Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 Irland: Telja að aflétta þurfi fóstureyð- ingarbanninu Dyflinni. Reutcr. ÞINGMENN stjórnarandstööuflokka á írlandi sögðu í gær að írar kynnu að þurfa að aflétta algjöru banni við fóstureyðingum eftir að hæstiréttur landsins úrskurðaði að fjórtán ára gamalli stúlku, sem varð barnshafandi eftir nauðgun, væri heimilt að fara til Bretlands til að gangast undir fóstureyðingu. írsk kvenréttindasamtök tóku í sama streng og sögðu að stjórnin þyrfti að leysa málið í eitt skipti fyrir öll. Þau bentu á að 5.000 írskar konur fara á ári hverju til Bretlands í því skyni að gangast undir fóstureyðingu og sögðu að Irar gætu ekki verið þekktir fyrir að flytja vandamál sín út á þennan hátt. Lögfræðingar stúlkunnar höfðu lagt áherslu á að írskir dóm- stólar gætu ekki meinað stúlkunni að fara til annars aðildarríkis Evr- ópubandalagsins til að notfæra sér þjónustu sem væri lögleg þar. Úrskurði hæstaréttar var al- mennt fagnað en Bernadette Bonner, atkvæðamikil baráttu- kona gegn fóstureyðingum, kvaðst vona að stúlkan hætti við að fara til Bretlands og láta eyða fóstrinu. Tugir hjóna væru fúsir til að ætt- leiða bamið. Foreldrar stúlkunnar sögðust hins vegar vona að hún gæti gengist undir fóstureyðingu innan þriggja vikna. Albert Reynolds, forsætisráð- herra írlands, kvaðst ekki hafa séð úrskurð hæstaréttar og vildi því ekki svara því hvort hann hygðist boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort breyta ætti því ákvæði stjómarskrárinnar sem bannar fóstureyðingar algjörlega. Margir lögfræðingar og stjómmálamenn telja að ekki verði hjá því komist að bera málið undir þjóðaratkvæði og skoðanakannanir benda til að meirihluti íra sé nú þeirrar skoð- unar að heimila beri fóstureyðing- ar í undantekningartilvikum, til að mynda þegar konur eða stúlkur verða bamshafandi vegna nauðg- unar eða sifjaspella. Barátta við eitrið Reuter Liðsmaður kólumbískra sveita sem beijast gegn frmaleiðendum fíkniefna sprautar eitri á ópíumakri suð- vestur af höfuðborginni Bogota í Kólumbíu. Hart barist í Nagomo-Karabak: Ottast allsherj arstríð milli Armena og Azera Moskvu. Reuter. HARÐIR bardagar geisuðu milli Armena og Azera í héraðinu Nag- omo-Karabak í gær eftir nokkurra klukkustunda vopnahlé, sem samið var um til að gera utnaríkisráðherra Irans, Ali Akbar Velay- ati, kleift að heimsækja lýðveldið til að freista þess að stilla til frið- ar. Óttast er að allsheijarstríð kunni að brjótast út milli Armena og Azera vegna deilunnar um Nagorno-Karabak, sem er aðallega byggt Armenum en heyrir undir Azerbajdzhan. Armenar sökuðu her Sovétríkj- eníj Shaposhníkov, hefur sagt að anna fyrrverandi um að hafa að- allsheijarstríð kunni að bijótast út stoðað Azera í bardögunum og séð milli Kákasus-þjóðanna ef hermenn azerskra hermanna hefðu tekið þátt í árásunum og blaðamenn í hérað- inu sögðu að hersveit, sem gæti skotið allt að 40 flugskeytum í einu, hefði haldið uppi stöðugum árásum á byggðir Armena. Velayati komst ekki til Nagomo- Karabak vegna bardaganna en hann vonast enn til að geta heim- sótt héraðið. Áformað er að íranski utanríkisráðherrann fari síðar til Armeníu til viðræðna við þarlenda ráðamenn. þeim fyrir vopnum. Azerar vísuðu þessu á bug og sögðu að herinn hefði stutt Armena. Yfírstjóm hers- ins segir ekkert hæft í þessum ásök- unum en hefur heimilað hermönn- um í héraðinu að beita skotvopnum ef á þá er ráðist. Að minnsta kosti þrír hermenn samveldishersins hafa beðið bana í stórskotaárásum