Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 Arðsemisáætlanir vegna EES-aðildar eftir Hannes Jónsson SEINNI GREIN Talsmenn EES-aðildar fara ekki dult með þá trú sína að mikill ávinn- ingur verði að EES-samningunum. Þó skortir mikið á, að þeir hg.fi birt tæmandi tölulegar upplýsingar til þess að sanna sitt mál. I fyrri grein um málið sýndi ég fram á með efnislegum rökum að íslendingar geta ekki vænst þess almenna ábata af EES-aðild, sem EB-ríkin gera ráð fyrir að hafa af framkvæmd innri markaðarins eftir 1993. Þvert á móti mundum við hafa af því verulegt tap sem ekki væri hægt að reikna með að hluta til í peningum. Utanríkisráðherra virðist halda það, því hann kallaði samkomulagið „sigursamninga" og „vegabréf inn í 21. öldina". Hann gat þess ekki, að þetta gæti allt eins orðið vega- bréf frá velferð til fátæktar og vandræða. En hvernig lítur dæmið út, þegar það er reiknað kalt og rólega og skoðað án víllandi slagorða og áróð- urs? Tekjuhlið „sigursamningsins" Utanríkisráðuneytið lét frá sér fara mat á ábata „sigursamning- anna“ frá 21. október 1991 sem breyttist ekki vegna breytinganna 14. febrúar þar sem að þær snertu fyrst og fremst dómstólakaflann. Þótt nánari skoðun á mati ráðuneyt- isins bendi til þess, að þar sé um ofmat á ábatanum að ræða, skulum við leggja tölur þeirra til grundvall- ar uppgjörinu. Reiknað er út frá magni, tegund- um og tolli íslenskra sjávarafurða Á EB-markaði árið 1990. Þá greiddi EB-innflytjandinn samtals 2,1 millj- arð króna toll af íslenskum sjávar- afurðum, sem hann flutti inn á EB-svæðið. Innflytjandinn, en ekki íslenski útflytjandinn, greiddi þenn- an toll og endanlega neytandinn í verði vörunnar, þar sem að innflytj- endur greiða hvarvetna innflutn- ingstolla, ekki útflytjendur. Þessi tollur á að lækka um 1,6 milljarð'króna árið 1993 og verða 500 milljónir á ári fram að árinu 1997. Þá lækkarhann aftur um 300 milljónir og verður 200 milljónir króna á ári upp frá því. Miðað við árið 1990 nemur tollalækkunin því 1,6 milljarði kr. á ári 1993-1997, en 1,9 milljarði kr., þégar hún hef- ur að fullu komið til framkvæmda 1997. Hér er tvenns að gæta. Fyrst, innflytjendur greiða inn- flutningstolla, ekki útflytjendur. Tollalækkunin þýðir því ekki beinan ábata í vasa íslenskra útflytjenda. Annað, tollalækkunin bætir sam- keppnisstöðu útflytjandans á er- lenda markaðinum og leiðir yfirleitt til hærra skilaverðs til hans. Það er þó ríkjandi skoðun hagfræðinga og viðskiptafræðinga, sem hafa sér- hæft sig í tollamálum milliríkjavið- skipta, að óvarlegt sé að reikna með, að meira en helmingur tolla- lækkunar skili sér í hærra verði til útflytjandans. Hinn helmingurinn, jafnvel meira, skilar sér í lægra vöruverði til neytandans á hinum erlenda markaði. Framboð og eftir- spum er þó afgerandi um hvert hlutfallið verður. Hver er þá líklegust útkoma á tekjuhlið „sigursamningsins“? Tekjuaukinn gæti í hæsta lagi orðið tæplega 800 milljónir króna á ári 1993-1997 , en tæplega 1 milljarður króna á ári eftir 1997. Það eru nú öll ósköpin, ef við gleym- um fómarkostnaðinum, gjaldahlið- inni. En hvernig lítur gjaldahliðin út? Gjaldahlið „sigursamninganna“ í sjávarútvegsannexíu EES- samninganna er tekið fram, að EB-ríkjunum skuli heimilt að veiða 3.000 tonn af karfa innan íslenskr- ar efnahagslögsögu. Að yfirvarpi eiga íslendingar að fá í staðinn að veiða árlega 30.000 tonn af loðnu við Grænland. Þessar loðnuheimild- ir hefur EB keypt af Grænlending- um síðastliðin 