Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fuiltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Opinber umfjöllun um bamavemdarmál Morgunblaðið birti í gær opið bréf til nokkurra fjölmiðla frá Bamavemdarráði. Þar er lýst sjónarmiðum ráðsins um opinbera umfjöllun um ein- stök barnavemdarmál. í hinu opna bréfi segir m.a.: „Barna- vemdarráði er ljóst, að frétta- flutningur hefur margs konar tilgang. Einn hlýtur að vera sá að upplýsa almenning og fræða um staðreyndir mála. Til að svo geti orðið verða öll sjónarmið viðkomandi máls að koma fram. Ein sérstaða barnavernd- armála er, að ókleift er að ná þessu markmiði fréttaflutnings þegar um málefni einstaklinga er að ræða. Þriðja grein laga nr. 53/ 1966 um vemd bama og ung- menna kveður á um, að bama- vemdaryfirvöldum sé óheimilt að skýra óviðkomandi aðilum frá því, sem þeir verða vísir í starfi um einkamál annarra. Þetta atriði kemur í veg fyrir, að bamavemdaryfírvöld geti tjáð sig og varið aðgerðir sínar í einstökum bamavemdarmál- um. Umfjöllun um slík mál í fjölmiðlum er því dæmd til að vera einhliða og jafnvel sið- laus.“ í opnu bréfí Barnavemdar- ráðs segir ennfremur:„í þeim sorglegu undantekningartilvik- um þar sem beita þarf þvingun- araðgerðum til verndar bami er ávallt að baki löng saga sem bamaverndaryfirvöld geta ekki skýrt frá í fjölmiðlum. Það er því mikilvægt, að fjölmiðlafólk hafí skilning á því, að afskipti bamavemdaryfirvalda eru annars eðlis en opinber mál, sem fjallað er um hjá lögreglu, ríkissaksóknara og dómstólum. Því verður að gera aðrar kröfur til umfjöllunar og meðferðar upplýsinga í slíkum málum. Einnig mæla bamaverndar- sjónarmið eindregið gegn fjölmiðlaumfjöllun um mál ein- staklinga. Hún getur valdið bami, sem hlut á að máli, óbæt- anlegum skaða. Eins geta ítar- legar frásagnir í fjölmiðlum af einstökum málum vakið hræðslu hjá öðrum börnum eða ungmennum, sem þurfa aðstoð bamaverndaryfírvalda, þannig að bömin þori jafnvel ekki að skýra frá, hvernig fyrir þeim er komið. Fagfólk, sem starfar fyrir barnavemdaryfírvöld, er sammála um, að tillitslaus og óvönduð umfjöllun um mál ein- stakra bama sé alltaf skaðleg. Farsæl lausn viðkvæmra og flókinna bamaverndarmála byggist öðm fremur á því, að vel takist til um samstarf bamavemdaryfirvalda og for- eldra þeirra bama, sem eiga í hlut.“ Þau rök, sem Bamaverndar- ráð færir hér fram eru að lang- mestu leyti hin sömu og valdið hafa því, að Morgunblaðið er mjög tregt til að birta greinar, sem fjalla um einstök barna- verndarmál. Áratugalöng reynsla Morgunblaðsins er sú, að greinaskrif um einstök barnavemdarmál fari mjög fljótt út í þann farveg, að grein- arnar verða óhæfar til birting- ar. Það sama má raunar segja um greinar um fórstureyðing- ar. Af þessum sökum hefur það verið meginregla blaðsins um býsna langt skeið að hafna óskum um birtingu á greinum, sem fjalla um einstök barna- vemdarmál. Þó er .það svo, að hvert tilvik verður að meta fyr- ir sig og þess em dæmi bæði fyrr og síðar, að blaðið hafi birt slíkar greinar en það gerist þá að vandlega athuguðu máli og eftir miklar viðræður við greinarhöfund, sem óskar eftir birtingu slíkrar greinar. Kjami málsins hlýtur að vera sá, að opinber umfjöllun um einstök mál, sem varða böm, getur haft mjög skaðleg áhrif á þau. Þau bíða þess kannski aldrei bætur, að deilur um þau, upplýsingar í fjölmiðlum um vandamál á heimilum þeirra o.s.frv., verði að opinberu máli. Slík umfjöllun getur haft mjög neikvæð áhrif á sálarlíf barna, valdið þeim margvíslegum erf- iðleikum í hópi leikfélaga og vina og markað líf þeirra alla ævi. Af þessum sökum er ábyrgð íjölmiðla gífurlega mikil. Að margfenginni reynslu markaði Morgunblaðið þá stefnu fyrir mörgum ámm, að fjalla sem minnst um einstök barnavernd- armál og alls ekki, ef hægt var að komast hjá því með nokkru móti, og birta ekki greinar frá höfundum utan blaðsins um slík málefni, nema í algerum undantekningartilvikum. Morgunblaðið er því sam- mála þeim meginsjónarmiðum, sem fram koma í hinu opna bréfí Barnavemdarráðs og rit- stjóm blaðsins mun haga störf- um sínum í samræmi