Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 B 5 NY FYLLING A RAFGEYMINN - SEGIR SIGURÐUR ÁRNISIGURÐSSON, SEM ER MEÐAL ÞÁTTTAKENDA Á SÝNINGUNNIATELIER 921NÚTÍMALIST ASAFNIPARÍSARBORGAR EINS og fram hefur komið er Sigurður Árni Sigurðs- son, í hópi tuttugu og eins ungs myndlistarmanns sem valdir voru til að sýna á Atelier 92 í Nútímalista- safni Parísar; sýningu sem ætlað er að kynna vaxtar- broddinn í franskri myndlist í dag. Sigurður Árni hefur verið búsettur í París síðan 1987, fyrst í stað við nám; meðal annars við þekkta listastofnun sem fyrrverandi safnstjóri Pompidou-safnsins setti á stofn, en nú er hann með vinnustofu í borginni og keppist við að mála, og fyllsta ástæða til því nóg er að gera. Sigurður Árni hélt sýna fyrstu einkasýningu í listhúsinu Nýhöfn fyrir tæpu ári, þá átti hann verk á samsýningu í Strassbourg fyrir áramótin, nú sýnir hann í Nútímasafninu, er einnig fulltrúi íslendinga ásamt þeim Hallgrími Helgasyni og Haraldi Jónssyni á samnorrænni sýningu sem opnaði um siðustu helgi í Finnlandi, í apríl verður opnuð í borginni Dijon hans fyrstu einkasýning í Frakklandi, og hann verð- ur loks í gestavinnustofu hjá Stuttgartborg í Þýska- landi allan síðari hluta ársins. Eg mælti mér mót við Sigurð Árna í Nútímalistasafninu og brá nokkuð þegar ég mætti á staðinn, því biðröð var út á götu. Ég sá þó fljótlega að mesta aðsóknin var ekki á sýningu ungu listamannanna á efri hæðinni, heldur á heljarins mikla yfirlitssýningu á verkum myndhöggvarans Giacomett- is í kjallaranum. Þeir ungu nutu þó sýnilega góðs af aðsókninni, því margir litu einnig á verk þeirra, og sumir komu eingöngu til að sjá þau. Þetta er umfangsmikil sýning, og í einum salnum hanga sex málverk eftir Sigurð Árna og skera sig nokk- uð úr; litirnir eru bjartir, kúlur áber- andi í sumum, landslag í öðrum, eitt er af hundi, annað af kanínu með geislabauga um eyrun og undir henni skaga þijár gulrætur út í loftið. Sigurður Árni býður mér að koma og líta á vinnustofuna, hún er í einu úthverfa Parísar og við tökum neð- anjarðarlestina þangað. Vinnustof- unni deilir hann með þremur öðrum listamönnum, það er stór skemma, en hann hefur rúmgott herbergi innst í horninu, uppi undir súð og út um gluggann er útsýni_ yfir girðingar og jámbrautarteina. Á veggjunum eru myndir; sumar hálfmálaðar og aðrar tilbúnar, skissur og teikningar, og á borði eru tímarit og bækur; efst göm- ul íslensk dýrafræðibók, og öllum áhöldum og litum er snyrtilega fyrir komið. Ég spyr hvort það sé rétt sem mér sýnist, að hann sé mikill nákvæmis- maður, bæði í hugmyndafræðilegri úrvinnslu og hvað varðar sjálft hand- verkið. „Úrvinnslan er oft svo bundin við ákveðna hugmynd að kannski virkar útkoman eftirá svolítið nákvæm," svarar Sigurður Árni. „En þegar ég byija að vinna að mynd, þá er það út frá alveg ákveðinni hugmynd og þess vegna kemur ekki til greina neitt annað en nákvæmiega svona." — En hvað með nákvæmnislegt handbragðið? „Áttu við að mála svona...? Slétt? Fyrir mig er það nokkuð mikið mál, það sem ég er að gera nýtur sín ein- hvernvegin betur ef það sjást til dæmis ekki mikið af pensilförum. Pensilför og allt svoleiðis koma óróa á og eru. aukaatriði fyrir það sem ég er að sækjast eftir í dag. Það er líka af því að pensilför gefa svo mikið til kynna um manninn bak við verkið, og þessar myndir sem ég hef verið að gera eru svo miklar fullyrðingar að þær standa alveg sjálfar. Án mín.