Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 6
6„ B, MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 19.92 UTGEFENDUR STEFNAI BANVÆNAR ÓGÖNGUR - SEGIR ÞORGEIR ÞORGEIRSSON RITHÖFUNDUR SEM HEFUR SAGT SIG ÚR LÖGUM VIÐ BÓKA- MARKAÐINN OG ÞRÓAÐ ÖÐRUVÍSIÚTGÁFU „Ég HRÖKKLAÐIST eiginlega út í þetta útgáfuform. Ég var orð- inn .svolítið hvekktur á gnýnum og djöfulgaiiginuin í útgáfunni, en þó aðallega á því hvað mér fannst auglýsingastofurnar vera orðnar ráðríkar og hvað þær seildust langt." Svona lýsir Þorgeir Þorgeirson, einn virtasti ríthöfundur og þýðandi íslendinga um árabil, aðdragandanum að því að hann sagði sig úr lögum við bóka- markaðinn og stofnaði sitt eigið forlag, Leshús. Hávaða- og íburðarlaust gefur Leshús út bækur eftir út- gefandann, þýddar eða frumsamdar, og verða les- endur nánast að ryðjast inn á heim- ÍIi Þorgeirs tíl að verða sér úti um bækurnar. Frá 1988 hefur Leshús gefið út sex bækur með þessum hætti, þar á meðal ljóða- og rit- gerðasöfn eftir Þorgeir og þýðingu hans á Tataraþulum Federicos García Lorca. Innan tíðar eru svo væntanlegar þýðingar á verkum þriggja merkra höfunda, m.a. Bo- humils Hrabals. Þreyttur á gnýnum „Seinasta bók sem ég gaf út hjá mínu gamla útgáfufyrirtæki, Ið- unni, sem ég hafði átt afskaplega gott og farsælt samstarf með í áratug, var ævisaga Péturs Kid- sons og þá fann ég að ég fékk engu að ráða um hvað skrifað var aftan á bókina. Ég fékk engu að ráða um útlit bókarinnar. Að vísu hafði ég fengið að ráða flestu um hvað stóð í henni, en mér fannst stutt í að auglýsingastofan færi að skipta sér af því líka. Ég hafði allan tímann á tilfinningunni að verið væri að kynna eitthvað sem ekki var fyrir hendi, einhverja bók sem ég hafði aldrei skrifað. Svo komst ég að því að þessi bók seld- ist meira en nokkur önnur bók eftir mig áður. Salan var um 500 eintökum meiri á fyrsta ári en ég átti að venjast. Ég var hissa á þessu, því ég átti nokkuð stöðugan kaupendahóp og hef alltaf haft gott samband við hann. En svo fer ég að mæta fólki á götu sem seg- ir: Þorgeir, nú er ég hættur að kaupa þig, nú ert þú farinn út á einhverjar brautir sem mér líkar ekki. Meðan ég átti eitthvað af höfundareintökum til að gefa gat ég sannfært stöku mann um að reyna að lesa bókina. Og þá komu menn til mín aftur og sögðu: Jújú, þetta er alveg rétt, þetta er þinn gamli texti, þetta er þinn gamli stíll. En þarna lenti ég í því að auglýsingastofan og forleggjarinn í sameiningu voru að búa til af mér einhverja ímynd. Tilgangurinn var sala. Svona ímyndasmíð hefur ágerst mikið síðan." Banvænsala „Sala af þessari tegund getur orðið manni banvæn. Þetta var sú fyrsta af mínum bókum sem sást eitthvað að ráði á fornbókasölum. Fram að því hafði ég átt mína föstu lesendur sem keyptu bæk- urnar mínar og áttu þær. Þessa lesendur hafði ég gaman af að hitta og ræða við þá um bækurn- ar. Þeir kenndu mér margt, enda eru samskipti höfunda og lesenda afskaplega mikilvæg, bæði fyrir lesendur og höfundinn. Ég held að þessi auglýsingamennska, þessi gnýr allur, komi þarna að vissu leyti upp á milli og rjúfi náttúriegt samband höfundar og lesenda. Ef það er rétt tilfinning hjá mér er salan af hinu vonda. Og ég sé ekki betur en útgefendur stefni nú í banvænar ógöngur, þeir nota auglýsingarnar eins og „dópistar" nota eiturlyf, hömlulaust — þeir treysta orðið á að einhver af þeirra bókum nái metsölu út á auglýsing- una. En ég held að þetta sé að hefna sín og mér er sagt að í sum- um tilfellum sé allt að 90% seldra bóka skilað aftur. Þessar met- sölubækur eru náttúrlega aðallega keyptar til gjafa og maður á kannski fimm vini sem vita hvaða smekk maður hefur og fær þá allt upp í fimm ejntök af sömu bókinni í jólagjöf. Útgefendur reyna að verja sig með því að láta höfund- ana skrifa á sem flestar bækur svo ekki sé hægt að skila þeim aftur; ég þekki fólk sem á allt upp í fimm eintök af áritaðri bók sem það hefur ekki getað skilað. Þessi áhersla á sölumennskuna hefur orðið til þess að það eru gefnir út alltof margir titlar, en sölumagnið er það sama í eintakafjölda frá ári til árs. Og núna eru útgefendur að grafa sér gröf með þessum risa útsölumarkaði strax eftir jólabóka- flóðið þar sem maður getur keypt bækurnar á típrósent af verði. Maður hittir meira og meira af fólki sem segir: Ég ætla að hætta að kaupa bækur á jólamarkaðnum. Og maður hittir meira og meira af fólki sem segir: Ég fer á bóka- markaðinn og kaupi bækurnar fyr- ir næstu jól. Með þessu eru útgef- endur líka að gera bókina að rusli. Bókin hefur verið stolt íslendinga, hún hefur verið höfð í hillum uppi á