Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 15 Sigurður Örn Brynjólfsson Sýnir teikning- ar í Litháen SIGURÐUR Örn Brynjólfsson, SÖB, hefur fengið boð um að sýna teikningar (cartoons) í Viln- ius, höfuðborg Litháen. Þetta er fyrsta einkasýning sem íslenskur listamaður heldur í Litháen. SÖB sýnir 100 teikningar úr myndröð sem heitir „It takes all kinds“ og var fyrst sýnd í Gallerí Langbrók 1983 og síðar í Listiðnað- arháskóla Helsinki, UIHS, 1991. Sýningin verður opnuð 5. mars og stendur til 24. mars. Hluti af sýn- ingunni verður síðan settur upp á samsýningu sem teiknarar (cartoonistar) frá Litháen halda árlega í Vilnius og hefst 1. apríl. Sigurður hefur haldið 7 einka- sýningar á íslandi, Finnlandi og í Ungveijalandi auk þess að taka þátt í samsýningum víða erlendis. 1980 lauk hann við teiknimynd- ina Þrymskviðu sem er fyrsta ís- lenska teiknimyundin en auk Þrymskviðu hefur hann gert 6 aðr- ar teiknimyndir. Sigurður vinnur nú að gerð teikn- imynda í samvinnu við LAF-teikni- myndastúdíóið í Vilnius og eru um 7 myndir áætlaðar í framleiðslu á þessu ári, m.a. Auðunar þáttur vestfírska sem er 10 mín. að lengd. -----» ♦ ♦----- Skólanám- skrá Reyk- hólaskóla komin út HJÓNIN Birna Sigurjónsdóttir, fyrrverandi kennari Reykhóla- skóla, og Jón Ólafsson, fyrrver- andi skólastjóri þar, komu með skólanámskrá fyrir Reykhóla- skóla og var hún afhent Bjarna P. Magnússyni, sveitarstjóra Reykhólahrepps, í Reykhóla- skóla laugardaginn 22. febrúar að viðstöddum kennurum og fólki í sveitarstjórn. Námskráin er unnin af kennurum Reykhólaskóla í samráði við fulltrúa sóknamefndar og foreldrafélags. Ráðgjafar voru Margrét Harðar- dóttir og Aðalheiður Auðunsdóttir frá grunnskóladeild menntamála- ráðuneytisins. Námskráin er 47 bls. og vel unn- in. Merki skólans er hannað af Jóni Ólafssyni og er eign skólans. - Sveinn. Stjórnmála- samband ís- landsogÓman UNDIRRITAÐ hefur verið í London samkomulag mijli fur- stadæmisins Óman og íslands um stofnun formlegs stjórn- málasambands milli ríkjanna. Styrkur jb/nn felst í. muoa nehnu Sala rauöa nefsins þetta ár er til styrktar afreksfólki okkar sem stefnir á þátttöku í ólympíuleikum fatlaðra í sumar. Þau unnu stórsigra fyrir hönd íslands í Seoul -vinnum með þeim núna kaupum rautt nef af sölufólki og berum það á öskudag. ÓLYMPÍUNEFND FATLAÐRA YjS/VJOlSVONI^TOnvnNTÍJH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.