Morgunblaðið - 06.03.1992, Síða 36

Morgunblaðið - 06.03.1992, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. MARZ 1992 „ Efktr ctuglýsingarntyr. veséur t&lcÁ i/té kohu, sem htfur eytt SUu L 'tfi sinu Í þe*b gtrcu cxðnz {/artsxlc*. Ast er. ... aðgefa ungunum ábót. TM Reg U.S Pat Otf —all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate 4-lo Hann telur sig fæddan til afreksverka ... Sjáðu um að enginn vaði hér inn til mín. Eg er að fara yfir verkefnalistann með einkaritaranum nýja ... BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 „Markaðn- um allt“ með við- aukum Frá Gísla Sigurðssyni: Miðvikudaginn 4. mars birtist hér í dálkinum bréf til blaðsins með yfirskriftinni „Markaðnum allt“, undirritað af Gísla Sigurðs- syni, Guðrúnargötu 9, og var þar farið hinum háðulegustu orðum um endalok kommúnismans í austri og þá sæludaga gróða- hyggjunnar sem nú væru í vænd- um, bæði fyrir menntastefnu þjóð- arinnar og fjármagnseigendur. Ekki var annað að sjá en Gísla þessum væri hin fúlasta alvara með erindi bréfsins enda höfðu verið gerðar breytingar á'efni þess frá því að höfundur gekk frá því til birtingar í fullu samráði við einn fréttastjóra blaðsins. Þessar óheimilu breytingar snerta kjarna bréfsins og verður því ekki undan því vikist að birta niðurlag þess að nýju, óbreytt, nema hvað burt- skornu kaflamir eru nú feitletrað- ir: „Til allrar hamingju blasir nú við að hægt verði að slá af hal- lærisfög sem fáir stúdentar leggja stund á, eins og latínu, guðfræði og eðlisfræði, vegna nýrra reglna og þeirrar lágmarkskröfu að sæmilega margir stúdentar séu í hveiju námskeiði. Um leið gefst tækifæri til að ryðja úr vegi ýms- um steinrunnum róttæklingum sem grafa undan þjóðskipulaginu í skjóli starfa sinna hjá hinu opin- bera. Þá er ekki lítils virði að há- skólar tengist atvinnulífínu þannig að námið sé hagkvæmt. Þessu til staðfestingar má vitna til dæmisagna úr Stúdentablaðinu af stúlku úr Háskóla íslands sem græddi á markaðskönnun fyrir DV og seldi blaðinu BA-ritgerðina sína, og strák sem græddi á könn- un á húsnæðismálum fyrir Hús- næðisstofnun ríkisins og seldi hanni líka BA-ritgerðina sina. Af þessum sögum mega stúdentar draga þann lærdóm að: „Frekari tengsl Háskóla og atvinnulífs gera menntunina arðbærari. “ Fleiri slíkar sögur mætti semja að fyrir- mynd Æskunnar í garnla daga sem gat alltaf hughreyst lesendur sína með konunum í bænum Voss í Noregi sem áttu bágt en hlutu náð Guðs og þá varð allt gott. Svona á nefnilega að svara komm- unum sem eru alltaf að þvarga um gildi almennrar menntunar sem enginn almennilegur maður sér nokkui-t gagn í. Við höfum fengið nóg af komm- únistaáróðri um rétt minnimáttar í að halda aftur af athafnamönn- um sem gera það gott. Það hefur sýnt sig í Austur-Evrópu að svo- leiðis skoðanir eiga ekki rétt á sér. Þær eru sprottnar af öfund og skilningsleysi á því að markað- urinn hlýtur og á að ráða. Annars fer allt í einhveija vitleysu, fánýtt nám og skattakerfi til að leggja bönd á einkaframtakið. Nú verður þess vonandi ekki langt að bíða að hægt verði að skilja hafrana frá sauðunum, bændur frá öðrum stéttum, líkt og Vani frá Ásum forðum, landsbyggðarfólk frá borgarbúum, launþega frá at- vinnurekendum og loks framleið- endur frá hluthöfum. Og þá renn- ur upp sú sæla tíð að við þurfum ekki að blygðast okkar fyrir að hafa þann staifa einn að klippa arðmiða á sólarströndum Karíba- hafsins. (Höfundur ritar grein þessa í nafni Félags sannra íslendinga sem hugur stendur til að brátt verði endurreist.)