Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 19 Andófs- menn dæmd- ir í Kína Dómstóll í Peking úrskurðaði í gær í máli ellefu kínverskra andófsmanna, sem voru hand- teknir eftir að herinn kvað nið- ur mótmæli lýðræðissinna á Torgi hins himneska friðar í júní 1989. Nokkrir voru sýkn- aðir, þar á meðal andófsmaður- inn Bai Chunxiang, en Wang Lidong og námsmannaleiðtog- arnir Peng Rong og Li Mingqi voru dæmdir í tveggja ára fangelsi. Þeir verða þó allir látnir lausir síðar á árinu þar sem tekið verður tillit til þess tíma sem þeir hafa þegar af- plánað. Dómstóllinn hafði áður dæmt sjö andófsmenn, þar á meðal fyrrverandi ritstjóra Dagblaðs alþýðunnar, mál- gagns kommúnistaflokksins, í þriggja til fimm ára fangelsis- vist. Lýst eftir fé- lögum Nidals Franskur dómari hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur fjórum liðsmönnum pal- estínskra hermdarverkasam- taka undir stjórn Abus Nidals vegna árásar á feiju á Eyja- hafi 11. júlí árið 1988. Níu ferð- amenn biðu bana í árásinni, þar á meðal nokkrir Frakkar. Arás- armennirnir köstuðu hand- sprengjum og beittu vélbyssum í árásinni, sem varð til þess að eldur kom upp í feijunni. Viðræðum BA og KLM slitið Hollenska flugfélagið KLM og breska flugfélagið British Air- ways skýrðu frá því í gær að þau hefðu slitið viðræðum sín- um um sameiningu, sem hefðu getað endað með stofnun fjórða stærsta flugfélags heims. Við- ræðurnar tóku hálft ár og flug- félögunum tókst ekki að jafna ágreining sinn um hversu mik- ils virði þau væru. Fangabúðir til sölu Embættismenn í' austurhluta Þýskalands hafa sett Colditz- kastalann fræga á söluskrá. Kastalinn var reistur á miðöld- um og er á klettavegg fyrir ofan smábæ í grennd við Leipz- ig. Þjóðveijar notuðu hann sem fangabúðir í seinni heimsstyij- öldinni fyrir breska, franska, hollenska og pólska stríðs- fanga, sem höfðu margir hveij- ir flúið úr öðrum fangabúðum. Kastalinn er nú notaður sem geðsjúkrahús en yfirvöld von- ast til að einhver vilji breyta honum í hótel, en talið er að það tæki að minnsta kosti tvö ár. írar og Bret- ar heita samvinnu John Major, forsætisráðherra Bretlands, og Albert Reynolds, forsætisráðherra írlands, sam- þykktu á fundi sínum í Lundún- um í gær að beita sér í samein- ingu fyrir friði á Norður-írlandi og sóru að gera allt sem þeir gætu til að binda enda á blóðs- úthellingarnar þar. pTrm ^CbKOrO K03AUJ5J x vKpaíHuiB y Kanajai J Úkraínsk frímerki Reuter Fyrstu úkraínsku frímerkin verða gefin á sunnudag, 1. mars. Er annað þeirra, til vinstri á myndinni, til minningar um 500 ára sögu úkraínskra kósakka en með hinu er þess minnst, að 100 ár eru liðin síðan fyrstu úkraínsku landnemarnir settust að í Kanada. Rússland: 15 kjarnakljúf- um sökkt í sjóinn Einnig geislavirkum úrgangi í gámum N áttúru verndarsamtökin Grænfriðungar skýrðu frá því í gær að tólf kjarnakljúfum úr kafbátum og þremur úr ísbijót- um hefði verið sökkt í sjóinn við strönd eyjanna Novaja Zemlja í Rússlandi. Grænfriðungar segja að heilum kafbáti, K-27, hefði verið sökkt í Stepovov-flóa í suðurhluta Novaja Bretar hneykslast á ummælum Keatings Ástralíuheimsókn Englandsdrottningar dregur dilk á eftir sér Zemlja eftir slys í maí 1968. Tveimur kjarnakljúfum bátsins var sökkt á sama stað árið 1982. Átta kjarnakljúfum til viðbótar var sökkt sunnan við kafbátinn og þar af voru þrír enn með kjarn- orkueldsneyti. Hlutum úr fjórum kafbátum, sem höfðu orðið fyrir skemmdum, var einnig sökkt á sama stað. Fimm kjarnakljúfar til viðbótar liggja á sjávarbotninum, þar af þrír skemmdir kljúfar úr ísbijótn- um „Lenín“. Ennfremur var 17.000 gámum með geislavirkum úrgangi sökkt við eyjarnar. Grænfriðungar fengu þessar upplýsingar frá heimildarmönnum í Rússlandi og rannsóknina