“ — Svo Sigurður Árni kemur mál- inu ekkert við? „Nei, ég treysti málverkinu til að standa alveg sjálfu. Við höfum rætt svo mikið og lengi saman“, segir hann og brosir. Að vinna út frá náttúrunni — Flestar myndanna sem þú sýnd- ir heima í fyrra voru af einhverskon- ar andstæðum í landslagi; það var grænt og fagurt land með tjörnum og skýjum yfir. Nú sýnir þú eina slíka Stundum er þaó svona, 1 991 mynd og mikið kúlur, en í ■ einni mynd birtist reyndar landslag inní kúlunum. Er landslagið mikið atriði fyrir þér, eða er það eitthvað sem þú ert að fjarlægjast? „Ég held að allar þær hugmyndir sem ég er að vinna með séu ríg- bundnar einhverjum náttúrustemmn- ingum. Mér finnst nálægð náttúrunn- ar ennþá vera mjög mikil í þessum myndum, þótt ekki sé endilega fjall eða vatn í þeim. Ég veit ekki af hveiju það er, en við getum náttúrlega ekki litið fram hjá því að við erum Islend- ingar, að við lifum mjög nærri náttúr- unni. Það hefur alltaf fylgt mér að gera landslagsmyndir, eða vinna út frá náttúrunni." — En finnst þér þú ekkert færast frá landslaginu þegar þú ert inní miðri París? „Ég veit það ekki. En ég er viss um að maður hlýtur að færast frá því með tímanum, það gefur auga leið. Ef maður býr lengi undir fjalli, þá fer fjallið náttúrlega að móta alla afstöðu manns gagnvart um- hverfinu á einhvern hátt. Alveg eins og húsin eða bílarnir gera í París. Eða fólkið." — En hvaða kost sér myndlistar- maðurinn við það að vera í París? Morgunblaðið/Einar Falur „Maður kynnist bæði fólki og hugmyndum. í það sækir maður. Ég er búinn að búa hérna í'fimm ár og það er náttúrlega ekki langur tími. Ég veit ekki hvernig það er að vinna að myndlist heima á ís- landi, þar var ég alltaf í skóla en skóli er verndaður vinnustaður og allt öðru vísi. En þó má um leið segja að það séu viss forréttindi að vinna að myndlist þar sem maður er útlendingur." Sigurður Árni Sigurðsson fyrir framan verk sitt Stundum er þaó svona í Nútímalistasafni Parísarborgar. — Hvernig þá? „Það er algjört ábyrgðarieysi, því sam- félag með eintómum útlendingum myndi ekki fúnkera. Þegar maður er útlending- ur þá tekur maður bara við þvl sem maður hefur áhuga á og skiptir sér ekk- ert af hinu. Þjóðfélagslega og pólitískt þá gengur það ekki upp. En ég verð þó að viðurkenna að mér finnst gott að vera útlendingur, því þá get ég gleymt mér algjörlega í mínum hugarheimi — { hreint botnlausum egóisma.“ — Er myndlistin það eina sem kemst að hjá þér? Sigurður Árni brosir og segist vona að hann sé fær um að tala um aðra hluti en bara myndlistina. „Þó er það nú svo að maður umgengst mestmegnis mynd- listarfólk. Og ég náttúriega geri ekkert annað!