num er glæsileg sundlaug og nuddpottar. Nónari upplýsingar veitir Gunnlaug Hannesdóttir í síma 35060 milli kl. 9-10 ó morgnana. Kær kveója, Sigrún Olsen Þórir Barðdal (P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.