Az- era. Æðsti yfírmaður hersins, Jevg- samveldishersins dragist út í bar- dagana. Armensk yfirvöld í Nagomo- Karabak sögðu að azerskar her- sveitir hefðu hafíð nýja stórsókn inn í héraðið. Þær hefðu farið fímm kílómetra inn í héraðið og gert skriðdreka- og flugskeytaárás á bæinn Askeran og fleiri bæi. Frétta- stofan Interfax sagði að þúsundir Reagan lýsir fullum stuðningi við Bush Enn er þó efast um að hugur fylgi máli INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐAVERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 2.FL.B.1985 Hinn 10. mars 1992 er þrettándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl.B.1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr.13 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.258,85 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1991 til 10. mars 1992 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 3198 hinn 1. mars 1992. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.13 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1992. Reykjavík, febrúar 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS Washington. Reuter. RONALD Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, lýsti í fyrra- dag yfir fullum stuðningi við endurkjör George Bush sem for- seta Bandaríkjanna en nokkuð hefur þótt á skorta fulla sam- stöðu með þeim. Ekki er þó talið víst, að yfirlýsingin nægi til að eyða öllum efasemdum. Síðastliðinn þriðjudag áttu Bush og kona hans fund með þeim Re- agan-hjónunum á heimili þeirra í Bel Air í Los Angeles en Reagan gaf enga yfirlýsingu að honum loknum og þeir forsetamir ræddu hvorki við blaðamenn né sátu fyrir hjá ljósmyndurum. Síðar um daginn mætti Reagan svo ekki á fjáröflun- arfund Bush og var því borið við, að hann hefði verið búinn að binda sig annars staðar. Vakti þetta at- hygli og ekki síst vegna þess, að með fundi þeirra vildi Bush hrekja þá frétt í Washington Post, að Re- agan efaðist um pólitíska hæfíleika forsetans og væri ekki viss um, að hann ynni sigur í Kaliforníu í for- setakosningunum í haust. Kaliforn- ía er fjölmennasta ríkið og getur því hæglega ráðið úrslitum. í yfírlýsingu sinni á miðvikudag sagði Reagan, að þeir Bush hefðu átt með sér ánægjulegan fund á þriðjudag og væri hann reiðubúinn að leggja allt sitt af mörkum til að tryggja endurkjör hans. Næstu for- kosningar verða 3. mars og þá í sjö rikjum og í 22 alls fram til 10. mars. Skiptir þá miklu fyrir Bush, að hann fái góða útkomu því að ella er hætt við, að hann gangi hálfvængbrotinn til kosninganna í haust. Líklega mun þá einnig skýr- ast hvaða demókratar beijist um útnefningu sem forsetaframbjóð- andi. Kanada: Forgangs- verkefni að fækka selnum Brussel. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Kristófer M. Kristinssyni. VÖÐUSEL við Kanada hefur fjölgað um eina og hálfa milljón á síðustu sjö árum, úr tveimur milljónum árið 1985 í þijár og hálfa milljón á síðasta ári. Eru fískifræðingar og sjómenn sam- mála um, að selurinn eigi mikinn þátt í minnkandi fiskstofnum. Ótti fiskframleiðenda við neikvæð áhrif selveiða á mkilvægum mörkuð- um í Evrópu og Bandaríkjunum hef- ur dregið mjög úr selveiðum og einn- ig hefur verið mjög erfítt að koma selafurðum í verð. Á síðasta ári var leyft að veiða 186.000 seli við Kanada en þá voru aðeins veidd 62.000. Segist John Crosbie, sjávar- útvegsráðherra, vera staðráðinn í fækka selnum hvað sem hver segi og hvað sem líði viðkvæmum mark- aðsaðstæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.