“ Hef einhvernvegin orðið eftir hérna „Ég veit ekki alveg hvað það er sem fær mann til að vakna á morgnana, fara á vinnustofuna og vera í þessu lokaða herbergi allan daginn. Einn. Ég veit það ekki. Marcel Duchamp hætti að mála mjög snemma á ferlinum, hann bara lagði penslunum og litunum og sagðist Göt, 1991 ekki koma nálægt þessari vitleysu framar. Hann sagði að eina ástæðan fyrir því að málarar héldu áfram að fara á vinnustofur sínar og mála myndir, væri sú að þeir væru orðnir fíklar á lyktina; terpentínudópistar! Þeir fengju höfuðverk og fráhvarf- seinkenni eftir tvo daga ef þeir færu ekki á vinnustofuna. Það er þess vegna sem ég kem alltaf aftur og aftur, ég þarf að anda að mér þessu ógeði," segir hann og hlær. „Það er gaman að vinna þegar vel gengur, þegar allt er í einhveijum hæðum, tilfinningalega og hugarf- arslega, en það er líka erfítt ef illa gengur, og það má segja að stærstan hlutann er þetta bölvað basl. En maður heldur samt áfram af ein- hverri þörf, maður á alltaf von á ein- hveiju, finnur að það er eitthvað al- veg að koma. Svo er náttúrulega ánægjulegt að sýna, það er mikil orka sem maður fær út úr sýningu sem maður er sáttur við. Það má segja að með sýningu fari ég fram á vissa svörun, það er að segja, að með sýningu lokist það samtal sem myndlistarmaður á við umhverfi sitt.“ — Þarftu ekki einhverntíman að gera það upp við þig hvort þú ætlar aftur heim eða vinna bara hérna áfram? „Sjálfsagt þarf ég að gera það upp við mig, en vona samt að til þess þurfi ekki að koma. Það var engin dramatísk ákvörðun að koma hingað á sínum tíma; að vísu stefndi ég á að fara í framhaldsnám til Parísar eftir að ég kláraði Myndlista- og handíðaskólann, en þegar ég lauk náminu hér þá bara æxlaðist það þannig að ég datt inn í hringiðu af sýningum, mér var boðin vinnustofa, og þar fram eftir götunum. Ein- hvernvegin hef ég orðið eftir héma, og veit ekkert hvernig framhaldið verður. En það er alveg á hreinu að á meðan maður er ungur og að reyna að koma sér á framfæri, þá hafa stofnanir mikið að segja. Stofnanir sem bjóða ungu fólki upp á styrki, vinnustofur, og að sýna hér eða þar. Það er þetta sem gerir það að verkum að maður getur haldið áfram að vinna, og það er allt sem maður bið- ur um í dag. Þessar stofnanir sem ég er að tala um eru hér í Evrópu og fyrir þeirra tilstilli hef ég getað haldið áfram. En á meðan ég er meðvitaður um að það gangi ekki til lengdar að vera útlendingur, held ég að ég endi heima á íslandi einhvern daginn. Maður getur ekki verið ábyrgðarlaus enda- laust.“ Málið að gera góðar sýningar — Það er mikið að gera hjá þér; nú er þessi sýning í Nútímalistasafn- inu, þú ert að fara að sýna í Finn- landi og í Dijon. Fylgir því ekki pressa að sýna svona mikið? „Þetta hefur verið að aukast, og þetta verður nokkuð stíft. Svo hef ég líka þurft að neita sýningum, þær bara gengu ekki upp. Pressa? Jú, það er einhver pressa, en maður veit líka undir hvað mikilli pressu maður getur unnið. Málið er ekki bara það að sýna, heldur að gera góðar sýningar, það er aðal málið. Það fæst ekkert upp' úr því að vera með sem flestar sýning- ar. En það hjálpar að ég hef getað unnið vel síðasta árið, þetta hefur verið ágætur tími.“ — Nú ert þú einn af 21 á Atelier 92, vekur það ekki á þér athygli sem myndlistarmanni? Sigurður Árni viðurkennir að það skipti mjög miklu máli að komast inn á sýningu sem þessa. „Þetta hjálpar manni mikið, að fá að hengja mynd- irnar sínar upp við hliðina á verkum góðra listamanna, og þá fær maður á einhvern hátt betri viðmiðun við það sem maður er að gera. Maður fær nýja fyllingu á rafgeyminn!