Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 29 Þórunn P.B. Guðjóns dóttir - Kveðjuorð Fædd 5. október 1900 Dáin 10. febrúar 1992 Þriðjudaginn 18. febrúar fór fram útför ömmu okkar, Þórunnar Pálínu Borgeyar Guðjónsdóttur frá Hnífsdal, áður til heimilis í Skipa- sundi 26, í Reykjavík. Hún fæddist 5. október 1900 að Tungu í Fljóta- vík. Hún giftist árið 1927 Benedikt Halldórssyni frá Hnífsdal, en hann lest 2. september 1980. Þau eignuð- ust 5 börn og eru fjögur þeirra á lífi, en áður átti amma eina dóttur, Guðbjörgu, með fyrri manni sínum, sem drukknaði þegar Guðbjörg var ungbarn og gekk Benedikt henni í föðurstað.. Auk þess ólu þau upp tvo dóttursyni. Þórunn var vinnu- söm og féll sjaldan verk úr hendi og mikil hannyrðakona og liggur mikil handavinna eftir hana. Við systumar eigum margar góð- ar minningar frá því við vorum litl- ar, alltaf var tilhlökkunarefni þegar amma og afi voru að koma með rútunni til Keflavíkur. Amma var alltaf svo fín og fáguð og hafði yndi af því að búa sig upp við ýmis tækifæri. Amma og afi unnu bæði hörðum höndum að því að koma öllum barnahópnum sínum upp og voru þau samhent og dug- leg. Aldamótakynslóðin vissi hvað það var að vinna fyrir brauði sínu. Mikill gestagangur var í Skipa- sundinu og alltaf var tekið vel á móti öllum þar, amma hélt heimili til níræðs. Börnin og bamabömin voru henni mikils virði. Amma var mjög trúuð kona og alltaf var sálmabókin notuð á sunnudögum við messur í útvarpinu. Amma bað fyrir mörgum sem áttu um sárt að binda. Ekki getum við látið ógert að skrifa um þessa góðu konu sem var öllum góð til hinstu stundar. Börn hennar og makar voru mjög dugleg að heimsækja hana á Hrafn- istu á þessu eina ári sem hún dvaldi þar. Ömmu þökkum við samveru- stundirnar á liðnum árum. Við vott- um börnum hinnar látnu og öðrum ástvinum samúðarkveðjur og biðj- um Guð að blessa hana í nýjum heimkynnum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðbjörg, Þórunn og Magnea Garðarsdætur. Þegar maður hefur tæmt sig af öllu, mun friðurinn mikli koma yfír hann. Allir hlutir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar. (Úr bókinni um veginn eftir Lao-tse.) Mig langar í örfáum orðum að minnast elsku ömmu minnar, Þór- unnar Pálínu Borgeyar Guðjóns- dóttur frá Hnífsdal. Amma var mesta sómakona,. ákveðin og stóð föst á sínu. Hún var hnyttin í tilsvörum og það var alltaf mjög gaman að koma inn í Skipasund 26 til hennar og afa, Benedikts Halldórssonar, sem lést haustið 1980. Benedikt bróðir og ég hjóluðum nærri daglega úr Fossvoginum tii ömmu og afa, þar var alltaf tekið jafn vel á móti okkur og drekku- tímarnir hjá ömmu og afa voru þeir bestu í heimi. Amma og afi voru alltaf til staðar fyrir okkur systkinin og þau reyndu að kenna okkur að vera samviskusöm óg gera hið rétta í lífinu. Það var oft erfítt að koma ti! ömmu á Hrafnistu. Hún, sem alltaf var mesti skörungur, var allt í einu orðin gömul og sjúk. Hún þráði hvíldina og endurfundina við sína nánustu, sem hún hafð saknað svo lengi. Amma er horfin á vit einhvers æðra, en minningin um góða konu lifir í hjarta mér og allra þeirra er henni kynntust. Guð blessi og varðveiti elsku qmmu. Páll