5 ár en ekki geta nýtt sér vegna þess, að þar hefur loðnan ekki verið í veiðanlegu ástandi í nokkur ár. Hún hefur því sjálfkrafa fallið í okkar hlut og veiðst innan íslenskrar efnahags- lögsögu. Fyrir 3.000 karfatonnin fáum við því ekkert nema fram- kvæmd stefnu EB um aðgang að auðlind fyrir tollalækkun. Þetta er dýru verði keypt en verður vart metið til peninga, enda eru flotar EB-ríkjanna frægir fyrir að falsa alla aflakvóta og stunda rányrkju á öllum miðum, sem þeir hafa að- gang að. Annar fórnarkostnaður, sem tals- menn EES-aðildar hafa ekki flíkað, er sá, að við skuldbindum okkur til þess að breyta okkar landslögum þannig að flotar EB fái „sam- keppnisjafnrétti" við íslensk skip í íslenskum höfnum til athafna og aðstöðu. Samkvæmt þessu fá flotar EB ekki aðeins að veiða innan ís- lenskrar lögsögu heldur einnig að athafna sig í íslenskum höfnum, landa þar í gáma og senda beint á erlendan markað án nokkurs vinnsluauka í landi. Erfitt er að meta þetta til peninga en hár er þessi fórnarkostnaðarliður. Enn eitt atriði sjávarútvegsvið- aukans, sem Spánveijar fögnuðu sérstaklega, er að hann skuli endur- skoðaður annað hvert ár, í fyrsta sinn í árslok 1993. Þeir telja sig og EB geta fært sig upp á skaftið í samskiptum risans við smáríkið við hveija endurskoðun, fengið stækkandi veiðikvóta við ísland uns fískveiðistefna EB komi að fullu til framkvæmda innan 758.000 fer- kílómetra efnahagslögsögu okkar, sem EB-ríkin hafa mikla ágimd á. Þar vilja þau svo gjarnan, að fisk- veiðistefna EB komi að fullu til framkvæmda, en grundvallaratriði hennar er, að fiskimiðin og físki- stofnamir utan þröngra marka séu sameign aðildarríkjanna og sókn í þá lúti sameiginlegri fiskveiðistjórn kommissaranna í Brussel. Þótt erfitt sé að meta til peninga framangreindan þríliða fórnar- kostnað okkar samkvæmt sjávarút- vegsviðauka EES þá er ljóst, að hann gerir EES-samninginn í heild sinni allt of dým verði keyptan. Fórnarkostnaður í peningum En fleira kemur til. Fórnarkostn- aðurinn í beinhörðum útgjöldum er þegar allt er talið hærri en tekjuvon- in, svo sem sjá má á eftirtöldum tölum: 1) Þegar hefur á undanfömum 2 árum verið varið meira en 200 Oréttmætt að skella skuldinni eingöngu á Markúsarnetið eftir Pétur Th. Pétursson í Morgunblaðinu 25. febrúar sl. var haft eftir Bergþóri Guðlaugs- syni stýrimanni á Sléttanesinu ís 808 að við björgun á skipveijanum á Krossnesinu, hefði Markúsametið verið gagnslaust og jafnvel hættu- legt við björgunina. Þessi orð era alhæfing sögð í hita leiksins eftir að áhöfninni á Sléttanesinu hefur mistekist að nota Markúsametið við björgunina. Sökinni er þannig skellt á eitt björgunartæki, sem hefur um áraraðir verið notað og hefur átt þátt í að bjarga tugum mannslífa, stundum við miklu erfiðari aðstæð- ur en þama voru. 40 Notuð var elsta kynslóð Markúsarneta sem er ekki viðurkennd af framleiðanda lengur Við þessa björgun reyndi áhöfnin á Sléttanesinu að nota Markúsarnet af elstu kynslóð eða frá árunum 1982 til ’85. Framleiðandi hefur hvatt til að þessi net verði tekin úr umferð og boðið eigendum þess- ara neta að taka þau upp í verð á nýjum, frá árinu 1986. Það hefur verið undirrituðum og öllum þeim sem æft hafa notkun þessara neta ljóst, að ef ekki er tekinn af slaki milli skips og björgunarmanns hættir þeim til að fara í bendu, þar sem flotin eru stutt, 12 eða fleiri á hvorum hliðarteini og hanafóturinn sem tengir útkantinn við öryggis- línu björgunarmanns / kastlínu, er úr fiottógi sem er hindrun og vír vantar í útkant þessara neta til að halda þeim opnum í sjó. Síðan Markús heitinn kom fram með þessi net, hefur þekkingu og tækni fleygt fram og hef ég reynt aðhalda áfram með það merka brautryðjendastarf sem hann hóf, með því að þróa netið áfram jafnframt því að hag- nýta netið til að útbreiða þekkingu og auka skiining á viðfangsefninu „Björgun manns úr sjó“. Bergþóri, sem nýlokið hefur stýrimannanámi, átti að vera vel kunnugt um þessa þróun. Neyðargallinn er ekki heppi- legasti útbúnaðurinn fyrir björgunarmann í sjó Bergþóri átti líka að vera kunn- ugt um, eftir æfingar með Markús- arnet í Slysavarnaskóla sjómanna og að eigin sögn með áhöfn Slétta- nessins, að neyðargalli eins og hann er í við björgunina er ekki heppileg- asti búnaðurinn til að vera í við björgun manns úr sjó. Erfitt er að hafa stjórn á sér í sjónum í slíkum göllum og yfirsýn yfir umhverfíð er afar takmarkað. Aðstoðarmaður átti að fara strax með netið út til Bergþórs Fram kom í símtali sem ég átti við Bergþór, að hann hefði þurft að draga netið út til sín og við það hefði hann flækst í spottanum. Ekki fyrr en allt var komið í bendu óskar hann eftir að netið verði dreg- ið til skipsins og gert klárt og þá fyrst stekkur aðstoðarmaður í sjó- inn honum til aðstoðar. Hér er aug- ljóst að björgunarmenn um borð hafa slakað út öllu netinu í einu og ekki tekið slaka af, eins og nauð- synlegt er. Öllum sem æft hafa notkun þessara neta, sem að sögn stýrimannanna Reynis og Bergþórs á að hafa verið gert á Sléttanesinu, á að vera ljós flækjuhættan ef slaki kemur á hliðarteinana. Þess vegna milljónum króna í kostnað vegna þátttöku í EES-samningunum, bæði ferða-, funda- og ráðstefnukostnað og dagpeninga hinna ýmsu þátttak- enda. Getur ríkisbókhaldið gefið upp nákvæmari tölur um þennan kostnað. 2) Þýðingarkostnaður á reglum EB og EES svo og prentkostnaður skýrslna og samanburðargagna nemur þegar yfir 100 milljónum króna, svo sem ríkisbókhaldið getur gefið nánari upplýsingar um. 3) Framlag okkar til EFTA hækkar um 24 milljónir króna milli áranna 1991 og 1992 svo sem fjár- lög sanna. Framkvæmdastjóri EFTA gerir ráð fyrir að ijölgun starfsfólks EFTA fari úr 90 1990 í 220 ef EES tæki til starfa. Fram- lag okkar til EFTA gæti því þurft að hækka um allt að 10 milljónir króna á ári eftir 1993 miðað við 1990. 4) Fjárlög 1992 gera ráð fyrir fjölgun starfsfólks fastanefndarinn- ar í Genf vegna aukinna umsvifa vegna EES. Má gera ráð fyrir að þessi kostnaðarauki verði ekki und- ir 20 milljónum króna á ári 1993 miðað við árið 1990. 5) Þegar hefur verið fjölgað starfsfólki í Brussel vegna EES- samninganna og sett á stofn sérstök skrifstofa. Fjárlög 1992 gera ráð fyrir enn meiri ljölgun. Talið er, að EES-aðiId mundi leiða til þess, að flest ráðuneytin mundu þurfa að hafa fulltrúa j sendiráðinu í Brass- el. Gæti þetta þýtt um 40 milljóna króna kostnaðarauki á ári í Brussel miðað við árið 1990. 6) Stóraukinn stjómsýslukostn- aður hefur orðið við viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins vegna EES-samninganna og mundi ekki minnka ef til EES-aðildar kæmi. Miðað við árið 1990 gæti þetta orð- ið um 30 milljónir á ári. 7) Hlutdeild okkar af kostnaði við EES-ráðið er enn óþekkt stærð. Sama er að segja um kostnað vegna framkvæmdastjórnar EES, eftirlits- nefndarinnar, dómstólsins (hvernig sem hann verður), sameiginlegu þingmannanefndarinnar, efnahags- og félagsmálanefndarinnar, ráð- gjafanefndarinnar auk fjölda sér- fræðinefnda, sem við mundum þurfa að taka þátt í. Aðildargjöld okkar auk funda-, ferða- og þátt- tökukostnaðar ásamt dagpeningum eru lágt áætlað ekki undir 600 millj- ónum króna á ári frá 1993 að telja. 