“ Úti er farið að skyggja, það rignir, og tími til að koma sér aftur inn í borgina, en áður talar Sigurður Árni um liststofnanir og deilur um áhrif þeirra og völd, og minnist einnig á slæmt ástand á listmörkuðum. Hann segist vera frekar bjartsýnn á fram- haldið, þrátt fyrir þessa krísu á list- markaðinum, þar sem jafnvel stóru galleríin eru að draga saman seglin eða hætta starfsemi. „Þetta er alvar- leg krísa, galleríin reyna samt hvað þau geta til að halda áfram, en ég er samt frekar jákvæður og held að þetta sé bara gott.“ — Þó svo að myndlistarmenn verði ekki eins ríkir? „Hvorki galleristar eða myndlist- armenn eiga að vera ríkir“, svarar Sigurður Arni ákveðinn. „Menn eiga að komast af, eiga ekki að þurfa að svelta til þess að búa til list. Gallerist- ar þurfa líka að athuga það að þetta er ekkert hreinn bisness, og á ekki að vera það. Þessi bransi var orðinn þannig, og því segi ég að það sé ágætt hvernig staðan er í dag. Menn hljóta að lifa af, þessar öldur lægir smám saman, línur skýrast og eftir stöndum við með heilsteyptari og sterkari braut sem við höldum áfram að aka eftir; þessa braut sem við köllum myndlist!“ Viðtal: Einar Falur Ingólfsson Anne Ferrer, Naut (Fögur í einn dag) og dýraskrokkar. Hugues Reip, Skúlptúrar og myndverk. 4 mólverk eftir Sigurð Árna Sigurðsson og verk eftir Philippe Gron- on. IINGIR OG ÓÞEKKTIR Eftir Laufeyju Helgadóttur ATELIERS eða Vinnustofur er nafn á sýningum á verkum ungra mynd- listarmanna sem Nútímalistasafn Parísarborgar (Musée d’art moderne de la ville de Paris) hefur efnt til nokkuð reglulega síðan árið 1977. Þó liðu tæp fjðgur ár milli síðustu sýningar (Ateliers ’88) og þeirrar sem var opnuð 22. janúar síðastliðinn, Ateliers 92. Susanne Pagé, safnstjóri, segir í sýningarskrá að ástæðan fyrir því að svo langur tími hafi liðið á milli sýninga sé einfaldlega sú að sýning hafi ekki verið tímabær fyrr, slík ringulreið hafi ríkt í kringum myndlistina — en nú sé augnablikið loksins komið. að var einmitt Susanne Pagé sem átti mestan þátt í því upphaflega að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd, en þá sá hún eingöngu um þann hluta safnsins sem í daglegu tali er nefndur L’ARC (Art, Recherche, Communic- ation), en þar fara þessar sýningar fram. Aðal hugmyndin á bak við fyrstu sýninguna árið 1977 var sú, að gefa ungum, efnilegum listamönn- um tækifæri til að sýna verk sín á viðurkenndum etað þar sem öruggt væri að eftir þeim yrði tekið. Núna eru þessar sýningar orðnar hluti af myndlistarflóru borgarinnar og vekja ætíð mikla athygli. Það þyk- ir mikill heiður að vera einn þeirra útvöldu og segjast forráðamenn sýn- ingarinnar fá um það bil 400 möppur sendar frá ungum listamönnum fyrir hveija sýningu. En þeir sem sjá um valið á sýninguna láta sér ekki nægja að dæma verkin eftir möppum, heldur fara á vinnustofur listamannanna, ræða við þá og leita einnig ráða og aðstoðar hjá kennurum í ákveðnum listaskólum og starfandi myndlistar- mönnum sem eru í góðum tengslum við unga listamenn. Þá eru nokkur praktísk skilyrði sett, eins og að hafa aldrei haldið stóra eirikasýningu í Frakklandi áður. Einnig er þess kraf- ist að listamennirnir séu búsettir í Frakklandi, þótt þjóðerni þeirra