við það hér eftir eins og raunar hefur verið gert um alllangt árabil. Þröng túlkun laga um < eignaraðild óframkvæi - segir Baldur Guðlaugsson stjórnarformaður Hlutabréfasjc BALDUR Guðlaugsson hrl. er í grundvallaratriðum ósammála lög- fræðilegri túlkun Gests Jónssonar hrl. á því hvaða áhrif það hefur á heimildir hlutafélaga til fiskveiða í íslenskri lögsögu að félög sem að hluta til eru í erlendri eign eignast hlut í viðkomandi sjávarútvegs- fyrirtælyum. Hann telur ekki að túlka beri lögin jafn þröngt og Gestur gerir og segist telja að ef stuðst verði við hina þröngu túlkun í framtíðinni muni stefna í algjört óefni í þróun atvinnulífsins og þróun á hlutabréfamarkaði. Baldur er sljórnarformaður Hlutabréfa- sjóðsins hf., sem kemur við sögu vegna þessara álitamála, þar sem hann er að hluta til í eigu erlends aðila og hefur eftir 25. mars sl. keypt hlut í nokkrum útgerðarfélögum. Baldur er einnig stjórnar- formaður Hlutabréfamarkaðarins (HMark) og á sínum tíma var Bald- ur formaður nefndar þeirrar sem samdi fyrstu.drög að frumvarpi því sem varð að lögum í fyrra um fjárfestingar erlendra aðila í at- vinnurekstri og styrrinn stendur um. Baldur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að í lögum um stjórn fískveiða segði að einungis íslenskir ríkisborgarar sem ættu lögheimili hérlendis og lögaðilar sem ættu heimili hér á landi og væru að öllu leyti í eigu íslenskra ríkisborgara mættu stunda fískveiðar í fiskveiði- landhelgi íslands. „Þá vaknar sú spurning hvort túlka eigi þetta bók- staflega. Tökum Granda sem dæmi, sem er jú lögaðili í þeim skilningi og má þess vegna stunda fískveið- ar, en eru það bara íslenskir ríkis- borgarar sem mega eiga í Granda? Má Hampiðjan til dæmis ekki eiga þar hlut, vegna þess að hún er ekki íslenskur ríkisborgari í venjulegum skilningi þess orðs, heldur fyrir- tæki? Auðvitað kemst maður að þeirri niðurstöðu að það geti ekki verið tilgangur laganna, að lögaðili geti ekki átt í lögaðila. Þá er maður strax farinn að gefa sér að túlkun laganna verði að vera rýmri, en bókstafleg túlkun þeirra,“ sagði Baldur. Baldur sagði að þá væri spurn- ingin hvemig ætti að túlka lögin. Tveir kostir væru þá fyrir hendi: Annars vegar sá að fyrirtæki mætti eiga í fyrirtæki sem aftur ætti í fyrirtæki, en á endanum yrðu fyrir- tækin að vera í eigu íslenskra ein- staklinga. Hins vegar væri sá kost- ur að hafa mið af því hvaða lögaðil- ar mættu eiga í útgerðarfyrirtæki með því að nota þá skilgreiningu úr lögunum um fíárfestingu er- lendra aðila á íslandi hver teldist vera erlendur lögaðili og hver ís- lenskur. „Sem erlendur lögaðili er flokk- aður aðili, Jafnvel þótt hann hafi heimili á íslandi, ef atvinnufyrir- tækið er undir erlendum yfirráðum. Atvinnufyrirtæki undir erlendum yfirráðum, það telst vera erlendur lögaðili, þar sem erlendur aðili eða aðilar eiga meirihluta fyrirtækisins, svo sem meirihluta hlutafjár eða stofnfíár, eða fara með meirihluta atkvæðisréttar, eða hafa með öðrum hætti raunveruleg yfirráð yfír við- komandi atvinnufyrirtæki. Það er mín skoðun að það eigi að túlka þessa grein laganna þann- ig að það megi vera eigendur að útgerðarfyrirtækjum, bæði ein- staklingar og aðrir lögaðilar, svo framarlega og eins lengi og það eru ekki erlendir aðilar, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem ég lýsti hér áðan,“ sagði Baldur. Baldur var spurður hvort þessi lagaskýring hans mótaðist af þeim hagsmunum sem hann hefur að gæta sem stjómarformaður Hluta- bréfasjóðsins: „Nei, ég hef fylgst með gerð þessara laga og kom við sögu þegar fyrstu drög þeirra vom unnin, þó að breyting hafí orðið á þessum ákvæðum eftir það. Þegar maður les lögin í heild og tilganginn með þeim, getur maður ekki annað en komist að þessari niðurstöðu. Ég bendi sérstaklega á að þegar þáverandi forsætisráðherra, Stein- grímur Ilermannsson, mælti fyrir þessu frumvarpi sem síðar varð að lögum, sagði hann: „Með því að skilgreina íslenskt atvinnufyrirtæki undir erlendum yfírráðum, sem er- lent, er leitast við að girða fyrir að erlendur aðili geti farið bakdyra- megin inn á svið þar sem fjárfest- ingu erlendra aðila eru skorður sett- ar. Ef svo væri ekki gæti erlendur aðili fyrst stofnað eða fjárfest í at- vinnufyrirtæki hér á landi, sem þar með teldist íslenskur aðili, og það fyrirtæki síðan fjárfest á öðrum umræddum sviðum eins og í sjávar- útvegi. Sé hins vegar um að ræða íslenskt atvinnufyrirtæki, sem ís- lenskur aðili eða aðilar hafa yfírráð- arétt yfír, þótt erlendir aðilar eigi jafnframt hlut í því, eru ákvæði frumvarpsins ekki því til fyrirstöðu að slíkt fyrirtæki fjárfesti í öðrum atvinnufyrirtækjum hér á landi.