Borgar Guðjónsson og fjölskylda. Kveðjuorð: Magnús A. Magnússon Fæddur 16. júlí 1967 Dáinn 19. janúar 1992 Mánudaginn 20. janúar síðastlið- inn lagði ég af stað til vinnu eins og venjulega, hress og endurnærður eftir helgina og bjóst við að þetta yrði eins og hver annar dagur. Var þá eins og rýtingi væri stungið í hjarta mitt er mér bárust þær hörmulegu fregnir að fyrrum vinnu- félagi minn Magnús Axel Magnús- son væri látinn. Allt í einu var eins og dökku skýi brygði yfir tilveru manns. Í enn eitt skiptið var minnt á miskunnarleysi lífsins. Heilbrigð- ur ungur maður í blóma lífsins er horfinn úr þessum heimi aðeins 25 ára að aldri. Við Magnús eða Maggi eins og hann var alltaf kallaður hófum störf hjá trésmíðaverkstæði Þorvaldar Ólafssonar, Tré-x í Kefla- vík, um svipað leyti í maí 1989, var faðir hans þá nýlátinn. Við höfðum þekkst áður þar sem við vorum nágrannar alla tíð. Er mér ennþá í fersku minni þegar ég og hann ásamt fyrrum félaga okkar Hö- skuldi Bjömssyni vorum litlir drengir að leik í garðinum heima hjá Magga. Þar sem nokkur ár voru Leiðrétting í minningargrein um Gest Jó- hannesson, sem birtist í blaðinu sl. þriðjudag féll niður lína sem brengl- aði textann nokkuð. Málsgrein sú sem spilltist hljóðar rétt svona: „Gestur, tengdafaðir minn, var fæddur að Vestari-Krókum yst í Fnjóskdal, 6. september 1897, son- ur hjónanna Sigríðar Sigurðardótt- ur og Jóhannesar Sigurðssonar. Þau fluttu svo að Ytra-Hóli í Fnjóskadal þegar Gestur var sjö ára. A þessum stöðum ólu þau upp sinn stóra barnahóp, fimm syni og fimm dætur, við vinnu og eljusemi eins og tíðarandinn bauð.“ Beðist er velvirðingar á þessum glöpum. á milli okkar í aldri skildu leiðir þar til við hittumst aftur seinna á þeim ágæta vinnustað Tré-x. Áður hafði hann starfað í fyrirtæki föður síns, dráttarbrautinni í Keflavík en í því starfi hafði hann verið frá því að hann hætti námi. Maggi var hávaxinn piltur, glað- ur og ófeiminn og hafði þekkingu á málefnum úr ólíkum áttum. Hann tók alltaf þátt í samræðum í kaffi- stofunni og lét alltaf í ljós sínar skoðanir á umræðuefninu sem mér þóttu stundum sérstæðar. Maggi var bráðduglegur maður, iðinn, ákveðinn og röskur að öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði nánast óbilandi kraft og dugn- að. Einkum var hann geðgóður og gamansamur og að níðast á minni- máttar eða þeim sem minna máttu sín var eitt sem var ekki til í hans fari. Samleið okkar Magga hjá Tré-x stóð í 2 ár. Stuttu eftir að ég lauk störfum hjá trésmíðaverk- stæðinu var ég á gangi niður Skóla- veginn eins og svo oft áður og var þar Maggi að mála húsið hjá sér, þegar ég gekk framhjá heimili hans, tókum við tal saman. Það sem mig óraði ekki fyrir þá var að þarna hefðum við verið að ræðast við í síðasta sinn. Það er erfitt að lýsa þeim harmi þegar hress og glaðleg- ur ungur maður sem var að stíga sín fyrstu spor á lífsbrautinni fellur frá. Slíkt er ekki með orðum lýst. Ég votta aðstandendum hans og vinum mínum dýpstu samúð og bið guð að veita þeim styrk í sorg þeirra. Veit honum, Drottinn, þína eilífu hvíld - og lát þitt eilífa ljós lýsa honum. (Salmur) Jóhann Björgólfsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR GUÐJÓNSSON bifreiðastóri, Mávahlfð 10, lést í Borgarspítalanum þann 14. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Haraldur Eirfksson, Anna Gfgja Guðbrandsdóttir, Ásgeir Eirfksson, Auður Ólafsdóttir, Guðrún F. Eiríksdóttir, Knud Rasmussen og barnabörn. Minning: Viktoría Jónsdóttir Fædd 28. október 1914 Dáin 20. febrúar 1992 Til moldar verður borin föstudag- inn 28. febrúar Viktoría Jónsdóttir. Hún var fædd í Reykjavík og bjó þar alla ævi. Lengst af á Hring- braut 82, en síðustu árin á Elliheim- ilinu Grund. Viktoría vann á sínum yngri árum hjá Kveldúlfi í Reykja- vík við að breiða saljfisk og aðra þá vinnu sem til féll. Hún var ein af sjö systkinum og er eitt þeirra systkina á lífi í dag, Sigurður, sem er yngstur og hefur hann ásamt konu sinni verið henni stoð og stytta í hennar veikindum sem hún átti við að stríða. Viktoría giftist aldrei og bjó með fjölskyldu sinni lengst af. Hún var virkur félagi í Slysa- varnafélagi íslands og vann þar fórnfúst starf. Mikil samheldni var álla tíð með þeim systkinunum og öllu því fólki sem tengdist þessari fjölskyldu. Það er oft sagt að vegir guðs séu órannsakanlegir og sé ekki mann- anna verk að útskýra það. í fimm- tíu ár barðist Viktoría við veikindi. Hún fór margoft undir hnífinn og hver aðgerðin tók við af annarri og er það vinum hennar óskiljanlegt hvað hún þoldi og gat barist hetju- lega fyrir lífí sínu og reis alltaf upp með trú á lífið. En að lokum sigr- aði maðurinn með ljáinn. En Viktoría er farin á fund þess almættis sem þerrar tár og linar þjáningar, hennar bíða sæludagar. Hún er frjáls. Við biðjum góðan guð að leyfa okkur að hittast aftur og sameinast. Elvar og fjölskylda. t Einlægar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS JÓNSSONAR fyrrverandi lögregluþjóns frá Haukagili. Sérstakar þakkirfærum við starfsfólki deildar 14-E á Landspítalan- um. Einnig þökkum við Lögreglufélagi Reykjavíkur auðsýnda vin- áttu og virðingu. Kristín Bjarnadóttir, Jón Haukur Björnsson, Ágústa Egilsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Bergsteinn Vigfússon, Hjördís Björnsdóttir, Jónas S. Hrólfsson, Unnur Hlín Guðmundsdóttir, Bjarnj H. Guðmundsson, María Þorgrfmsdóttir, Ögmundur H. Guðmundsson, Kristín Jónsdóttir, Guðmundur Hlynur Guðmundsson, Álfheiður Guðjónsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra mörgu, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, dóttursonar, sonarsonar og bróður, ÞORVALDAR SIGURÐSSONAR, Eyrarvegi 9, Selfossi. Guð blessi ykkur. Sigrún Sigurgeirsdóttir, Sigurður Þorvaldsson, Reynir Valgeirsson, Marey Svavarsdóttir, Guöríður Guðmundsdóttir, Sigurgeir Ingvarsson, Aðalheiður Björnsdóttir, Björn Júlíusson, og systkini hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HJARTAR EYJÓLFSSONAR, Neðstaleiti 8, Reykjavík. Þórey Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar systur okkar, mágkonu og frænku, UNNAR FINNBOGADÓTTUR, Grettisgötu 76. Herdís Finnbogadóttir, Finndís Finnbogadóttir, Albert Finnbogason, Elísabet Benediktsdóttir, Ellert Finnbogason, Hólmfrfður Jóhannesdóttir, Þuríður Sigurjónsdóttir og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.