þurfí ekki endilega að vera franskt. Nú hefur einn ungur íslenskur myndlistarmaður, Sigurður Arni Sig- urðsson, verið valinn á sýninguna í ár, — Ateliers 92. Sigurður Árni hef- ur stundað nám í Frakklandi síðan 1987 og var m.a. nemandi veturinn 1990-’91 í „Institut des Hates Etudes en- Arts Plastiques", listastofnun sem fyrrverandi safnstjóri Pompidou- safnsins, Pontus Hulten, setti á stofn árið 1985. Sigurður Árni sýnir þama ásamt 20 öðrum listamönnum og er meðalaldurinn í þetta skiptið 25-30 ár. Þó að sýningin sé samsýning er hún byggð upp eins og margar litlar einkasýningar, þ.e.a.s. hver listamað- e • Sigurður Árni Sigurósson, Bláar kúlur, 1991. ur fær ákveðið rými og ræður þvi sjálfur hvaða verk hann sýnir og hvernig hann kemur þeim fyrir. Margbreytilegir einkaheimar Þótt listamennirnir séu allir mjög ungir hafa þeir ákveðnar skoðanir á því hvernig listsköpun þeirra á að vera, þó að þeim takist kannski mis- jafnlega að koma hugmyndunum til skila. Margbreytni einkennir sýning- una og er áberandi hvað unga fólkið er óhrætt við að blanda ólíkustu hlut- um og efniviði saman, en hefur auð- sýnilega ánægju af góðu handverki. Engin tækni er annarri betri og þau nota jöfnum höndum klassískar að- ferðir og föndur ýmiskonar, — bród- era, sauma, móta í gifs, vax o.s.frv. Gengið er í sjóði listasögunnar, jafnt í nútíð sem þátíð án þess að blikna, þótt listamennirnir vilji ekki láta njörva sig í stefnur og afneita öllum skólum og „ismum“. Duchamp, Picab- ia, Manzoni og Klein eru auðsýnilega í miklu uppáhaldi hjá þeim flestum. Þau fara eigin leiðir; narsissísk, glögg og gagnrýnni en kynslóð nýja mál- verksins, vinna með fyritvara en gleyma aldrei að örlítið háð og glettni getur aukið styrk. verkanna. Þau leggja mikla áherslu á tjáning- arfrelsið og einstaklinginn sem slíkan, eru hispurslaus, klók, innileg og stundun nærri því ósvífin. Þau sækj- ast ekki eftir stórfenglegheitum en leggja frekar áherslu á persónulega hluti og eigin reynsluheim. Líkaminn í sýningarskránni kemur fram að meginþema sýningarinnar sé líkam- inn og hin margvíslegu tengsl hans við umhverfið, listasöguna og bemskuheiminn. En þó að þetta sé meginstefna sýningarinnar hafa lista- mönnunum augljóslega engar hömlur verið settar varðandi val verka sinna. Það er ekki ætlunin að telja hér upp alla sem taka þátt í sýningunni held- ur nefna nokkra og nokkur verk sem vöktu sérstaka athygli undirritaðrar. Fyrstu verkin sem áhorfandinn sér þegar hann gengur inn í sýningarsal- inn eru dúnmúkir dýraskrokkar Anne Ferrer sem hanga í keðjum niður úr loftinu eins og í sláturhúsi, ógnvæn- legir og aðlaðandi í senn. Skammt frá skrokkunum trónir naut og fylgist með viðbrögðum áhorfenda þegar þeir koma inn í þennan undarlega flauelsmjúka sláturhúsaheim. Nautið sem við þekkjum svart og grimmt verður hvítt og blúndubryddað í með- förum Anne og fær á sig brúðarlegan svip og kyndugan titil: „Belle d’un jour“, eða „Fögur í einn dag“. Pierríck Sorin kvikmyndar sjálfan sig í mörg- um stuttum myndum á barnalegan og hrekkjóttan hátt, þar sem áhorfandinn verður t.d. vitni að því er Sorin vaknar morgunn eftir morg- unn tautandi með stírurnar i augun- um. „Nú verð ég að fara snemma í rúmið í kvöld... ég