önnuð- ust Alexander Jemelanenkov, for- maður rússneskra samtaka sem beijast gegn kjarnorkutilraunum á Novaja Zemlja, og rússneski kjarnorkufræðingurinn Andrej London. Reuter. NOKKRIR þingmenn breska íhaldsflokksins hafa krafist þess, að Paul Keating, forsætisráð- herra Ástralíu, biðji Breta afsök- unar á þeim ummælum sínum, að Bretar hafi brugðist Áströlum í síðari heimsstyrjöld og skilið þá eftir eina og ofurselda hugs- anlegri árás Japana. Kemur þetta mál upp í kjölfar hneyksl- unar breskra konungssinna á ræðu, sem Keating flutti á dög- unum þegar Elísabet Englands- drottning var í opinberri heim- að áströlsku hersveitimar væru í Ástralíu til varnar landi og þjóð. Kemur þessi yfírlýsing ofan í uppá- komuna í heimsókn drottningar en í ræðu, sem Keating flutti þá, lagði hann megináhersluna á sjálfstæði Ástrala. Hann þverbraut síðan allar siðareglur með því að leggja arminn um mitti drottningar og kona hans kórónaði „skömmina“ með því að neita að hneigja sig fyrir henni. John Stokes, einn þingmanna breska íhaldsflokksins, sagði í gær, að hann væri „furðulostinn og hneykslaður" á ummælum Keat- ings, sem ætti að biðja Breta og drottninguna afsökunar. Sagði hann það ósatt, að Bretar hefðu brugðist Áströlum í stríðinu. Þeir hefðu barist í Malaja og í Singap- ore og Japanir hefðu ekki ráðist á Ástralíu. Kom það fram hjá öðmm, að Keating hefði verið að nota sér heimsókn drottningar í pólitísku skyni, hann hefði sagt það, sem margir Ástralir teldu vera satt og rétt hvað sem staðreyndunum liði. Zolotkov. „Urgangsefnin frá kjamorkuís- bijótunum em smámunir miðað við alla úrgangshaugana frá rúss- neska kjarnorkuflotanum," sagði John Sprange, sem stjórnar bar- áttu Grænfriðunga fyrir afvopnun. Grænfriðungar hafa beitt sér fyrir banni við kjarnorkuknúnum skipum og bátum og kjarnorku- vopnum í höfunum. Flaggskip Grænfriðunga sigldi til Novaja Zemlja í október 1990 til að mót- mæla kjarnorkutilraunum á eyjun- um. sókn í Astralíu. Keating lét ummælin falla þegar hann var að svara gagnrýni þing- manna á framkomu hans við drottn- ingu og sagði þá, að hann hefði dmkkið það í sig með móðurmjólk- inni að sýna fóstuijörðinni, Ástral- íu, virðingu en ekki að skríða fyrir ríki, sem hefði ákveðið að veija ekki Malakkaskaga, láta Singapore lönd og leið og komið í veg fyrir, Eistland: Gagnrýni Tsjúrkíns byggð á mis- skilningi URMAS Reitelman, talsmaður eistneska utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mótmæli Vítalíjs Tsjúrk- íns, talsmanns rússneska utan- ríkisráðuneytisins, við því að Eistlendingar hefðu gefið sam- verkamönnum nasista upp sakir væru á misskilningi byggð. Sagði Reitelman að fyrir nokkrum mánuðum hefði eistneska þingið veitt Eistlendingum sem þjónuðu í þýska hernum uppreisn æru. Reitelman sagði að Eistlendingar sem þjónuðu í þýska hernum á stríðsárunum þegar landið var her- numið af Þjóðveijum hefðu ekki notið sömu réttinda og þeir sem voru í Rauða hernum. Eistneska þingið hefði ákveðið að bæta úr þessu. í yfírlýsingu frá eistneska þing- inu sem Reuíers-fréttastofan sagði frá í gær kemur fram að samverka- mönnum nasista hafí þar með ekki verið gefnar upp sakir eins og Tsjúrkín hélt fram fyrr í vikunni. „Eistlendingar ætla sér ekki undir neinum kringumstæðum að veita þeim uppreisn æru sem gerðust sekir um þjóðarmorð eða aðra glæpi gegn þjóðinni," segir í yfirlýsing- unni. BSRB fimmtíu ára Um þessar mundir eru liöin 50 ár frá stofnun BSRB. í tilefni afmœlisins verður samkoma í Borgarleikhúsinu á morgun, laugardaginn 29. febrúar. Samkoman hefst með dagskrá kl. 15.00 stundvíslega, og að henni lokinni er móttaka í anddyri leikhússins til kl. 17.30. Félagsmenn og aðrir velunnarar velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.