“ Þarna tel ég að í rauninni komi fram þessi meginhugsun að það er með lögunum verið að girða fyrir beina þátttöku útlendinga í þessum frumatvinnuvegum. Jafnframt er verið að setja undir það að þeir geti í gegnum millifyrirtæki átt og stýrt sjávarútvegsfyrirtækjum. Þar af Ieiðandi er með skilgreiningunni á fyrírtækjum undir erlendum yfir- ráðum, ekki einungis horft á at- kvæðámagnið og hlutafjáreignina, heldúr líka haldið opnu fyrir þá túlk- un að ef þeir með öðrum hætti stjómi í reynd viðkomandi fyrir- tæki, teljist það vera undir erlendum yfírráðum. Að því leyti sem þessu er ekki til að dreifa, hafí tilgangur- inn með lögunum verið sá að liðka fyrir og rýmka um heimildir er- lendra aðila til fjárfestingar hér á landi. Því tel ég að sú stefna hafí verið mörkuð, að eins lengi og er- lendir aðilar hvorki eiga beint hlut í útgerðarfyrirtækjum, eða hafa þau Að sögn Ara Edwald aðstoðar- manns dómsmálaráðherra byggist þessi breyting á stöðu heimavinnandi fólk á því að verði það fyrir líkams- tjóni getur það ekki sótt bætur til jafns við launþega í lífeyrissjóði og slysatryggingar launþega. Baldur Guðlaugsson yfírráð í slíkum fyrirtækjum sem í útgerðarfyrirtækjum eiga, að þeim sé heimilt að eiga hlut í fyrirtækjum sem aftur hafa svo fjárfest í útgerð- arfyrirtækjum." Baldur var spurður hver staðan yrði á hlutabréfamarkaðnum í fram- tíðinni að hans mati, ef niðurstaða ríkislögmanns yrði sú að halda sig við hina þröngu túlkun: „Hvað sem líður áliti ríkislögmanns, sem ég dreg nú ekki í efa eitt andartak að verður vandað og greinargott, eru það náttúrlega dómstólar á endan- um sem eiga síðasta orðið í þessum efnum. Ef stjómvöld ákveða að halda sig við þessa þröngu túlkun laganna, er vel hugsanlegt að ein- hver aðili ákveði að sætta sig ekki við þá niðurstöðu. Þá verður að reyna á það til hvaða aðgerða stjómvöld reyna að grípa og á end- anum verða það dómstólar einir sem kveða upp úr um slíkan ágreining. Áhrifm á markaðinn hér verða einfaldlega þau, ef hin þrönga túlk- un verður látin gilda, að bæði lög- gjöfín og markmið hennar um fjár- festingu erlendra aðila munu snúast svo algjörlega í höndum manna, að i algjört óefni mun stefna í þróun atvinnulífsins og þróun á hlutabréf- amarkaði. Þetta segi ég einfaldlega vegna þess að með hinni þröngu túlkun er verið að segja að það dugi að einhver erlendur aðili sé í frumvarpinu til skaðabótalaga, sem á sér fyrirmynd í dönskum skaðabótalögum frá 1984 ogersam- bærilegt við löggjöf annarra ná- grannalanda, er gerð gmndvall- arbreyting á grundvelli örorkumats og horfið frá því að leggja nær ein- Frumvarp til skaðabótalaga: Réttur lieimai til skaðabóta i Dregið verður úr bótum vegna minni sly VERÐI frumvarp til skaðabótalaga, sem Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra fylgir úr hlaði á alþingi í dag, óbreytt að lögum mun húsmóð- ir undir 56 ára aldri í minna en hálfu starfi utan heimilis sem verður fyrir 90% örorku eða meira eiga rétt á 16 milljóna króna bótum, sem eru hærri skaðabætur en til dæmis kona sem er j meira en hálfu starfi utan heimilis, getur þá vænst fyrir samsvarandi örorkutjón. Við út- reikning á tjóni húsmóðurinnar yrði lögð til grundvallar fjárhæð sem samsvarar 222 þúsund króna mánaðarlaunum, en með hinum nýju lögum yrði grundvelli örorkumats gerbreytt. Að óbreyttum ólögfestum skaðabótareglum getur húsmóðirin einungis vænst brots af þessari fjárhæð og þá aðeins fyrir útlagðan kostnað og miska þar sem ekki væri um beint fjárhagstjón að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.