fór allt of seint í rúmið í gærkveldi og er þegar orðinn þreyttur... nú verð ég að fara snemma í rúmið i kvöld... o.s.frv.” Myndirnar eru stuttar, hnitmiðaðar, fyndnar og verður áhorfandinn „voyeur“, skráar- gatskikjari og þátttakandi í hvunn- degi listamannsins áður en hann veit af, líkt og þegar hann stendur og horfir á agnarlitlar kvikmyndir Sylviu Bossu, en þær tók hún í gegnum skráargöt á safninu sjálfu og sýnir með kvikmyndavélum á vegg safns- ins. Philippe Ramette býr til mjög óvenjulega hluti sem allir eru til af- nota fyrir einn einstakling í einu, eins og t.d. „Hlut til að meðhöndla tóm- ið“, „Hlut til þess að ná sambandi við sjálfan sig“, (sem minnir reyndar dálítið á drauma-myndavélina í nýj- ustu mynd Wim Wenders, Alveg á hjara veraldar), „Hlut til þess að örva hugarflugið", „Hlut til þess að sjá heiminn í smáatriðum", „Oþolandi hlut“ og „Sökkul til íhugunar“, svo dæmi séu nefnd. Armick Volle vinnur einnig á nars- issískan hátt og er eini listamaðurinn sem sýnir ljósmyndir og ljósmyndar hún sjálfa sig í þunglamaleik sínum og offítu án nokkurrar meðaumkun- ar. Hpgues Reip fær lánuð form úr þekktum málverkum og mótar þau í gifs þannig að úr verður sería af þrívíðum hlutum — skúlptúrum. Hann blandar líka gifsi saman við teikningu á striga, bróderar og „krotar" eins og til að afmá öll skil á milli þessara tveggja miðla og kannski líka til að undirstrika hina kvenlegu hlið lista- mannsins. Anne Pesce reynir líka að tengja skúlptúrinn og málverkið með því að móta sjálf i leir og þær upp- stillingar sem hún málar síðan og stillir upp hlið við hlið, þannig að árangurinn er uppstillingar af upp- stillingum. Það er líka erfítt að sjá skilin í verkum Thierrys Mouillé sem eru einhvers staðar á milli hluta og skúlptúrs. „Contreformes“ eru 15 áritaðir speglar sem mynda í gegnsæi sínu og ógegnsæi hrífandi heild þar sem gráleitir skuggar, speglaplötur og stafaristur spila hvort á móti öðru. „Draumasúlan" samanstendur af 6 „svefnmynduðum" gifskoddum (65x65) sem eru festir neðan á 6 jafnstórar speglaplötur og mynda í andstæðum sínum léttleika og þyngd, breiða lóðrétta veggsúlu sem minnir dálítið í uppsetningu sinni á sum verka Donald Judds frá sjöunda ára- tugnum. Þó að málverkið hafí fengið upp- reisn æru í byijun níunda áratugarins er unga fólkið í dag almennt upptekn- ara af því áð blanda hinum ólíkustu miðlum saman eins og áður kom fram, frekar en að vinna með olíu og striga. Þó eru nokkrir sem halda áfram baráttunni við flatan striga og sá sem kemst best frá málverkinu á sýningunni er Sigurður Árni Sigurðs- son. Hann sýnir 6 ný málverk sem eru á svipuðum nótum og í framhaldi af því sem hann sýndi á einkasýningu sinni í Nýhöfn í mars 1991. Hann sækir myndefni sitt að mestu leyti í heim náttúrunnar; landslag, dýr — en notar líka einfalda hluti eins og bláar og rauðar kúlur sem hann lætur ýmist svífa um flötinn í upphafningu eða hvíla við skugga sína í yfírveg- aðri kyrrð. Á hvaða stigi verður mál- uð kúla að gati í myndfletinum — hvorum megin flatarins er viðfangs- efnið eða hluturinn, — hvenær verður hluturinn, — náttúran, form og hve- nær verður formið bakgrunnur? Það er eins og formin ýmist aðskiljist frá einföldum bakgrunninum eða