“ GÍSLI SIGURÐSSON Guðrúnargötu 9 HÖGNI HREKKVlSI „TAKK FYRIR þJÓRFéÐ" Yíkveiji skrifar Yíkveiji varð var við það fyrir nokkru að unglingar 12-13 ára sækjast mjög eftir að komast í svokaliaðan „unglingaklúbb" ís- landsbanka. Tólf ára vinur Víkveija hélt að vísu fyrst í stað að klúbbur þessi væri einhvers konar skemmti- staður og miðaði þá við sjónvarps- auglýsingu bankans, þar sem ungl- ingar leika í hljómsveit og dansa, með bankakortið á lofti. Þegar drengurinn hafði komist að hinu sanna fór hann samt í bankann og stofnaði reikning. Þó bankinn gefi upp lágmarksaldurinn 13 ára, þá mun víst vera miðað við að börn nái þeim aldri á árinu. Drengurinn kom svo heim til sín og tilkynnti, að nú hefði hann stofnað reikning, sem millifært yrði af vikulega svo hann gæti tekið út peninga í hrað- bönkum íslandsbanka. Hann fór einnig fram á við foreldra sína að 20 þúsund króna sparifé, sem hann á í öðrum banka, yrði fært á þenn- an reikning, enda taldi hann sig geta lifað góðu lífi á vöxtunum. Foreldrarnir voru langt frá því að vera sáttir við að bankinn hefði samið við drenginn um fjármál hans, án þess að þeir hefðu nokkuð um það að segja, því drengurinn verður jú lögum samkvæmt ekki sjálfráða fyrr en sextán ára og fjár- ræði öðlast hann ekki fyrr en við átján ára aldurinn. xxx Víkveiji skilur vel þá reiði, sem greip foreldrana. Þeir eru fjárhaldsmenn barns síns og því er ákaflega óeðlilegt að bankinn semji beint við barnið um viðskipti og sparnaðarleiðir. Um tíma ríkti hálf- gert styijaldarástand á heimilinu, því drengurinn skildi ekki hvers vegna hann mátti ekki leggja spari- fé sitt inn á reikning „unglinga- klúbbsins“ og nota svo bankakortið til að taka út í hraðbönkunum. Það er vissulega auðvelt að skilja hversu spennandi þetta allt saman er fyrir tólf ára dreng, en það er mál forráð- amanna hans hvort samið er við bankann og foreldrunum finnst eðli- lega að komið sé aftan að þeim þegar • barnið þeirra tilkynnir skyndilega að það hafi að vissu leyti sk,uldbundið sig í fjármálum, eða svo lítur drengurinn að minnsta kosti á málið. íslandsbanki getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að veita börnum aðgang að bankakerfinu án nokk- urs samráðs við foreldra. Og hvers vegna geta börnin sjálf stofnað þennan reikning, þegar samþykki forráðamanna þarf til að þau eign- ist bankabólt í sama banka? Það má vera að íslandsbanki telji mikil- vægt að börnin axli ábyrgð á eigin fjármálum og séu sjálfstæð í slíkum ákvörðunum, en hver hefur veitt bankanum vald til að semja um fjár- mál við ófjárráða börn? Foreldrar hafa margir aðrar hugmyndir um hvernig börnum þeirra er best kennt að haga sínum fjármálum og hafa vald til slíkra ákvarðana. Víkveiji frábiður sér sjálfur óumbeðna að- stoð íslandsbanka, þegar taka skal ákvarðanir um fjármál barnanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.