Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 17
\ MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 28. FEBRUAR 1992 Menningarverð- laun D Y afhent MENNINGARVERÐLAUN DV voru afhent í gær í fjórtánda sinn í hádegisverðarboði í veislusalnum Þingholti. Menningarverðlaun- in eru veitt fyrir listsköpun á síðasta ári í sjö listgreinum: bók- menntum, myndlist, leiklist, tónlist, kvikmyndalist, byggingarlist og listhönnun. Þeir sem hljóta menningarverð- laun DV í ár eru: Guðjón Peders- en, Hafliði Arngrímsson og Grétar Reynisson fyrir leiklist, en verð- launin fá þeir fyrir leikstjórn og uppsetningu á Rómeó og Júlíu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Fyrir myndlist fær Kristinn G. Harðar- son verðlaunin fyrir sýningu sem hann hélt í Nýlistasafninu, fyrir bókmenntir fær Guðmundur Andri Thorsson verðlaunin fyrir skáld- sögu sína Islenski draumurinn, Börn náttúrunnar hljóta verðlaun- in fyrir kvikmyndalist, Ingimund- ur Sveinsson hlýtur verðlaunin fyrir byggingarlist fyrir hönnun Perlunnar, Blásarakvintett Reykjavíkur fær verðlaunin fyrir tónlist og hönnunarverðlaunin fær Þröstur Magnússon fyrir hönnun frímerkja. Menningarverðlaunahafar DV, talið frá vinstri: Þröstur Magnús- son, Hafsteinn Guðmundsson (Blásarakvintett Reykjavíkur), Ragnhildur Harðardóttir (tók á móti verðlaununum fyrir Krist- in G. Harðarson), Friðrik Þór Friðriksson, Ingimundur Sveins- son, Grétar Reynisson, Hafliði Arngrímsson og Guðmundur Andri Thorsson. Pakkhúsið á Hofsósi frágengið Hofsósi. GAMLA Pakkhúsið var afhent Þór Magnússyni þjóðminjaverði í síð- ustu viku eftir gagngerar endur- bætur. Húsið er upphaflega byggt árið 1777 á tímum Dönsku ein- okunarverslunarinnar á Islandi. í júní á síðastliðnu ári var ráðist í það af miklum krafti að gera við gamla pakkhúsið en áður hafði verið bytjað smávegis á viðgerðum en fé skorti til að hægt væri að ráðast í stórframkvæmdir. Það má segja að fyrst hafi komið skriður á málið er hreppsnefnd Hofshrepps að frum- kvæði sveitarstjóra Jóns Guðmundss- onar bauð þjóðminjasafni að Hofs- hreppur tæki lán til viðgerðanna sem síðan endurgreiðist með framlögum. Síðan var Þorsteinn Gunnarsson ark- itekt fenginn til að hafa yfirumsjón með verkinu en yfirsmiður var Val- geir Þorvaldsson og til liðs við sig fékk hann tvo smiði frá Siglufirði þá Ágúst Stefánsson og Hjálmar Jóhannesson. Húsið var afhent þjóðminjaverði við hátiðlega athöfn í sjálfu pakkhús- inu og var helstu frammámönnum héraðsins boðið að vera viðstöddum. Tvö langborð höfðu verið sett upp og á þeim var íslenskur þorramatur og drykkur til að skola matnum nið- ur, og er nokkrar ræður höfðu verið fluttar var öllum viðstöddum boðið að smakka á góðgætinu. Til borðs þjónuðu tvær konur í íslenskum þjóð- búningum. Á efri myndinni af- hendir Valgeir Þor- valdsson Þór Magn- ússyni þjóðminja- verði Pakkhúsið á Hofsósi.En á neðri myndinni sést það að utanverðu. Morgunblaðið/Einar Jóhannsson Jón Guðmundsson sveitarstjóri flutti fyrst ræðu og bauð gesti vel- komna, fór síðan vítt og breitt um sögu hússins o.fl. Næstur tók til máis Valgeir Þorvaldsson og í ræðu hans kom fram að fyrirhugað væri að í þessu húsi yrði Drangeyjarsafn en það er þá átt við allt er viðkemur sögu Drangeyjar svo sem fuglaveiðar o.fl. Einnig sagðist Valgeir sjá fyrir sér að þarna yrði ferðamönnum boð- ið uppá að smakka íslenskan mat og þar yrðu konur í íslenskum þjóð- búningum sem biðu uppá þær veit- ingar. Síðan afhenti Valgeir þjóð- minjaverði húsið formlega. Þjóð- minjavörður þakkaði fyrir og tók undir orð Valgeirs um fyrirhugaða notkun hússins, hann þakkaði sveit- arstjóra Hofshrepps sérstaklega fyrir hans framgöngu í því að viðgerð hússins var möguleg. Það kom fram í máli Þorsteins Gunnarssonar arki- tekts að verkið væri alveg sérstak- lega vel unnið og þakkaði hann þeim er unnu að viðgerðinni. Það skal tekið fram í lokin að fleiri hús er ákveðið að varðveita í Hofs- ósi og er þegar byijað á því verki. - Einar. 1 Hefurþú ekið Ford - nýlega ? Lágmúla 5. Sími 68 15 55. J&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.