8) Samningsdrögin frá 21. októ- ber gera ráð fyrir að ísland leggi fram 67 milljónir króna á ári í 5 ár, eða samtalS 335 milljónir króna, til þróunarsjóðs Evrópu til hjálpar Grikklandi, írlandi, Portúgal og Spáni. Er þetta vægt reiknað, en við fáum ekkert í staðinn. Hannes Jónsson Vægt reiknað er bein peningaleg gjaldahlið EES-samninganna fyrir okkur um 1,2 milljarðar króna á ári. Peningalega tekjuhlíðin var hins vegar tæpar 800 milljónir króna á ári 1993-1997, en tæplega 1 milljón á ári eftir 1997. Peningalegu gjöld- in eru í báðum tilfellum hærri en peningalegu tekjurnar, þótt sleppt sé öllum hinum mikla fórnarkostn- aði, sem ekki verður metinn til pen- inga. Sjá menn ekki hvers konar vit- leysa er hér á ferðinni? Enginn heilbrigður kaupsýslu- maður mundi láta sér detta í hug að fara út í svona aulabisness, eftir að hafa reiknað út allt dæmið og jafnað tekjur og gjöld á taps- og gróðareikningi. Minnimáttarkennd EES-sinna Eðlilegt er að fólki blöskri ein- feldnin, sem er svo áberandi í mál- flutningi EES-sinna, í umræðunni um þetta mál. Til viðbótar vanreikningi gjalda- liða við uppgjör á kostum og göllum aðildar að EES fyrir okkur tala þeir um „hræðslu við millirikja- samninga", „minnimáttarkennd“ í samskiptum við útlendinga, og segja að við eigum ekki annarra kosta völ en EES. Allt er þetta rangt. Minnimáttarkenndin er EES- sinna. Þeir standa eins og aumingj- ar með húfuna í hendinni og búkka sig og beygja fyrir EB-ríkjunum eins og við værum á flæðiskeri staddir, ef við fylgdum þeim ekki í blindni í einu og öllu. Auðvitað er það mál EB-ríkj- anna, ekki okkar, hvort þeir koma á hjá sér innri markaði samkvæmt Einingarlögum Evrópu í ársbyijun M2 Markúsarnetið sem nú er lögskipað um borð í islensk og dönsk skip. hefði aðstoðarmaðurinn átt að fara strax út með netið til Bergþórs og öryggislínan sem tengd var Berg- þóri og er 30 metra löng, látin vera beint tengd björgunarmönnum á dekki. Með þessu móti hefði verið hægt að taka manninn upp láréttan. Snúa átti skipinu þannig að kulborði snéri að bj örgunarmanni Bergþór sagði hafa verið kalda, krappa öldu og dimmt. Skipið var á kulborða við hann ca. 40 gráður upp í öldustefnu og að hann hafi óttast mjög að lenda utan í skipinu. Skip rekur hraðar en maður í sjó, því er mönnum ráðlagt að hafa mann frekar á kulborða en hléborða og halda skipinu þó sem mest upp í vind. Þannig má betur ráða við aðstæður, skipstjóri hefur betri yfír- sýn yfir það sem er að gerast, menn í sjó eru síður í hættu af skipi í veltingi og koma má hjálparmanni strax að ef þurfa þykir. Hægt er að ganga frá manni til hífingar í netinu í 4 til 5 metra fjarlægð frá skipinu og auðveldara á að vera að halda netinu kláru. Lokaorð Fleira mætti tína til sem tengist þessari tilteknu björgunaraðgerð, s.s. hversu oft hafi verið æfð björg- un með Markúsametinu, hvort æf- ingin hafi farið fram þannig að reyndi á skipsstjórnina, hvað var gert eftir æfingar til að bæta sam- hæfnina og hugsanlega það sem betur mátti fara. Ljóst er þó af framansögðu að órétt- mætt er að skella skuldinni á einn hlut eða einn einstakling í þessu tilviki, þegar mest veltur á samæf- ingu og hæfni áhafnar. Að lokum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.