vegg og verið til vitnis um að þar byggi greint og lesandi fólk, en innan skamms mun þeim takast með þessu að gera bókina að hálf- gerðu sorpi og þá hættir hún að vera veggskraut; maður fer ekki út f öskutunnu til að sækja sér veggskraut, nema maður sé mjög frumlegur og það byggir enginn markað á slíkum einstaklingum." Vonlaus metnaður „Maður á sér kollega sem blómstra í þessu kerfi, þeim líður vel, og núorðið eru til rithöfundar sem hafa alit að því bærilega af- komu. En ég er hræddur um sjálf- ar bókmenntirnar í þessu, vegna þess að ég sé hinn takmarkaða og vonlausa metnað nútímabók- menntanna á íslandi að hluta til sem afleiðingu af þessu markaðs- kerfi. Mér virðist metnaður ungu höfundanna vera tvennt: Að segja helst ekki neitt, en þó helst með þeim hætti að það veki athygli. Mér sýnist skoðanahræðsla og ótti við að meiða einhvern vera orðið inntakið. Þannig gæti peningavelta bóksölunnar hæglega orðið að hug- myndalegri kreppu bókmenntanna, sem eru ekki í eðli sínu vara, bók- menntir eru í eðli sínu ákveðinn hugsunarháttur. Eg er ekki að segja að það sé slæmt út af fyrir Morgunblaðið/Einar Falur „Þeir útgefendur sem maður hafði samband við sögðu: Þorgeir minn, þú skrifar ógæflega og við vifum að þú erf einn af viðurkenndustu höfundum þessarar þjóðar, en þú erf ekki gjafavara, þú ert dæmdur glæpamaður og það er ekki markaðslega gotf." Ég fékk engu að ráða um útlit bókar- innar. Að vísu hafði ég fengið að ráða flestu um hvað stóð í henni, en mér fannst stutt í að aug- lýsingastofan færi að skipta sér af því líka. Ég hafði allan tímann á tilfinning- unni að verið væri að kynna eitthvað sem ekki var fyrir hendi, einhverja bók sem ég hafði aldrei skrifað. sig að bókmenntir séu markaðs- settar með krafti og faglegum hætti, en þetta hefur gengið háska- lega langt og ég er orðinn hrædd- ur um að ef ekki verði til einhverj- ir aðrir möguleikar í útgáfu geti svo farið að bókmenntir lendi í verulegum þrengingum." Bóksalar áhugalausir „Með árunum hef ég farið að taka þessa útgáfu mína meira sem alvarlega tilraun til að skapa nýtt útgáfuform. Ég ákvað að taka svona hálfan áratug í að tapa pen- ingum og safna skuldum til þess að athuga hvernig allt öðruvísi hugsuð útgáfa gengi. Hún er ekki stunduð í hagnaðarskyni, það er að segja, það verður aldrei hagnað- ur af henni. Ég vinn starf útgef- andans launalaust í von um að fá síðar vænni sneið höfundarins af kökunni. Ég held öllum kostnaði í lágmarki, neita mér algjörlega um auglýsingar og allan yfirbygging- arkostnað, hef útlit bókanna ein- falt þannig að prentunarkostnaður verði í lágmarki. Ég prenta aðeins 350 eintök í einu og svo prenta ég aftur, því það er ekkert miklu dýrara að prenta svona lítið í einu, og á móti sparar maður sér lager- kostnað. Ég hef kannski verið svo- lítið öfgafullur í því að láta bæk- urnar ekki líta girnilega út, það getur vel verið að ég fari að setja tvo liti á forsíðuna. Satt að segja hafði ég vonast til að vera kominn í jafnvægi eftir svona þrjú ár, en það hafa verið á þessum vegi ljón sem égekki reikn- aði með. Eg hélt til dæmis að ég væri orðinn það kunnuglegt nafn eftir fimmtíu titla af frumsömdum og þýddum bókum að bóksalarnir mundu taka þessar bækur til sölu. Ég skrifaði í fyrra þessum 108 bóksölum á íslandi, enginn þeirra hafði áhuga á að selja mínar bæk- ur. Athyglisverðast er þó að enginn þeirra hafði áhuga á að kaupa sér eintak á góðum kjörum til að lesa sjálfur. Þetta segir mér að bóksali í þeirri gömlu merkingu sem ég er alinn upp við er ekki lengur til. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að bókabúðir nú til dags eru bara afhendingarstaðir fyrir það sem sjónvarpið er raunverulega búið að selja. Þetta voru erfiðleikar sem ég hafði ekki reiknað með. Leshús auglýsir hvorki í sjón- varpi né blöðum. Fyrir vikið getur orðið torsótt að fá bækurnar kynntar. Fyrsta Leshúsbókin var þrívegis send öllum bókmennta- gagnrýnendum fjölmiðla en enginn þeirra skrifaði staf um hana. Heild- arútgáfa af ljóðum mfnum (70 kvæði) hlaut sömu örlög. Enginn skrifaði. Samt er mesta furða hversu margir virðast frétta af útkomu Leshúsbókanna. Og þær bækur sem enga umfjöllun fá eru raunar betur staddar en hinar sem fá umfjöllun hvanngrænna eilífðar- stúderita sem halda að Fjölnis- mannastafsetning sé subbuskapur í prófarkalestri og gá ekki einu sinni að því hvort einhver heildar- hugsun leynist í bók sem er ein- föld að umbúnaði. Undarlegt ann- ars að bók skuli þurfa að líta út eins og konfektkassi til að þetta fólk sjái eitthvað í textanum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.