samlag- ist honum í ljóðrænni kyrrð. Verkin njóta sín mjög vel í sölum safnsins og er vissulega óhætt að segja að það sé mikil ögrun fyrir unga listamenn að fá að spreyta sig á því að sýna í salarkynnum eins þekktasta safns Parísarborgar. Hvar eru mörkin? Það er alltaf spennandi að fylgjast með sköpunarferli ungra listamanna vegna þess að þá er sköpunin fersk og innileg, og líka áhrifagjörn og við- kvæm. Þeir sem fylgjast með franskri myndlist muna sjálfsagt hvemig „fijálsa fígúrasjónin" (nýja málverk- ið), Blanchard, Boisrond, Combas og Di Rosa skutust upp á frægðartindinn á örskömmum tíma, þannig að flest- um þótti nóg um. En það var einmitt á Ateliers 81/82 sem verk þeirra sáust fyrst og þeir vom „uppgötv- aðir“ af galleríeigendum. Nú eru tíu ár síðan og þó að þeim hafi verið spáð skammvinnri frægð eru þeir nú allir „ráðsettir" og viðurkenndir lista- menn og sýna reglulega í helstu lista- sölum borgarinnar. Þannig hafa At- eliers sýnignarnar átt gríðarlega mik- inn þátt í því að koma ungum efnileg- um listamönnum á framfæri, þótt eflaust verði líka margir útundan. Og þar sem færri komast að en vilja myndast spenna í kringum sýningam- ar og valið á listamönnunum og er þá forráðamönnum hennar fundið ýmislegt til foráttu. í ár beinist gagn- rýnin aðallega að stofnanaveldinu, ekki bara söfnunum heldur einnig að hinum nýju listaskólum og er þá átt við þá skóla eða stofnanir sem teljast vera úrvalsskólar eins og t.d. lista- stofnun Pountus Hulten í París og Villa Arson í Nice. Kommiserarnir sem völdu á Ateliers 92, Beatrice Parent og Laurence Bossé, eru gagn- rýndar fyrir að að hafa einblint of . mikið á listaskólastofnanirnar þegar þær völdu á sýninguna. Satt er að flestir þátttakenda Ateliers 92 eru útskrifaðir frá þessum listastofnun- um, sem er kannski ekkert skrítið þar sem mjög miklar kröfur eru gerðar til þeirra nemenda sem fá þar inn- göngu, og ætti útkoman eftir því að vera góð. Fjöldi nemenda í þessum skólum takmarkast oftast við 20-25 nemendur á ári og gefur augaleið að þessir nemendur eru litnir hýru auga þegar út á vígvöllinn er komið. Eitt af markmiðum þessara skóla í uphafi var að grisja sem mest, því mörgum þótti nóg um hvað lágkúran og flatneskjan var orðin mikil í lista- mannaheiminum og litlar kröfur gerð- ar til þeirra sem skutust upp á stjörnuhiminninn, oft með aðstoð lita- verkasala og galleríeigenda. Núna þegar árangurinn af starfsemi þess- , ara listastofnana er að koma í ljós | fínna gagnrýnendur auðvitað þörf hjá sér að hnýta í þær og tala þess vegna um að unga listin angi af stofnana- lykt. Þá er bara spurningin; Hvar eiga mörkin að vera? Fyrir tíu árum síðan , var talað um að listamennimir væru ; of opinskáir, of fijálsir, of lausbeislað- | ir og þeir voru gagnrýndir fyrir það | að „viðurkenna heimska menningu“ eins og Boisrond orðaði það í viðtali ■ ■ eitt sinn. í dag snýst umræðan aftur á móti um það að listamennirnir séu hreinlega of „lærðir“, of meðvitaðir, of útsjónarsamir, of uppteknir af eig- in sjálfi og starfsferli og kannski ekki nógu víðsýnir. Það hlýtur að vera erfítt að vera ungur listamaður í svona mótsagnar- kenndum heimi. Sýningunni lýkur 15. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.